This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég er að fara að breyta Ford Explorer fyrir 35-38″ dekk, 35″ til að byrja með en enda örugglega í 38″. Ég er að hugsa um að setja 3-4″ Rancho sett í frammhásinguna og afturhásinguna undir fjaðrirnar. þá er han ágætur fyrir 35 tommuna og þarf bara að bæta við smá hækkun á boddý-i til að koma 38 “ undir hann.
Það sem ég var að spá í eru hásingarnar. Eru drifin (D35 framan og F8,8″ aftan) nógu sterk fyrir 38″? Eru afturöxlarnir 31 rillu og eru þeir sterkir eða er mikið um að þeir brotni, mjög fúlt þar sem bíllinn verður þá óökufær vegna berandi öxla. Hversu mikil vinna er að setja D44 með gormafjöðrun að framan samanborið við að setja hækkunarsett í D35 hásinguna (IFS). Ég er að spá í þetta til þess að ég eyði ekki fullt af pening í hlutföll og læsingar ef hásingarnar eru svo of veikar og ég neyðist til að skifta þeim út.
Freyr Þórsson
You must be logged in to reply to this topic.