This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 15 years, 9 months ago.
-
Topic
-
jæja félagar. ég er að missa hárið hérna af pirringi yfir handbremsumálum. Stutta sagan er sú að ég breytti 60 krúser afturhásingu í diskabremsuhásingu og setti á þetta diskabremsudælur af 2005 corollu.
bíllinn bremsar fínt en að sjálfssögðu er handbremsan þar með úr söguni og eftir miklar mælingar og pælingar ákvað ég að setja bara annað helvítis sett af bremsudælum á diskana og knýja þær með lofti (s.s. loftþrýstingur klemmir saman borðana á diskinn í stað vökva).
.
mér fannst þetta alveg snilldar hugmynd þar til ég rak augun í þessa helvítis klausu úr umferðarlögunum:
„06.03 Stöðuhemill.(1) Stöðuhemill skal geta haldið ökutæki kyrru í halla með því að hlutir í stöðuhemilskerfi haldist í hemlunarstöðu með beinum, vélrænum búnaði.“
.
Eins og ég sé þetta fyrir mér þá má hvorki nota vökva né loft til að gera þetta, því það er ekki beinn vélrænn búnaður….mynduð þið ekki túlka þetta eins?
það eina sem mér dettur í raun í hug núna til að redda þessu er að smíða einhverskonar membrur á dæluna sem bremsar þegar ekkert loft er á þeim, en sleppir þegar loftþrýstingur kemur á (svipað og í vörubíl).-eða- finna einhversstaðar bremsudælur með handbremsuvíramekkanikk… (but they are fiew and far between eftir minni bestu rannsóknarvinnu) og breyta svo öllu helvítis klabbinu aftur til baka í venjulegt handbremsukerfi með vír…
hvað dettur ykkur snillingunum í hug? ég er búinn að fá uppí kok af þessu helvíti og er algerlega orðinn hugmyndasnauður.
You must be logged in to reply to this topic.