This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anton Traustason 12 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Nú hef ég áhyggjur af mínum annars trausta og góða Ssang Yong Korando jeppa (’98)
Ef ég keyri í holur eða á grófum vegi þá bankar eitthvað vinstra megin í framhjólabúnaðinum og þetta leiðir upp í stýrið. Ég prófaði að fara í bilanaskoðun hjá Frumherja í vetur en þar fékk bíllinn vottorð upp á að vera í toppstandi, og það sama gerðist í hinni árlegu skoðun núna nýlega þótt bankið hefði aukist talsvert og ég bæði sérstaklega um að hjóla- og fjaðrabúnaður yrði skoðaður sérlega vel. Nú er spurningin; hvaða snillingur á Reykjavíkursvæðinu væri líklegastur til að finna hvert vandamálið er svo ég fari ekki að skipta út spindilkúlum, klafafóðringum eða einhverju öðru sem síðan reynast í lagi?
Kveðja – Þórður Árnason
You must be logged in to reply to this topic.