This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Þorvaldur Sigurðsson 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Mig langaði að vita hvort ekki væri einhver þarna úti sem gæti sagt mér hvort ég mætti nota heddbolta í 3 lítra patrol 2000 módel aftur, er að skipta um hedd sem var spungið á milli sogventla og glóðarkerta og svo á einum stað úr vatnsgang og út í heddboltagat. En það sem mig langaði að vita er hvort það væru einhver mál sem ætti að fara eftir eða hvort þeir væru bara einnota, því nóg kosta þeir nú.
Hringdi í gær, 24.06, í Ingvar Helgason til að spyrja þá og þar svaraði einhver símastelpa sem tók niður nafn, símanúmer og erindi og ætlaði svo að láta einhvern tæknimann hringja í mig, hann er sennilega ennþá að fletta bókinni, því hann er ekki ennþá búinn að hringja, einum og hálfum sólarhring síðar.
Þannig að ég ákvað að leita í annan viskubrunn, en allavega þá mældi ég boltana og þvermál á leggnum er 10.85mm og lengdin er 132mm.
Með von um skjót svör.Kveðja Jói Barða.
You must be logged in to reply to this topic.