Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hásingar V.S. Klafar
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.09.2003 at 09:44 #192855
Ég er einn þeirra sem telja klafa ekki eiga heima á „ALVÖRU“ jeppum. Tökum styrk sem dæmi, hvort haldið þið að hásing eða klafi þoli betur hnask. Ég tel það almenna skynsemi að hásing er sterkari t.d. ef maður rekur bílinn í grjót er klafinn farinn. Ég er ekki reynslu mikill og þigg alla umræðu um þetta mál.
P.s. Toyota eru BESTIR!!!
Haukur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.09.2003 at 10:16 #476216
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nú ekki viss um að hásing sé endilega sterkari. Ég myndi halda að hásing sé líklegri til að rekast á grjót heldur en klafabíll vegna þess að klafinn er hærri nema við bláendana. Klafar eru auk þess býsna sterkir. Hitt er annað mál að hásing er betri í snjó því klafinn ryður honum undir sig og býr til vegg en hásingin hleypir snjónum yfir sig. Svo hefur klafinn þann kost að hafa mun þrengri beygjuradíus sem er afskafaplega gott í borginni! Mig langar ekkert í hásingu, mig vantar bara framlás.
bv
10.09.2003 at 12:27 #476218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé nokkuð ljóst að hásing sé að öllu leiti sterkari en klafaútbúnaður. Þá er sama hvort átt er við drifrásina eða bara strúktúr styrkinn. Hásing er líka betri með tilliti til að reka jeppann niður, menn á jeppa með heila hásingu eru fljótir að átta sig á því hvað stór grjót sleppa undir hásinguna og hvar er best að taka þau undir, hæðin upp í hásingu er nokkuð konstant og fer eftir því hvað jeppinn er á stórum dekkjum. Þetta á ekki við um jeppa með sjálfstæða fjöðrun, það kann að vera hærra undir hann í kyrr stöðu en þegar hann fjaðrar niður þá lækkar hann. Út frá því er ekki öruggt að fara yfir grjót sem er hærra en sem nemur hæðinni undir bílinn þegar klafarnir eru sestir í samsláttarpúðana. Það hefur ábyggilega gerst oftar en einu sinni að klafabíll rekur sig illilega niður í slóð eftir hásingabíl og þegar það gerist sleppa menn yfirleitt ekki með skrekkinn. Það er rétt að klafabíllinn leggur betur á og liggur kannski eittvað betur í slaufu á mislægum gatnamótum en hvað eru þeir eigin leikar að gera fyrir mig á fjöllum …í mesta lagi lítið.
Reynslan sýnir þó að það er vel hægt að notast við klafa útbúnaðinn í íslenskum fjalla jeppa með fínum árangri, en staðreyndin er held ég nú samt sú að það er til annar og betri búnaður.ÓE
10.09.2003 at 12:39 #476220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er spurning hvað þú ert með breyttan bíl og hvert þú ætlar á honum. Ef þú ert með 38" eða stærra og ert að fara í snjóakstur myndi ég velja í hásinguna. Held að klafadótið sleppi alveg í bíl sem er nánast eingögnu að aka á vegum/slóðum.
Ég var með gamlan 4-runner með klöfum á 38" og mæli ekki með því. Í fyrsta lagi er erfitt að halda þeim þokkalega hjólastilltum. Ef þú ert mikið að keyra í stórgríti (reka bílinn í grjót) eða klöngrast niður af jökulsporðum fer hjólastillingin til fjandans og þú misslítur dekkjunum = meira slit = fleiri dekk. Snjór og krapi sest meira inní klafana og getur eyðilagt liðhosur og liði ef ekki er passað upp á að hreinsa þetta úr.Ég heyrði af Korandó á 35" um daginn þar sem neðri festing á klafa losnaði á 90 km/h og endaði hann utan vega, svipaðar sögur hefur maður heyrt af 90 krúserum, en þær fara ekki hátt.
10.09.2003 at 14:16 #476222Ég á ekki jeppa ennþá en hef ferðast þónokkuð með bróður mínum sem er í f4x4. Ég er í toyota pælingum og ætla að byrja á hilux dc. Ég ætla seinna að fá mér 4runner og rífa þá hilux framhásinguna undan honum og setja hana undir runnerinn.
P.s. takk fyrir að svara þessu svona fljótt
Haukur
10.09.2003 at 14:32 #476224Ég hef mun meiri áhuga á snjóakstri heldur en borgarbrölti og sumarakstri. Bróðir minn á 4runner með framhásingu og loftpúða að aftan og hann fer svo til allt.
Haukur
10.09.2003 at 16:28 #476226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einfalt mál, jeppi er með rör að framan og aftan, það sem er bara með rör að aftan en klafa að framan er hálfjeppi!!! En hvað er það þá sem er með klafa bæði að framan OG AFTAN? Bara smá vangaveltur.
Annars eru þetta auðvitað fordómar, kostir og gallar við allt og oft betri fjöðrun með klöfunum og fjöðrun skiptir miklu máli í drifgetu. Asamt reyndar mörgu öðru, drifhlutfalli, þyngdardreifingu, hjólhafi, dekkjagripi, vinnslu, o.s.frv. Að ógleymdu hæfni bílstjórans. Klafabílarnir virka oft ekkert síður, þó við vissar aðstæður komi það fyrir. En ég myndi halda að rörið sé að jafnaði sterkari búnaður sem þoli betur það jask og slark sem við leggjum bílana okkar í.
Kv – Skúli
10.09.2003 at 16:40 #476228Þakka ykkur fyrir ráðin og greinilegt að ekki eru allir sammála um fjöðrunarbúnað. En eru ekki allir sammála um það að toyota er mun betri en patrol?
P.s. toyota ER betri!!!
10.09.2003 at 17:10 #476230
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er rétt að klafabíllinn liggji betur á vegum úti en gorma eða loftpúðafjöðrun og hásing þar undir er miklu sveigjanlegri og lengri fjöðrun og einnig betra að átta sig á veghæðinni til að taka grjót undir.. allavewga mín skoðun og síðan er þetta rétt með toyoturnar þó svo að gott sé að bæta þær með amerísku:)
10.09.2003 at 18:38 #476232Það er held ég engin spurning, klafarnir eru MIKLU betra iron þegar verið er að nota jeppana sem JEPPA en ekki einhverjar andskotans drossíur. Og þegar þeir eru nú komnir með klafa að aftan líka, já, mér er sama þótt okkar ágæti Björn Þorri móðgist, – það getur aldrei orðið alvöru jeppi. En ameríska dótið er nú alltaf sterkast og best. Dana 60 aftan og framan, það er eitthvað sem mér þykir traustvekjandi. NP205 og 203 tengdir saman til að fá low-low gearing og svo ekki lægri hlutföll en 1:4,63 eða eitthvað í líkingu við það. Mig dreymir dag og nótt um F250 með 6,0 Power Stroke o.s.frv., o.s.frv. …………….
10.09.2003 at 20:15 #476234Klafabílar geta verið flottir á 38" dekkjum og taka sig vel út á bílastæðum í Kringluni og við Smáralindina. Þegar kemur að því að fara á fjöll fara hásingarbílar að sjálfsögðu fyrir og Patrol fyrir öðrum hásingarbílum.
Þar hafið þið það.
Hlynur
10.09.2003 at 22:07 #476236Patrol getur ekki verið hraðskreiður í snjó nema á bakaleiðinni þegar hann er búinn með allar varavélarnar og lafir aftan í einhverri Toyotunni.
Palli
10.09.2003 at 22:07 #476238Gleymdir þú að taka töflurnar þínar Hlynur, ert þú kominn með Alsheimirs einkenni herra fastur, fyrir gefðu Herra pikkfastur. Pattar eru einungis einhverjir trússbíla sem rúlla nánast eingöngu hálf malbikaðann Kaldadalinn, með túrhesta borandi í nefið á sér í leðurklæddum Glitnis drossíum. Sem þurfa minnst 44" gleðigúmmí til þess að hverfa ekki ofaní yður jarðar vegna gjörsamlega mishepnaðar hönnunar og þunga. Hef ég heyrt að nota eigi þessa forngripi í uppfyllingu í Kárahnjúkum. Enda telja Landsvirkjunnarmenn full af óþarfa járnardrasli í þeim sem ekki gæti nýst betur í nokkuð annað. Vel á minnst þá er verði að opna nýja deild í Hverargerði fyrir afvega leydda Patrolmenn. Ég tók mér það bessaleyfi og pantaði meðferð fyrir þig, ég veit að því verður vel fagnað af þínum nánustu. Þú þarft ekker að þakka mér fyrir ég, lít á þetta sem mitt framlag til velferðarmála.
Ástarkveðjur Slóðríkur Snæland.
10.09.2003 at 22:22 #476240Mikið er gaman að heyra/lesa svona málefnalega umræðu svona einu sinni 😉
JHG
10.09.2003 at 22:23 #476242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé að menn eru komnir í leikskóla fílinginn aftur. Pabbi minn er sko miklu stærri en pabbi þinn og hann á sko líka PATROL
11.09.2003 at 00:29 #476244En pabbi minn er prestur og hann getur jarðað pabba þinn
11.09.2003 at 08:22 #476246Mér finnst alveg frábært að svona margir hafi sagt sína skoðun, og að patrol menn halda enn í vonina um að datsun sé eitthvað meira en brotajárns haugar á hjólum. Eftir þessa umræðu er ég jafnvel meira fylgjandi hásingum en áður. Jú jú, kaninn notar klafa en þeir eru líka yfir leitt að príla í einhverju grjóti á 1 km/klst og þar af leiðandi ekki sambærilegir okkur jöklaköllunum sem peisum um á 70+, það er ef við erum ekki að lölla þetta á svona 2 km/klst.
P.S. Meira af því sem komið er, halda áfram með þetta.
Haukur
11.09.2003 at 15:42 #476248Það er skrítið að fáir eigendur klafabíla hafa séð astæðu til að verja klafabílana. Hér að ofan var minnst á bíl Björn Þorra, ef það er rétt sem ég hef heyrt þá verða um 60cm undir miðju Pajero-in hans þegar búið er að hækka hann upp. Mér þætti gamann að sjá þá hæð á rörabíl.
Ég hef ekki ennþá heyrt um að klafabílar séu að brottna niður hér og þar um sveitir landsins en aftur á móti hefur maður heyrt um og einnig hefur verið skrifað um það hér á vefnum að rör undir þessum jálkum hafa verið að bogna/brotna meira eða minna. Eflaust hafa klafabílar brotnað niður einhvers staðar, það er alla vega lítið um það.
Einn minntist á öxulhosurnar í klafabílum, það er ókasturinn við þessa tegund fjaðurbúnaðar íjöklaferðir, þær eiga til með að fara ef ekki er hugsað um þær.
Miðað við þá km. sem maður leggur að baki á ári á öðru undirlagi en snjó og þá km. á snjó og einnig mismunandi akstureiginleika á klafabíl og/eða rörabíl, þá er það ekki spurning í mínu höfði að klafabíll sé betri kostur.
Að halda því fram að allir bílar sem ekki hafa rör allann hringin séu jepplingar sýnir bara að menn eru bara að reyna að vera sniðugir.
Aftur á móti yrðu örugglega mjög skemmtileg skoðanaskipti hér á vefnum ef félagsmenn reyndu að skilgreina munin á jeppa og jeppling, þá án þess að menn væru að reyna að vera sniðugir.Kv. vals
11.09.2003 at 16:52 #476250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Athyglisvert! Eins og ég hef sagt áður þá tek ég alveg undir það að klafar hafa ákveðna kosti en það er tvennt hjá Vals sem ég kaupi ekki. Annars vegar að það verði 60cm undir miðjum Pajero eftir breytingar. Eg kíkti undir breytta bílinn hjá Heklu (ekki bíl BÞV heldur hinn sem var breytt í sömu andrá) og fannst frekar lágt undir kviðinn þrátt fyrir 38" dekkin. Ef það er hægt að teygja þetta upp í 60 cm (sem eru þá 23,6 tommur eða 4" hærra en hjólamiðjan), ja þá getur ekki verið mikið fjöðrunarsvið eftir. Nema þetta sé mælt með hjólin hangandi frí og enginn þungi á fjöðruninni. Annars væri öxullinn kominn í 45° stöðu þegar hann fjaðrar út.
Hitt sem ég held að sé einhver misskilningur og það er að rörin brotni frekar en klafabúnaðurinn. Þá segi ég bara eins og kallinn sagði þegar einhver vildi sýna kurteisi og sagðist ekki hafa heyrt neitt gott um hann "Þá hefur þú nú ekki heyrt mikið". Auðvitað verða brotin öðruvísi, klafinn sem slíkur brotnar e.t.v. sjaldan en þá bara eitthvað annað. [url=http://www.mountainfriends.com/html/230202.html:2rhpx3ph]Hér[/url:2rhpx3ph] má sjá eitt dæmi þar sem spindill á klafabíl gaf sig, svona rétt til að nefna dæmi. Skömmu áður hafði ég farið á góðri ferð á mínum þáverandi hásingabíl yfir sama skorning og orsakaði þetta brot, losaði öll hjól frá jörðu og sást í öllum gluggum en gamla rörið og fylgibúnaður kom óskaddað útúr því. Það kemur öðruvís álag á klafann við svona högg og minna sem heldur.
Loks er það alveg hárrétt sem nefnt var hér að ofan að rörið hleypir snjónum yfir sig meðan klafabúnaðurinn ýtir snjónum á undan sér. Þetta er örugglega stærsti ókosturinn við klafabílana og það sem fer oftast í taugarnar á eigendunum, allavega þeim sem nota bílinn til að ferðast.
Viva Rörið!
11.09.2003 at 18:04 #476252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mæltu manna heilastur Valur, ekki veitir af liðsöfnuði í umræðunni um háfeta og rör! Reyndar er búið að malla saman tveimur umræðum á þessum annars ágæta og málefnalega þræði og hirði ég ekki um hina.
Sjálfsagt er það rétt að hásingin er ÚT AF FYRIR SIG er sterkari en klafinn. En eins og ég hef margt oft bent á í umræðu um önnur efni eru allt huglægt mat samsett úr mörgum atriðum sem vega misþungt. Á endanum færðu einhverja niðurstöðu. Valur og Skúli bentu báðir á mjög mikilsverð atriði, sem þið ættuð að lesa; allt hefur kosti og galla.
Til dæmis kemur á endanum fram málmþreyta í hásingu, hún bognar og þú þarft að útvega þér aðra frískari. Ætlarðu þá að kaupa nýja hásingu eða aðra notaða sem endist eitthvað áfram? Hvað gerir klafagaur? Hann skiptir bara um annan klafann!
Eftir að framlásinn varð raunhæfur möguleiki í klafabílana finnst mér engin ástæða til að vera á framhásingu. Og það er heldur engin ástæða til að vera fremstur í röðinni til að sanna drifgetu rörabíla. Maður er bara annar bíll og sparar um leið eldsneyti! Það er nefnilega sannað að þeir sem eru á klafabílum eru mun greindari (í heilanum) en þeir á rörunum!
Þið voruð að tala um hæð undir klafa og gætir einhverrar mælingarvillu þar, hjá mér eru 36 cm undir lægsta punkt miðað við 27 pund í dekkjum (sem eru handónýt þannig að ef þið eigið hávaðasama möddera mættuð þið hringja í mig!). Sú hæð heldur sér lungann af breiddinni, svo koma klafarnir.
Einnig töluðuð þið um hosurnar á klafabílunum. Það er rétt að á sumum þeirra þarf að fara gætilega með þær. Nú er ég búinn að eiga tvo Land Cruiser 90 og hosurnar eru eina atriðið sem mér fannst þreytandi veikleiki, sérstaklega í krapa og langvarandi akstri í miklu frosti og snó, þar sem snjórinn fraus allt í kringum hosurnar og maður varð að höggva allt í burtu í dagslok ef maður ætlaði ekki að byrja á því að rífa þær í döðlur daginn eftir.
En svo brá við í Hilux, kannski (ég hef ekki hugmynd um það) vegna þess að hosurnar eru minni heldur en í LC90 eða betur varðar, að ég hef aldrei þurft að hugsa um hosurnar. Never! Ég veit ekkert um það hvort það er heppni eða hvort hosurnar í Hilux liggja á einhvern hátt betur (betur varðar) en í LC90, en ég var mjög meðvitaður um þær fyrst eftir að ég seldi krúserinn.
Ég skoða þær reglulega í krók og kring ca einu sinni í mánuði og það sér aldrei á þeim. Ég bara skil þetta ekki!bv
11.09.2003 at 20:32 #476254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll.
Ég hef kannski ekki mikla reynslu í þessum efnum en það er eins og mig minni að til hafi verið "spíral-laga" hosur, þ.e. hosur með n.k. skrúfgangi en ekki þessi venjulegu brot (hring við hring). Þetti átti að hreinsa sig betur og safna síður í sig snjó/krapa, hafa menn einhverja reynslu af þessum hosum?
Björgólfur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.