Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hásing færð aftur á toyotu d cap??
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.06.2003 at 23:29 #192639
AnonymousSælir piltar mig vantar smá ráð með afturhásinguna á toyotu d cap mig langar til að færa hana aftur nóg til að setja heila brettakannta að aftan ef einhver gæti aðeins frætt mig hversu langt ég þarf að færa og hvernig er best að ganga frá þar sem hún var, á sjálfum pallinum að utan öll ráð vel þegin? P.S er á fjöðrum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.06.2003 at 10:04 #474134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt [url=http://www.pbase.com/bolli/hilux:241mst8v]dæmi[/url:241mst8v]
bv
11.06.2003 at 10:45 #474136Sæll
Færslukantarnir frá Samtak eru gerðir fyrir 13 cm færlsu. Það er algengast að menn séu að setja four-link að aftan þegar breytt er yfir í gorma/loftpúða fjöðrun.
Ég færði um 13 cm hjá mér og er rétt að klára þetta þessa dagana og ég á teikningar af stífum o.fl. Þér er velkomið að hafa samband í síma 660-2117, AGG
11.06.2003 at 11:36 #474138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir já þetta hljómar vel en ég ætla að hafa blaðfjöðrina aðeins leingur hef ekki efni á gormum og þessu strax en ætla að færa hásinguna aftar ein spurning hvernig gékkstu frá þar sem brettakanntarnir komu eftir að þú færðir hásinguna þurftiru eitthvað að bæta inní á skúffuni ég ætla að færa hásinguna örlítið aftar en 14cm, einhver fleiri ráð sem þið getið bennt mér á?
11.06.2003 at 12:39 #474140Er þá ekki bara að slípa fjaðrafestingarnar af grindinni og færa þær aftar. Líklega þarf að breyta fremri fetingunni því grindin "beygist" upp á við. Svo þarf að lengja drifskaftið, lengja handbremsubarkann, færa demparafestingar o.fl.
Ef þú notar kanta fyrir 13 cm færslu þá gætu dekkin orðið aftarlega í þeim ef þú færir meira. Ef þú færir kantana meira en 13 cm þá þarftu líklega að sjóða í skúffuna svo það gapi ekki með kantinum. Ég lét sjóða í götin á húsinu þar sem kantarnir (stubbarnir) höfðu verið skrúfaðir á það og svo var málað yfir.
Þegar farið er út í svona breytingu, þá er spurningin sú hvort ekki sé best að safna í sparibaukinn í einhvern tíma svo hægt sé að setja fjöðrun í staðinn fyrir flatjárnin þegar fjárráð leifa (og bíða með að gera nokkuð þangað til)?
kv, AGG
11.06.2003 at 14:08 #474142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já það er spurning ég er nú aðallega að spá í frágángi á brettaköntum eftir færslu ég var allveg búinn að gera ráð fyrir því að þurfa að sjóða í skúffuna spurning hvaða kanta ég fæ er með 38" glænýja er að spá í stærra og jú sennilega set ég gorma að aftan, ég er aðalega að spá í frágáng á köntum eftir færslu hvernig hafa flestir gert það, það er að seigja ef ég færi hásinguna um 16cm sem ég er mikið að spá í
11.06.2003 at 15:39 #474144Gætir reynt að finna blaðfjaðrir í sömu breidd sem eru ca 16 cm lengri fyrir framan miðfjaðrabolta, en orginal fjaðrirnar. T.d. einvherjar úr stórum amerískum fák. Bónus við það er betri fjöðrun!
Þá þyrftir þú bara að búa til nýja festingar að aftanverðu.
Svo þarf að lengja handbremsubarkan og bremsuleiðslur og svoleiðis hluti.
Kveðja
Rúnar.
11.06.2003 at 17:02 #474146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[url=http://www.mountainfriends.com/html/tonkatoy.html:3goy9s16]Hér[/url:3goy9s16] er einn þar sem afturhásingin var færð aftur um heila 33 cm. og framhásingin fram um 7 cm. Það er skemmst frá því að segja að fjöðrun á þessum bíl er afburðagóð og svínvirkar. Reyndi vel á hana á Breiðamerkurjökli fyrir skemmstu og bar þar af nýrri og fínni bílum.
N.b. bíllinn er ekki lengur til sölu en Palli sem vísað er á þarna er hönnuðurinn og smiðurinn á bak við þetta.
Kv – Skúli
11.06.2003 at 19:11 #474148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig amerískum fák er möguleiki á að fá fjaðrir einhver sem gæti bent mér á það? og líka ef einhver lumar á svoleiðis?
12.06.2003 at 00:36 #474150
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einhver með fleiri ráð og þá aðallega um frágáng eftir að aftur hasingin er færð þar sem brettakantarnir koma?? Þetta er toyota d cap og ætla að færa hásinguna aftur um 16cm
12.06.2003 at 12:57 #474152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að hyggilegast væri að þú létir þá sem kunna til verka ráðleggja þér undir fjögur augu.
Maður ákveður ekki fyrirfram að færa hásingum um 16 cm, nema ákveða jafnframt breytingar í samræmi við þá fyrirframteknu ákvörðun um að hún SKULI fara aftur um 16 cm. Þú getur gert það ef þú setur jafnframt á bílinn skúffu af extra cap, þá getur þú fært hana aftur um eina 20 cm eða örlítið meira. Ef þú ætlar að nota áfram þá skúffu sem er á bílnum núna (af double cap) þá ferðu ekki mikið lengra en 14 cm og þá þarft þú ekki að breyta hjólskálahlífunum í skúffunni. Ef þú hefur ekki efni á gormum, hvers vegna ertu þá að pæla í þessu?Ein útfærsla fjöðrunarbreytinga, sem mér er sagt að taki gormum fram er að setja undir bílinn fjaðrir af Tundru, sem eru mun lengri en Hilux fjaðrir. Þekki einn sem átti slíkan bíl (Stjáni í Arctic Trucks) og sú útfærsla var algjör snilld að sögn. Þær fjaðrir liggja bara alls ekki á lausu. Hins vegar ætti að vera hægt að finna svipað langar fjaðrir, og e.t.v. að fækka blöðunum í henni og ná fram svipuðum eða sömu eiginleikum. Þá getur þú verið áfram á þínum fjöðrum! BV
12.06.2003 at 14:00 #47415414cm er sennilega max lenging ef þú ætlar ekki að fara út í bodývinnu. Það er alveg hægt að fara lengra ef þú ert tilbúinn í smá bodyvinnu, eins og margir hafa gert. Með xtra cab skúffu er lengingin að ég held á milli 40 og 50 cm. Lengsta sem ég veit um eru 37cm með dcab skúffu.
30 cm lenging með dcab skúffu færir dekkin undir miðjan pall.
16cm er lengdin á milligír ef ég man rétt, sem þíðir að ekki þarf að breyta drifsköftum að aftan (þarf reyndar þá að færa millihjöruliðsfestingarnar).
Fyrir 16cm færslur er hægt að nota sömu kanta og fyrir 14cm færslu, bara láta lengja þá doltið (líklega um 4 cm).
Rúnar.
12.06.2003 at 14:18 #474156
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er búið að skoða þetta og hann fer á gorma og boodívinnu er ég tilbúinn í og það verða stærri en 38" kantar 16 cm færsla verður á afturhásingu, er bara að fá ráðleggingar frá öðrum fagmönnum um þetta og hvernig flestir hafa geingið frá á orginal d cap skúffu eftir færslu?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.