This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Litlanefnd F4x4 12 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Almenn skráning hefst föstudaginn 14 september í ferð Litlunefndar í Þórsmörk þann 22 september. Takið daginn frá. Búið að panta gott veður.
Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að Litlanefndin hefji starfsár sitt með haustlitaferð í Þórsmörk og Goðaland. Ekki er ætlunin að breyta út af vananum að þessu sinni og því hefur verið ákveðið að nota laugardaginn 22. september næstkomandi undir slíka ferð. Skráning og framkvæmd ferðarinnar verður á hefðbundin hátt og verður opnað fyrir skráningu þátttakenda þegar nær dregur helgi og verður það auglýst nánar hér á síðunni þegar að því kemur.
Við hvetjum alla áhugasama um skemmtileg ferðalög að taka frá daginn og koma með okkur í skemmtilega ferð í litaparadísina á milli jökla.
Bestu kveðjur og sjáumst hress.
Litlanefndin
You must be logged in to reply to this topic.