This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Jæja þá er komið að haustferðinni þetta árið en hún verður farin helgina 25-27 september.
Ákveðið hefur verið að fara Bárðargötu að mestu leiti. Í stuttu máli er áætlað að fara á föstudag í Gæsavötn og gista þar. Á laugardag verður ekið í Jökulheima og síðan í Veiðivötn þar sem verður gist. Sunnudagurinn fer í að koma okkur heim hefðbundna leið yfir Sprengisand. Nánari lýsing er hér, endilega skoðið þetta vel og lesið hvað er í boði. Þetta er spennandi ferð og flokkast klárlega undir „gæðaferðir“.
Það er nauðsynlegt að skrá sig í ferðina sem fyrst en gjald er 5.000,- á mann, það er gisting fyrir báðar næturnar og matur og meðlæti á laugardagskvöldinu.
Nú er bara að skrá sig með tölvupósti á netfangið erlingur@unak.isKveðja:
Erlingur Harðar
PS: Já og myndirnar úr dagsferðinni eru hér. en ég er ekki búinn að henda gölluðum myndum né skrifa texta við allar myndirnar.
You must be logged in to reply to this topic.