Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hávaði í hjólabúnaði á Korando. Hjálp !
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anton Traustason 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.07.2012 at 10:22 #223827
Nú hef ég áhyggjur af mínum annars trausta og góða Ssang Yong Korando jeppa (’98)
Ef ég keyri í holur eða á grófum vegi þá bankar eitthvað vinstra megin í framhjólabúnaðinum og þetta leiðir upp í stýrið. Ég prófaði að fara í bilanaskoðun hjá Frumherja í vetur en þar fékk bíllinn vottorð upp á að vera í toppstandi, og það sama gerðist í hinni árlegu skoðun núna nýlega þótt bankið hefði aukist talsvert og ég bæði sérstaklega um að hjóla- og fjaðrabúnaður yrði skoðaður sérlega vel. Nú er spurningin; hvaða snillingur á Reykjavíkursvæðinu væri líklegastur til að finna hvert vandamálið er svo ég fari ekki að skipta út spindilkúlum, klafafóðringum eða einhverju öðru sem síðan reynast í lagi?
Kveðja – Þórður Árnason -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.07.2012 at 16:24 #755533
Ég gleymdi að taka fram að ég prófaði að setja í nýjan tengistaut milli balansstangar og spyrnu (ásamt tilheyrandi gúmmífóðringum) en vandamálið er enn til staðar.
03.07.2012 at 17:32 #755535Skoðaðu efri klafafóðringarnar, gætu verið orðnar slitnar og þá á þetta til að banka svona. Annað, sem ég get svo sem ekki séð fyrir mér að leiði upp í stýri er að boltinn í neðri demparafestingunni hafi losnað og sé farinn að skrölta í gatinu á festingunni og jafnvel búinn að rýma gatið þannig að það sé orðið sporöskjulaga, þá skröltir leiðinlega í þessu þegar ekið er í ójöfnum eða holóttum vegi. Enn einn möguleikinn er að festingar sem halda bremsukalíberi séu orðnar slitnar og að það sé að valda þessu skrölti en mér finnst það reyndar langsóttara en hitt. L.
03.07.2012 at 21:44 #755537Takk fyrir þetta. Já, önnur klafafóðringin virðist vera orðin eitthvað morkin, kanturinn undir stóru skífunni nánast horfinn þannig að ég tók klafann undan. Eru einhver húsráð til að skipta um þessar fóðringar í "heimahúsi" með algengum verkfærum eða þarf ég að láta gera þetta á verkstæði ?
03.07.2012 at 23:23 #755539Sæll
Húsráð segirðu. Svona fóðringa skipti hafa nú yfirleitt komið hjá mér með slaghamri, réttu rörbútunum, úrekum, flatslípuðum meitlum, snitttein með rörbút og nokkrum skinnum og slatta af frjóu hugmyndaflugi.
Annars ætlaði ég að segja frá svona aukahljóði í hjólabúnaði sem kom í Mússóinn minn í fyrra. Þetta voru smellir sem ukust með með auknum hraða og komu aftan úr bílnum að því virtist. Ég taldi þetta koma úr bremsubúnaði og var búinn að tví rífa allt og skoða. Skipta um boltana sem dælurnar renna á. Prófa að spenna teygjur í bremsudælurnar, því ég taldi að hljóðið kæmi út frá titring eða einhverju tengdu því en ekkert breyttist.
Fyrir einhverja rælni þreifaði ég á 100g ballanseringar blýi innan á annari aftur felgunni. Þá var það aðeins laust og náði að rugga örlítið og banka í felguna. Þetta var það sem myndaði hljóðið, sem náði að magnast ótrúlega upp.Kveðja
Olgeir Ö.
04.07.2012 at 10:19 #755541Setja klafann í skrúfstykki, losa rærnar báðum megin og taka skinnurnar burtu, hita klafann utanum fóðringarnar með gasi, kósanhitari dugar, og þá geturðu slegið öxulinn í gegn án vandræða. L.
04.07.2012 at 13:49 #755543Fór með klafann upp í Stál og stansa í morgun, þeir ætla að sjá aumur á mér og setja fóðringarnar í. Svo verður fróðlegt að sjá hvort þetta voru fóðringarnar eða eitthvað annað 😉
05.07.2012 at 18:26 #755545Jæja, allt komið undir aftur, nýjar klafafóðringar og skipt um spindilkúlu í leiðinni fyrst maður var nú að þessu á annað borð. Það eina sem skyggir á gleðina er að það bankar sem aldrei fyrr.
05.07.2012 at 18:52 #755547Búinn að athuga neðri demparafestinguna? L.
05.07.2012 at 21:07 #755549Jú, ég held að demparafestingin sé í lagi, a.m.k. gat ég ekki hnikað demparanum neitt til þótt ég reyndi með kúbeini. Kannski er bíllinn loksins að reyna að segja mér að halda mig við það "sem ég bæði sé og veit og skil" og setja sig á almennilegt verkstæði til tilbreytingar.
05.07.2012 at 23:10 #755551er ekki örugglega allt í lagi með draglið og hjöruliði á stýrisleggnum og stýrisendana inn við maskínu
kv vesteinn
06.07.2012 at 10:27 #755553Þetta er rack/pinion maskína og einu stýrisendarnir sem ég sé eru úti við hjól og þeir virðast í lagi. Það sem ég þarf núna er að hitta einhvern reyndan ref í svona bilanagreiningu svo ég eyði ekki frekara púðri í óþarfa tilraunastarfsemi. Kannski er lausnin sáraeinföld. Hvert er bezt að snúa sér?
06.07.2012 at 23:19 #755555innri endarnir eru kúluliðir inn í hosunum og þú ættir að finna slúbb í þessu ef þú hreifir hjólið
en mér finnst bifreiðaskoðun varla standa undir nafni ef þeir geta ekki fundið þetta
Bílabúð Benna hefur reynst mér mjög vel það litla sem ég hef þurft að leita til þeirra með mína Mussoa
kv vesteinn
07.07.2012 at 12:19 #755557Þetta virðist allt stefna í verkstæðisferð. Maður reynir nú samt að forðast það í lengstu lög, sérstaklega þegar bíllinn er orðin þetta gamall og verðlítill. Ég mundi allt í einu eftir Citroen BX sem ég eitt sinn átti og þar bankaði önnur framhjólslegan á mjög svipaðan hátt þótt það virtist nánast ekkert slag í henni við skoðun. Væri þetta möguleiki á Korando/Musso?
07.07.2012 at 17:07 #755559Mín reynsla er að jafnvægisstöngin er stundum orsakavaldur í svona banki. Þú segist hafa skipt um endana en var skipt um gúmmíin utan um sjálfa jafnvægisstöngina.
07.07.2012 at 19:37 #755561Nei, ég skipti ekki um balansstangargúmmíin, þau líta vel út og virðast halda stönginni þéttingsfastri, a.m.k. gat ég ekkert bifað henni til.
08.07.2012 at 01:14 #755563Er ekki bara brotinn gormur, tjakka bílinn upp, spenna gorminn saman og skoða, hef lent í óþolandi banki í Grand cherokee og þá var gormurinn málið.
08.07.2012 at 11:27 #755565Það eru stangarfjaðrir að framan, ekki gormar. Ég losaði annan demparann (Sachs) til að skoða ástandið á gúmmíunum og fannst hann undarlega mjúkur að toga út og inn. Hafi þetta verið gasdempari er örugglega allur vindur úr honum núna. Kannski væri vit að svissa dempurunum og sjá hvort bankið flyzt yfir á hina hliðina.[url][/url]
10.07.2012 at 20:11 #755567Sæll Þórður þú talar um stangarfjaðrir nú hef ég ekki litið undir þessa bila en ef þetta er eins og í gmc pallbil sem kallast (torizon bar) þá gæti ég verið með lausnina, þessar stangir ganga undir miðjan bil í þverbita, þverbitinn er með gúmi á endanum sem er pressað(boltað) niður á grindina með brakkedi þetta gúmi slitnar, nú er ég að tala um hvernig þetta var hjá mér, bifreiðaeftilitið gat ekki fundið þetta hjá mér heldur ,en þar sem ég hefði þurft að rífa stangirnar úr til að taka bitann frá til að koma níu gúmi fyrir þá fór ég aðveldari leið, losaði boltana á braketinu tjakkaði þverbitann upp um nokkra millimetra stakk 3mm gúmipjötlu undir gamla gúmíið boltaði alt niður aftur og er alveg solid, ný kominn af hálendinu á þeim yndislegu vegum ekkert vandamál vonadi geturðu nítt þér þessar uppl eða enhver annar takk fyrir davið.
20.07.2012 at 18:01 #755569Stýrisdragliðurinn var fastur. Nýr kominn í og málið leyst. Það var reyndar búið að benda mér á þennan möguleika en ég hélt, í fákænsku minni, að svona dót eyðilegðist með því að það kæmi los í það frekar en að það greri fast með þessum hætti. En þetta er sem sagt komið í höfn og ég þakka allar ábendingar sem ég hef fengið frá ykkur.
21.07.2012 at 01:17 #755571Ef þú lengir í vanda aftur máttu bjalla á okkur í Cheap Jeep, við höfum gengið eldskýrnir í Musso/Korando viðgerðum ;o) en samt ótrúlega góðir bíla
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
