This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það er nokkuð merkilegt, hversu fjallafólk er almennt dofið í umræðunni um virkjunar mál. Ég hef verið nokkuð stykk frír í umræðunni um Kárahnjúka virkjun. En lengra finnst mér ekki vera hægt að ganga á hálendið og ég get engan veginn sætt mig við virkjanir norðan Hofsjökuls, þ.a.s Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þarna á að fara að ráðast inn á landsvæði sem er nánast ó snert. Og finnst jeppamönnum það bara allt í lagi, hafa þeir enga skoðun á þessum málum.
Eigum við að sætta okkur við eyðileggingu á svæðinu norðan Hofsjökuls sem er svo mikilvægt að þar má ekki einusinni merkja þær slóði sem þar eru á kort, og ef við ættum okkur inna á þessar ómerktu slóðir. Þá telst það til glæps.
Finnst mönnum það bara í góðu lagi að virkja
Skjálfandafljót, Austari-Jökulsá og allar nærliggjandi sprænur, Virkja í Kerlingafjöllum, Langasjó, Torfajökulssvæðið, Hólmsá, Háspennulínu yfir Sprengisand.Að lokum langar mér að benda á fréttir af þessu en þær voru í ruv.is á gær föstudag.
Einnig ættu menn að hlusta á viðtalið við bónda nokkurn í fréttinni. En þar lætur þröngsýn og illa upplýst bóndakona gamminn geysa, um kosti þessa að fylla gil jökulánna af vatni svo hún þurfi ekki að smala gilin, enda lofthrædd blessunin. Og að það þurfi aukið rafmagn á íslandi. Jésús Pétur hvaðan í veröldinni grófur þeir upp þessa manneskju. Er hún á launum hjá meirihluta bæjarstjórnar eða skúringakona hjá Friðrik Sófa eða hvað.
You must be logged in to reply to this topic.