This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Finnur Ármann Óskarsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hvað er algeng heildarniðurgírun eða hvað kemur best út í fyrir 2 tonna 38″ jeppa, beinskiptan eða sjálfskiptan ?
Veit einhver heildarniðurgírun í L200.
Oftast er gengið útfrá hlutföllum í drifum til að meta hversu jeppar eru lágt gíraðir sem segir þó ekki nema rúmlega hálfa söguna eins og vitað er. Þó svo að tvær tegundir jeppa séu með sama drifhlutfall í hásingu t.d 4,88 þá getur heildarniðurgírunin út í hjól frá vél verið mjög svo mismunandi vegna gír- og millikassa.
Svo ég komi með svaka dæmi Sjálfskiptur Ranger 1992. fyrstagírshlutfall 1:2,47, millikassi 1:2,48, drif 1:3,73. Heildarniðurgírun orginal er 1:22,8 (2,47×2,48×3,73 = 22,8) sem er hljómar býsna hátt en virkar samt ágætlega að 36″ því skiptingartúrbínan gírar niður skiptinguna (snuðar) á lágsnúning og gefur þannig séð aukagír. Þarf samt að fylgjast vel með hitamyndum þegar túrbína er látin snuða að ráði. Með 1:4,56 drifhlutfalli er heildarniðurgírun 1:27,7 sem fer nokkurn veginn meðalveginn fyrir heppilegt drifhlutfall fyrir snjó- og malbiksaakstur fyrir 2 tonna 38″ sjálfskiptan bíl og 35″ á sumrin miðað við mína reynslu Mætti vera samt vera aðeins lægra úr því að skipt er um hlutfall á annað borð en ekkert möst samt.
You must be logged in to reply to this topic.