Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hámarks afgashiti
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Róbert Benediktsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.12.2006 at 22:50 #199175
hver er ca hámarks afgashiti sem menn eru að bjóða vélunum? diesel.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.12.2006 at 08:09 #571630
þú átt helst ekki að vera með mikið meira en 720 ° C
En það er rosalega misjafnt hvernig mæunum er komið fyrir það á helst að koma þeim fyrir á pústgreinina þar sem loftið kemur útúr blokkinni.
= fann ég einhverntíman á netinu….
En mín reynsla er sú að 780-830 er allt í lagi í stuttan tíma, Hitar sig smám saman og verður á endanum að stoppa til að kæla.
en í kringum 720 er vélin farin að ganga í normal og getur maður haldið svoleiðis áfram í marga klukku tíma
15.12.2006 at 09:01 #571632Ég er sammála Bazza. Guðlaugur í Samrás þekkir þetta mjög vel og miðar sína kubba við rúmlega 700 C. Ég er með hitamæli beggja vegna við túrbínuna í 3ja lítra Patrol, 3" púst. Hitinn getur farið yfir í 850 C fyrir framan og ca 750C pústmegin, sem mér er sagt að sé full mikið í lengri tíma. Ég held að nýleg Toyota HiLux sé með rúmlega 700 C.
15.12.2006 at 09:36 #571634eruði þá að meina að það sé minni hiti eftir að þetta er búið að rúlla í gegnum bínu? er með mælinn staðsettann strax á eftir bínu (Vél,greinar,bína,mælir)
samkvæmt því ætti maður þá ekkert að vera setja mælinn í meira en ca 700-750 gráður
15.12.2006 at 09:46 #571636Hitinn eftir túrbínu er minni. Hitafallið (mismunurinn) fer eftir því hvað vélin er að gera. Við inngjöf þá er hitamismunur meiri (150 C) en minnkar við stöðugt álag. Þegar ég skrifa pústmegin þá átti ég við eftir túrbínu. Ég reyni að halda hitanum undir 750 C fyrir og 650 eftir (þar sem þinn mælir er) og það í stuttan tíma. Þetta er þó bara ágiskun.
Þorsteinn
15.12.2006 at 09:54 #571638hver er þá ca hitinn þegar þetta er allt rauðglóandi. er það þá ALLT of mikill hiti. þetta vill fara glóa soldið þegar maður er kominn á toppinn í löngum brekkum
15.12.2006 at 10:01 #571640Ef þú vilt að vélin hjá þér endist eitthvað, haltu þig þá fyrir neðan 600°C fyrir túrbínu öllu jafnan, allt annað tikkar hratt á endingu.
Kv. Júnni
15.12.2006 at 11:20 #571642Ég er einmitt að fara setja svona mæli í Hiluxinn minn, er þá betra fyrir mig að setja mælinn fyrir turbo eða eftir turbo?
15.12.2006 at 11:37 #571644Það gefur réttari mynd að staðsetja hann fyrir túrbínu. Það er oft meira mál að gera það, nema þú sért með vélina í höndunum hvort eð er. Ég lét setja nippil í greinina fyrir framan túrbínu þegar hann fór í túrbínuskipti og nippil í pústgreinina þegar ég stækkaði pústið í 3". Ef þú veist hvað hitinn fellur yfir túrbínu þá er mælir eftir túrbínu nokkuð góður. Þetta snýst sennilega líka um það að vita hvar mestur hitinn er og fara aldrei svo hátt nema í stuttan tíma. Ég hef lært að keyra vélina, skipta meira niður og láta hana vinna léttar með því að fylgjast með mælinum. Það sama geri ég með hitamælum á sjálfskiptingunni.
15.12.2006 at 17:59 #571646Best að setja hann þar sem greinin mætist í ein útgang fyrir túrbínu. Muna svo að max hiti hér á flatlendinu sem dæmi 600c getur örðið að 700+ c þegar komið er upp í meiri hæð, minna súrefni= meiri hiti.
15.12.2006 at 18:01 #571648ég setti mælinn minn í pústgreinina þannig að mælirinn er nánast ofaní (inní) vélinni.
En fyrst þegar ég fékk þennan mæli, var mér sagt að 900 ° væri bara eðlilegt. og fór ég þá í mikið fikt til að reyna að ná bílnum upp í þennan hita sem ég komst að á endanum að þegar að bíllinn var farinn að hita sig svona mikið þá fannst mér hann virka verr heldur en áður…. var þá skrúfað aftur niður,
En þá tók ég eftir því að sambandið milli vatnshita og afgashita. Útá þjóðvegi með afgasið í kringum 800 hitaði hann vatnið alltaf meir og meir. En ef maður fór með hann niður undir 720 var það ekkert mál, ( til að ná honum niðrí 720 er best að stoppa… leifa bílnum að ganga og kæla sig.)
En munurinn á 720 og 800 er nánast enginn á gjöf. Kanski 1,5 sm á olíugjöfinni en nánast enginn annar munur.Svo er næst á dagskrá hjá mér að setja mæli í krúserinn og sjá hvað hann gerir. Hvort það sé einhver allt annar kafli.
15.12.2006 at 19:31 #571650Það þarf alltaf að bíða eftir þessum köllum sem eru með þessa pústmæla, þeir keyra svo eftir mælinum:o)
15.12.2006 at 19:57 #571652HEHE. maður ætti kannski að sleppa þessum mæli kannski til að vera ekki alltaf síðastur
15.12.2006 at 20:02 #571654Ef maður þarf að keyra eftir mælinum, þá myndi ég segja að mótorinn væri að fá of mikla olíu.
Ég er með svona apparat skröltandi í mælaborðinu, en það tók dágóðan tíma í að stilla olíuverkið, eftir að hafa prófað nokkrar stillingar, þar sem hiti hafði verið frá 400-1300°C þá tók ég mér heilan dag í þetta.
Og eftir það fer hitinn ekki mikið yfir 600°C upp brekkur á malbiki, en í snjó hefur hann mest farið uppí 720°C, en það er 10°C undir þomörkum 2L/3L sem ég fékk uppgefið að frá Freysa, fyri löngu síðan.
Og ef ég keyri jeppann úti á landi og spái í mælinum, þá er sú uppskrift komin, ef hiti er um og undir 400°C
Þá drekkurnn aðeins 10-11 L/100 sem ku vera mjög sjaldgæft í birfreiðum af þessari tegund.
15.12.2006 at 20:04 #571656…double or nothing
15.12.2006 at 20:05 #571658verkfræðingur prófaði að setja mæli á 3,0 patrol sem var með tölvukubb og 3"púst og hitinn gat farið í um 1000 gráður
15.12.2006 at 22:24 #571660er einmitt með 3.0 patrol, er á leiðinni með hitamælinn en það kemur mér ekki mikið á óvart hvað hann nær að hita sig með 3" púst og tölvukubb, túrbínan blæs nú ekkert smá þannig … allar forsendur til að hita sig…
15.12.2006 at 22:27 #571662Já þetta er mjög einfalt, meiri olía meiri hiti og meiri kraftur, minni olía minni hiti og minni kraftur. Öfugt miðað við bensínvélar, meira bensín, meiri kælíng fyrir stimpla og hedd.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.