This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn Sófanías Hansson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, nú þarf ég að leita í reynslubanka ykkar sem þekkið vel inn á dísilvélar. Er með Musso 2,9 dísil og það sem er að angra mig er hægagangurinn, það eru miklir skellir í vélinn þegar hún gengur hægagang, svona dæmigerðir dísilskellir sem hverfa þegar vélinni er gefið inn, svona í kringum 1300 – 1400 snúninga. Að öðru leyti gengur vélin fínt og þetta kemur svo sem ekki að sök að öðru leyti en því að þetta pirrar mig. Lét bílinn á verkstæði hjá þeim í Framtaki/Blossa í vetur og lét yfirfara hann og stilla og þeir vildu meina að þetta væru einkenni á því að heddpakkning væri að fara. Er því búin að skifta um heddpakkningu, lét þrýstiprófa og plana heddið í Kistufelli en allt er við það sama. Man eftir að stjúpi minn átti nýjan Bens sendibíl með sömu 5 cyl. vélinn forðum og var það einn af fyrstu bílunum sem komu með þessari vél, hann var svona líka og menn héldu að hann væri úrbræddur en hann var ekinn um 150.000 þús. km. þegar hann seldi hann og gekk enn, aldrei fannst neitt út úr þessu með hann. Ef einhver er þarna úti sem kannast við þetta og hefur á þessu einhverja lausn þá væri gaman að heyra frá viðkomandi. Kveðjur, Logi.
You must be logged in to reply to this topic.