Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hásingarvæða landcruser 90…
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur Vilhjálmsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2009 at 23:06 #203483
nú er allt brotið hja mer i frammdryfinu… hversu mikið mál er að setja hásingu undir??
er ekki nær að gera það en að láta laga þetta drasl fyrir 200 þús kr,,,????
veit eithver öðlingur um hásingu fyrir mig með 4.88 hlutföllum.bestu kv Binni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2009 at 23:23 #636362
Guttarnir eru búnir að setja hásingu undir 90 bíl, gætu kannski gefið þér verðhugmynd.
Síminn hjá þeim:
566-6257 Kjartan
06.01.2009 at 00:12 #636364góð uppástunga……
eithverjar fleiri uppástungur???
ef maður myndi bara gera við þetta hverjir væru sennilega ódyrastir??
06.01.2009 at 01:06 #636366Ef þú ætlar að láta setja undir hann hásingu á verkstæði og kaupa allt nytt í það verkefni (notaða hásingu en nytt í hana) þá er kostnaður eftirfarandi:
hásing undan 80 cruiser kostar um 100 þús,
nyjar legur og bremsur 100 þús,
drifhlutfall og loftlæsing 200 þús íkomið,
gormar, demparar, samsláttarpúðar 50 þús,
stífur undan 80 cruiser eða smíðaðar 50 þús
járn útskorið í allar festingar og fl 50 þús,
stýrismaskína uppgerð 100þús,
breyta drifskafti 50þús
smíða stýrisstöng frá maskínu 50 þús
nokkar ferðir í bílarusl eða toyota eftir smátóti 50 þús
komið í 800 þús og enn ekki byrjað að smíða undir.
Getur örugglega fundið hálfónýta hásingu með hálfónytum legum og handónytum bremsum , gamla gorma og dempara , gamlar bronco stífur með gömlum gúmmíum og kostar helmingi minna.Ég var að setja hásingu undir 120 cruiser og ætlaði að nota hásingu undan 80 cruiser, það kostaði sama pening að kaupa nyja Dana 60 hásingu frá Ljónstöðum eins og að taka gamla ruslið og kaupa allt nytt í hana og græja þannig að hun myndi passa undir bílinn.
06.01.2009 at 01:37 #636368"komið í 800 þús og enn ekki byrjað að smíða undir".
Já, fínt hjá þér vinur.
06.01.2009 at 08:50 #636370ég er nýbúin að setja sterkari hásingu á minn 80 lc
og efnið er eins og maðurinn segir.
hásing notuð ca 100 þús
drif og loftlæsing 200 plús Hefur hækkað talsvert)
svo er auðvitað vinnan og og allir íhlutir-stífur
ofl .
En sem sagt ca 500 þús ætti sleppa ef menn eru duglegir að sanka að sér hlutum.
ps.að minnsta kosti undir 600.
06.01.2009 at 09:29 #636372já þetta er vissulega stór biti… úfff…:-/
ég ætla mer að láta gera við þetta bara nuna og þetta er þá allavegana i ábyrgð af viðurkendu verkstæði og allt tipptopp.
takk kærlega fyrir uppl strákar..Bestu kv Binni
06.01.2009 at 11:10 #636374Hvernig er það, er ekki möguleiki að meika stærra drif þessa LC90 bíla að framan. Menn setja dana 50 að framan í stærri bílinn. Einhver spáð í þetta?
06.01.2009 at 12:43 #636376Ef þú notaðir lc 80 hásingu, þarf þá ekki líka að færa kúluna v/m?
06.01.2009 at 12:45 #636378Er ekki arctictrucks að selja framköggul sem boltast beint í með dana 50 drifi arb læsingu og hlutfalli á 300þús fyrir kreppu. í komið.
06.01.2009 at 13:01 #636380Styrkja framdrif í 90 cruser???? Það sem er lélegt í framdrifinu er keisingin sjálf, ef sett er í þetta arb loftlás eða algriplásinn þá er keisingin orðin .mikið sterkari og minna um brot. Ég sjálfur var með svona bíl og framdrifið fór í ca 40.000 km setti þá læsingu frá algrip og keyrði það 70.000 km og mikið á fjöllum þá. Og það var óbrotið þegar ég seldi bílinn
Með framdrifskveðjum Bjarki
06.01.2009 at 13:05 #636382Mér finnst þið vera með soldið flottar tölur, alveg væri ég til í að gera þetta fyrir þessar tölur Þetta kostar auðvitað krónur og aura, en frá mínum bæjardyrum séð er hægt að gera þetta mun ódýrara. Ég setti hásingu undir hiluxinn minn og kostaði það engan 800 þúsund kall, en ég notaði að vísu allt ‘gamalt og handónýtt drasl’ sem alltsaman er í 100% lagi í dag. Ég eignaðist 70 krúser til niðurrifs og notaði allt úr honum, rör, stífur, gorma og dempara, skar allt af krúser grindinni og sauð á mína grind. Það hefur algjörlega verið til friðs síðan þá. Ef menn geta gert þetta sjálfir og sætta sig við að vera með notað dót (enda bíllinn sem þetta fer undir notaður, ekki satt?) að þá þarf þetta ekki að vera svona dýrt. Varðandi hægri/vinstri millikassa þá er hægt að nota millikassa úr 4runner með því að nota öxulinn úr 4runner skiptingunni í lc skiptinguna, þá passar 4runner kassinn beint á. Þetta er næstumþví jafn einfalt og það hljómar. Með þetta á bakvið eyrað skiptir ekki máli hvoru megin kúlan er.
06.01.2009 at 13:13 #636384vitið þið hvað verkstæðin eru að taka fyrir svona breytingar..
það eru ekki 100 kallar heldur miljónir ;)b 1,2,3,4
06.01.2009 at 13:39 #636386Elmar það er nú líka þannig að það er sídrifsmillikassi í crusernum en ekki hi-lux, og ég get ekki ýmindað mér það að þeir sem eru með sídrifskassa séu tilbúnir að tapa því,. Setja bara læsingu í dótið og málið dautt
Kv Bjarki
06.01.2009 at 14:24 #636388það er nú bara þannig félagi að það er lás í framdrifinu hjá honum og ég veit ekki betur en að hlutfallið sé brotið en ekki "keisingin" sem ég geri ráð fyrir að sé mismunadrifið sem þú ert að tala um…. enda bílinn ekinn töluvert, honum langaði bara í rör að framann fyrst hann var hvortsem er að leggja útí kostnað, en ég held að það hljóti aðvera ódaria verkstæði en 800.000 þar sem að hann getur fengið stýfur með nýjum gúmmíjum á 50. þús. rör og öxla (hilux)á slikk hjá mér.
hann er svo með fína koni dempara sem hann myndi nota áfram, síðan bara skipta um slithluti í röruni sem gæti verið um 100 þús.
svo auðvitað að láta smíða þetta 😀
og nota bremsudótið undan barbí.
ó og svo er hann með nýuppgerða stýrismaskínu og því þarf að láta breyta drifskaptinu ?
Kristó
06.01.2009 at 14:39 #636390já þetta þarf kannski ekki að vera svo dyrt að setja hásingu undir að framan ef maður fynnur fínt stöff eithvað gamallt sem er samt i lagi og skiptir bara um legur og dót, og kaupir það sem þarf i þetta þá eru þetta ekki margir hundraðkallar og svo bara skera eithvað og smíða og vesen, en málið er lika að mínar gáfur liggja annarsstaðar, ég seigi það bara hreynt ut að ég kann ekkert að gera við bíla eða breita eithverju svona, ég þykist bara kunna keyra þetta eða fynnst það allavegana gaman, þannig að ef ég vill fá rör að framan þá þarf eg að láta gera það á verkstæði og það kostar bara hátt í milljón kall a verkstæði… en ég væri búinn að setja hásingu undir bílinn hja mer ef ég kynni það sjálfur. en ef að eithver vill skipta á vinnu, semsagt gera þetta fyrir mig fyrir bara kostnaðarverð, þá get eg gefið honum mínar gáfur og sett upp hljóðkerfi í garðinum hans, fengið hljómsveitir og haldið tónleika honum til heiðurs og þar með værum við búnir að hafa vinnu skipti eins og var i sveitinni i gamla daga…..
rugl kv Binni
06.01.2009 at 18:20 #636392Ef þú ætlar ekki að gera þetta sjálfur þá er spurning fyrir þig að hafa samband við þennan
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … ingar/5414
Hann er að gera útá að setja hásingar undir þessa bíla alla saman, 120 og 90 cruiser, tacoma og þannig. Og ég hef unnið við jeppabreytingar á verkstæði og mér finnst nú þetta efnisverð (800.000) vera aðeins ríflega reiknað.
Takk og bæ, kv Dúddi
06.01.2009 at 18:37 #636394Það var nú síðast er ég gáði að ekki væri hægt að nota tannstangar stýri við hásingu, eins og þú talar um Kristó að nota og það nýuppgerða, Svo er ekki hægt að nota hi-lux hásingu nema snúa henni og breikka. Bara svona.
Kv Bjarki
06.01.2009 at 19:10 #636396Tja, snúa hásingunni við er hægt. En ef ég væri að standa í þessu fengi ég mér millikassa úr hilux og auka milligír þar framan við, milliplötu á kassann, minnir að það fáist allt hjá MC og fórna sídrifinu fyrir alvöru kassa með skriðgír og öllu. Þá er lítið mál að henda 60krúser hásingu undir og breikka hana uppí ásættanlega breidd, ef mig misminnir ekki er 60" hásing undir LC90 og 58,5" hásing undir LC60 og held að það sé hægt að fá hana utar með öðrum nöfum og speiser á milli bremsudisksins (nöfum af klafa 4runner/hilux) Bazzi getur væntanlega leiðrétt mig ef þetta er rangt. 😉
.
Ég veit til þess að þetta hefur verið gert, en man ekki alveg hver föndraði þetta svona.
Svo er hægt að nota bara einhverja ameríska hásingu sem er með drifkúluna vitlausu megin.
Þetta þarf ekki að verða svo ofboðslega dýrt dæmi ef maður fær smá hjálp og nennir að standa í þessu sjálfur.
Maskínu færðu úr klafa ‘runner eða hilux, gætir þurft að föndra stýrisarminn þokkalega til að ná að maskínunni, veit ekki hvort armur úr 4runner passar, en gæti vel verið, þar sem LC90 er byggður að miklu leiti á hilux/4Runner og oft er þetta toyotu dót allt eins með smá útfærslumun.
.
kkv, Úlfr
E-1851
06.01.2009 at 22:19 #636398taktu toyota hásingarnar undan og búðu til kerru úr afturhásingunni eða seldana og fáðu þér hásingar undan patrol eða keyptu þér patrol í heilu og settu hásingarnar undir krúserinn þinn það eru allavega 2 svona bíla í skagafirðinum og mér skillst að þriðji sé á leiðinni
kv Heiðar U-119
06.01.2009 at 22:45 #636400sælir félagar
þegar ég smíðaði minn LC90 þá fór ég þá leið
að nota hásingu undan LC60 barkalæsta og stýfur undan Range rover,stýrismaskínu og stýrisgang úr LC60
millikassinn fékk að fjúka í staðin komu tveir millikassar úr gamla hi-lux annar með 4,7 hlutfalli
samsettir með plötum frá Marlin
gírkassi úr 4runner vegna þess að það var ekki hægt að fá plötu LC90-Hilux sem er hægt að fá núna hinsvegar.
með þessu slapp ég við að snúa hásingu og ég sé ekki eftir sídrifna kassanum…;) fékk í staðinn milligír með skemmtilega gírunannar kassinn er með 2.28 næsti með 4,7 og svo eru 4.88 hlutföll í hásingum
það er hellingur sem þarf að gera og þetta er þónokkur vinna
það þarf að skipta um olíupönnu og nota undan 4runner diesel
LC60 hásingin er 5cm mjórri en lc90 og því er auðvelt að breyta með 2,5cm spacer (k2 á akureyri eru að selja það ásamt örugglega fleirum)þessi bíll er á 44" breyttur og er bara tóm hamingja
annars er ég að koma að smíði á öðrum svona bíl og þar verður sett patrolhásingar aftan og framan
mér sýnist það passa ótrúlega vel en þær eru reynda 5cm breyðari en lc90þannig að brettakantar verða kanski smá vandamál en það kemur í ljós ..ef eru einhverjar spurningar þá er bara að spurja800.000 er dálítið hátt finnst mér
það þarf nú ekki að kaupa allt nýtt…..kveðja Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.