This topic contains 2 replies, has 2 voices, and was last updated by Bergur Pálsson 10 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Mér datt í hug setja hérna umræðu sem hefur verið að flakka á milli nefndarmanna, en ég sé ekki ástðu til annars en að allir félagsmenn fái tækifæri til að tjá sig.
Hálendiskort Vegagerðarinnar er komið út og það virðist sem vegurinn um Gljúfurleit sé opinn og það alla leið upp að Hofsjökli.
Ég ræddi þetta við Vegagerðina í fyrra, og kerfið er þannig að ef það er opið upp að Hvítárbrú þá hverfi skástrikaði flákinn fyrir það svæði, og hann nær líka yfir Gljúfurleitina og alla leið austur að Þjórsá.
Það er auðvitað mjög lélegt af vegagerðinni að setja þetta allt undir einn hatt.
Ég hafði líka samband við skrifstofu Hrunamannhrepps, en þar höfðu menn litlar áhyggjur af þessu, og ekki frétti ég af neinum sem álpaðist inn á leiðirnar.
You must be logged in to reply to this topic.