Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hefur einhver prófað Cyclone í 2.8 patrol??
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sævar Örn Eiríksson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
21.12.2009 at 21:45 #209291
Ég er að forvitnast hvort einhver hafi prófar þetta í gamla patrol, 2.8 dísel..http://www.snjokedjur.com/Cyclone.html
Er þetta að skila einhverjum árangri í eyðslu eða krafti?
Vantar svör, hef bara heyrt gott af þessu í öðrum bílum..
Kv Jóhann -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.12.2009 at 23:53 #672648
Sælir, er með svona í Pattanum mínum og hann er grútmátlaus og eyðir haug, hef ekki prófað að taka þetta úr til að sjá hvort að hann verði ennþá verri
kv
Daði
22.12.2009 at 00:05 #672650Ef þú ert að tala umm hiclone ,þe járnstikki sem býr til hvirvilhreifingu á loftið þá hef ég prófað það.
Það virka að mér fanst vel á lágum snúningi sérstaklega þangað til túrbínan kemur inn og hún kemur fyr inn
enn heftir vinnsluna á botnsnúningi í staðinn.Enn manni vantar altaf afl á lægri snúning þannig að mér fannst það alveg þess virði.
22.12.2009 at 01:10 #672652já ok.. en hvað eyðsluna varðar, lækkaði hún ekkert við þetta?
23.12.2009 at 16:40 #672654hver er reynslan á þessu varðandi eyðslu?
23.12.2009 at 17:56 #672656Þekki ekki þennan hluta nákvæmlega en hvað myndi eðlisfræðin segja:
Meiri loftflæði=>meiri kraftur=>meiri eldsneytiseyðsla.
Það er ekkert ókeypis. Krafturinn eykst ekkert bara á lofti heldur á meira loftflæði og þá þarf meira eldsneyti.
Hef annars ekkert vit á þessu.
Góðar (jóla) stundir.
Kv. SHM
24.12.2009 at 13:25 #672658Eftir að hafa hugsað þetta betur þá get ég ekki séð neitt sem er móti því að nota þenna Cyclone.
Ef aflið eykst á minni snúningi þá þarf vélin að snúast hægar til að ná svipuðu afli og þ.a.l. eykst ekki eldsneytiseyðslan.
Hefði samt haldið að aðalávinningurinn væri að fá meira afl en hitt væri aukaatriðið en ef hægt er að keyra á lægri snúningi er það samt ávinningur.
Þetta kennir manni kannski að vera ekki með fyrirframskoðanir og láta frekar þá sem hafa reynslu og þekkingu koma með sín rök og gögn og byggja þannig á sínum skoðunum.
Góðar jólastundir.
Kv. SHM
24.12.2009 at 15:37 #672660Ekki hef ég prófað þetta sæklón galdratæki. Virknin sem það á að skila er eitthvað sem ég hef aldrei skilið og leyfi mér að efast stórlega um að nokkuð sé raunhæft í þeirri sölumennsku.
Í staðinn get ég gefið öllum sem eru að leita að aðferðum til að lækka eldsneytiseyðslu og auka snerpu bíla sinna nokkur 100% pottþétt ráð.
Með því að fylla eldsneytistankinn aldrei nema til hálfs eða þaðan af minna þá er alveg pottþétt að snerpan eykst og eyðslan minnkar. Einnig mun dekkjaslit minnka og slit á hjóllegum o.s.frv.
Sama gildir um allt það dót sem menn eru að skreyta bílana með: Loftpressukerfi, spil, aukarafkerfi, stór dekk og að ógleymdri ístru ökumanns – allt bætir þetta aukakílóum við massann sem sífellt er að streytast á móti hraðabreytingum bílsins. Með því að forðast að setja þessa hluti í bílinn minn held ég að hafi sparast einhver hundruð kílóa.
Loks má nefna hluti sem auka á loftviðnám svo sem stór dekk, toppgrindur og loftnet.
Allt þetta stuðlar að hækkaðri eldsneytiseyðslu og lækkar hámarkshraða bílsins.Öll þessi ráð eru þess eðlis að ekki þarf að kaupa neitt, aðeins að beita almennri skynsemi, vega gagnsemi hlutarins á móti auknum rekstrarkostnaði bílsins og velja síðan og hafna samkvæmt því. Sem þumalputtareglu má reikna með að hver 200 kíló sem bætt er við þyngd bílsins hækki eldsneytisnotkun um 1 lítra á hundraðið. Það gerir 250 lítra á ári ef ársaksturinn er 25000 km. Sama lögmál gildir um hvert kílógramm sem maður léttir bílinn.
Síðan óska ég öllum lesendum 4X4 spjallþráðanna gleðilegra jóla og þakka ýmis ráð og ábendingar sem ég hef fengið frá ykkur á árinu.
Ágúst
24.12.2009 at 15:49 #672662Já það er nefnilega það…
Nú skil ég af hverju ég dríf svona rosalega mikið meira en TnT sem er á "eins" bíl og ég, hann er með bumbu ekki ég, hann er 227cm á hæð og 136kg ég bara 182 og 73kg. hann er altaf með 2 bjóra ég bara einn.
24.12.2009 at 16:01 #672664[quote="Benedikt":jh4boas5]Já það er nefnilega það…
Nú skil ég af hverju ég dríf svona rosalega mikið meira en TnT sem er á "eins" bíl og ég, hann er með bumbu ekki ég, hann er 227cm á hæð og 136kg ég bara 182 og 73kg. hann er altaf með 2 bjóra ég bara einn.[/quote:jh4boas5]
Svo er ég í þykkari sokkum,því mér verður svo kalt að bíða eftir Benna alltaf hreynt
þetta er einhver jólasveinaþráður -gleymið svona aukahlutum
jólakveðja
25.12.2009 at 03:35 #672666Er með svona Cyclone í Toyotunni hjá mér, finn engan mun hvorki á vinnslu né eyðslu hvort sem ég er með þetta í eða ekki. Hérna er nú bara gott videó dæmi um þetta á youtube. Þar eyddi hann 16mpg sem er 14.7 lítrar á hundraði áður en hann setti cyclone-ið í bílinn svo sýnir hann í video-inu hvað hann græddi á því að hafa það í.
[youtube:2kj40os9]http://www.youtube.com/watch?v=yRxTwzOvS7Q[/youtube:2kj40os9]
25.12.2009 at 12:32 #672668Fer þetta ekki líka bara eftir því hvar þetta er staðsett og hvort maður setur tvo eða er með intercooler og turbo…. Einn sem ég veit um fékk sér þetta í 90 landcr og hann fullyrðir að eyðsalan hafi minkað töluvert.
Ég er að spá í að fá mér svona þar sem að maður getur skilað þessu eftir 30 daga ef maður er ekki ánægður með þetta. Ég er með Patrol 44" sjálfskiptann þannig að það er lítið mál að athuga eyðslu og kraft breytingar fyrir og eftir…..
25.12.2009 at 14:04 #672670Soggreinarnar í okkar bílum eru alltof grófar til að þetta virki nokkuð, auk þess splitta greinarnar okkar yfirleitt í þann fjölda silindra sem vélin er, og hvað gerist þá við hvirfilinn, splittast hann líka?
Það þarf enginn að segja mér að hann finni einhvern verulegan mun á því að hafa þetta í, það er svona í mínum bíl sem er tiltölulega afllaus, og ég finn það um leið ef ég keyri t.d. með aukaljós á að hann verður aflminni.
Ég hef prufað að taka þetta hiclone úr og sett í aftur ótal sinnum og munurinn er svotil enginn, eitt skiptið skellti ég K&N síu í hann líka og þá fannst mér hann vera fljótari uppá snúning en eflaust er það bara undirmeðvitundin að segja mér að vera frekar ánægður með vöruna sem ég eyddi hellings pening í.
en þess má geta að hiclonið var í bílnum þegar ég keypti hann, og eftir þessa reynslu dettur mér ekki í hug að láta taka mig svona illilega fyrir, að kaupa einhverja málmhrúgu á 15000 krónur sem eflaust endar á því að molna niður, FYRIR AFTAN LOFTSÍU og stúta vélinni endanlega.
Þetta eru bara mín 2 prik á þessa vöru, eitt sinn trúði ég að þetta virkaði en fór svo út að prufa, og niðurstaðan er sú að þetta er bara enn eitt peningaplokkið. Þú veist að þú getur líka fengið segla á bensínrörin til að rétta frumurnar í bensíninu við og raða þeim rétt upp?
Þú getur líka fengið mola til að setja í bensínið og sparar þér 10-15mpg og eykur afl um 20 hestöfl
En þess má geta að ég ek um á benzín 1600 16v 4cyl Suzuki jeppa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.