Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hálendisvegur Akureyri-Reykjavík 307km
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 9 months ago.
-
AuthorReplies
-
28.03.2003 at 15:11 #471602
Hvað er Reykjavík – Akureyri langt í dag?
Annars er þessi ákveðna leið sú eina sem ég gæti hugsanlega sætt mig við. Slítur hálendið ekki í tvennt og hefur stystu óbyggðaleggina (hægt að loka hluta leiðarinnar), sem er gott út frá öryggisástæðum.
Rúnar.
28.03.2003 at 16:02 #471604Mér hefur alltaf litist betur á Sprengisandsleiðina, því þetta svæði norðan við Langjökuler bölvað veðravíti eins og margir okkar þekkja. Svo er styttra líka og það er það sem skiptir mestu máli. Menn þurfa að komast milli Akureyrar og Rvikur allt árið. Varðandi "óspillt hálendi" þá verðum við að hafa í huga að þessar húnvetnsku heiðar eru svo til eini hluti hálendisins, sem sleppur við virkjunarmannvirki í náinni framtíð að því séð verður nú. Hitt er og verður undirlagt hvort sem er af virkjunarframkvæmdum. Svo bætist við, að Sprengisandsleiðin er hluti af grunnhugmyndum dr. Trausta Valssonar, prófessors, og út frá henni á að koma leið til Austurlands. Nú er búið að ákveða að ekkert verði gert til að viðhalda byggð á svæðinu frá Dölum og Barðastrandasýslu að Tröllaskaga. Því er óþarfi að vera að gera eitthvað sérstaklega til að halda vegasambandi hingað á svæðið!
Menn þurfa bara að komast í húnvetnsku laxveiðiárnar að sumrinu til og núverandi vegir duga til þess.
28.03.2003 at 16:58 #471606Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, hefur kynnt hugmynd að vegi um hálendið sem myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Skapti Hallgrímsson ræddi við Halldór.
"ÞAÐ er í mínum huga ljóst að við verðum að stytta leiðina á milli Akureyrar og Reykjavík eins mikið og hægt er til þess að lækka flutningskostnað," segir Halldór Blöndal í samtali við Morgunblaðið.
"Ef maður horfir á landakort," segir Halldór, "er augljóst að stysta leiðin liggur um Borgarfjörð og Stórasand; ef við þræðum hana að norðan yrði hún svona: það er farið niður Norðurárdal, þvert yfir Skagafjörð og upp Gilhagadal sunnan við Mælifell og á Kjalveg fyrir sunnan Blöndulón. Síðan yrði farið vestur Stórasand hjá Réttarvatni og um Hallmundarhraun niður í Borgarfjörð. Með þessum hætti styttist leiðin um 42 kílómetra. Síðan er hægt að stytta hana um 39 km til viðbótar með því að fara Kaldadal um Þingvöll og Mosfellsheiði til Reykjavíkur. Þá yrði styttingin 81 km."
Samgönguáætlun til næstu 12 ára var nýverið samþykkt á Alþingi og þar er grunnnet vegakerfisins skilgreint. Halldór bendir á að þar sé gert ráð fyrir því að leggja veg um Kaldadal og Kjöl "svo að mín hugmynd styðst að hluta til við það að nýta sér þá möguleika sem þær framkvæmdir gefa. Ég tek þetta fram vegna þess að ef uppbyggður vegur yrði lagður yfir Kjöl er sjálfsagt að hann sveigi til austurs, sunnan Blöndulóns, yfir Skagafjörð og upp Norðurárdal. Það nýja í hugmynd minni er því einungis þessi kafli frá Blöndulóni í Borgarfjörð, sem er innan við 70 kílómetrar, og er gert ráð fyrir að sá kafli kosti rétt um tvo milljarða króna. Það er ekki mikil fjárfesting til að ná fram 81 kílómetra styttingu og myndi standa undir sér með veggjaldi sem kann að vera nauðsynlegt til þess að knýja þessa framkvæmd fram."Jöklarnir veita skjól
Hann kveðst talsvert spurður hvort vegurinn sem hann leggur til að verði lagður verði ekki snjóþungur og veður válynd í svo mikilli hæð, en hæsti punkturinn yrði á Stórasandi þar sem vegurinn færi í 798 metra hæð.
"Þá er á það að líta að vegurinn mun liggja um hásléttu þar sem er Stórisandur og Hallmundarhraun. Ég fór þar um í fyrra og við gátum ekki betur séð en vegatæknilega væri þetta auðveld leið og ekki annað að sjá en auðvelt yrði að ná í efni. Þá yrði vegurinn í þeirri fjarlægð frá fjöllunum að ekki er hætta á sviptivindum eða stormsveipum. Auðvitað eru þarna nokkur snjóþyngsli en ekki eins mikil og á heiðunum sunnan fjalla, vegna þess að jöklarnir veita skjól við suðaustanáttinni, en það er alltaf minni úrkoma úr norðri en úr suðri. Og reynslan sýnir að uppbyggðir vegir um hásléttur verja sig og það er auðvelt að halda þeim opnum."Halldór segist hafa lagt á það mikla áherslu að svo miklir þungaflutningar fari nú um hringveginn á milli Akureyrar og Reykjavíkur að innan nokkurra ára sé óhjákvæmilegt að endurbyggja verulegan hluta af þeirrileið og breikka hringveginn af öryggisástæðum. "Það mun kosta verulega fjármuni sem hægt er að spara með því að leggja þá í staðinn í þann veg sem ég er að tala um. Ég sé það fyrir mér að hann verði hannaður með það fyrir augum að þungaflutningar fari um hann, þess vegna verði meiri burður í honum en öðrum vegum og hann verði svo breiður að fyllsta öryggis sé gætt. En auðvitað nýtist vegurinn þeim mönnum líka sem eiga erindi suður eða norður, og ferðamönnum því þessi leið mun þykja mjög eftirsótt og til þess fallin að styrkja stöðu alls Norðurlands og í raun Austurlands líka í ferðamálum."
Halldór leggur áherslu á að hugmyndir sínar séu vitaskuld á frumstigi. "Nú liggur fyrir að athuga veðurlag á þessari leið og snjóalög og síðan tekur það sinn tíma að hanna veginn og ég geri ráð fyrir því að umhverfismat muni taka um tvö ár þannig að ef til kemur verður ekki hægt að hefjast handa fyrr en eftir fimm eða sex ár. Við höfum því tíma fyrir okkur en það er nauðsynlegt í samgöngumálum að hafa sýn og horfa nokkur ár fram í tímann," segir Halldór Blöndal.
28.03.2003 at 17:04 #471608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er e-r einhver hrikalegasta tillagan sem er í gangi hjá þessum bjánum.
Maður er svosem farinn að sætta sig við hugmyndina um uppbyggðan alvöru veg um Sprengisand þar sem það LV er komin langleiðina nú þegar. Kjölur verður lagaður áfram í framhaldi af því að síðasti farartálminn var brúaður yfir Seyðisá og menn komnir langleiðina með uppbygðan veg að norðanverðu.
EN að raska nýju svæði til viðbótar með þessum hætti er glæpur, athugið að þarna verður Hallmundarhrauni stútað og því víðerni (og perla) sem Arnarvatnsheiðin verður ekki söm á eftir. Síðan liggur leiðin áfram um ósnert víðerni, Fljótsdrög og Stórisandur og það sem eftir er af Eyfindarstaðaheiði og Haukagilsheiði.
AAARRRGG þetta má aldrei verða að veruleika!-gáb
28.03.2003 at 17:04 #471610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona við fyrstu sýn er ég alveg ósammála síðasta ræðumanni. Þessi vegur liggur í jaðri hálendisins en klýfur það ekki í tvennt og það finnst mér skipta máli. Þetta er að vísu sá hluti hálendisins sem ég hef hvað minnst farið um, en hefur heyrst á flestum sem þarna fara að þetta sé afspyrnu leiðinleg leið og grýtt, en það eru kannski ekki sérstök rök í málinu. Allavega er mun minna farið um þetta svæði en t.d. Sprengisand og norður fyrir Vatnajökul.
Það er ekki alveg víst að það svæði sem þessi vegur liggur yfir verði frítt af virkjanaframkvæmdum, því þarna er auðvitað farið um Blöndusvæði og svo hefur verið talað um að virkja Jökulsárnar í Skagafirði. Undanfarna áratugi hefur stefnan verið þannig að lok einnar framkvæmdar kallar á að koma nýjum virkjanakost á koppinn. Því má ætla að það komi að þessum virkjunum í Skagafirði.
Þó framkvæmdir á Tungnaársvæðinu teygji sig töluvert langt norður eftir Sprengisandi, er þar samt stærsta óslitna hálendissvæðið sem ekki hefur verið láglendisvætt (víðernið eins og Ómar hefur kallað það), allt frá enda Kvíslaveituvegar og Hágöngum, norður yfir til byggða, austur að Kárahnjúkum og vestur að Blöndusvæðinu. Með uppbyggðum veg á Sprengisandi er klofnar þetta svæði í tvennt og stærsta víðernið þá orðið helmingi minna.
Ætli við endum ekki bara með einskonar verndarsvæði á einhverjum grjótmel, svipað og indjánarnir í henni Ameríku.
Kv – Skúli H.
28.03.2003 at 17:06 #471612
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Síðasti ræðumaður átti að vísa til ólsarans þannig að það sé á hreinu.
Kv – Skúli H.
28.03.2003 at 19:47 #471614Ég held að Skúli H sé ekki alveg nógu klár á því hvað hann er að tala um. Virkjun Jökulsánna í Skagafirði er ekki í Húnavatnssýslum. Það er þetta stóra svæði frá Blöndu vestur um að uppsveitum Borgarfjarðar, sem ég sé ekki að verði undirlagt af virkjanaframkvæmdum í ókominni framtíð. Tek hinsvegar undir með gunnarb, hann þekkir þetta greinilega betur. Jökulsárnar í Skagafirði verða virkjaðar á einn eða annan hátt. Landsvirkjun hefur haft hugmyndir um að veita Vestari-Jökulsá í Blöndulón en þeirri austari í Þjórsá. Hvorugt er neitt sérstaklega mikið fyrirtæki miðað við margt annað í pípunum. Hinsvegar má ætla að Eyfirðingar vilji fremur að Austari-Jökulsá verði virkjuð í þegar þeir fá stóriðju í Eyjafjörð. Það er svona nærtækasta virkjunin og mest rannsakað prójektið.
28.03.2003 at 21:08 #471616Nei takk, ég vil ekki svona veg á Arnarvatnsheiði. Arnarvatnsheiðin er seinfarin og fáir fara þar um. Að mínu mati er þetta stór hluti af því sem gerir hana skemmtilega og eftirsóknarverða að ferðast um.
[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:3hfkuc95]Heimasíða[/url:3hfkuc95]
31.03.2003 at 12:18 #471618
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vissulega eru Jökulsárnar í Skagafirði ekki í Húnavatnssýslum, það gefur auga leið. Ég sé hins vegar ekki betur en þessi vegur eigi að liggja rétt sunnan við Blöndulón og komi niður í Skagafirði u.þ.b. þar sem jökulsárnar sameinast í Héraðsvötn, en ekki eingöngu í Húnavatnssýlum. En líklega er rétt að sá hluti vegastæðisins sem er vestan Blöndu býður ekki upp á neina virkjanakosti.
Þetta er eilífðar vandamál hverju skal fórna. Persónulega finnst mér miðhálendið vera verðmætasta óbyggðasvæðið okkar og Sprengisandsleið eins og hún er nánast menningarverðmæti (þó svo hluta hennar hafi þegar verið raskað vegna virkjana). Því slær mig hroll þegar ég sé hugmyndir Trausta um uppbyggðar hraðbrautir þarna þvers og kruss. Þegar ég sá fyrst þessa hugmynd Halldórs (hann kynnti hana fyrst fyrir nokkru síðan) velti ég því fyrir mér hvort þetta gæti orðið til þess að Sprengisandur (eða restin af honum) fengi að vera í friði. Það sem ég er að segja er að ef ég ætti að velja á milli kysi ég frekar uppbyggðan veg í útjaðri hálendisins frekar en veg sem klýfur það í tvennt. En á þessu geta verið mismunandi skoðanir eftir þeim taugum sem menn bera til þessara svæða.
Kv – Skúli
31.03.2003 at 14:26 #471620Við erum nú kannski að tala hvor í sína áttina við SkuliH eins og hendir. Samt get ég ekki fellt mig við þá sýn SkuliH að þessi fyrirhugaði vegur sé eitthvað í útjaðri hálendisins, eins og hann er kynntur í hugmyndum HBl. Hann er, ef eitthvað er, nær jöklum en mannabyggðum eins og þær eru í dag, hvað sem þessar sveitir hér á aumingjasvæðinu haldast lengi í byggð.
Kem hér með smávegis til skýringar. –
Þegar unnið var að svæðisskipulagi Miðhálendisins sællar minningar, þá var það einn þátturinn í heildarmyndinni við þá vinnu að þetta svæði frá uppsveitum Borgarfjarðar að Kjalvegi fengi að vera ósnert að öðru leyti en því sem þegar væri orðið. Þar var ýmislegt haft í huga, m.a. að þessar heiðar eru meira grónar en gerist annarsstaðar á landinu í sambærilegri hæð og til viðbótar koma svo vötnin og lífríki þeirra o.s.frv. Sá sem þetta skrifar var í þessari samvinnunefnd sem að svæðisskipulaginu vann lengst af, þó ekki til enda. Þekki þetta mál því nokkuð í gegnum þá vinnu.
Einn megin þátturinn í þessu svæðisskipulagi, sem var búið að fá samþykki allra viðkomandi afgreiðslustofnana var, að þessar mannvirkjabrautir eða hvað við eigum að kalla það, meðfram Kjalvegi og Sprengisandsleið, yrðu viðurkenndar ásamt með samskonar ræmu frá Sigöldu og austur um. Ég er nú ekki að segja að maður hafi verið kátur með allt sem þarna var samþykkt, en þetta var auðvitað eins og alltaf gerist, meðalvegur milli ítrustu krafna þeirra, sem hagsmuna þóttust eiga að gæta. Það var nú margt rætt og sagt í þessu starfi, sem ýmsum þætti fróðlegt að heyra, en um það er maður víst bundinn trúnaði svo því verður sleppt hér þótt freistandi væri. Hinsvegar væri gaman að eiga persónulegt spjall við SkúlaH og fleirri áhugamenn ef kostur gæfist einhverntíma.
kv.
31.03.2003 at 14:37 #471622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já líklega vorum við svolítið að tala í austur/vestur eins og sagt, jafnvel í bókstaflegri merkingu. Ég hef líka viðurkennt hér að ofan að ég hef ekki mikið farið um þessar heiðar vestan Kjalvegar, kannski vegna þess að ég er ekki mikill veiðimaður, en góð vettvangsskoðun myndi hugsanlega breyta áliti mínu.
Það er góður punktur að það væri gaman að fá tækifæri til að spjalla um þessi mál og umhverfisnefndin hefur einmitt verið að velta fyrir sér að skapa það tækifæri með því að halda einskonar ráðstefnu um þessa hluti í Setrinu einhverja helgina. Þar gætu menn skipst á skoðunum og skoðað ýmsar hliðar málsins.
Kv – Skúli
31.03.2003 at 15:03 #471624Skúli nefndi hugmynd sem við aðeins rætt í umhverfisnefnd, það er að [i:tbe6tuoj]Baggaferðin[/i:tbe6tuoj] næsta haust verði farin í Setrið.
Þar verði tíminn m.a. notaður til að ræða skipulagsmál, framkvæmdir og friðun hálendisins. Hægt væri að fá framsöguerindi þar sem málin væru reifuð frá ýmsum sjónarhornum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.