Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Hand cb-stöð
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.05.2006 at 12:12 #198012
Anonymouser eitthvað sem mælir á móti þessari cb-stöð
Er bannað að flytja inn cb stöðvar í usa ? og hvernig er með tolla og aðflutningsgjöld
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.05.2006 at 13:29 #553294
CB stöðvar sem seldar eru í USA eru ekki löglegar hér, vegna þess að þar senda með AM mótun og 4 watta afli en hér meiga slíkar stöðvar ekki senda með meira en 2,5 watta afli. Það er lítið sem ekkert eftirlit með þessum reglum, enda eru margar eða flestar af þeim CB stöðvum sem í notkun eru hér, gerðar fyrir USA markað. Þó líklegt að tollurinn myndi ekki hleypa svona stöð í gegn.
Þessi stöð ætti að virka hér, en það er þó frekar hvimleitt að nota handstöð að staðaldri í bíl, nema hún sé með aðskildum hljóðnema.
-Einar
29.05.2006 at 02:20 #553296félagi minn á svipaða stöð og sagði að þetta virkaði eithvað illa… en hún sendir út á 4w þannig að hún ætti að virka jafnvel eða betur en löglegu stöðvarnar hérna heima….
Ég veit um einn sem pantaði vhf amatör stöð á ebay nýlega og fékk hana bara afhenda án nokkurra vandræða eða spurninga þannig að eftirlitið er frekar slæmt.
hef ég t.d. fengið afhendar stöðvar hingað heim, þar sem að konan mín hefur tekið á móti þeim… ekki þurft að kvitta neitt. þannig að mín skoðun er orðin þannig að flytjið þetta alltsaman inn. það gæti þá kanski komið að því að búðirnar hérna heima fari að lækka verðin eithvað.Þið vitið auðvitað að það er bannað að nota þessar stöðvar hérna og auðvitað bannað að breita þeim þannig að þær opnist fyrir almennar tíðnir.
29.05.2006 at 04:02 #553298Það er ekki bannað að eiga Amatör stöðvar hér, og það er ekki bannað að breyta þeim eða flytja þær inn. En það meiga ekki aðrir en þeir sem eru með amatör leyfi nota stöðvarnar til þess að senda, og þá aðeins á tíðisviðum sem eru ætluð radíó amatörum.
Annars var ég að komast að því að það eru komnar VHF amatör stöðvar í fjölda skipa, m.a. öll skip Landhelgisgæslunnar. Þar eru þær notaðar til að senda á skipa tíðnum (156??0 kHz), sem er alls ekki löglegt. Nú er fjaskiptabúnaður í skipum skoðaður reglulega, þannig að þetta hefur varla gerst án vitundar viðkomadi yfirvalda.TF3EK
29.05.2006 at 07:58 #553300:=)
afhverju helduru að amatör stöðvarnar séu notaðar í þessum skipum.
Og það meiga engir flitja þessar stöðvar inn nema þeir sem hafa amatör leifi. Ég hef lent í tjekki og það var ekki einfalt að koma þeirri stöð í gegnum tollinn.
29.05.2006 at 08:29 #553302Skýringin sem mér var gefin var sú að þetta væri aukastöð sem væri notuð til þess að hlustun á neyðar og uppkallsrásinni (rás 16, 156,800 MHz) truflaðist ekki þó verið væri að tala á öðrum rásum. Raunar gæti þetta verið löglegt ef þeir notuðu amatörstöðina eingöngu til þess að hlusta, t.d. á 16, en það sem ég sá var að "löglega" stöðin var stillt á 16 meðan amatör stöðin var notuð til þess að tala við önnur skip og höfn. Þeir lögðu áherslu að þeir væu ekki að nota stöðina til að senda með meira afli en 25 wöttum. Sjálfsagt eru menn að spara eitthverja þúsundkalla með þessu og það er líka hagræði að því að geta sjálfur sett inn rásir í stöðina. Amatör stöðvarnar eru líka með mjög öfluga skann möguleika.
Annars held ég hlutverk tollsins í þessum efnum hafi breyst á seinni árum. Í nú gildandi [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003081.html:1pvinqn0]fjarskiptalögum[/url:1pvinqn0] er hvergi minnst á innflutning eða töllayfirvöld. Ég hef lent í því að tollurinn gerði upptæka CB stöð sem ég reyndi að flytja inn frá USA, en það eru meira en 10 ár síðan. Það hefur margt breyst á þeim tíma.
Ég hef ekki getað skoðað reglugerðir því reglugerd.is er búinn að vera niðri alla helgina.
TF3EK
29.05.2006 at 08:46 #553304Ég var að skoða fjarskiptalögin, fyrsta málsgrein 62. greinar er svohljóðandi:
[b:2m68fn2w]Sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti má aðeins hafa undir höndum, setja upp eða nota að fengnu leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar. Þó má starfrækja þráðlausan búnað án sérstaks leyfis þegar hann er eingöngu notaður við almenna fjarskiptaþjónustu í tilteknu tíðnisviði[/b:2m68fn2w]Þessa grein má líklega túlka að þann veg að það megi ekki aðrir en raíóamatörar hafa amatörstöðvar undir höndum.
-Einar
29.05.2006 at 10:06 #553306Til hamingju með amatörleifiið TF3EK
er ekki rétt skilið hjá mér að þetta sé ný skeð
guðmundur
29.05.2006 at 10:25 #553308Takk fyrir það.
Við vorum a.m.k. tveir jeppamenn sem tókum [url=http://ira.is/frettir/frettir20061705.html:3te3um5a]prófið þann 18 maí[/url:3te3um5a], ég og [url=http://www.f4x4.is/new/profile/?file=5121:3te3um5a]TF3IK.[/url:3te3um5a]
Það voru fleiri á námskeiðinu en af eitthverjum ástæðum tóku þeir ekki prófið. Allir sem þreyttu prófið náðu tæknihlutanum.TF3EK
29.05.2006 at 12:25 #553310til hamingju með leifið. Ertu þá kominn með nýliðaleifið eða fórstu alla leið.?
Hélt að allir þyrftu að hafa eftir staf n – g eða t
man þetta ekki samt svo glögt hef ekki verið að liggja mikið í þessu undanfarin ár.
29.05.2006 at 13:43 #553312Reglugerðinni var síðast breytt 2004. Nú er hætt að prófa í morsi og það eru aðeins tveir leyfisflokkar, N og G. Notað er sama prófið, 6 af 10 mögulegum gefur G leyfi en 4 gefur N leyfi. Kallmerki N leyfishafa endar á N.
Það er ekki mikill munur á þessum leyfum. helsti kostur G leyfisins er að það veitir tímabundin réttindi erlendis en því fylgir líka heimild til þess að nota meira sendiafl (t.d. 500 í stað 50 W á VHF og UHF).
-Einar
29.05.2006 at 15:12 #553314semsagt sama leifi og loftskeita menn skipa og flugvéla hafa?
29.05.2006 at 20:09 #553316Ég óska TF3EK og öðrum sem hafa nú fengið amatörleyfi til hamingju.
TF3AU
29.05.2006 at 20:15 #553318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
getur einhver sagt mér hver er tilgangur þessara prófa annar en að halda uppi einhverju úr sér gengnu regluverki og hamla því að menn séu með í för nauðsynleg öryggistæki.
29.05.2006 at 23:06 #553320Notkun allra fjarskiptatækja er háð reglum, sem eru einkum settar til allir notendur geti stundað fjarskipti án þess að trufli hver annan.
Mörg fjarskiptatæki eru hönnuð þannig að hætta á að valda með þeim truflunum er lítil eða nánast engin. Dæmi um slík tæki eru GSM símar, enda er ekki krafist þess að notendur þeirra taki neins konar próf. Önnur tæki s.s VHF talstöðvar eru með takmörkuðu rásavali og fremur lágu hámarks sendiafli. Þannig er tryggt að sérhver notandi sé aðeins að senda innan þeirra rása sem hann hefur fengið úthlutað og trufli ekki rásir annarra. Ekki er heldur krafist prófa til að mega nota slíkar stöðvar.Öðru máli gildir um amatörstöðvar. Þær eru ekki háðar þessum takmörkunum með bundnar rásir og einnig er í flestum tilvikum leyft mun hærra sendiafl. Í höndum þeirra sem ekki kunna að nota þær rétt er hættan á að trufla fjarskipti annarra orðin veruleg. Prófin eru notuð til að skera úr um hvort kunnáttan sé til staðar hjá viðkomandi. Ennfremur gilda ýmsar takmarkanir um notkun amatörstöðva og er því bæði prófað í tæknilegum atriðum og kunnáttu í þ.a.l. reglugerðum.
Vonandi svalar þetta fróðleiksþörf þinni um radíóamatörpróf, en ef þú kýst að fræðast meira um radíóamatöra og starfsemi þeirra vil ég benda þér á [url=http://www.ira.is/:vjzj2utp]vef íslenskra radíóamatöra, ÍRA[/url:vjzj2utp]
Með bestu kveðju
Ágúst, TF3AU
30.05.2006 at 18:14 #553322Þráðlaus fjarskipti eru vandmeðfarin að mörgu leyti. Rafsegulbylgjur eru ósýnilegar en geta samt borist um langan veg. Þeir sem ekki kunna til verka en eru að nota öflugan fjarskiptabúnað (eins og radíóamatöratalstöðvar eða heimasmíðaðan búnað) geta verið að valda miklum truflunum og tjóni í kringum sig án þess að hafa hugmynd um það.
Tíðnisvið eru líka takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að skipuleggja vel "umferð" eða rásir fyrir rafsegulbylgjur, og ekki síður er mikilvægt að halda "umferðareglurnar". Þess vegna þurfum við sem samfélag að reka stofnun sem á að halda uppi reglum á þessu sviði þ.e. fjarskiptastofnun.
Einfaldast væri nú fyrir samfélagið að banna allt nema það sem er leyft, leyfa bara einfaldan notendabúnað sem búið er að stilla til fyrir nokkrar rásir og gefa einstaklingum enga möguleika á að gera nokkurn hlut sjálfir nema fara með allt sem smíðað er í tegundarprófun og vera undir eftirliti. Þetta er sem betur fer ekki svona slæmt, þökk sé samtökum radíóamatöra. Þeir sem hafa aflað sér smá grunnþekkingar og staðist próf sem radíóamatörar hafa leyfi til að nota öflugan og fjölhæfan fjarskiptabúnað, líka heimsamíðaðan, án þess að "stóri bróðir" sé að anda ofan í hálsmálið á þeim. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað í áratugi um allan heim og gefist vel.
Námskeið eru haldin á hverju ári á vegum IRA (http://www.ira.is) og próf eru haldin c.a. tvisvar á ári af fjarskiptastofnun. Ég sat þetta námskeið í vor og var að ljúka prófi núna í mai. Námskeiðið var 14 kvöld (2 kvöld í viku), 3 tíma í senn og reyndist hið fróðlegasta og besta skemmtun. Kennarar IRA eru bæði fróðir og skemmtilegir fyrirlesarar. Þekkingin sem þarna er á ferðinni getur nýst öllum fjallaferðamönnum sem er annt um öryggi sitt og ég hvet sem flesta tæknisinnaða jeppamenn til að kynna sér þessi námskeið. Þetta því ekki bara spurning um réttindi til að mega nota talstöðvar og tíðnisvið, heldur fá menn mjög praktíska þekkingu. Ekki veitir af núna þegar fjarskiptamál á hálendinu virðast stefna í ákveðna blindgötu eftir að NMT kerfið verður lagt af, Gufan hefur þegar verið aflögð og ekkert verður eftir nema VHF kerfið okkar.
Vonandi getum við EIK komið einhverju á framfæri til ykkar á næstunni um það sem við urðum vísari á námskeiðinu og skiptir máli fyrir okkur jeppaferðamenn. Í byrjun get ég upplýst að svokallaðar amatöratalstöðvar eru einfaldlega verri til notkunar á 4×4 tíðnunum heldur en þær sem hægt er að kaupa í Aukaraf og hjá RSH (rök koma síðar). Gæðin eru ekki talin í tökkum og tíðnisviðum.
Með fjarskiptakveðjum
Snorri Ingimarsson
R16 / TF3IK
30.05.2006 at 20:19 #553324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig er háttað prófum vegna þessa í löndum eins og bandaríkjunum. Eru þau til staðar. Ég spurðist fyrir um kaup á talstöð erlendis frá sökum óheyrilegs verðmunar hér á landi og í USA. Fékk ég til baka langan póst frá manni um að þetta væri algjörlega bannað og menn þyrftu nánast að vera með háskólagráðu um gauss-lögmálið og sinus-bylgur til að mega að nota svona. Þegar ég svaraði honum til baka og óskaði eftir upplýsingum um afhverju þetta skipti svona agalega miklu máli svaraði hann ekki og virtist því hafa vondan málstað að verja. Hann gat t.d. ekki svarað mér hvernig stöðvar ég mátti kaupa án þess að taka umrætt próf, hvort CB væri undanþegið þessu ofl. í þessum dúr og hvort sambærilegar reglur giltu í öðrum löndum. Þið fyrirgefið en þegar svona háttar að þá fer maður að hugsa um það hvort um sé að ræða lítinn hóp manna sem eru að verja einkahagsmuni. Hefur það oft verið lenska á íslandi að regluvæða allan fjandann og hefur eflaust verið þörf á sínum tíma en er þessi þörf til staðar enn þann dag í dag?
30.05.2006 at 21:35 #553326Svo virðist sem menn tortryggi hér radíóamatöra og það stafar af vanþekkingu sem ég reyni hér með að bæta úr.
Reglur um amatöra eru ekkert séríslensk fyrirbæri heldur eru þær alþjóðlega og eiga sér langa hefð.
Reglurnar eru í aðaldráttum þannig að radíóamatörar mega flytja inn talstöðvar sem eru sérstaklega gerðar fyrir amatöra og ná m.a. yfir tíðnisvið sem ætluð eru amatörum. Auk þess eru þær aflmeiri en talstöðvar ætlaðar til almennra nota.
Flestar aðrar talstöðvar eru ætlaðar venjulegu fólki sem ekki hefur sérþekkingu á fjarskiptum heldur þarf bara að nota tæknina. Þær eru þá til að nota á sérstökum tíðnum sem fá þarf leyfi fyrir, t.d. hefur f4x4 leyfi fyrir ákveðnum tíðnum sem félagsmenn mega þá nota. Einnig eru til CB stöðvar sem vinna á ca 27Mhz og eru opnar öllum. Amatöraréttindi veita ekki rétt umfram aðra að flytja inn slíkar talstöðvar.
Rétt er að taka fram að amatöraréttindi veita ekki rétt til að gera hvað sem er. Þau veita réttindi til að smíða sjálfir fjarskiptabúnað sem sendir allt að 1KW og nota á tilteknum tíðnum án þess að fara með hann í tegundarprófun. Einnig má flytja inn talstöðvar sem ætlaðar eru amatörum. Annan rétt veita amatörréttindi ekki umfram aðra.
Vona að þetta skýri málið betur.
Bestu kveðjur
Snorri
R16 og TF3IK
30.05.2006 at 21:39 #553328Prófkröfur fyrir radíóamatör próf eru samræmdar milli margra landa, m.a. Evrópu og Norður Ameríku, próf frá einu landi veita oft réttindi í öðrum. Í USA er reyndar ennþá prófað í Morsi, en það er líklegt að það breytist fljótlega.
Ég hef keypt bæði CB og amatör stöðvar í USA, án þess að þurfa sýna neina pappíra. Ég veit ekki hversvegna talstöðvar eru svona dýrar á Íslandi, en það gildir bæði um amatör stöðvar og aðrar.
Ef menn hafa lært rafmagnsfræði í framhaldsskóla, eða tilsvarandi, þá ætti það ekki að vera sérlega erfitt að svara 40% rétt á prófinu sem gefur N leyfi. Þeir sem ekki hafa slíkan bakgrunn þurfa væntanlega að hafa meira fyrir því. Ég mæli endregið fyrir því menn geri þetta, tímanum sem fer í námskeiðið, er vel varið því aukinn skilningur á fjarskiptatækninni getur komið sér vel. Þeir sem eru með amatör réttindi eiga ýmsa valkosti í fjarskiptamálum, sem öðrum standa ekki til boða.
Ég fyrir mitt leiti ætla að fá mér stuttbylgjustöð þegar NMT kerfinu verður lokað.
-Einar
02.06.2006 at 16:41 #553330Ég var að rekast á [url=http://www.mods.dk/view.php?ArticleId=1447:1bcghsgz]fróðlega síðu[/url:1bcghsgz] með mælingu á sendistyrk amtör stöðvar, utan amatör banda. Ég held að þarna sé fjallað um það sem Snorri átti við hér að ofan varðandi notagildi amatör stöðva á 4×4 tíðnum. 4×4 rásirnar eru rétt fyrir ofan 153 MHz nema rásirnar sem endurvarparnir hlusta á, sem eru fyrir ofan 163 MHz.
Líklega þurfa menn að skrá sig inn, til þess að lesa síðuna.
-Einar
02.06.2006 at 20:07 #553332Eftirfarandi skeyti sendi Þór Þórisson, einn af kennurunum á amatöranámskeiðunum núna í vor í framhaldi af líflegum umræðum í kennslustund
(birt með leyfi þórs).Eins og þið sjáið þá skilar stöðin 70W á amatöratíðnunum 144-146Mhz og allt upp í 148 mhz.
Þegar komið er upp á 4×4 tíðnirnar, 152-154Mhz þá er aflið fallið niður í 50-60W og á hærri tíðnum hrapar það enn meira. Á 158Mhz hefur það fallið um helming.
—–Original Message—–
From: Þór Þórisson [mailto:tf3gw@simnet.is]
Sent: 5. maí 2006 18:00
To: ————————————–
Subject: Fróðlleikur.Sæl öll.
Vegna þess að ég var að þusa um hvað amatör stöðvar féllu í afli þegar þær t.d. færu á 4X4 tíðnirnar þá mældi ég nýja FT-8800 stöð sem ég á út í 50ohma gerviálag með mælir sem hefur sýnt að vera nokkuð réttur og útkoman var eftirfarandi.
144.000-148.000 70W
149,000 69-
150,000 67-
151,000 65-
152,000 60-
153,000 55-
154,000 50-
155,000 46-
156,000 42-
157,000 38-
158,000 35-
159,000 32-
160,000 29-
161,000 25-
162,00 23-
163,000 21-
164,000 19-
165,000 17-
166,000 15-
167,000 13-
168,000 11-
169,000 10-
170,000 09-
171,000 08-
172,000 07-
173,000 07-
174,000 06-
175,000 error73 de TF3GW
Daddi
p.s. ég hef á tilfinningunni að t.d. FT-7800 sé svipuð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.