This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Þór Steindórsson 14 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Þar sem Atlantsolía hefur ekki verið að standa sig í að efna loforðin sín þá sendi ég þeim bréf um daginn og bað um svör. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni um að fá skriflegt svar þá hringdi Hugi Hreiðarson, markaðsstjórinn þeirra í mig og vildi frekar spjalla beint. það var ágætis spjall svosem, en ekkert meir. Ég sendi þeim því annað bréf í kvöld og ætla að birta hér öll bréfaskrifin. Vona að ykkur sé sama og ég væri jafnframt voða ánægður með að heyra hvort þið séuð sammála mér eða ekki.
vona að það sé í lagi að ég setji þetta hérna.
jæja, hér koma skrifin: nýjasta bréfið er efst, en fyrsta bréfið neðst, svona eins og tölvupóstur raðast alltaf upp
________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson
Sent: 3. desember 2010 22:01
To: ‘Hugi Hreiðarsson’; ‘gudrun@atlantsolia.is‘; ‘hlynur@atlantsolia.is‘
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!Jæja kæra Atlantsolía,
Guðrún framkvæmdastjóri Atlantsolíu, Hlynur sölustjóri og Hugi kynningar- og markaðsstjóri.Ég gefst upp.
Það er augljóst að þið eruð engu skárri en önnur olíufélög á þessu blessaða skeri. Þið eruð ekki einusinni að hafa fyrir því að fela samráðið lengur. Það er algerlega augljóst að það ríkir engin samkeppni á bensínmarkaði og engu máli skiptir lengur hvar maður kaupir eldsneyti. Trikkið er að elta þó það eina sem telur enn. Afslætti til félagasamtaka og fyrirtækja. Og þar eruð þið algerlega útí móa.
Hugi, þú mátt eiga það að þú hringdir og spjallaðir, en ég sé núna afhverju. Þú villt ekki að til sé neitt á prenti af því sem þú sagðir. Sem var svosem að mér sýnist að mestu leiti froða. Allt þetta tal um álagningu og aðhald á hin félögin er bull. Þið eruð bara í samráði. Fáið að vera með.
Þú talaðir meðal annars við mig um verðmyndun á bensíni og olíu, hlut ríkisins, hvernig innkaupsverð er reiknað út og margt fleira áhugavert.
Afhverju þetta leynimakk? Getið þið ekki sett ykkur ákveðna álagningar-krónutölu á líter og látið bensínverð svo sveiflast eftir innkaupsverðinu? Varla eruð þið að kaupa birgðir oft í viku? Hversvegna hækkar og lækkar þá verðið hjá ykkur mörgum sinnum í mánuði? Þið skuldið okkur, kúnnunum ykkar, útskýringar á þessu.
Hvers vegna getið þið ekki lifað á lægri álagningu en stóru félögin? Hvar er ykkar yfirbygging? Hvaða ástæðu getið þið gefið fyrir því að vera ekki með mun lægri bensínverð en Risarnir? Ekki þurfið þið að borga stjórnvaldssektir vegna samráðsins síðast.
Afhverju sýnið þið ekki útreikninga á bensínverði á heimasíðuni ykkar eins og ég talaði um við þig, Hugi, í símann? Varla er þetta leyndó fyrir hinum félögunum sem vita nákvæmlega á hvaða verði þið kaupið ykkar birgðir, þar sem þið verslið öll úr sama tankskipinu.
Hversvegna birtið þið ekki Rökstudda útreikninga á þörf hækkunar og/eða lækkunar bensínverðs á heimasíðuni ykkar? Hversvegna reynið þið ekki að auka traust kaupenda á ykkur? Hvers vegna reynið þið ekki að vera öðruvísi, opin, gegnsæ og umfram allt HEIÐARLEG við kúnnahópinn ykkar? Ég er viss um að hann myndi stækka hratt.
Voruð þið ekki einu sinni með fögur loforð um að vera lægst á markaðnum –alltaf- well, I have news for you…. ÞAÐ HEFUR EKKI TEKIST Í MJÖG MARGA MÁNUÐI. Orkan (Shell) er –alltaf- 10 aurum ódýrari. Ekki mikið, en ódýrari. Og þar með hafið þið tapað.
Og nú tapið þið meira. Ekki miklu, en smávegis. Einum kúnna eða svo. Kúnna sem var ánægður með viðskiptin lengst af. Trúði því að eitt fyrirtæki gæti rekið nefið uppúr skítahaugnum og staðið við stóru orðin. Staðreyndin er mér hinsvegar mikil vonbrigði.
Á mánudaginn ætla ég að láta loka viðskiptakortinu mínu hjá ykkur og skila inn dælulyklunum.
Ég mun hugsanlega koma aftur í viðskipti ef þið skeinið ykkur, hífið upp brækurnar og farið aftur að sinna þeim kúnnum sem treystu á ykkur og trúðu fögrum fyrirheitum þegar þið voruð að stíga ykkar fyrstu skref á íslenskum bensínmarkaði. Ef þið sýnið og sannið að þið séuð að gera það sem þið lofuðuð í upphafi!
Ég ætla að birta þetta bréf í heild bæði á http://www.jeppaspjall.is sem er opið óháð spjall jeppafólks og á vefspjalli old.f4x4.is
Enn og aftur, ef þið viljið svara þessu, gerið það þá á prenti. Gjarnan sem svar við þessum pósti til mín, eða á spjallborðunum sem ég nefni hér að ofan. Ef þið svarið mér beint mun ég birta það á þessum spjallborðum. Í þetta sinn dugir ekki að hringja.
Þangað til, lifið heil, farnist ykkur vel og vonandi, vonandi, vonandi!!! get ég aftur orðið viðskiptavinur ykkar seinna. Traustið er farið en trúin lifir.
Kveðja,
Lárus Rafn Halldórsson________________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 18. nóvember 2010 14:18
To: Lárus Rafn Halldórsson
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!Heill og sæll Lárus og takk fyrir spjallið í gær.
Hef tekið málið upp varðandi upplýsingagjöfina á heimasíðunni.
Við erum jafnframt með heimasíðuna í skoðun varðandi uppfærslu og ekki ólíklegt hugmyndin tvinnist inn í þá vinnu.Heyrumst síðar.
Með kveðju,
Hugi________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson [mailto:lalli@slepja.com]
Sent: 17. nóvember 2010 18:11
To: Hugi Hreiðarsson
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!Sæll vertu.
Mér þætti langbest að þú svaraðir mér bréflega. Ég verð líka að viðurkenna að ég sendi afrit af bréfinu á opið spjallsvæði Jeppamanna, http://www.jeppaspjall.is til að kynda undir umræðu um þessi mál.
Spjallþráðinn geturðu séð hér: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=2505&start=0
Mér þætti í raun best ef þú svaraðir þar jafnvel, og þá undir nafni og með leyfi fyrirtækis þíns. Ef þú svarar mér beint þá birti ég svarið þitt þarna nema þú bannir mér það sérstaklega. Ég skal taka út persónugreinanlegar upplýsingar úr svarbréfinu þínu áður en ég birti það þarna ef þú villt.
Ég hef verið tryggur viðskiptavinur ykkar í áraraðir og mér finnst Atlantsolía hreinlega skulda mér einhverjar útskýringar á þessu ástandi.
Bestu kveðjur og von um áframhaldandi góð samskipti,
Lárus Rafn Halldórsson.
________________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 17. nóvember 2010 15:53
To: Lárus Rafn Halldórsson
Subject: FW: Áskorun, lækkið bensínverð!Sæl Lárus og takk fyrir póstinn.
Það er mér skylt að svara þér.
Hvað er síminn hjá þér?Með góðri kveðju,
Hugi H.
________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson [mailto:lalli@slepja.com]
Sent: 17. nóvember 2010 15:11
To: atlantsolia@atlantsolia.is
Subject: Áskorun, lækkið bensínverð!Góðan daginn.
Ég hef verið ánægður viðskiptavinur Atlantsolíu frá því þið komuð með fögur fyrirheit á markaðinn í kringum 2004.
En nú eru að renna á mann tvær grímur. Þið eruð með nánast sama bensín/olíuverð og -allir- hinir á markaðnum, líka stærri félögin sem eru með mikið meiri yfirbyggingu. Maður fer að hugsa sig um fljótlega hvort þið séuð enn í einhverri samkeppni eða hvort maður á bara að fara í drulluslaginn og elta alltaf ódýrasta dæluverðið á hverjum tíma, sem er ótrúlega oft Orkan.
Dollari hefur hrunið í gildi, heimsmarkaðsverð á olíu er í kringum 80 dollara sem er miklu lægra en síðast þegar bensínverð nálgaðist 200 krónurnar síðast og krónan hefur styrkst um 20% síðasta árið.
HVERSVEGNA ER BENSÍN- OG OLÍUVERÐ ENN Í KRINGUM 200 KRÓNUR?
Ég skora hér með á ykkur að taka ykkur saman í andlitinu og fara aftur í alvöru samkeppni!
með von um góð viðbrögð,
Lárus Rafn Halldórsson.
You must be logged in to reply to this topic.