This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Litla nefndin fer af stað með vetrarstarfið með ferð í Þórsmörk 25. september 2010. Þessi ferð verður í svipuðum dúr og ferðin í september 2009, en margt hefur breyst á þessu svæði og því verður öruggglega gaman að sækja Þórsmörkina heim.
Skráning er hafin, en lagt verður af stað frá Select Vesturlandsvegi kl. 09:00. Við minnum á kynningu um ferðina sem verður miðvikudagskvöldið 22. september í félagsheimili F4x4 að Eirhöfða.
Við munum birta nánari fréttir þegar nær líður ferðinni og allir sem hafa áhuga á að koma með sem hópstjórar geta sent okkur línu á litlanefndin@f4x4.is
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.