This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Nú er kominn í ljós ákveðinn vilji um skiptingu vega þ.e.a.s. ferðamannavega og vega til almennrar notkunar.
Sjá fréttatilkynningu;
„Stöðva ber frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu og takmarka gerð annarra vega eins og kostur er að mati höfunda hálendisvegaskýrslu Landverndar.“
Mitt mat er að við klúbbfélagar eigum nú að láta í ljós skoðanir okkar um hálendisvegi.
Hvað finnst okkur um, t.d. Kjalveg sem Norðurvegur er að reyna að fá fram.
Í Vikudegi s.tb. (gefið út á Akureyri) segir Halldór nokkur frkvstj. Norðurvegar að Kjalvegur komi, spurningin sé bara hvenær.
Hvet félaga að ná málefnalegri niðursatöðu um þessi mál og að formenn deilda f4x4 um allt land taki þessi mál upp strax á haustfundum.
Hvet einnig félaga nú að tjá sig um þessi mál hér á spjallinu.
Sumarkveður.
Elli.
You must be logged in to reply to this topic.