Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hátalara ísetning
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2004 at 10:40 #194783
AnonymousSælir!
Nú langar mig til að setja þokkalegar græjur í Pajeroinn minn, vandamálið er staðsetning á hátölurum, mig langar að setja 6 stk. Eru einhverjir sem hafa sett nýja hátalara í svona bíla? er í lagi að hafa þá neðst á hurðum? Eða hvar er best að staðsetja þá? Er einhver sem veit þetta eða veit um einhvern sem hefur þekkingu á þessu? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2004 at 10:46 #507750
Sæll,
Ef þú tekur hurðaspjaldið úr hurðinni hjá þér þá sérðu eflaust gat og jafnvel tengi fyrir hátalara, líkalega 6.5" stóra. Ég veit að þessi göt eru í framhurðum og í afturhurð á Pajero, gæti vel verið að þetta sé í farþegahurðunum aftur í. En það er allavega góð byrjun að skoða þetta.
Ef það eru ekki göt þá er best að setja þá neðst á hurðina, annars gætiru minkað verulega styrk hurðarinnar ef þú ferð að saga eitthvað í miðri hurðinni, það eiginlega segir sig sjálft. Það er líka þægilegra fyrir farþega að hafa þá niðri.
04.11.2004 at 02:22 #507752Það er rétt að taka það strax fram að ég er enginn sérfræðingur í græjumálum, en var (og er pínu enn) svolítill áhugamaður um að hafa sæmilegt sánd í bílnum.
Þegar maður "hannar hljóðkerfi" í bíl er hægt að fara eftir mörgum leiðum. Sjálfsagt hafa orðið miklar framfarir í þessum fræðum síðan ég var að kynna mér þetta, en þá hljóðaði ein kenningin einhvernvegin svona:
Þar eð hljóð leitar meira niður á við en upp, og hljóð í hárri tíðni berst styttra og dreifist minna en hljóð í lágri tíðni, er gott að stilla hátölurum þannig upp að hærra sviðið sé sem næst bílstjóra og farþega fram í bílnum.
Þetta má gera t.d. með því að hafa tweetera (hátíðnihátalara) í glugganum, gluggapóstinum eða ofarlega í framhurðunum og láta þá vísa í átt að hlustendunum.
Eftir því sem tíðnin lækkar má hátalarana neðar, og ekki eins mikilvægt að þeim sé beint í átt að eyrunum.
Þannig má hugsa sér 2 eða 3 hluta kompónent kerfi sem er með tweeterana í gluggapóstinum, miðjuhátalarann neðarlega í hurðarspjaldinu og jafnvel mid-bass eða bassa neðarlega í hurðarspjaldinu, en aftar (skiptir ekki öllu þó að sá hljómur sé ekki í "sjón"línu við eyrun).
Einnig er gott að hafa í huga að hljóð berst betur aftur í bílinn en fram. Þessvegna er betra að byggja upp gott kerfi frammi í bílnum en láta sér kannski duga 2-way hátalara og kannski aukapar af tweeterum aftur í. Hér spilar lögun eyrna okkar stórt hlutverk. Það getur þú sannreynt með því að sitja frammi í bíl sem er með hátalara aftur í og hækka vel í þeim. Settu svo lófana fyrir framan eyrun, þannig að handarbökin snúi fram, og gerðu "skálar" úr lófanum, þannig að hann safni hljóðinu að aftan og bergmáli því inn í eyrun. Munurinn er töluverður.
Einnig þekkist í "custom" græjun á bílum að nota svokallað "kick panel" til að koma fyrir miðjuhátalara, oftast með tweeter líka (2-way). Þá er steypt lítið horn úr trefjaplasti, því komið fyrir utan til á gólfinu fremst í bílnum og hátali settur í það. Hann er þá látinn snúa upp, í átt að andliti þess sem situr með fæturnar við hornið. Þetta kallar þó nánast undantekningarlaust á tweetara ofar.
Bassann má svo hafa nánast hvar sem er, og raunar finnst flestum betra að hafa hann í skottinu heldur en einungis fram í, sérstaklega vegna þess að stærra og betur einangrað box gefur mun þéttari hljóm en sambærilegir hátalarar í hurðum.
Þó má fá ansi gott hljóð í hurðarspjaldahátalara með lítilli fyrirhöfn.
Ég er t.d. með 8 tommu 3-way aftur í hjá mér. Ég lagði teppaklæddar krossviðsplötur yfir neðri hluta hurðarspjaldanna, skrúfaði plöturnar í innra byrðið á hurðinni og hátalarana í plöturnar og límdi einangrunardýnu innan á ytra byrði hurðarinnar. Þannig losna ég við hluta af glamrinu sem mundi myndast þegar hátalarinn byrjar að "sparka". Til að fá enn þéttara og betra hljóð væri betra að hafa líka venjulega hátalarafóðringu (nú eða twist, steinull eða þ.h.) innan á bæði innra og ytra byrði hurðarinnar, þ.e. innan í hurðinni sjálfri.
Þó að ég hafi yfirleitt verið með bassabox líka í bílum hjá mér sleppi ég því núna, til að geta veri með meiri farangur
og læt 8 tommurnar um bassann. Ekkert geðveikt, en nóg fyrir flesta sem eru orðnir eldri en 18 ára
Ef þú ert að leggja eitthvað upp úr græjunum í bílnum (tala nú ekki um ef þú ert að keyra eitthvað meira en 4 meðalstóra hátalara) mæli ég eindregið með því að þú notir magnara á milli tækis og hátalara.
Þó að tæki í dag séu með uppgefnum t.d. 4×45 W innbyggða magnara, færðu mikið tærara og þéttara hljóð ef þú setur 2×45 W magnara á hvert par. Innbyggðu magnararnir eru einfaldlega ekki eins góðir. Þetta er munur sem hvaða leikmaður sem er heyrir greinilega – ekki bara fanatíkarnir.
Og setjirðu magnara er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Allar snúrur, bæði RCA snúrurnar og eins hátalarasnúrurnar úr magnaranum, virka eins og stífla á hljóðið ef þær eru ekki nógu sverar. Rétt eins og vatnspípur. Það er því ekki mjög sterkur leikur að fjárfesta í hátölurum og tækjum fyrir tugi þúsunda en ætla að sleppa ódýrt út úr snúrumálum.Eins er gott að leggja nógu svert rafmagn að magnaranum, því hann getur dregið töluverðan straum á mikillin keyrslu. Hann þarf líka að vera staðsettur þannig að loft nái að leika um hann, því að hann hitnar við notkun og þarf að geta kælt sig. Eins er nauðsynlegt að leggja rafmagn og RCA ekki á sama stað, rafsviðið frá rafmagninu hefur truflandi áhrif á boðin í RCA snúrunni.
Að lokum er alveg bannað að skítmixa tengi. Ef það er ekki skrúfað, ætti það að vera lóðað. Gott er að fortina snúruenda sem fara inní skrúfuð tengi eða skó.
Eins og ég segi – það er orðið langt síðan maður grúskaði í þessu, þannig að ef einhver getur bent á eitthvað sem er úrelt eða ekki rétt hér að ofan þá er það bara hið besta mál.
Vona samt að þetta gagnist að einhverju leyti.
Kv.
Einar Elí
05.11.2004 at 11:27 #507754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þakka svörin! þarna er heilmikið af punktum sem ég get notað, ég er kominn með 4stk 180W 3way hátalara sem ég ætla að setja í hurðirnar, 2stk 350 3way sem fara aftast og 2stk tweedera sem ég ætla að setja í mælaborðið og svo er magnari fyrir allt dótið, þá er bara spurningin hversu sverar snúrur þarf maður í svona lagað?
Kveðja
Halli
05.11.2004 at 13:41 #507756
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er eitt í viðbót sem mætti koma líka. það þyrfti eiginlega að vera með crossover á tweederana til að skipta hljóðinu á milli hátalara og tweedera. en þeir fylgja með ef þú hefur keypt sett.
06.11.2004 at 22:29 #507758
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
crossover havað er það, ég keypti sett en það var enginn stillir á milli hátalara á að setja eitthvað á milli hátalara og tweedera?????
07.11.2004 at 14:43 #507760Þú þarft eflaust ekkert crossover ef þú ætlar að nota einn magnara til að keyra þetta því að það eru eflaust spólur og þéttar á hátölörunum frá framleiðanda. Crossover er frekar notað ef það á að splitta upp tíðninni fyrir magnara, s.s einn magnara fyrir bassa, annan fyrir midrange og þriðja fyrir tweetera. Þá eru yfirleitt notaðir magnarar fyrir bassahátalara eða sá magnari brúaður á eina rás.
Smelltu þessu í og endilega láttu okkur vita hversu mikið bras er að koma þessu fyrir í hurðunum.
Kv.
Stebbi
03.12.2004 at 23:36 #507762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
það tók nú ekki alveg svona langann tíma að setja græjurnar í en smá tölvuvesen hefur verið að hrjá mig og þess vegna kemur þetta svona seint, en það var smá vesen að koma fyrir fram og öftustu hátölurunum, ég gerði gat í spjöldin og klippti svo blikkrenninga 15mm breiða og bjó til z sem pössuðu á milli hurðar og hurðarspjalds og skrúfaði svo fast í hurðina, boraði svo fyrir hátölurunum í blikkrenningana eftir að ég var búinn að koma spjöldunum á, en í afturhurðunum gerði ég bara göt óg notaði spennur sem koma í U og fylgdu hátölurunum, þetta er bara fínt og ég heyri hvergi skröllt, eina sem mér finnst að núna er að það vantar sennilega magnara fyrir framhátalarana og tweederana ég er með þá tengda á tækið sem er 4x40W en hátalarnir eru 180W og tweederarnir eru 150W annars er þetta fínt.Kveðja
Halli
03.12.2004 at 23:40 #507764Ég hefði nú frekar fengið mér milligír í þínum sporum.
Jeppa hvað.
Góðar stundir
04.12.2004 at 01:23 #507766Hann er ekki á Fratrol Hlynur, hann þarf ekki að hjakka á lúsahraða til að komast í Setrið til að næla sér í fría gristingu. Hann er á PAJERO og fer allt í háa drifinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.