Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hásing undir LC 120
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2007 at 10:16 #200120
Hvaða framhásingu er skynsamlegt að setja undir LC 120?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2007 at 10:43 #588218
patrol drif og land crusier 80 hásing
það er eina rétta í stöðunni það er enginn spurnig þarna ertu kominn með öfluga hlutikv Heiðar U-119
13.04.2007 at 11:07 #588220Er væntanlega að setja bara patta hásingu (hvolfdri og umsnúinni).
Svo er hægt að fara að smíða og þá má nota patta drif með sérsmíðaðri læsingu, Toyota 9.5" drif, GM 12 bolta, Dana 50…. og svo nota 80-cruiser öxla og nöf. Flottast þannig, en spurning hvort nokkur þörf sé á svoleiðis flottræfilshætti
Hvernig er með ABS’ið við svona leikfimi? Hvað eru menn að gera í þeim málum? Má maður aftengja svoleiðis system alveg eða verður það að vera virkt áfram?
kv
Rúnar.
13.04.2007 at 11:17 #588222
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit mímörg dæmi þess að það sé rifið úr með öllu, leiðindarbúnaður í breyttum bíl.
13.04.2007 at 12:15 #588224Ekki vera að láta sjóða eitthvað sull undir bílinn hjá þér… sem gæti klikkað og ekki.
fáður þér bara Dana 60 og málið er dautt, ekkert samanbland af tveimur hásingum. 60 hásingin hefur báða styrkleikana sem þú færð úr því að blanda hinum tveimur saman, sem er mix.
Fullt af stóru cruiserum hafa sett 60 undir hjá sér, og ekki hefur maður séð einhverjar kvartanir.
En ef mixið er ódýrara þá er það auðvitað sem verður að athuga.
kv
Gunnar
13.04.2007 at 12:51 #588226Var að ljúka við að setja hásingu undir Tacoma að framan og það var eins lítið mix ef svo má segja eins og hægt var að hafa það. Búnaður undir Tacoma og 120 bílnum að framan er sá sami. Uppskriftin er ekki flókin en ég vil helst ekki gefa hana upp að svo stöddu. Þú mátt hafa samband ef þú villt. Vandræðin eru ótrúlega lítil en á þó eftir að klára að leysa t.d ABS’ið
Kv
Einar Bárðarson.
13.04.2007 at 12:58 #588228á ekki heima á fjöllum..
ok dæmi
þú ert í 12% halla, það er gler undir bílnum og það er gjóta neðar í hallanum…
ef þú ert með abs á þá neytar bíllinn að læsa hjólunum og þú rennur hægt niður brekkuna og ofan í gjótuna.
EF þú ert ekki með abs þá læsa hjólin sér og þú átt meiri möguleika á að bjarga þér þegar naglarnir.. ef þú ert með svoleiðis… læsa sér í ísinn.
bara eitt scenario sem ég hef lent í … reyndar hérna í bænum.. og það var bíll neðst í brekkunni… hehe.. ég rétt slapp.. bölvað abs.
kv
gunnar
13.04.2007 at 13:14 #588230Gallinn við Dana 60 er að hún er óþarflega þung, og í raun miklu sterkari en hún þarf að vera undir svona léttum bíl. Datsún hásingin er mikið léttari og ódrepandi. Þarf bara að passa að tékka á framhjólalegunum reglulega. Er svo ekki líka erfitt að fá 60 hásingu sem ræður við 15" felgur?
Hvað er Dana50 annars með stóran kamb?
Annars er ég sammála því að ABS á ekkert heima á fjöllum. Bremsuvegalengd með ABS á malarvegi er mikið lengri en án þess. Í þýsku jeppablaði las ég einhverntíman um prófanir á þessu, og var niðurstaðan sú að með ABS var vegalengdin almennt ca 30% lengri en með það aftengt. Ekkert gaman þegar bíllinn tekur af manni völdin og bannar manni að bjarga sér.
kv
Rúnar.
13.04.2007 at 13:20 #588232ABS er snilldarbúnaður. Það sem hann gerir er að leyfa þér að gera tvennt í einu þ.e. bæði stýra og bremsa. Ofnotkun á bremsum er búin að drepa haug af fólki í umferðinni vegna þess að þegar bíl er hemlað harkalega verður hann um leið stjórnlaus. Góður bílstjóri getur minkað áhrifin af þessu með því að hemla og stýra til skiptis en það er akkúrat það sem ABS gerir, bara skiptingin milli þess að hemla og stýra verðum miklu hraðari en bílstjórinn ræður við þannig að í reynd er bæði hægt að stýra og hemla í einu. Án ABS er mjög algengt að fólk nauðhemli og renni stjórnlaust á fyrirstöðu (eða ofaní holu) án þess að geta stýrt framhjá. Í einstaka tilfelli er gott að geta tekið ABS af og það er yfirleitt einfalt að setja rofa í bílinn til að gera það óvirkt og það eru raunar til bílar þar sem slýkur rofi kemur orginal, man eftir að hafa séð svoleiðis í AUDI t.d.
13.04.2007 at 15:45 #588234Aldrei hef ég átt jeppa með abs bremsukerfi, en sagan segir að þegar sett sé í lága drifið detti abs kerfið út og þá getur ekki verið mikið mál að setja rofa fyrir þetta. Held nú að þetta abs virki nú mjög vel við venjulegar aðstæður ( ekki á föllum).
Kv Bjarki
13.04.2007 at 20:08 #588236Dana 50 er með 9" kamb, svo er 44 með 8.5" kamb sem ég held í einfeldni minni að sé ekkert síðri kostur í ekki stærri bíl en þetta. Ég veit ekki betur en það hafi verið þokkalega til friðs sem framdrif í bílum sem slaga hátt í 3 tonn á 44" dekkjum…
Tek undir þetta með Dana 60 með þér Rúnar, engin þörf á einhverri vörubílahásingu undir hvað sem er!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.