Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Heilmiklar Pajero breytingar
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.05.2007 at 22:16 #200378
Minni menn á að Pajeroinn sem er búinn að vera í heilmiklum undirvagnsbreytingum er að á loka metrunum breytingaskeiðisins.
Myndir og texti á elliofur.123.is
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.05.2007 at 23:32 #591810
Skemmtilegar myndir af áhugaverðum breytingum. Sá á myndunum að samsláttarpúðarnir voru ekki alveg að höndla sitt starf. Ég gafst upp á þessum "after market" Benz púðum undir Patrol og fékk mér Toyota púða í staðin. Mikið betri í alla staði, en líka töluvert dýrari. Síðan er spurning hvort ekki þurfi að stífa aftari þverstífu turn eitthvað upp í grind ??
Kveðja
Hlynur
01.06.2007 at 00:07 #591812yfirskriftin af þessum breytingum var að fá pajero til að teygja sig almennilega sem að hann svo sannarlega gerir samkvæmt myndum. hinns vegar sýnist mér líka á þessum myndum að hann teygji sig ekkert svakalega mikið að framan, ekkert meira held ég en klafarnir gera, en hann hefur svakalega teygju að aftan. hefði ekki verið nóg að setja hann bara á 4 link og púða að aftan? mikið minna tilstand og ágóðinn svipaður
01.06.2007 at 08:39 #591814sem ég sá á myndunum er að teygja dálítið mikið betur en klafa bíll að framan.
Hvor okkar fór í rangt albúm?
01.06.2007 at 12:48 #591816Það ætti að nást töluverð meyri teygja að framan ef honum er bakkað uppí hólinn. Mun meyra en klafarnir. En það þarf að laga samsláttarpúðana eitthvað.
01.06.2007 at 13:11 #591818Það þarf væntanlega að færa þessar upphækkanir fyrir samsláttarpúðana, af hásingunni og upp fyrir púðana. Þannig ættu þeir að virka betur (ekki skekkjast svona).
Sérstaklega gaman að sjá að menn hafa lagt sig fram við að viðhalda nokkurvegin afstöðunni á efri stífunum fyrir afturhásinguna. Ég hefði þó reynt að hafa turnana fyrir þær öflugri. Það eru þokkaleg átök á þessu þegar bíllinn bremsar, sem og þegar gefið er í. Kæmi mér ekki á óvart þó þeir myndu springa frá þverbitanum með tíð og tíma. Hef séð það gerast á Pöttum þar sem turnarnir voru lengdir.
kv
Rúnar.
01.06.2007 at 14:24 #591820Flott breyting en sammála Rúnari nokkrir veikir punktar og má þar nefna:
–
Álag á stífugúmmíin þegar hann misfjaðrar þar sem erfitt er að sveigja og beygja á fjórum punktum, einnig nokkuð veikt að sjá.
Turninn fyrir hliðarstífuna þarf að fara neðar og styrkjast.
Færa þarf Benspúðan að hásingunni en skekkjan kemur vegna þess að hliðarstífan dregur hásinguna of mikið til hliðar.
–
En flott vinna og ekki má taka þessar athugasemdir með neikvæðni heldur er ég að segja eins og “mér finnst“. En mig langar að koma með spurningar:
–
Hvaða hásingar ertu með.
Hvað fórstu langt með hásinguna aftur.
Hvaða millikassa settir þú í hann.
–
Ég er forvitin vegna þess að tilstendur að rífa minn í öreindir í þriðja sinn í haust og færa hásingu, stækka dekkin, milligír, aukatankar, jafnvel hækka aðeins boddíið og sitthvað fleira.kv. vals.
01.06.2007 at 15:17 #591822Vegna þess hversu innarlega efri spyrnurnar eru þá er voðalega lítil hreyfing á þeim við misfjöðrun (miðjan á hásingunni færist voðalega lítið). Þess vegna verður engin sérstök spenna í kerfinu við þá misfjöðrun sem dempararnir á annað borð leyfa. Þessi uppsetning er nánast eins og hafa bara eina efri stífu.
kv
Rúnar.
01.06.2007 at 15:56 #591824Ég held að ástæðan fyrir því að hann skælist svona mikið meir að framan heldur en að aftan, sé einfaldlega sú að 4-linkið sé mikið minna þvingað en heilu stífurnar að framan (heilu stífurnar reyna að snúa upp á hásinguna). Þannig að það gerist alltaf meira að aftan en að framan vegna þess að afturhásingin er "lausari"… svo get ég ekki betur séð en það sé ballansstöng þarna að framan. Það er spurning hvort þetta lagist eitthvað við að fleygja henni? Þetta er samt miklu meiri teygja en ég hef séð á nokkrum klafabíl, það er alveg klárt mál!
Það er heldur ekki nokkurn spurning að þessi Pajero er orðinn alveg þrælmagnað tæki!kv. Kiddi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
