Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hálendið í hættu
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.10.2006 at 11:37 #198681
AnonymousÞað er nokkuð merkilegt, hversu fjallafólk er almennt dofið í umræðunni um virkjunar mál. Ég hef verið nokkuð stykk frír í umræðunni um Kárahnjúka virkjun. En lengra finnst mér ekki vera hægt að ganga á hálendið og ég get engan veginn sætt mig við virkjanir norðan Hofsjökuls, þ.a.s Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þarna á að fara að ráðast inn á landsvæði sem er nánast ó snert. Og finnst jeppamönnum það bara allt í lagi, hafa þeir enga skoðun á þessum málum.
Eigum við að sætta okkur við eyðileggingu á svæðinu norðan Hofsjökuls sem er svo mikilvægt að þar má ekki einusinni merkja þær slóði sem þar eru á kort, og ef við ættum okkur inna á þessar ómerktu slóðir. Þá telst það til glæps.
Finnst mönnum það bara í góðu lagi að virkja
Skjálfandafljót, Austari-Jökulsá og allar nærliggjandi sprænur, Virkja í Kerlingafjöllum, Langasjó, Torfajökulssvæðið, Hólmsá, Háspennulínu yfir Sprengisand.Að lokum langar mér að benda á fréttir af þessu en þær voru í ruv.is á gær föstudag.
Einnig ættu menn að hlusta á viðtalið við bónda nokkurn í fréttinni. En þar lætur þröngsýn og illa upplýst bóndakona gamminn geysa, um kosti þessa að fylla gil jökulánna af vatni svo hún þurfi ekki að smala gilin, enda lofthrædd blessunin. Og að það þurfi aukið rafmagn á íslandi. Jésús Pétur hvaðan í veröldinni grófur þeir upp þessa manneskju. Er hún á launum hjá meirihluta bæjarstjórnar eða skúringakona hjá Friðrik Sófa eða hvað. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.10.2006 at 10:09 #562738
Ein hlið á álvæðingunni, sem ekki hefur mikið verið haldið á lofti, er að þegar eitt fyrirtæki verður jafn yfirgnæfandi í atvunnulífi svæðis, eins og verður fyrir austan, þá verða kjörin stjórnvöld í reynd valdalaus í þeim málum sem þetta fyrirtæki vill ráða.
Það þarf bara hótun frá fyrirtækinu um að fara, og þar með rústa efnahag svæðisins, til þess að pólitíkusarnir leggi niður skottið.Dæmi um þetta er hótun Alcan um að leggja álverið í Straumsvík niður, ef þeir fái ekki að stækka núna. Þar sem Alcan vegur hlutfallsega miklu minna á Faxaflóasvæðinu en Alcoa fyrir austan er ekki alveg víst að látið verði undan þessari hótun, en um þessar mundir notar Alcan hvert tækifæri sem það finnur til þess að reyna kaupa velvilja (og atkvæði) í Hafnarfirði.
-Einar
09.10.2006 at 14:33 #562740Þrátt fyrir allar fórnir nær stóriðjan rétt jafntefli við ferðamannaiðinn varðandi gjaldeyrisöflun.
sjá http://www.icetrade.is/files/tolur_vef_isl.pps
Lifið heil.
Magnús Dan Bárðarson
09.10.2006 at 14:55 #562742Getur einhver sagt mér hvað er innifalið í "Samgöngur"? Fellur hlut af tekjum af ferðamönnum þar inn í, eða eru þær allar undir "Ferðaþjónusta"?
Athugið að útflutningu á áli á eftir að ríflega tvöfaldast til 2007, samkvæmt skýrlunni, þegar fórnirnar sem þegar hafa verið gerðar fara að skila arði.
Einnig eru of margir ferðamenn ekkert æskilegir út frá umhverfissjónarmiðum.
Einnig er gaman að spá í að við höfum Iðnaðarráðuneiti, og Sjávarútvegsráðuneiti, fyrir tvo af stærstu tekjuliðunum, en ekkert ferðamálaráðuneiti fyrir þann þriðja stóra. Af hverju? Er ferðaþjónustan kannski svolítið undarlega afskipt?
kv
Rúnar.
09.10.2006 at 15:05 #562744Jafntefli,já það er gott að að dreifa eggjunum eins og við höfum verið að tala um og bara besta mál að það sé sókn á sem flestum stöðum í atvinnulífinu.
En það má líka velta því fyrir sér þessu með aukin fjölda erlendra ferðamanna til landsins, sérstaklega aukin fjölda ferðamanna um hálendið.Kröfurnar í ferðamannaiðnaðinum eru alltaf að verða meiri og meiri og ferðþjónustuaðilar byggja upp hús og vegi hér og þar með miklum tilkostnaði og gera þær kröfur í leiðinni að þeir einir megi nota td.vegi sem þeir byggja upp á gömlum vegstæðum.
Þar erum við meðal annars komnir í þann pakka að umferð um slóða og vegi sé undir því komið hvort einhverjir ferðþjónustuaðilar leyfi umferð um viðkomandi svæði þ.e.a.s ferðaþjónustuaðilar eru klárlega einn af þeim þrýstihópum sem vilja banna almenna umferð um viss svæði svo þeir sitji einir að.
Kv.
Glanni
09.10.2006 at 18:29 #562746Hvar hefur gömlum slóðum verið lokað vegna þess að ferðaþjónustuaðili hefur lagt pening í hann? Mér er spurn.
–
Davíð
09.10.2006 at 20:04 #562748Mér finnst stundum þessi umræða um virkjanir og stóriðju á hálfgerðum villigötum. Ég hef ferðast um þetta land okkar í allmörg ár, bæði þéttbýli, dreifbýli og hálendi. Ég var á Egilsstöðum og Reyðarfirði á síðasta ári og fann að þar var allt breytt. Það ríkti bjartsýni í heimamönnum, það var greinilega mikill uppgangur og framkvæmdir allsstaðar. Hvers vegna, jú það var útlit fyrir mikla atvinnu sem annars hefur ekki verið mikið af á þessu svæði. Manni hættir til að gleyma þegar allt gengur vel og næga atvinnu er að hafa, hvernig það er að búa úti á landi og eina vinnan sem er að hafa í plássinu er í frystihúsinu sem lokar og segir upp fólki þegar kvótinn er búinn.
Vilja menn skipta á virkjun og álveri og því að fá nokkrar milljónir ferðamanna á hálendið? Það þýðir mörg láglaunastörf í ferðamannaþjónustu, uppbyggða malbikaða vegi og jafnvel lúxushótel í nálægð við helstu náttúruperlur.
Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við virkjanir hvar sem er og hvernig sem er. Við eigum að beina orkunni að því td. að rör og stöðvarhús jarðvarmavirkjanna séu grafin í jörð þannig að sem minnst land spillist, og að háspennulínur séu lagðar þar sem þær valda minnstu raski á náttúrunni.
kv,
Jökull Gunnarsson
09.10.2006 at 20:11 #562750Tekjur af ferðaþjónustu eru án nokkurs vafa vantaldar. Það liggur við að segja megi að ferðaþjónusta sé ein skúffa í samgönguráðuneitinu og það helsta sem ríkið gerir er að skattpína ferðaþjónustu eins og hægt er með öllum hugsanlegum gjöldum og sköttum.
Hvað Glanni er að meina með að ferðaþónustuaðilar séu að loka vegum, vil ég fá að vita um hvað það mál snýst. Eins er rétt að benda á að SAF, hefur sem dæmi, lagst alfarið á móti hraðbrautarvæðingu hálendisins, en ég persónulega myndi vilja sjá suma hálendisvegi lagfærða aðeins, en aðra látna alveg vera.
Hlynur
09.10.2006 at 21:17 #562752Það er allavega alveg á tæru að ef menn ætla að fara að eyðinleggja langasjó og fjallabak að þá verð ég mættur með "græningjunum" í hörð mótmæli. Mun ekki hika við að leggja jeppanum fyrir einhverjar vinnuvélar… en kannski er lausnin bara að kjósa rétt í næstu kosningum og þurfa ekki að fara í hart…
09.10.2006 at 21:40 #562754Hlynur minn þetta eru nú bara vangaveltur hjá mér og óþarfi að fara af límingunum strax allavega.
Ég veit reyndar ekki betur en að þrýstingi frá ferðaþjónustuaðilum hafi verið beitt og þeir fengið það í gegn að það mætti ekki keyra í vissum radius í kringum Hvannadalshnjúk á einhverjum áhveðnum tímum ársins eða akkúrat á þeim tímum þegar skemmtilegast er að keyra upp að hnjúknum.
Og hvernig var það, var ekki einhver bóndi sem yfirtók viðhald af vegagerðinni af einhverjum vegi fyrir austan sem liggur upp að einhverjum jökli og var að banna mönnum að aka veginn vegna þess að hann væri búinn að leggja svo mikinn kostnað í hann.
Heldur þú að tekjurnar hjá ferðaþjónustunni myndu aukast eitthvað ef það yrðu teknar jaa segjum þrjár skúffur undir herlegheitin? Er svona mikið um að ferðaþjónustufyrirtæki gefi ekki upp þá þjónustu sem þeir eru að veita eða?
Það er bara staðreynd að ef að einkaaðili fær að taka yfir vegstubb eða slóða og leggur kostnað í að halda honum við þá þykist hann hafa allt um það að segja hvort hann er ekin eða ekki.
Kv.
Glanni
09.10.2006 at 22:11 #562756voru það ekki göngugarpar í ferðaþjónustu sem vildu okkur burt af Öræfajökli og einnig úr Vonarskarði og Bárðargötu. Er það ekki Snjófell og Tryggvi Konnráðsson sem rekur menn með harðri hendi af Snæfellsjökli því hann telur sig eiga hann einn.
PS nú er búiða að loka Eysteinsdalsleiðinni upp á Jökulháls var það gert af undirlagi Snæfellsbæjar sjálfskipuðum þjóðgarðsverði Skúla Alexsanderssyni. En sá maður telur sig eiga utanvert Snæfellsnes
09.10.2006 at 22:42 #562758Ég hef verið á móti stórum virkjunum og og fleiri álverum og tel að nóg sé komið af slíku. Setur það mig í lið með þeim sem vilja fleiri túrista á hálendið ? það má lesa úr skrifum sumra hér að það sé sjálfgefið. ef svo er þá er ég alvarlega að hugsa um að gerast virkjunarsinni því af tvennu illu þá tel ég fleiri virkjanir mun skárri kost en fleiri túrista á hálendið.
10.10.2006 at 13:35 #562760Ég get nú ekki verið annað en sammála Gumma um að erlendir túrhestar eru ekki svona alveg drauma staðan,þar sem hægt er að kaupa sér aðgang að Íslendingum í torfkofum með sturtu og baði,eða stefnumót við álfa eða drauga,og allir þeir sem eru fylgjandi auknum túrisma ættu að skoða Grábrók í Norðurárdal sem er sundur skorin af göngustígum og væntanlega gjaldtöku af aðgangi að sögufrægum stöðum og þar verða Íslendingar ekki undanskildir.
Túrismi er engu betri kostur en virkjanir,þarf að hafa varann á í báðum tilvikum.
Klakinn
10.10.2006 at 14:02 #562762ég skellti mér í landmannalaugar í sumar og verð nú að nefna eitt hér, þar sem umræðan er farin að snúast um það. í laugunum átti ég erfitt með að sjá náttúrufegurðina fyrir eyðinleggingunni sem þar hefur átt sér stað, bæði af völdum FÍ og túrísta. hálfhrundir steipuklumpar upp um allar hlíðar, hálfhrundir kofar, braggar, stikur og spottar útum allt og svo allt sundurgengið. var ég að koma þarna í fyrsta sinn og væntingarnar voru ógurlegar vegna sagna og mynda sem mér hafði áskotnast af svæðinu. vonbryggðum mínum er ekki hægt að lýsa og fynnst mér í raun fallegra við uppistöðulónið í blöndu og í elliðaárdal þó svo að þar hafi á sínum tíma verið framin náttúruspjöll og fórnað landsvæðum í þágu rafmagnsframleiðslu.
10.10.2006 at 14:45 #562764Ef að peningum væri veitt í ferðaþjónustu haldiði virkilega að það yrði ekki til þess að það yrði uppbygging?
100 milljarðar í ferðaþjónustu gætu skilað síauknum tekjum í þjóðarbúið um ókomin ár. Fyrir 100 milljarða mætti hæglega búa þannig um ferðamannastaði að ekki væri tjón af ferðamönnunum. Þess í stað var sá póll tekinn að reisa virkjun fyrir 100 milljarða. Virkjun sem er ekki víst að skili arðsemi, virkjun sem er líklega ekki byggð á traustum grunni og síðast en ekki síst virkjun sem mun aðeins skila okkur verðmætum í takmarkaðan tíma.
Ég skal alveg viðurkenna að við þurfum rafmagn en þýðir það að við getum ekki virt náttúruna til verðmæta?
–
Sumir vitringar halda því fram að það væri eigingirni að virkja ekki því að þetta er svo umhverfisvænt hér á Íslandi. Það er líka eigingirni að neita að sýna ferðamönnum landið. Að tala um of marga ferðamenn, að tala um slæm umhverfisáhrif af ferðamönnum er að mínu mati vanhugsað því að ef að ásættanlegum fjármunum væri veitt beint í þennann málaflokk þá væri hægt að búa þannig að ferðamönnum að ekki yrðu spjöll á náttúrunni.
–
Davíð
10.10.2006 at 15:00 #562766um leið og meiri péning yrði veittur til uppbyggingar í ferðaþjónustu þá yrði þeim svæðum sem byggð væru upp lokað fyrir almenningi nema gegn gjaldi og reglugerðarhafi, eins og gerst hefur nú þegar í dag.
10.10.2006 at 16:08 #562768Hvaða lögmál er það að það þurfi að borga ef eitthverju er varið í málaflokkinn. Ég hef nú pissað ókeypis í tug klósetta um allt land sem einmitt eru ætluð ferðamönnum. Það er alveg hægt að fjárfesta í ferðaþjónustu, sem borgar sig upp með neyslu ferðamanna, eins og að fjárfesta í stóriðju. Eggin og allt það, ef að annar iðnaður fengi sömu fyrirgreiðslu frá ríkinu og stóriðja þá væri hægt að byggja hann upp. Það er allavega mín (barnslega) trú.
–
Davíð
10.10.2006 at 16:34 #562770Hvar eru þessi svæði á Íslandi sem lokað hefur verið fyrir ferðamönnum nema gegn gjaldi? (ég er ekki að tala um tjaldstæði)
-Einar
11.10.2006 at 11:00 #562772En sem komið er er ekki farið að loka fyrir ferðamenn og gjaldtaka hafinn,en svona til að upplýsa þig þá var Héðinshöfði við Mývatn lengi með gjaldtöku,eins ef þú kemur á ferðamanastaði og ættlar að eta nesti þitt er oftar en ekki krafist aðstöðugjalds,eins ef menn hafa verið að fylgjast með umræðunni varðandi þjóðgarða þá hefur umræða ráðamanna verið í þá vegu að,svæðin verði byggð upp og gjaldtaka ferðamanna látin standa undir kostnaði,ég hef enga trú á að þetta hafi farið framhjá þér.
Ég segi alveg eins og er að ég sé fyrir mér að að aðstaða td við Dettifoss verði á þann veg að planið uppi verði með malbiki og upplýsingarbásum og steyptar tröppur niður á flottann afgirtan pall með stálgrindverki og 2-3 kíkirum sem kostar 100kr að setja í gang í 5 mín,sérstakir leiðsögumenn verði á staðnum til að tryggja öryggi ferðammanna og veita þeim rétta upplýsingar kostar c 1000-1500kr pr mann og öryggisins vegna mega menn ekki fara einir niður,Fáráðnleg uppstilling, ekki aldeilis vegna þess að fleirri og fleirri sjá ummerki eftirlitslausra gönguhópa í formi göngustíga líkt og í Grábrók, Landmannalaugum og mörgum fleirri stöðum.
Ég efast um að þér þætti gaman ef þú færir nú í heimsókn til kunningja þína á Hornarfirði og vegna plássleysis tækir þú hjólhýsi/fellihýsi/húsbíl þitt með og settir það upp fyrir utan hús hans á sama bílastæði og hann vanalega notar en er við götuna og um kvöldið kæmi maður til þín og rukkaði þig um aðstöðugjald og ef þú neitar þá er hann kominn með lögregluþjón,fáráðnlegt en engu að síður staðreynd,Hornarfjarðarkaupstaður hefur gert allann kaupstaðin að gjaldtökusvæði fyrir ferðamenn,Vegna þess að húsbílafólk hefur stundað það að leggja á bílastæðum víðsvegar um bæinn til þess að losna við að greiða aðstöðugjald af tjaldsvæði.
þessi rök og fl ásamt þróun túrisma um allann heim,þar sem aukin ferðamenska hefur kallað á auknar framkvæmdir sem kalla á aukin útgjöld og gjaldtaka af notendum er látin mæta kostnaði,þetta er bara einfalt dæmi,þar sem lagt er út í kostnað er ættlast til að fá hann til baka í aukinni innkomu sama hvort það er virkjun á vatni,túrisma,eða öðru og allir sem eitthvað koma nálægt ferðamönnum verða varir við þessa þróun,Eins og er þá eru erlendir ferðamenn um 3-400þús á ári en ef væntingar standast ættu þeir að ná töluni 1 milj innann fárra ára,í dag eru umhverfisspjöll af völdum ferðamanna töluverð á viðkvæmum svæðum og allstaðar verið að leggja nýja göngustíga hlaða upp tröppu í brekkur,stærri og betri kamrar,upplýsingarskilti með sögu staðarins,svona má lengi telja,td far þú upp á Dyrhólaey,gróður á eynni hefur látið stórlega á sjá af völdum ferðamanna og heyrst hafa þær raddir að það þurfi að hefja gjaltöku til að mæta kostnaði vega aðstöðubóta á svæðinu.
Þess vegna segji ég náttúruspjöll af völdum ferðamennsku eru engu síðri en af virkjunum og okkur sem er annt um landið okkar ber að vega og meta hvor kosturinn er betri,og hvorugur er góður.
kv Klakinn
11.10.2006 at 11:20 #562774ég gat ekki betur séð en baukur væri við laugalækinn í landmannalaugum fyrir þá sem böðuðu sig þar gætu greitt fyrir. baukurinn var staðsettur við hrúgu af fúnu spítnabraki sem ferðafélagið hefur hrúgað þarna upp til að fólk gæti falið sig á bakvið til að skýla nekt sinni á meðan það umfataðist. sjálfsagt hefur péningurinn úr bauknum átt að greiða fyrir fúna spítnabrakshaugin sem einhverjir kjósa að kalla uppbyggingu en ég sé sem landsspjöll.
11.10.2006 at 14:28 #562776það eru nokkur ár síðan farið var að taka gjald fyrir áningu á nokkrum stöðum. Ég skildi það þannig að þetta væri fyrst og fremst fyrir afnot af hreinlætisaðstöðu, þar með talið manngerðar laugar t.d. á Hveravöllum og í Laugafelli. Baðstaðurinn í Landmannalaugum er líka manngerður. Það mannvirki hefur þó ekki kostað Ferðafélagið mikið, en það hefur lagt í mjög verulegan kostnað vegna frágangs á frárennsli frá salernum. Aðeins hluti af því er vegna þeirra sem gista. Ég hef aldrei verið rukkaður fyrir aðstöðu á svona stöðum, en ég býst við því að reynt sé að rukka rúttufarmana.
Annars finnst mér það vera óskyld mál, það hvernig staðið er að móttöku ferðamanna og því hvort fórna á einstökum náttúruperlum, til þess að farmleiða rafmagn sem síðan er niðurgreitt í álframleiðslu. Það á ekki að vera í verkahing stjórnvalda skaffa fólki vinnu, reynslan hefur nefninlega sýnt að slík störf eru að jafnaði ekki eins arðbær og þau sem skapast vegna framtaks einstaklinga eða frjálsra félaga. Íslenskir athafnamenn hafa sýnt það upp á síðkastið að þeir fara létt með að skapa margfalt fleiri atvinnutækifæri, heldur en Íslendingar eru á vinnumarkaði.
Mér finnst ástæða að til þess að fara varlega í að stuðla aö fjölgun erlendra ferðamanna, ég er líka samála þeirri stefnu sem rekin hefur verið, að fjármagna almenna aðstöðu fyrir ferðamenn með óbeinum tekjum af þeim frekar en með því rukka menn fyrir það eitt að heimsækja staðinn og labba um, eins og víða er gert erlendis. Ég læt það svo liggja milli hluta hvort það eigi að rukka menn fyrir að fara á klósettið.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.