This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jæja,
Ég vona að sumir séu með sprengitöflurnar og blóðþrýstingslyfin við hendina. Ef svo er ekki ættuð þið kannski að hlaupa eftir þeim áður en þið lesið lengra.Og ef þið teljið að opin umræða og skoðanaskipti um málefni sem stjórnvöld hafa þegar þröngvað upp á þjóðina séu „óviðeigandi“ eða „ólýðræðisleg“ þá ættuð þið kannski bara að hætta að lesa strax og fara að gera eitthvað annað.
HÁLENDISGANGA – S.O.S. HÁLENDIÐ KALLAR
Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.00. Gengið frá Hlemmi niður Laugarveginn að Austurvelli þar sem myndaður verður hringur utan um Alþingishúsið.
Tilvalið að fólk mæti með einhverskonar ásláttarhljóðfæri, flautur eða þokulúðra til að hljóðgera S.O.S merkið þrjú stutt – þrjú löng – þrjú stutt. Og fjallabílar keyra í broddi fylkingar og þeyta bílflautur sínar.
Hálendið allt liggur á teikniborði Landsvirkjunnar. Má þar nefna Torfajökulsvæðið, Langasjó, Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót að ógleymdum öræfunum norðan Vatnajökuls með fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun.
Gleymum því ekki að Kringilsárrani á Kárahnjúkasvæðinu er FRIÐLAND.
Ráðamenn þjóðarinnar fresta því að fullgilda Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls á hálendinu. Þar kemur skýrt fram að Kárahnjúkavirkjun er ekki hagkvæmasti virkjanakosturinn þrátt fyrir stærð og einn sá lakasti með tilliti til náttúrunnar. Niðurstöðum og úrskurðum fagstofnana er kastað
fyrir borð og óheft virkjanapólitík stjórnvalda ræður framtíð hálendisins.
Náttúruverndarar mótmæla slíkum vinnubrögðum og krefjast þess að stjórnvöld fresti öllum virkjanaáformum þar til Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er fullgild. Ennfremur skorum við á almenning að taka undir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefslóðinni http://www.halendid.isGÖNGUM GEGN NÁTTÚRUSPJÖLLUM FYRIR HÁLENDIÐ OG FRAMTÍÐ ÍSLANDS
ÞAÐ ER EKKI OF SEINT!
You must be logged in to reply to this topic.