Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Hálendið lokað um páskana??
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiríkur Sigurðsson 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2011 at 12:00 #218611
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar sýnist mér að menn verði almennt að fara bara á jetski um Páskana
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.04.2011 at 12:14 #728029
Ég er ekki að skylja allar þessar lokanir. Snjór er með allra mesta móti, og það er snjókomu og kuldaspá fram að páskum. Það er hætt við að vegagerðin tapi trúverðugleika ef það á að loka eftir dagatalinu, en ekki aðstæðum.
Góðar stundir
18.04.2011 at 12:57 #728031Sælir félagar.
Að mínu mati ætti aldrei að þurfa að loka hálendinu ef hægt væri að treysta mönnum til að ganga vel um. Mér finnst alltof algengt að ekið sé út fyrir veg til að sneiða hjá sköflum í stað þess að mýkja í og aka yfir skaflana.
T.d. fór ég inn á Emstrur fyrir tveim vikum. Á Einhyrningsflötum er vegurinn niður grafinn og alltaf fullur af snjó og krapa. Þennan dag hafði farið innúr vel búinn bíll og valið að aka fyrir utan veginn og gert djúp för í grasið, þó gat ég ekið veginn vandræðalaust án þess að mýkja í dekkjunum. Svo þegar komið var í brekkurnar upp frá Flötunum og þurfti að fara að hleypa úr hafði þessi bíll snúið við og farið sömu leið til baka.
Þetta er því miður alltof algengt og ekki til þess fallið að hjálpa okkur í baráttunni fyrir óbreyttu frelsi.Bið menn að hafa þetta í huga svo við getum átt góðar stundir á hálendinu okkar um ókomin ár.
Kv. Smári.
18.04.2011 at 13:38 #728033Nákvæmlega Hlynur, var að skoða myndir úr Polaris ferðinni inn í Laugar. Lítur ansi vel út bara með snjóalög.
Og tek heilshugar undir gagnrýni á snjóhrædda jeppaeigendur. En þetta er allt of algengt og það litla gróna land sem eftir er í kringum Þórsmerkurveginn er á hraðri undanför einmitt vegna þessa.
En þessi lokun er allt of snemma á ferð og það þarf að finna leið til að brúa bilið í snjólínu.
18.04.2011 at 20:33 #728035[img:1eracryn]http://www3.vegag.is/faerd/island1.gif[/img:1eracryn][img:1eracryn]http://www3.vegag.is/faerd/austfirdir.gif[/img:1eracryn]
18.04.2011 at 21:10 #728037það er alltaf sama sagan hjá þessari vegagerð, þeir loka eftir dagsetningum en ekki eftir ástandi…
19.04.2011 at 09:37 #728039Sammála umræðunni hér að ofan um ástæðulausan utan-"slóða"-akstur. Hvernig komum við því hugarfari inn, að [b:uf8to0c6]betri er kelda en krókur[/b:uf8to0c6]! Lárus
19.04.2011 at 10:28 #728041Ég verð nú að bera aðeins í bætifláka fyrir Vegagerðina. Um síðustu helgi fór Litlanefndin í Landmannalaugar. Nokkrum dögum fyrr kom í ljós að Vegagerðin var búin að loka svæðinu og því var ferðin okkar í uppnámi. Ég fór á stúfana, hafði upp á fólki sem hafði verið þarna á ferðinni, aflaði mér upplýsinga um aðstæður og hafði svo samband við Vegagerðina. Með þær upplýsingar og veðurspá, var ákveðið að aflétta lokuninni og Sigölduleiðin (eina leiðin sem ég var að spá í) var opnuð og er það enn, eftir því sem ég veit best.
Ég legg til að frekar en að menn nöldri hér eða sín á milli að þeir kanni hvernig ástandið raunverulega er og hafi svo bara samband við Vegagerðina. Þeir kaupa rök og geta breytt !
kv. Óli, Litlunefnd
19.04.2011 at 11:19 #728043Ég legg til að vegagerðin vinni sína vinnu og hætti að horfa á dagatalið þegar kamur að lokun fjallaveg. Mér er fullkunnugt um ástand helstu fjallaveg á sunnanverðu hálendinu.
Góðar stundir
19.04.2011 at 13:31 #728045Eru menn ekki að dæma Vegagerðina full hart hér?
Er það ekki Umhverfisstofnun sem ákveður þetta orðið?
Allavega er kortið vel og vandlega merkt þeim ásamt vegagerðinni.kv
Rúnar.
19.04.2011 at 14:03 #728047Hehe Hlynur, þó þér sé kunnugt um ástand vega, þá hef ég nú ekki trú á að það dugi Vegagerðinni til að aflétta lokunum … annars væri nú mikill máttur þinn :-)))
Hinsvegar væri nær að þeir sem vita um ástandið ræði við Vegagerðina og beiti sér fyrir því að þeir aflétti. Og einnig að beita sér fyrir því að þeir hafi samband við þá sem eru á ferðinni á þessum leiðum eins og ferðaþjónustuaðila áður en þeir ákveða að loka.
En með því að væla bara hér, þá opnsta ekkert, það er á hreinu
kv. Óli
19.04.2011 at 16:44 #728049Mér þykir undarlegt að Kjalvegur skuli vera opinn,veit að þar var mun minni snjór en t.d. á Sprengisandi,þess vegna er líklegt að þar sé orðin vaðandi aurbleyta.Ég frétti af bílum við Jökuldal (Nýjadal) sem lentu í basli í Fjórðungahvísl voru sex tíma að ná einhverjum björgunarsveitar bíl úr krapa.Síðan heyrði ég af eyfirðingum,voru skildist mér að fara uppúr Eyjafirði og lentu þar í drullu svaði sem var um 50 cm. djúpt,enginn vill ferðast við slíkar aðstæður.Ég ætlaði að vera á fjöllum um páskana eins og fleiri,en svona bara er þetta,þetta er ekki mannfólkinu að kenna heldur einfaldlega hlínandi veðurfari.
Kv.Eirikur Sig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.