FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Haustferð Litlunefndar

by Arngrímur Kristjánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Haustferð Litlunefndar

This topic contains 73 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ferðaklúbburinn 4x4 Ferðaklúbburinn 4×4 17 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.09.2007 at 13:17 #200789
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant

    Jæja núna nálgast óðfluga í brottför Litlunefndar upp í Setrið sem var auglýst þann 6 sept.

    Núna hvet ég alla sem hafa áhuga á að koma með okkur í Litlunefnd að drífa sig í að skrá sig, þessi ferð á að henta öllum hvort þeir séu á óbreyttum eða breyttum jeppa.
    Farið verður frá Select vesturlandsvegi föstudaginn 21. sept kl 18:30, einnig mun standa til boða að vera með brottför á laugardagsmorguninn kl 8:30 eða þar um bil.

    Farið verður upp í setur um Gljúfraleitina þar sem það er víst oriði ófært um kerlingafjöll í bili upp í setur, á laugardeginum er reiknað með að fara um svæðið og skoða næsta nágrenni og hafa gaman af og um kvöldið verður kveikt upp í grillinu.

    Skráning í ferðina er þegar hafin og er hægt að senda tölvupóst á addik (hjá) simnet.is

    Fyrir hönd Litlunefndar
    Arngrímur Kristjánsson

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 73 total)
1 2 … 4 →
  • Author
    Replies
  • 13.09.2007 at 15:27 #596604
    Profile photo of Kristinn Arnarson
    Kristinn Arnarson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 68

    Ég ætla að skrá mig og mína í þessa ferð.
    Þar sem það er Pabbavika… þá kem ég að öllum líkindum nokkuð fjölmennur.

    Tveir fullorðnir og "fimm" börn… En við getum sofið ofan á hvort öðru :)

    kv
    kiddi





    13.09.2007 at 15:35 #596606
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    …… þá er bara um að gera að senda mér tölvupóst og þá get ég gegið frá skráninguni við þig

    Kveðja Addikr





    14.09.2007 at 20:38 #596608
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Bara að minn fólk á ferðina upp í Setrið helgina 21. – 23. september.
    Núna er um að gera fyrir alla sem hafa áhuga á að koma okkur í Litlunefnd að drífa sig í að skrá sig það eru nú þegar komnir nokkrir á listann en það er samt nóg pláss þar sem að Setrið okkar er það stór og flottur skáli.

    Eftirtfarandi aðilar eru nú þegar búinir að skrá sig í ferðina:

    1) Arngrímur + 1 Fullorðinn
    2) Jóhann + 1 Fullorðinn
    3) Brynjólfur
    4) Haffi + 1 fullorðinn
    5) Kristinn + 1 fullorðinn og 5 börn
    6) Einar + 1 fullorðinn
    7) Kristinn + 1-2 fullorðnir
    8)
    9)
    10)
    11)
    12)
    13)
    14)
    15)

    Kveðja
    Litlanefndin





    14.09.2007 at 21:44 #596610
    Profile photo of Brynjólfur Árni Gunnarsson
    Brynjólfur Árni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 194

    …er ekki kominn eitthver snjór þarna?





    14.09.2007 at 23:17 #596612
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Snjór það er spurningin, við sendum fréttir af Sprengisandi á morgun. Við Óskar Erlings erum að fara í kringum Hofsjökul á morgun í mælingarferð. Og sendum fréttir af snjóalögum.





    15.09.2007 at 06:28 #596614
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Uss hvað haldið þið að Ofsin viti um snjó,ekki nema að það er eitthvað hvít efni sem liggur á jörðinni.
    Vesen á ykkur strákar að fara með ferðina á vinnuhelgi hjá mér,annars hefði ég komið með.
    Þó ekki væri nema að sjá þetta hvíta efni sem Ofsin talar um,annars er hann að verða algjör bókabési og fer að mæta í misgáfuleg viðtöl hjá snobburunum ásamt hinu heimsfræga á Íslandi fólkinu.
    Kveðja Klakinn





    15.09.2007 at 23:07 #596616
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Eftirtfarandi aðilar eru nú þegar búnir að skrá sig í ferðina:

    1) Arngrímur + 1 fullorðinn
    2) Jóhann + 1 fullorðinn
    3) Brynjólfur
    4) Haffi + 1 fullorðinn
    5) Kristinn + 1 fullorðinn og 5 börn
    6) Einar + 1 fullorðinn
    7) Kristinn + 1-2 fullorðnir
    8) Sverrir + 1 fullorðinn
    9)
    10)
    11)
    12)
    13)
    14)
    15)

    Kveðja
    Litlanefndin





    16.09.2007 at 15:16 #596618
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Ættla að minna fólk á að skrá sig í ferðina hjá okkur um næstu helgi sem verður farin upp í Setur, fært á að vera fyrir alla jeppa í þessa ferð hvrot sem það sé lítið breyttir eða óbreyttir jeppar og því er þetta kjörið tækifæri fyrir alla að fara með okkur upp í Setrið.

    Kveðja
    Litlanefndin





    16.09.2007 at 15:47 #596620
    Profile photo of Björgvin Freymóðsson
    Björgvin Freymóðsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 94

    mikið rosalega langar mig með í þessa ferð en því miður verð ég að bíða þolinmóður eftir isuzu úr 35" breyttingunni





    16.09.2007 at 21:47 #596622
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nú er farið að snjóa og hætt við krapa og sköflum.
    Er deildin búin að koma sér upp tilkinningaskildukerfi sem sér um að tilkinna nánustu um ferðalanga, samanber vandræði sem fjallað er um á þessum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/9071:4j0nkzju][b:4j0nkzju]þráði[/b:4j0nkzju][/url:4j0nkzju] .
    Einnig er hægt að hafa fréttir um gang mála hér á netinu og sýna maka, mæðrum og öðrum nánum fjölskildumeðlimum hvernig á að fara á netið og fylgjast með.
    Að hafa fréttaþjónustu um vefinn er gott mál, aðeins að setja góðann aðila í málið og hafa samband við hann þegar einhver kemst í fjarskiptasamband. :)

    Kveðja Dagur, sem hefur fengið björgunarseveit á hælana vegna fjarskiptaleysis.





    16.09.2007 at 22:38 #596624
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Verður Litlanefndin búin að láta allar mæður vita hvað ferðalangarnir verða.
    PS er hjálparsveitin klár að sækja geisladiskaliðið í Setri





    17.09.2007 at 00:12 #596626
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Ja nú er lag á læk. Ferðaskjálftinn orðinn slíkur hjá litlu körlunum að Rikter skalinn er löngu sprungin og farinn til andsskotans.
    Enda ekki furða farið að moka niður snjó á áætlaðri ferða leið ,Dalsáin orðin eins og versta fól úfin og vatns mikil , Kisan bakka full og sýnir sitt versta .Svo má búast við krapa , háum skörum og allskonar ógeði.
    Nú er það spurningin? Hvor ekki sé vissara að hafa reinda menn með í för.
    Svo er það hvort hjálpar sveitin fari ekki á undan til að riðja og gera klárt fyrir þá litlu, nú eða far deginum áður upp í Setur og koma á móti hersingunni daginn eftir.
    Alla vega er ég farinn að gera trukkinn kláran fyrir út kall . Svo er það hvort maður verður ekki einhversstaðar í grend klár í slaginn.
    Kv. Úlfurinn sem er búinn að brína bæði klær og tennur.





    17.09.2007 at 01:04 #596628
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Þetta gæti endað með ósköpum, útkalli og vandræðum..
    allt eins og það á að vera, eða ekki…að vera…

    Ertu að bjóða þig fram í hjálparsveitartúr….a?
    Stebbi Úlfur





    17.09.2007 at 08:41 #596630
    Profile photo of Benedikt Þorgeirsson
    Benedikt Þorgeirsson
    Member
    • Umræður: 50
    • Svör: 805

    Ég er að far í brúðkaup þessa helgi!!

    Annars myndi ég glaður mæta eins og svo oft áður með littlu deildinni…

    Kv Benni





    17.09.2007 at 13:34 #596632
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    hvurnig er það þar sem svo oft áður hefur últramega (að eigandanns sögn) slyddujeppinn fengið að koma með í spotta er þá ekki mál og mannasiður að halda uppi þeim heiðri og taka einn svoleiðis með?? en þar sem hinn margrómaði "rabbapabbi" gafst upp á sínum og fékk sér stærri á þá ekki einhver að koma í hanns stað á svipaðri púddu??

    ég hef eflaust tök á Hondu Crv 4X4 á hjólabrettadekkjum, ætti maður að skella sér með?? svona að fá að vera í spotta og gaman:P

    en ég tek undir að menn láti fjölskyldur, ættingja, rakara og viðhöld vita hvert sé verið að fara og að ferðir geti dregist á langinn:)

    Fjallabarnakveðja

    Dabbi

    P,s, Ef allt fer í vitleysu þá er ég með breyttann fjallasjúkrabíl ef að þörf verður á áfallahjálp eða skurðaðgerðum:D





    17.09.2007 at 17:56 #596634
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Já Bjarki minn verður maður ekki að hlíða kallinu og sinna málumum eftir bestu getu.
    En ég hef ekki fengið neitt koment um það hvort ég sé hæfur í slík verkefni frá sveitarstjóranum.
    En manni rennur blóðið til skildunar með litlu kallana. en ég sé að það er kanski óþarfi þar sem Daddi litli bíður upp á heilaskurðaðgerðir ,áfallahjálp og alles.
    með áfalla kveðju. Úlfurinn.





    17.09.2007 at 18:40 #596636
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    það væri gaman fara upp í setur en þar sem ravinn vill bar
    vera einbíla svo að á þeim fosendum ætla ravinn ekki með
    hann fór þetta fyrir ári síðan og finst þessi leið ekki nó of
    ervið fyrir sig á þessum tíma ha ha ha nei það er búið að selja þann gamla og fá sér anna nýjan sem fer ekki á fjöll
    ég bara vona það verði gaman hjá þeim sem far í þessa ferð góða skemtun
    kv,,, MHN





    17.09.2007 at 21:48 #596638
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Það væri vel hægt að finna einn góðann mann til að sjá um að pósta inn upplýsingum varðandi ferðina og þá sem í henni verða. Það er reyndar yfirleitt gert, sama hverjir ferðast, að maður tali nú ekki um helgarferðir sértsaklega. Svo verða nú menn með NMT síma, Addi formaður og ég líka og ekkert mál að fá að hringja heim af og til þegar samband næst. Hvað jepplinga áhrærir þá er það ekki tekið í mál að taka með bíla í vetrarferðir sem ekki hafa millikassa og lágt drif. Enga jepplinga takk. Svo er bara að skrá sig því fleyri bílar því betri og þá þarf ég ekki að draga alla sem festa sig.
    Haffi





    17.09.2007 at 22:07 #596640
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Frétti að litlanefndin hefði farið Illahraunsleiðina. Rétt eftir að þeir fóru frá Kerlingarfjallaskálunum, lenti Haffi á kafi í drullupyttinum sem Pabbi hennar Barböru var að sullast í. Addi ætlaði að bjarga Haffa en ekki vildi betur til en það, að dráttarbeislið slitnaði af hjá Haffa og flaug teygjuspottinn með dráttarbeislið í stórum boga og braut vinstri spegilinn af hjá Adda. Er því Addi á leið til byggða enda með lemstraðan Musso.
    Barbara fékk samviskubitskast vegna allra drullupyttanna sem hún og hennar fjölskylda eru búnar að fjöldaframleiða vítt og breytt um hálendið. Lagði hún því af stað í björgunarleiðangur en drifið fór hjá henni á Select, þegar hún var að dæla 500 lítrum af dísel á Mikka Mússó, enda eyðir hann all svakalega hjá henni. Ps þegar hann er ekki bilaður. Haffi er því enn fastur í drullupyttinum samkvæmt síðustu heimildum. Aðrir í litlunefndinni eru grenjandi í vélarskemmunni hjá Kerlingarfjöllum og er Klakinn á leiðinni inneftir til þess að veita áfallahjálp og fréttist af honum við Innriskúta og virtist sektorsarmurin vera í lagi hjá honum. Aðrir í ferðinni hjá Litlunefndinni eru komnir í Setrið og voru rétt í þessu að ljúka við að grilla og stúta nokkrum baukum. Þessar fréttir hafa þó ekki verið staðfestar en sem áræðanlegar heimildir, enda fengnar með ólöglegum hætti í gegnum rás 47 frá spænskum leiðsögumanni á Reykjarnesi. En einhverjar staðreyndir gætu hafa skolast til vegna tungumála örðuleika.

    Fréttasnápur





    17.09.2007 at 22:23 #596642
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Takk kærlega fyrir þetta Ofsi minn, alltaf fyrstur með fréttirnar. Bara skil ekki hvernig ég komst í netsamband þegar ég er upp við Kerlingarfjöll, svona líka pikkfastur í drullupytti á leið sem átti ekki einu sinni að fara. En þú getur farið í smá keppni við Lauga-Klaka til að úrskurða hvor ykkar sófariddarana á að sitja heima við sveitta tölvuna og úrbræddann símann og hvor ykkar fær að gleðja konuna.
    Haffi





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 73 total)
1 2 … 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.