FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hálendisganga

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hálendisganga

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.02.2003 at 20:16 #192230
    Profile photo of
    Anonymous

    Jæja,
    Ég vona að sumir séu með sprengitöflurnar og blóðþrýstingslyfin við hendina. Ef svo er ekki ættuð þið kannski að hlaupa eftir þeim áður en þið lesið lengra.

    Og ef þið teljið að opin umræða og skoðanaskipti um málefni sem stjórnvöld hafa þegar þröngvað upp á þjóðina séu „óviðeigandi“ eða „ólýðræðisleg“ þá ættuð þið kannski bara að hætta að lesa strax og fara að gera eitthvað annað.

    HÁLENDISGANGA – S.O.S. HÁLENDIÐ KALLAR

    Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.00. Gengið frá Hlemmi niður Laugarveginn að Austurvelli þar sem myndaður verður hringur utan um Alþingishúsið.

    Tilvalið að fólk mæti með einhverskonar ásláttarhljóðfæri, flautur eða þokulúðra til að hljóðgera S.O.S merkið þrjú stutt – þrjú löng – þrjú stutt. Og fjallabílar keyra í broddi fylkingar og þeyta bílflautur sínar.

    Hálendið allt liggur á teikniborði Landsvirkjunnar. Má þar nefna Torfajökulsvæðið, Langasjó, Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót að ógleymdum öræfunum norðan Vatnajökuls með fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun.
    Gleymum því ekki að Kringilsárrani á Kárahnjúkasvæðinu er FRIÐLAND.
    Ráðamenn þjóðarinnar fresta því að fullgilda Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls á hálendinu. Þar kemur skýrt fram að Kárahnjúkavirkjun er ekki hagkvæmasti virkjanakosturinn þrátt fyrir stærð og einn sá lakasti með tilliti til náttúrunnar. Niðurstöðum og úrskurðum fagstofnana er kastað
    fyrir borð og óheft virkjanapólitík stjórnvalda ræður framtíð hálendisins.
    Náttúruverndarar mótmæla slíkum vinnubrögðum og krefjast þess að stjórnvöld fresti öllum virkjanaáformum þar til Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er fullgild. Ennfremur skorum við á almenning að taka undir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefslóðinni http://www.halendid.is

    GÖNGUM GEGN NÁTTÚRUSPJÖLLUM FYRIR HÁLENDIÐ OG FRAMTÍÐ ÍSLANDS

    ÞAÐ ER EKKI OF SEINT!

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 28.02.2003 at 20:32 #469358
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Veistu það Hvati, að þegar Sogsvirkjun var byggð, einhvern tíman fyrir miðja síðustu öld, ef ég man rétt,þá var það stærsta virkjun sem byggð hafði verið í landinu?
    Við værum ekki komin andskoti langt útúr moldarkofunum ef alltaf hefði verið haft að leiðarljósi að ekki mætti gera neitt stærra eða meira en gert hefði verið áður.
    Og ég fyrir mitt leiti er ekki svo hrokafullur að halda að akkurat núna sé komið að einhverjum endalokum í þróun og framkvæmdum og hér og nú skuli staðar numið!

    Framfarakveðja.





    28.02.2003 at 21:13 #469360
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þegar Stalín var upp á sitt besta í Sovét, þá voru framfarir mældar með þungaiðnaði og stóriðju. Flestir vita hvar það endaði. Stóriðjueinstefna íslenskra stjórnmálamanna hefur lengi minnt mig á iðnvæðingu Stalíns.





    28.02.2003 at 21:32 #469362
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Ekki efast ég um þekkingu þína á Sovésku stjórnarfari, kæri" eik". En fyrir mér er það líka Stalínskt lýðræði þegar þeir sem mótmæla Kárahnúkavirkjun heimta þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að mikill meirihluti alþingis hafi samþykkt framkvæmdina og í öllum hlutlausum skoðanakönnunum komi fram að 2/3 hlutar þjóðarinnar eru framkvæmdinni fylgjandi. Stalín hvað?!

    Virkjunarkveðja





    12.07.2003 at 23:15 #469364
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef e-r fróður maður um jarðfræði og sjáarrof les þetta væri gaman að fá skoðun hans um hvað gerist þegar framburður jöklu hættir að berast í Héraðsflóa!

    Kveðja, Geir





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.