FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

handbremsumartröð

by Lárus Rafn Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › handbremsumartröð

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Grimur Jónsson Grimur Jónsson 16 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.05.2009 at 23:26 #204406
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant

    jæja félagar. ég er að missa hárið hérna af pirringi yfir handbremsumálum. Stutta sagan er sú að ég breytti 60 krúser afturhásingu í diskabremsuhásingu og setti á þetta diskabremsudælur af 2005 corollu.

    bíllinn bremsar fínt en að sjálfssögðu er handbremsan þar með úr söguni og eftir miklar mælingar og pælingar ákvað ég að setja bara annað helvítis sett af bremsudælum á diskana og knýja þær með lofti (s.s. loftþrýstingur klemmir saman borðana á diskinn í stað vökva).
    .
    mér fannst þetta alveg snilldar hugmynd þar til ég rak augun í þessa helvítis klausu úr umferðarlögunum:
    „06.03 Stöðuhemill.

    (1) Stöðuhemill skal geta haldið ökutæki kyrru í halla með því að hlutir í stöðuhemilskerfi haldist í hemlunarstöðu með beinum, vélrænum búnaði.“
    .
    Eins og ég sé þetta fyrir mér þá má hvorki nota vökva né loft til að gera þetta, því það er ekki beinn vélrænn búnaður….mynduð þið ekki túlka þetta eins?
    það eina sem mér dettur í raun í hug núna til að redda þessu er að smíða einhverskonar membrur á dæluna sem bremsar þegar ekkert loft er á þeim, en sleppir þegar loftþrýstingur kemur á (svipað og í vörubíl).

    -eða- finna einhversstaðar bremsudælur með handbremsuvíramekkanikk… (but they are fiew and far between eftir minni bestu rannsóknarvinnu) og breyta svo öllu helvítis klabbinu aftur til baka í venjulegt handbremsukerfi með vír…

    hvað dettur ykkur snillingunum í hug? ég er búinn að fá uppí kok af þessu helvíti og er algerlega orðinn hugmyndasnauður.

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 18.05.2009 at 23:31 #647910
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Er ekki hægt að setja bremsu aftan á millikassan eins og er í Patrol ? Frábær búnaður sem bilar aldrei.

    Góðar stundir





    18.05.2009 at 23:38 #647912
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Er ekki eitthvað af nýju japönsku fólksbílunum með vökvadrifna handbremsu. Mig minnir að ég hafi heyrt það einhvers staðar. Gott ef það var ekki Corolla sem átti að vera með þetta. Veit þetta einhver?
    –
    Bjarni G.





    18.05.2009 at 23:40 #647914
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Handbremsa á millikassa er möguleiki. En svo dettur mér í hug afturbremsur af Nissan Pathfinder v6 upp úr 1990. Það eru diskar að aftan, og lítil skálahandbremsa inni diskunum. Kannski langsótt, þyrftir líklega að nota backplateið og dælurnar af nizzaninum, en má skoða. Svo er líka spurning með stærðina á þessu upp á hvort þetta komist í 15tommu felgu.

    -haffi





    19.05.2009 at 00:47 #647916
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Sæll Lalli, þú átt ennþá dælu hjá mér. 😉
    .
    Anyways, ég er í þessu sama, og búinn að pæla og pæla og pæla… Og niðurstaðan var afturbremsudæla úr 2003 corollu eða avensis (man ekki hvort) og kúplingsdæla sem skaft virkjar.
    Ef þeir setja útá þetta í skoðun, well. Þá vísa ég bara í það að það eru margir bílar með RAFRÆNA handbremsu. Hversu traustvekjandi sem það er. Einnig rámar mig í að einhver toyotutegund sé með vökvahandbremsu á afturdælurnar.
    .
    Ég veit einnig um nokkra bíla (sem eru allir skoðaðir) sem eru með vökvahandbremsu, og þeir komast allir í gegnum skoðun.
    .
    Ég er í þessari viku að leggja lokahönd á þetta margumpælda verk (ég smíðaði fyrst barkadót en fékk það aldrei til að verða nógu traust, stundum sat hann bara fastur í handbremsu >.< ) og bremsaði eiginlega aldrei nóg að mér fannst. En ég vil geta stöðvað vélina með handbremsunni, þá veit ég að þetta heldur bílnum við allar aðstæður.
    Ég veit ég er sérvitur, en erum við það ekki allir? 😉
    .
    Hvernig er handbremsan virkjuð í LC70? Er hún með fólksbílaskafti eða svona "pick-up" skafti undir mælaborðinu hægra megin?
    Ef þú ert með pick-up skaftinu er ég sennilega með lausnina á þessu fyrir þig (ef þetta þá virkar almennilega hjá mér) en með fólksbíladæminu ertu í raun betur staddur til að möndla það við.
    .
    Ég hendi myndum af þessu inná netið á morgun og þér er jafnvel velkomið að skoða þetta í næstu viku þegar druslan fer í bæinn í endurskoðun. =)
    .
    Baráttu kveðjur, Úlfr
    E-1851
    .
    P.s. Það má einnig benda á að handbremsunit undan patrol passar ekki. Flánsinn úr millikassanum stendur lengra aftur úr heldur en á toyotudraslinu og þar af leiðandi kemst svona skálabremsudót fyrir. Einfaldari leið er að renna bara disk í þetta sem kemur á milli flánsana á drifskaftinu og millikassanum.
    .
    P.P.S. Þess má einnig geta að margir rallybílar eru með vökvahandbremsum. Þá er forðabúr á handbremsuskaftinu sjálfu uppí bíl. Það er væntanlega rándýr búnaður, en eftir því sem ég best veit þurfa þessir rallýbílar að vera skoðaðir. Endilega leiðrétti einhver mig ef ég fer með fleipur, en ég man ekki betur en að hafa séð rallýbílana á númerum.





    19.05.2009 at 10:39 #647918
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Hefði ekki verið einfaldar að fá bremsu dótið af Mussó. Diskabremsur með smá skálbremsu inní? Ágætar diskabremsur en handbremsa sem þarf að þjónusta í hvert sinn sem farið er í skoðun. Með þessu móti er þetta senilega bara bolt-on.

    l.





    19.05.2009 at 11:03 #647920
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    ég er með mússódiska að aftan, en þetta er full floating hásing með legustút og hjólnafi, ekkert pláss fyrir borðarusl inní.

    auk þess sem ég henti skálabremsuruslinu einmitt til að sleppa við svona kjaftæði :) virkaði ekki alveg nógu vel. ég ætla að útbúa þetta eins og Ulfr… mekanikk sem þrýstir á vökvabúr. sjáum hvort þeir væla yfir því í skoðun.





    19.05.2009 at 11:32 #647922
    Profile photo of AGNAR E JÓNSSON
    AGNAR E JÓNSSON
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 153

    Er ekki svona máli reddað með nýjum dælu td úr
    subaru með innbyggðum handbremsubúnaði
    tengja handbremsuvírinn við og tóm hamingja?
    kveðja agnar





    19.05.2009 at 12:20 #647924
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Í hvaða nýjum súbarúum er handbremsan innbyggð í dæluna?
    .
    Svoleiðis útbúnaður (sem er vondur, því hann frýs eins og allt sem heitir barka eitthvað út við hjól) er á t.d. Ford Mondeo, VW transporter, einhverjum Kia, Mazda 626 ’92-96 og 323 sporttýpunni, og fullt af öðrum bílum. Málið er hinsvegar að finna þetta dót.
    .
    [url=http://www.facebook.com/album.php?aid=2024552&id=1120462847&l=48b4386b55:h1qrnjz4]hér er myndagalleríið með smíðinni.[/url:h1qrnjz4]
    .
    Svo á bara eftir að koma í ljós hvaða vandamálum maður lendir í, í kringum þetta.
    .
    kkv, Úlfr





    19.05.2009 at 19:17 #647926
    Profile photo of Sigurður Reynisson
    Sigurður Reynisson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 4

    festu keðju í grind og í gegnum felguna, dugar fyrir skoðun en kannski ekki faglegsta lausnin.
    Menn hafa notast við þetta á fellihýsum, einnig er hægt að setja rör í gegnum felgurnar.
    muna bara að fjarlæga handbremsuna áður en ekið er af stað. :)





    19.05.2009 at 19:24 #647928
    Profile photo of Baldur Pálsson
    Baldur Pálsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 186

    Ég veit ekki betur en að frá 1980 og uppúr sé subaru með sambyggða dælu (handbremsan er að framan ) fáðu þér úr Subaru og notaðu orginal handbremmsubarkan og málið er dautt.

    kv
    B.P





    19.05.2009 at 19:30 #647930
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Síðasta ræðumanni.
    Subaru er málið





    19.05.2009 at 19:49 #647932
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    það eru miklu fleiri tegundir með samskonar dælur
    t,d saab ford focus honda og fleiri þú þarft bara aðfara á partasölur og gramsa í hillunum og finna þá
    réttu miðavið þykt á diskunum
    kveðja siggi





    19.05.2009 at 21:53 #647934
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    [u:2wcl0gwc][b:2wcl0gwc][url=http://www.tsmmfg.com/4066.htm:2wcl0gwc]Millikassahandbremsa lc 60[/url:2wcl0gwc][/b:2wcl0gwc][/u:2wcl0gwc]

    -haffi





    19.05.2009 at 23:00 #647936
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Ég sá svona handbremsudiskavíraútbúnað á golf í dag þegar ég var að skipta um dekk, sennilega rúmlega 2000 módel





    19.05.2009 at 23:04 #647938
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Það er rétt að minna á það að stýringin sem er í miðjunni á drifskaptsflöngsunum er ekki bara til skrauts, og ef diskur er settur á milli flangsanna á driskaptinu og millikassanum eins og Úlfur gerir þá þarf að gæta þess að stýringin sé enn til staðar. Best væri auðvitað að setja diskinn fyrir aftan flangsinn, s.s. nær millikassanum eins og er gert í þessu 60 Cruiser kitti.





    20.05.2009 at 00:13 #647940
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Það er nú minnsta mál að renna eða fræsa eitt stykki stýringu í diskinn… Mjög þægilegt að henda þessu á og svo er diskurinn fjær millikassanum með því móti og einfaldara að koma dælu fyrir.
    .
    Veit ekki til þess að subaru hafi verið með handbremsunni að framan eftir ’90. En það svosem geta hafa verið einhver eintök. Hef ekki skrúfað bremsusystemið úr öllum subaru-um…
    .
    kkv, Úlfr





    20.05.2009 at 00:50 #647942
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    [url=http://www.sky-manufacturing.com/new/detaproduct.php?id=206:tkw1dwgd][b:tkw1dwgd]bremsudælur[/b:tkw1dwgd][/url:tkw1dwgd]
    þegar ég var að spá í þessu á sínum tíma var ég búinn að fynna þessar bremsudælur á nokkrum stöðum á íslandi (partasölur)
    [url=http://www.sky-manufacturing.com/new/detaproduct.php?id=128:tkw1dwgd][b:tkw1dwgd]bremsubracked[/b:tkw1dwgd][/url:tkw1dwgd]
    en endilega setjið diskinn á bakvið flangsinn á millikassanum… það er mun fljótlegra að losa eina ró og hafa þetta í lagi heldur en að renna stíringu …
    [url=http://allprooffroad.com/pickupbrakeupgrades/33:tkw1dwgd][b:tkw1dwgd]handbremsa á millikassa[/b:tkw1dwgd][/url:tkw1dwgd]





    21.05.2009 at 01:32 #647944
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Þessar Subaru dælur voru bara ALGER SNILLD. Setti þetta upp oftar en einu sinni á afturhásingu. Vandinn er sá að þetta dót er að verða æ vandfundnara.
    Eitt trix sem ég man eftir úr þessu er að það er hægt að snúa örmunum fyrir barkann til að setja upp "saeiginlegt" vírasystem eins og í Hilux original að aftan.
    Hins vegar eru Subaru barkarnir alveg pottþéttir, man ekki eftir að svoleiðis barki hafi nokkurn tímann orðið fastur í þeim súbarúum sem ég átti (og þeir voru nokkrir og frekar aldraðir…).
    Millikassabremsan er líka alvöru jeppabúnaður, ekkert auka drasl tengt niður á hásingu, sem er gott. Hef bara ekki séð svoleiðis búnað "aftermarket" sem virkar verulega traustvekjandi.

    kkv
    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.