Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hásingar V.S. Klafar
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.09.2003 at 09:44 #192855
Ég er einn þeirra sem telja klafa ekki eiga heima á „ALVÖRU“ jeppum. Tökum styrk sem dæmi, hvort haldið þið að hásing eða klafi þoli betur hnask. Ég tel það almenna skynsemi að hásing er sterkari t.d. ef maður rekur bílinn í grjót er klafinn farinn. Ég er ekki reynslu mikill og þigg alla umræðu um þetta mál.
P.s. Toyota eru BESTIR!!!
Haukur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2003 at 22:50 #476256
Sæll Bolli.
Ég vil nú byrja á að þakka þér fyrir þessa ábendingu um málmþreytu í hásingum og þar sem Hiluxinn minn er orðinn 23 ára hlýtur að vera orðið stutt í að hásingarnar gefi sig, langar mig því að spyrja þig hvort ég ætti fá mér klafa sem er víst ansi traustur búnaður en kanski soldil smíðavinna eða fara bara einföldu leiðina og fá mér bara nýjar hásingar og eiga það á hættu að þær gefi sig aftur eftir 23-25 ár???
Kv. Smári.
12.09.2003 at 03:41 #476258Ég skil nú bara ekki hvernig þú þorir að aka um á svona málmþreyttum bíl og trúlega ertu í bráðri lífshættu í hvert skipti sem þú setur dósina í gang. Í þínum sporum myndi ég smíða klafa undir bæði að framan og aftan enda er það lang besti og sterkast búnaðurinn, og þá hlítur málmþreytan að hverfa með því sama. Ég veit bara að ég er farinn að svipast um eftir klöfum til að smíða undir Pattann enda þessar hásingar trúlega mjög þreyttar bæði á mér og dekkjunum sem þær þurfa alltaf að vera að snúa. Kanski að maður taki þær bara með uppí rúm svo þær geti sofið úr sér málmþreytuna.
Hlynur þreytti
12.09.2003 at 09:06 #476260
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Málmþreyta væri sjálfsagt ekki nógu góð skýring, sorrý börnin mín! Ég var með í huga kunningja minn sem skipti um hásingu að framan, að hans sögn vegna þess að þetta vildi bogna með tímanum. Er það ekki eitthvað í ætt við þreytu? Og sjálfsagt mjög eðlilegt!
bv
12.09.2003 at 09:27 #476262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Því miður held ég að það verði að viðurkennast að það sé meiri styrkur í rörinu, það fer að vísu eftir hvaða rör er undir hvaða bíl.
Ef við ímyndum okkur dæmi Chevy pallbíl sem er með klöfum að framan og 6.6L duramax og síðan Ford pallbíl sem er með alvöru röri að framan, setjum 44" dekk undir báða bílana og notun bílanna síðan eins og jeppa og sjáum síðan til hvor búnaðurinn gefur sig fyrr……….
12.09.2003 at 09:47 #476264Alltaf gaman af góðum rökræðum…
Rörabílar setjast mjög sjaldan á hlífðarpönnuna á milli klafana því þeir hafa enga slíka Á sama hátt bogna yfirleitt aldrei framhásingar á klafabílum
Það eru ábyggilega cirka 36cm upp undir rörin á týpískum 38" hásingarbíl, fyrir utan pínu blett þar sem drifkúlan er. Fyrir okkar ágæta snjóakstur þá skiptir nefnilega hámarskhæðin þarna á milli óskup litlu máli, heldur skiptir það máli hversu mikið magn af snjó bílinn getur tekið á milli dekkjana án hindrunar. Klafabílar hafa reyndar þann galla að í ákveðnum aðstæðum vilja þeir til að safna undir sig snjó sem lækkar þessa hæð.
Svo verð ég nú að viðurkenna að ég hef aldrei séð hásingarbíl hleypa mikið af snjó yfir hásingarnar, allavega ekki það miklu að það geti haft skipt einvhverjum sköpum um drifgetu. Rörabílar ryðja hinsvegar snjónum frekar á undan sér í staðin fyrir að lyfta sér upp á hann og missa við það gripið á framdekkjunum.
Það hefur almennt sýnt sig að rörabílar eru seigari í snjó(og reyndar líka í svona grjótbrölti og slíkum torfærum). Það hefur líka sýnt sig að klafabílar eru skemmtilegri í akstri.
ps Hlynur, er eitthvað pláss eftir í rúminu fyrir hásingarnar? Taka ekki Inga og Lóló restina af rúminu?
Kveðja
Herra Rúnar.
12.09.2003 at 09:50 #476266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já já, það getur vel verið strákar. Ég er nú samt ekki alveg sannfærður, maður verður að reyna að halda uppi heiðri klafans! Því segi ég eins og Galíleó forðum: ,,En hún snýst nú samt!"
Kv,
BV
12.09.2003 at 09:50 #476268Það hafa fleiri tekið þátt í þessum hásingar v.s. klafar rökræðum en ég hélt að myndu gera þegar ég hóf þetta stríð.
Ég hef lært þó nokkuð um hásingar og klafa, en ég held að ég verði nú samt að halda með hásingar mönnum. Við skulum endilega halda þessu áfram og hnakkrífumst nú.Haukur
12.09.2003 at 09:55 #476270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg vil þakka honum Hauk sem setti í sakleysi sýnu fram spurninguna í byrjun um hvort væri betra klafar eða hásing. I einhverjum þráðum um umhverfismál var verið að tala um hættu á klofningi í félaginu vegna mismunandi skoðana í þeim málum, en hér er greinilegur klofningsás sem bragð er af. Menn jafnvel komnir í ham í háðsglósunum!
Það eru vissulega dæmi um að hásingar hafi bognað og brotnað, það er útilokað fyrir mig að þræta fyrir það hafandi á sínum tíma brotið Runner afturrörið með einhverjum helv. þjösnaskap (á fljúgandi siglingu ofan í vatnsrás). Reyndar var þetta rör óttalegur tannstöngull og í staðinn kom gamalt Hilux rör sem er sverara og sterkara, þoldi ýmislegt og lifði það bílinn. Kostnaður var óverulegur (borgaði fyrir það með 1 JackDaniels og einhverju fleiru). Utvíðar felgur og staðsetning gormasæta (eða fjaðra) hefur áhrif á hættuna á að þessi rör bogni, ásamt aksturslagi sem er stærsti áhrifaþátturinn. En málið er að þar sem rörið bognar myndi eitthvað annað fara í klafabílnum sem að öllum líkindum gerir hann óökufæran á staðnum og kostar yfirleitt góðan skilding í umboðinu. Og það reyndar gerist við högg sem rörið kæmi óskemmt frá.
Nei Bolli, ég ætla ekki að halda fram að það sé ástæða fyrir þig að rífa klafana undan Hiluxinum, sérstaklega ekki þar sem þú ert greinilega sáttur við þá, en ég samþykki ekki að þetta sé sterkari búnaður.)
Kv – Skúli
12.09.2003 at 10:10 #476272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Klafabílar fá aldrei ?Jeppaveikina? …hmmm eru það kannski bara Jeppar sem fá þann sjúkdóm
ÓE
12.09.2003 at 10:23 #476274Held meira að segja að í árdaga bílaiðnaðarins hafi klafadraslið bókstaflega verið fundið upp til þess eins að losna við "Jeppaveikina" (sem reyndar var ekki jeppaveiki þá þar sem ekki var búið að finna upp jeppann).
Sel það ekki dýrara en ég las það.
kv.
Rúnar.
12.09.2003 at 12:59 #476276Hvað áttu við með jeppaveiki? Ég hef aldrei heyrt um jeppaveikina áður.
12.09.2003 at 13:33 #476278Er það kallað þegar framdekkin taka upp á því að skjálfa. Skjálfa þannig að bílinn reynir að beygja frá hægri til vinstri endalaust. Sláttur myndast í stýrinu, og getur orðið það viltur að erfitt reynist að halda um stýrið. Gerist bara á ákveðnum hraða (háð snúningshraða dekksins), og er víst eigintíðnivandamál í hásingarbílum.
Fræðilega ómögulegt að þetta geti gerst á klafabíl, þar sem dekkin eru ekki tengd saman í gegnum rör eins og á rörabílum. Er reyndar ekki tengt jeppum sérstaklega, nema hvað þessi blessuðu jeppadekk sem við erum að burra á, eru svo ílla smíðuð þau auka líkurnar á að þetta byrji.
Bílar virðast misjafnlega viðkvæmir fyrir þessu.
kv
Rúnar.
12.09.2003 at 13:59 #476280Ef klafa bílar liggja betur slíta þeir þá dekkjunum ekki hraðar? Ég bara spyr vegna þess að dekk eru ekki ódýrasti hluturinn sem maður getur keypt.
Haukur
13.09.2003 at 02:10 #476282Gamall röra-hilux með engan stýrisdempara er sérstaklega veikur fyrir "Jeppaveikini". Og það er ekki gaman að lenda í þessu á talsverðri ferð.
13.09.2003 at 11:29 #476284
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta eru búnar að vera skemmtilegar umræður á köflum.
Ég hef bæði átt bíla með hásingu og klafa en þó einhverra hluta vegna hef ég ekið meira á klafa bíl.
Allt hefur kosti og galla.
Kostir hásingar:
1.Þú getur yfirleitt fengið lengri fjöðrun.
2.Oftast er auðveldara að fá læsingar. (í dag er hægt að fá í flesta IFS bíla læsingar líka)
3.Kannski eru þær sterkari á einhvern hátt en það er vafamál og ég þekki nokkra sem hafa ekið með skakkar hásingar í langan tíma án þess að fatta það.
4.Hásing hleypur snjó og krapa meira í gegnum sig eða yfir sig.
5.Hásing safnar ekki klaka út við framhjól þannig að öxulhosur skemmist eða sé erfitt að sjórna bílnum.
6.Drifin eru oftast stærri og sterkari einhverra hluta vegna en það hlítur að vera að IFS búnaðurinn fari betur með drifin…allavega hafa framleiðendur undir nákvæmlega sömu bílum minna drif undir IFS bíl heldur en hásinga bíl.(dæmi Hilux Xtra-cab diesel)
Ég man ekki eftir fleiri kostum.
Gallar hásing:
1.Þær bogna og það er staðreynd… bæði niður í miðjunni og bogna aftur út við hjólnöf(dæmi Patrol)
2.Stýrisskjálfti(jeppaveiki)er staðreind..hásing þolir stór dekk ver í stýri heldur en IFS búnaðurinn.
3.Ekki eins stöðugur í akstri.
4.Fjöðrun er oft ekki eins góð þar sem hjólin eru háð hreyfingum hvors annars.
5.Spindillegur gefa sig ef kemur mikið högg á þær.Kostir IFS.
1.Betri í stýri og rásfastari.
2.Betri fjöðrun.
3.Drífa meira áfram í snjó heldur en hásingabílar þar sem þeir lifta sér upp á framan og við það verður mjög hátt undir miðjuna.
4.Sterkur búnaður sem þolir meira en sögur segja.(enda getur IFS verið smíðað á mismunandi hátt..eða hver segir að klafar undir Hummer séu veikburða)
Geta hleypt meiri snjó undir sig.
5.Þola stór dekk vel upp á skjálfta í stýri.
Gallar:
1.Mikil snjósöfnun innan í hjólskálar og klafa.
2.Ýta frekar snjónum á undan sér.
3.Oftast styttri fjöðrun.
4.Fleiri slitfletir sem slitna.
5.Bíll með IFS búnað kílir sig niður þegar hann fjaðrar og þar með lækkar undir miðjuna á honum.Það eru kostir og gallar á báða vegu en þeir sem hræðast IFS fjöðrun þá get ég komið með dæmi um endingu á þeim búnaði. Hilux 38" breyttur ekinn rúma 200.000km ennþá allt upphaflegt nema einu sinni skipt um neðri spindilkúlur og tvisvar skipt um stýrisupphengju einu sinni brotið öxul út við hjól.Ennþá upphaflegar hjólalegur og öxulhosur og þessi bíll hefur verið alla sína tíð á 35-38" dekkjum. Ekki koma með þá fullyrðingu að þessi bíll hafi ekki farið út fyrir veg því þar hefur hann verið mikið og hef tekið flug og stokkið og ég hef lent í það harkalegu hvarfi að farþegin hjá mér fékk marblett eftir öryggisbeltið.
Eftir þetta högg hélt ég að eitthvað hefði gefið sig en það þurfti ekki einu sinni að fara í hjólastillingu á eftir.
En að sjálfsögðu fer þetta mikið eftir framleiðendum og er þessi búnaður mjög mismunandi.Ég myndi ekki vilja eiga Terrano eða Nissan pickup með IFS búnaði.
Afhverju drífur Cruiser90 eða Hilux svona helv..mikið eins og allir eru að tala um og þeir eru með IFS?
Er Hummer ekki alvöru jeppi?kveðja
Halldórps. Látið mig nú hafa það óþvegið…
13.09.2003 at 13:28 #476286Sælir
Ég get ekki gert upp á milli klafa og hásinga (hef aldrei átt klafa bíl)
En ég var að velta því fyrir mér hvort ætli klafar eða hásing sé sterkari miðað við þyngd ?
Klafar geta verið ansi hraustleigir til dæmis undir Iveco að framan. (veit nú samt ekki hvernig þeir hafa komið út)
Kveðja
O.Ö.
14.09.2003 at 00:23 #476288Ég gat ekki annað en rekið augun í nokkra punkta hjá Halldóri í upptanlinguni.
Fyrsta atriðið er ekki alveg rétt, þú getur alltaf fengið lengri fjöðrun á hásingu. Ég get ekki verið sammála því að hásingabílar þoli stór dekk illa í stýri, það fer alveg eftir útfærslu stýrisbúnaðarins. Hilux á hásingu er td. með afleitan stýrisbúnað en með stýrisdempara þá þolir hann 38" auðveldlega. Það þarf bara að balancera dekkin!!
Spindillegur gefa sig ef það kemur mikið högg á þær en hvað gerist á IFS bíl, spindillinn brotnar og þú missir líklega hjólið.
Þú segir að kostir við IFS séu betri fjöðrun en gallar styttri fjöðrun. Skil ekki alveg, hvernig getur stutt fjöðrun verið góð fjöðrun í því sem við gerum?Ég ætla ekki að fara að halda því fram að IFS sé handónýtt en þetta verður seint talin vænlegur kostur til að nota í mikið brölt og utanvegarskak en eflaust nothæft til að þeysa yfir jökla og snjóbreiður þar sem "flex" eins og kaninn kallar það skiptir ekki máli.
14.09.2003 at 17:13 #476290Ég skrifa aldrei undir það að klafabíl drífi betur en hásingabíll, en drifgeta ræðst mest af ökumanni vil ég meina. Það er svosem ekki til neins að bera þetta dót saman því yfirburðir hásingarinar eru algjörir hvað varðar styrkleika. Ég hef ekki séð klafabíl sem þolir 44" og hann er ekki til í dag sama hvað menn segja.
Hlynur
ps. Heyrði í Lúther í dag á leið frá Grímsfjalli og allt eins og þá á að vera og bara ein Toyota biluð í bandi…það geta bara ekki allir bílar verið eins góðir og Patrol sem aldrei bilar og drífur mest.
14.09.2003 at 18:15 #476292
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja, ég hélt á tímabili að ég væri kominn í slíkar ógöngur í klafavörninni að ég ætti að öllum líkindum ekki afturkvæmt. Þær áhyggjur eru greinilega þarflausar!
Menn voru að tala um að líklega mætti notast við klafann á sjóbreiðum en ekki djúpum snjó og alls ekki grjóti. Minnir mig á ferð um Eyjabakka fyrir nokkrum árum. Fór þá og sótti hreindýr sem skilin voru eftir einhvers staðar út í rassgati og eins og sjá má á mynd [url=http://www.pbase.com/image/2414346/large:2x1um6dd]hér[/url:2x1um6dd] var um eintómt skakstur í grjóti að ræða lengi vel. Þið getið stækkað myndina í ORGINAL undir myndinni til að sjá þetta betur. Þetta var ekkert vandmál fyrir klafabílinn þótt ferðin væri skelfilega þreytandi fyrir það að maður var stöðugt – í fjóra tíma fram og til baka – að klöngrast upp og niður af grjóti. Einhverra hluta vegna varð ég að bíða eftir hásingarbíl í rúman klukkutíma þegar komið var til baka.
Í vægt til orða tekið erfiðri ferð sem farin var í fyrra á Vatnajökul var [url=http://www.photography.is/ymsar_myndir/arctictrucks/details/image_0071.html:2x1um6dd]þessi[/url:2x1um6dd] klafahilux með nokkrum hásingarbílum. Hann komst sinna ferða og hann er ekki auk þess án læsingar að framan. Hilux á klöfum hefur þann kost m.a., e.t.v. umfram suma aðra klafabíla að vera léttur að framan þannig að hann sekkur síður niður – eða ekki eins djúpt og aðrir framþyngri. Og hana nú!
bv
15.09.2003 at 08:52 #476294
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Ég er bara búinn að vera á klafabílum þar til nú að ég er kominn á rörabíl, á reyndar eftir að prófa hann svo ég veit ekki hvort hann er betri.
Það er tvennt sem mér fannst verst við klafana sem annars voru alltaf til friðs og þeir bílar fóru bara heilmikið (LC 90 og Nissan DC).
Fyrir það fyrsta, horfið á seinni myndina hjá Bolla og ímyndið ykkur að hleypa úr niður í 2-3 pund þ.e. nánast niður á felgu… þá er ekki bara mjög lágt undir klafana heldur allan bílin frá stuðara og aftur fyrir millikassa. Sem sé stóóór flötur til að setjast á.
Og svo hitt að þegar klafabíll er sestur og stoppar þá er hann búinn að teygja framhjólin eins langt niður og hægt er, fjöðrunin búin, og hann sestur á klafana/kviðinn límdur við snjóinn… og þar situr hann óhreyfanlegur!!!Á meðan að í mörgum tilvikum þegar rörabíllinn stoppar þá stoppar hann vegna fyrirstöðu við hásingar en bíllin sjálfur ekki enn búinn að þjappa svo miklum snjó undir boddýið að það hvíli fastlímt við snjóinn heldur stendur enn á fjöðruninni og því oft hægt að vagga honum á fjöðruninni og þannig jugga sér úr festunni.
Þetta hef ég oft upplifað á þvælingi með hásingabílum.
En þar sem Double Cab bílarnir eru mjög léttir sökkva þeir ekki eins í snjóin því komast þeir andsk. langt þrátt fyrir klafana.
Hefur einhvejum dottið í hug að nota LC100, klafabíl, sem alvöru snjóbíl án þess að setja hásingu undir að framan??
Annars eru klafarni fínir… á þjóðvegin.
Kv.
Siggi_FP.S.
Ég skipti kannski um skoðun í vetur eftir að hafa verið á rörabíl…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.