This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Mig rak í rogastans þegar ég sá neiðangreinda frétt á Vísi.
Skv. henni er hámarkshraði þegar bíll er dregin með tógi 30 km/klst. !!!!!! alveg sama hver hámarkshraðinn er annars á viðkomandi vegi.Ég stóð í þeirri meiningu að það ætti við sama um hámarkshraða eins og þegar maður hefur kerru í togi.
Ég hafði ekki heyrt af þessu áður og finnst þetta ótrúlegt og eins gott að endurskoða það að draga bilaða bíla í bæinn af fjöllum ef þetta er raunin.
Það tæki mann 5 tíma að draga bíl úr Hrauneyjum í bæinn !?!?!?
Stöðvaður á 105 km með annan í togi
Lögreglan á Akranesi stöðvaði bifreið í dag á Vesturlandsvegi á 105 km hraða. Ökumaðurinn dró aðra bifreið með taug og gildir 30 km hámarkshraði við þær aðstæður. Í reglugerð um tengingu og drátt ökutækja segir að sé bifreið dregin með viðurkenndum björgunarbúnaði megi ekki aka hraðar en 50km/klst, en ef dregið er með taug er hámarkshraði 30 km/klst.Ökumaður dráttarbifreiðarinnar var sviptur ökuleyfi á staðnum.
You must be logged in to reply to this topic.