This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Árlegur
fjölskyldudagur
Eyjafjarðardeildar 4×4Verður haldin laugardaginn 8. apríl næstkomandi og er mæting við Olís Tryggvabraut kl.11.00. Farið verður á Lágheiði sem er inn af Ólafsfirði.
Þar er nægur snjór og skal allt sem rennur tekið með, snjóþotur, sleðar, slöngur o.s.frv.
Klúbburinn mun bjóða upp á fjallapylsur sem eru grillaðar eftir kúnstarinnar fjallareglum og verður boðið upp á gos með. Við viljum sérstaklega bjóða velkomna þá sem ekki eru í 4×4 klúbbnum en hafa áhuga á starfseminni, ferðamennsku
eða bara útiveru yfir höfuð í góðum félagskap.Svona er auglýsingin.
Þeir sem sponsera þetta eru.
KT Jeppaverslun og breytingar
Stýrivélaþjónustan (ýmis sérsmíði fyrir jeppamenn)
Bílabúð Benna.
R.Sigmundsson (Garmin leiðsögutæki)
Bílamiðstöðin (lúther bílasali)
Hiclon (sparnaður, meiri kraftur)Og eigum við þeim þakkir skilið.
Frá Akureyri á lágheiði er ca 1.5 tíma akstur og þar er allt á kafi í snjó. Þessi staður bíður ekki upp á langan akstur, einungis er ekið um lítið svæði sem er nokkuð skemtilegt og fer jafnvel dagurinn í og rúmlega það.
Okkur þætti ekki verra að sjá félaga okkar úr öðrum deildum mæta og taka þátt í gleðinni með okkur, þegar hafa nokrir t.d. úr Rvík og keflavík skráð sig til leiks og bjóðum við þá velkomna.Kv.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.