Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hálendið í hættu
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.10.2006 at 11:37 #198681
AnonymousÞað er nokkuð merkilegt, hversu fjallafólk er almennt dofið í umræðunni um virkjunar mál. Ég hef verið nokkuð stykk frír í umræðunni um Kárahnjúka virkjun. En lengra finnst mér ekki vera hægt að ganga á hálendið og ég get engan veginn sætt mig við virkjanir norðan Hofsjökuls, þ.a.s Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þarna á að fara að ráðast inn á landsvæði sem er nánast ó snert. Og finnst jeppamönnum það bara allt í lagi, hafa þeir enga skoðun á þessum málum.
Eigum við að sætta okkur við eyðileggingu á svæðinu norðan Hofsjökuls sem er svo mikilvægt að þar má ekki einusinni merkja þær slóði sem þar eru á kort, og ef við ættum okkur inna á þessar ómerktu slóðir. Þá telst það til glæps.
Finnst mönnum það bara í góðu lagi að virkja
Skjálfandafljót, Austari-Jökulsá og allar nærliggjandi sprænur, Virkja í Kerlingafjöllum, Langasjó, Torfajökulssvæðið, Hólmsá, Háspennulínu yfir Sprengisand.Að lokum langar mér að benda á fréttir af þessu en þær voru í ruv.is á gær föstudag.
Einnig ættu menn að hlusta á viðtalið við bónda nokkurn í fréttinni. En þar lætur þröngsýn og illa upplýst bóndakona gamminn geysa, um kosti þessa að fylla gil jökulánna af vatni svo hún þurfi ekki að smala gilin, enda lofthrædd blessunin. Og að það þurfi aukið rafmagn á íslandi. Jésús Pétur hvaðan í veröldinni grófur þeir upp þessa manneskju. Er hún á launum hjá meirihluta bæjarstjórnar eða skúringakona hjá Friðrik Sófa eða hvað. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.10.2006 at 13:55 #562698
Já hvurt þó í logandi,núna breiddi Ofsinn aldeilis úr vængjunum.
ég hlustaði á þessar fréttir í gær og satt best að segja er ég ekki viss um í hvorn fótin á að stíga,samkv fréttini var þetta sett inn á aðalskipulag en á eftir að fara í kynningu,það er að segja að íbúar Skagafjarðar eiga eftir að segja sitt álit og hafna eða sammþykkja.
Mér fannst rök þeirra sem voru á móti í viðtalinu vera jafn léleg og þeirra sem voru með,það eitt að ekki verði hægt að sigla niður árnar með túrista finnst mér tæplega vera nægilega til að fresta virkjun,né heldur það að losna við að smala gjlúfrin.
Ég hins vegar er á móti frekari landfórnum vegna virkjanna,en sjónmengun gufuaflsvirkjanna er jafn mikil skemmd á landi,eins og staðan er núna er um næga virkjannakosti að ræða sem eru tilbúnnir og almennt samþykkti af almenningi,eins og Búðarháls.
Ég tel það ekki vera vera okkur til framdráttar að kalla þá sem eru ,,með" sem fávísar skúringarkellingar,þó svo að Ofsinn þyrfti á aðstoð slíkrar að halda til að þrífa Slóðrík,allir sem eru með hafa sín rök og eins þeir sem eru á móti,ég hef trú á að þessar virkjanarhugmyndir eigi eftir að mæta harðri andstöðu og réttilega í ljósi Kárahnjúka,og hef þar afleiðandi enga trú á að af virkjunum verði,og þó að ég sé virkjunnarsinni þá finnst mér það vera langur vegur frá að virkja öll fallvötn það verður að skoðast virkilega vel í hveju tilviki,því fórnarkostnaðurinn er andsk,,,, hár og ekki réttlætanlegur í öllum tilvikum,og atvinnuástand í Skagafirði virðist mér í fyrstu sýn ekki réttlæta virkjun í áðurnefndum vötnum og norðurlínan ætti að geta flutt það rafmagn sem vantar léttilega og ætti Búðarháls að skila því sem vantar inn á kerfið.
Klakinn
07.10.2006 at 15:14 #562700Það er ekki hægt að setja þetta svona upp ,,með eða á móti,,. Vatnsfalls og gufuafls virkjanir eru bestu raforkuverinn í heiminum í dag.
Það eru engar virkjanir í heiminum jafnvistvænar og virkjanirnar okkar, viljiði frekar sjá kjarnorkuver eða kolavirkjanir á Íslandi?
Menn geta allavega verið vissir um það að þeir eru ekki að brenna neinu út í andrúmsloftið þegar þeir kveikja ljósið heima hjá sér eins og megnið að heiminum er að gera.
Og eitt er alveg klárt og það er að eftirspurn eftir rafmagni er alltaf að aukast og kemur bara til með að aukast í framtíðinni.
Auðvitað er ekki sama hvar er virkjað, ég held að allir geti verið sammála um það. Mér hefur svoldið heyrst á umræðunni að ef að orðið virkjun kemur upp þá rísa menn á afturlappirnar og eru á móti,án þess neitt að kynna sér neina hluti(yfirleitt sami hópurinn)
Mætti halda að virkjun væri nýtt blótsyrði hugum sumra.
Svo finnst mér orðið ,,óafturkræf umhverfisspjöll,,Ofnotað, því að í flestum tilfellum eru þessar framkvæmdir afturkræfar,sbr þessi virkjunarkostur í skagafirði,þessi gljúfur hverfa ekkert þótt þau séu fyllt af vatni.Ef í framtíðinni virkjunin yrði tekin vegna einhverra annara hugsanlegra betri orkugjafa,þá er alveg hægt að hleypa vatninu úr eins í og áinn rennur um gljúfrið eftir sem áður.
Bóndakonan sem kom fram í fréttum í gær fannst mér bara nokkuð góð.Hún hafði sína skoðun og var ekkert feimin að setja hana fram. og var ég bara hjartanlega sammála henni.Kv.
Glanni.
07.10.2006 at 15:33 #562702Smá við bót.
Eina hættan sem ég sé í kortunum núna hvað hálendið varðar er að fólki eins og okkur í 4×4 verði bannað að ferðast um hálendið.
Og ég svoldið smeykur um að þetta sé mikið til sama fólkið sem er að krefjast þess að ekki verði byggðar fleiri virkjanir og vilja banna og takmarka ferðafólki aðgang um hálendisvegi Íslands.
Kv.
Glanni
07.10.2006 at 15:51 #562704Jamm við getum látið þessa bónakonu liggja á milli hluta. Enda skipti hún engu máli.
Glanni bendir á að margir setji sig lítið inn í málin, það er kannski eðlilegt. Þar sem það er flókið mál og enn flóknara fyrir þá sem aldrei hafa komið á umrædda staði. Ég held t,d að megin þorri almenninga þætti nóg um að lesa Rammaáætlun þó ekki væri meira. En þar má meðal annars lesa að umrædd virkjun er flokkuð í þann flokk sem fær verstu útkomu í tilliti til ferðamanna og ferðamannaiðnaðar. Auk þess fær hún ekki topp einkunn hvað varðar arðsemi.Afturkræft, jú Glanni vafalaust má segja að meira sé afturkvæmt en fólk vill vera láta. Og hugsamlega er hægt að tæma lón og gera einhverjar ráðstafanir til þess að minna beri á virkjunarframkvæmdum, ef tekinn væri sú ákvörðun að loka einhverjum slíkum í framtíðinni. En í tilfelli þessara umræddu virkjanna er ekki því til að dreifa, því þar verður farið vítt og breitt um hálendið norður af Hofsjökli og koma þar uppistöðulón, veituskurðir, vegir og fleira. Því má segja að svæðið langt norður og vestur af Laugafellsskálunum verði undirlagt af ýmsum manna verkum. En á sama tíma er það nú svo að ekki má einu sinni setja upp smá skála á svæðinu. Þetta þykir mér skjóta skökku við.
Ég skil nú ekki alveg þetta auka innlegg þitt Glanni, ég veit persónulega ekki um neinn innan 4×4, sem vill hefta ferðafrelsi. Þó svo að þeir séu virkjanna andstæðingar. Ég held að þessar raddir koma séu að koma úr röðum einhverra annarra. T,d mætti benda á að þeir sem eru að verða hvað þreyttastir á virkjunarframkvæmdum innan klúbbsins er akkurat þeir sem hafa unnið hvað mest fyrir klúbbinn í því að halda hálendisleiðum opnum.
07.10.2006 at 16:16 #562706Ég ætla að vitna í Glanna:
"Það eru engar virkjanir í heiminum jafnvistvænar og virkjanirnar okkar, viljiði frekar sjá kjarnorkuver eða kolavirkjanir á Íslandi?"
Þetta er ekki rétt að það séu engar virkjanir í heiminum eins vistvænar og á Íslandi og má geta þess að [url=http://www.orkutolur.is/mm/orkusjodur/verkefni_i_gangi.html?year=2001&id=4:3d7jbmww][b:3d7jbmww]sjávarföll[/b:3d7jbmww][/url:3d7jbmww] eru líka vistvæn og sólarorka þó svo að þær virkjanir gætu kostað meira til skams tíma en væru líklega hagkvæmari til lengri tíma vegna stöðugleika þeirra.
–
Óafturkræfni er augljós í þeim tilvikum þar sem jökulföll eru virkjuð. Jökulár bera með sér aur sem sest í lónstæði og breytir landslagi mikið. Þar af leiðandi hlýtur landslag ofan stíflu að vera óafturkræft.
–
Ef að fram heldur sem horfir í virkjanamálum með tilheyrandi stíflugerð og lónum er þess ekki langt að bíða að jeppum verði lagt fyrir báta, sjáið bara Ómar.
–
Davíð
07.10.2006 at 16:33 #562708Já enda segi ég ,,mikið til sama fólkið,,.
hvernig stendur á því að það er ekki hægt að gera gæsalappir á þessum vef?
Þeir aðilar sem hafa verið að vinna fyrir klúbbinn að einhverju ráði eru örfáir einstaklingar, geri sko ekki lítið úr þeirra framtaki,(mættu vera miklu fleiri virkari í þeim efnum)En þeir vega nú ekki þungt í heildarpakkanum.
Ég er bara að segja að þessir svokölluðu umhverfissinnar eru bara yfirleitt á móti öllu og sérstaklega hvað varðar virkjanir,og jeppar eru blótsyrði í hugum þessa fólks.
Ég tel mig vera mjög mikinn umhverfissinna og náttúruunnanda samt er ég ekki almennt á móti virkjunum og ek yfirleitt jeppa af stærstu gerð um landið og nýt þess í botn að samtvinna þessi tvö áhugamál.
,,Ég held að þessar raddir séu að koma úr röðum einhverra annarra.,, segir þú.
Ég var nú að kalla eftir því á öðrum þræði hérna einhversstaðar að fá að vita hverjir þessir ,,Aðrir,, eru.
Hvaða aðilar eru það sem vilja takmarka umferð um hálendið?
Hvernig er hægt að rökræða við einhvern sem maður veit ekki hver er?
Auðvitað veit ég að langflestir í þessum klúbbi vilja óbreytt ástand hvað akstur á hálendinu varðar eða eins og þetta hefur verið síðustu áratugina.
Kv.
Glanni
07.10.2006 at 16:52 #562710Ég vil nú taka það fram að ég er enginn virkjunar sérfræðingur og tek bara afstöðu í þeim efnum út frá þjóðmálaumræðunni eins og flestir.
Sólarorka? hvar finnur þú sól á Íslandi fyrir svoleiðis virkjun? já vissulega vistvæn samt.
Vindmilluvirkjun= bara hávaði og sjónmengun.
Sjávarfallavirkjanir eru mjög sniðugar en tiltölulega skammt á veg komnar í þróun og getur vel verið að það sé framtíðin.
Í lónstæðin sest hugsanlega einhver jökulaur en mælir eitthvað á móti því að græða það upp aftur?
Ég meina þó að hver einasti hóll sé ekki á sama stað hvað með það,það kemur bara annar fallegur hóll í staðinn.
Fegurð er hugtak og sýnist hverjum sitt hvað í þeim efnum.
Kv.
Glanni
07.10.2006 at 17:05 #562712hvað mönnum þykir fagurt eða ekki. það er ekki það sem skiftir máli, eða jú kannski einhverju máli en er bara að ná ákveðið langt og að ákveðnum fjölda hlustenda. Það sem þetta þarf að vera er virðing og meiri virðing. Eru þeir sem stjórna pennanum og ákveða hvort og hvar virkjanir eiga að koma að virða landið og óskir landans, eða einfaldlega að virða aurinn? Svo er það líka spurning um hvar línan er dregin í þessum keimlíku málum. Má hvar sem er virkja og draga efni úr landinu og allir segja bara allt er í lagi, en ekki keyra á hálendinu þó að ekkert skemmist nema gúmmíið undir jeppunum okkar. Hvað mundu bílaumboðin segja og gera ef að þeim yrði gerður ljós hugsanlegur skaði og viðskiftarmissir í ljósi minnkandi (ef ekki hverfandi) kaupa á bílum af þeirri sort er við erum að aka. Hvað með breytingarverkstæðin og innflytjendur dekkja í yfirstærð. Við skulum fá þá í hóp með okkur og sjá hvað gerist þá.
Virðingarfyllst gagnvart íslenskri náttúru og manninum og sem "býr" þar.
Hafþór Atli H-1811
07.10.2006 at 17:07 #562714Þótt sjávarfallavirkjanir or sólarorka séu jafnvel umhverfisvænni kostir en vatns- og gufuaflsvirkjanir er umfang þeirra töluvert stærra og mynda það kosta skildingin að loka breiðafirðinum svo fá megi sem mesta nýtni út úr sjávarföllunum, og nýtni sólarsella er í kringum 30% svo það þyrfti sjálfsagt að leggja margra ferkílómetra svæði undir þér. Í eyðimörkum í ameríku eru menn að reyna að gera sólina að raunhæfum kosti með því að setja upp stórar breiður af speglum sem beina sólarljósinu í eina stóra sólarsellu og verður forvitnilegt að vita hvernig það tekst. Að sjálfsögðu á að framkvæma vandvirkt mat á öllum hliðum sem snúa að svona framkvæmdum, en meir finnst að við ættum ekki að taka of hart í þetta og leifa landsvirkjun að skoða sem flesta staði til að minni líkur séu á ákvörðun sem sjá ætti eftir.
07.10.2006 at 18:01 #562716Eitt sem menn verða að hafa í huga, er að það er nú þegar búið að virkja margalt meira á Íslandi heldur en þarf fyrir alla eðlilega notkun. Þannig að við eru að tala um virkjanir vegna álframleiðsu, sem hingað til hefur ekki borgað strípað kostnaðrverð fyrir rafmagnið.
Málið væri snúnara ef við værum að velja milli arðsemi og náttúrverndar, en svo er bara ekki, hingað til höfum við þurft að borga með álversvirkjununum.
Þetta kann að breytast í framtíðinni, og þá er hætt við því að margt af því er sérstæðast í Íslenskri náttúru fjúki, ef ekki verður hugarfarsbreyting meðal ráðamanna.
Nú þegar er búið stúta kröftugustu og flottustu jökulsá landsins, þar fór umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi og sennilega ekki annarsstaðar heldur.
-Einar
07.10.2006 at 19:21 #562718Mér finnst alltaf svoldið undarlegt að stilla öllum hlutum upp í svart og hvítt eða annaðhvort þetta eða ekki neitt.
Tökum hvalveiðar sem dæmi, það eru til menn sem segja að hvalveiðar og hvalaskoðun geti alls ekki farið saman,hvers vegna ekki skil ég ekki,það er ekkert verið að tala um að útrýma honum heldur veiða nokkur kvikindi úr stóðinu,hvað er þá málið, ekki kjaftar hvalurinn frá, eða hvað? Stundum er málflutningur hvalaskoðara þannig að ef að hvalveiðar hefjist þá hverfi bara allur hvalurinn,hmm hvernig má það vera?
Álver er bara iðnaður eins og hver annar iðnaður sem skilar þjóðarbúinu miklum tekjum og skapar þúsundir starfa um allt land.
Afhverju eiga álver ekki rétt á sér á Íslandi?
Er mikil mengun á Íslandi? Já kannski svona álíka mikil mengun á öllu landinu eins og í einu hverfi í New York. Svo er alltaf verið að tala um einhverja massíva mengun á landinu.Kv.
Glanni
07.10.2006 at 19:27 #562720Ég hef aldrei haldið því fram að álver eigi ekki rétt á sér, á Íslandi eða annarsstaðar. En það er gömul speki að það sé ekki sniðugt að setja öll eggin í sömu körfuna.
Og það er mjög slæm hagfræði að mismuna atvinnugreinum með t.d. með niðurgreiðslum eða í gegnum tolla og aðflutningsgjöld. Álver á Íslandi hafa ekki setið við sama borð og annar atvinnurekstur.-Einar
07.10.2006 at 19:41 #562722Já ég get alveg tekið undir það með þér Einar að það sé ekki skynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfuna enda er það allt önnur ella.
Það er undir mér og þér eða einhverjum öðrum komið að skapa ný tækifæri og dreifa áhættunni,það er það dásamlega við að búa í frjálsu landi.
Maður hefur allt of oft heyrt menn gagnrýna td.álversiðnaðinn og segja að það verði að auka fjölbreyttni en þessir sömu menn koma ekki með neinar hugmyndir,segja bara eitthvað annað.
07.10.2006 at 20:14 #562724Er það ekki alveg klárt að ef að annar rekstur í landinu byggi við sömu fríðindi og ál-iðnaðurinn, væri hægt að auka fjölbreytni og minni fyrirtæki gætu fótað sig á markaði? Í dag fer klárlega allt púðrið í erlend risafyrirtæki í stað þess að byggja undir nýsköpun fólksins í landinu.
–
Davíð
07.10.2006 at 20:24 #562726Er ekki komið nóg af virkjunum núna, ég segi bara fyrir mitt álit að það sé komið nóg og það ætti að fara að gefa hálendinu okkar frí frá frekari virkjunum, menn ættu að fara að leita að einhverju öðrum virkjanakostum og láta vatnsföllin og hitasvæðin í friði sem eftir eru. Þannig að ég segi bara STOPP við frekari virkjunum og vana að fleirri geri slígt hið sama.
Virðingafyllst Arngrímur Kristjánsson Ö-1435
07.10.2006 at 21:21 #562728Með og á móti, allt í góðu með það, en hvað ætla íslendingar að gera þegar þeir eru búnir að virkja allt halendið sitt og ekki nóg með heldur gefa alla orkuna sem frá þeim koma? Held þegar allt þetta rafmagnsdót fer að koma eins og rafmagnsbílar, rafmagnslest til keflavíkur og svo framvegis. Svo er alltaf að aukast rafmagnsnotkun hjá okkur. Ég held að við hugsum ekki alltaf allveg alla leið frekar en fyrri daginn. Ég er ekkert á móti virkjunum en þegar ráðamenn koma fram í fjölmiðlum og segja að þessi og þessi framkvæmd upp á svo og svo marga milljarða séu ekki aðrðbærar fjárfestingar, HVAÐ ER AÐ????
Kv Bjarki
08.10.2006 at 01:38 #562730Það er bara skollið á heilmikið fjör hérna á vefnum, það var nú skemmtilegt. Hér lýsa menn sig virkjanasinna og virkjanaandstæðinga, ég hef eiginlega litið svo á að ég sé hvorugt. Held reyndar að eik hafi rétt fyrir sér um að virkjanir til álframleiðslu eins og þær hafa verið útfærðar hér séu ekki arðbærar, en það er kannski annað mál. Ég er hins vegar á móti því að ósnortin svæði á hálendinu séu lögð undir einhver stórkostleg mannvirki, hvort sem það eru flutningsleiðir (s.s. uppbyggðar hraðbrautir þvers og kruss yfir hálendið) eða orkuver og uppistöðulón. Búðarhálsvirkjun mega þeir mín vegna reisa, það er hvort eð er búið að leggja það svæði undir mannvirki og neðri hluta Þjórsár ættu þeir endilega að stífla og virkja og veita út og suður, við höfum nóg að svæðum undir lambakjötsframleiðslu hvort eð er. En svæði eins og Fjallabak, Skjálfandafljót og hálendið norðan Hofsjökuls finnst mér einfaldlega sjálfgefið að við reynum að verja fyrir þessum ósköpum. Reyndar er þetta í mínum huga í mikilvægisröð þarna, en það er kannski vegna þess að ég þekki það síðastnefnda minnst. Sleppi því að nefna Arnardalslón, Eyjabakka (umfram það sem þegar er búið að ákveða þar) og Þjórsárver, þar sem ég held að það sé þegar búið að bjarga þessu.
Af því menn eru að taka inn í til samanburðar baráttu okkar fyrir því að fá að ferðast um slóða hálendisins, þá er alveg klárt mál að eftir því sem meira af hálendinu er tekið undir raforkuframleiðslu eykst baráttan um það sem eftir er.
Kannski væri ráð að leggja bara hringslóða í kringum uppistöðulónin og leyfa frjálsan jeppaakstur í setinu sem situr eftir þegar lækkar í lónunum, en það myndi þó ekki fullnægja minni ferðaþörf.Kv – Skúli
08.10.2006 at 03:46 #562732Eitt sem mig langar að benda á í umræðu um virkjanaleiðir.
Kjarnorka er einn af vistvænari orkugjöfum heims, sé staðið rétt að úrvinnslu kjarnorkuúrgangs. (Þó vildi ek ekki sjá slíkja virkjun hér á landi…)
Sjávarfallavirkjanir eru vel hugsanlegar og vel framkvæmanlegar, Ísland gæti sómað sér vel sem land á fremsta sviði í þróun þeirra virkjannamála. Einnig vil ég benda á að Ísland hentar mun betur f. sólarorkuframleiðslu en önnur suðrænni lönd (sem þó hafa meiri sól) sökum þess hve breið og góð sólarbirta er hér! Þó svo að við höfum sólina takmarkað yfir vetrartímann.
Virðingarfyllst, S. Úlfr Þ.
09.10.2006 at 09:20 #562734Ég er hlynntur því að við nýtum landið okkar eftir því sem hagkvæmt er og eðlilegt. Er því virkjanasinni í vissri merkingu. Ég tel hins vegar að ekki hafi alltaf verið tekinn alveg réttur póll í hæðina hingað til við mat á hvað sé "eðlilegt", í það minnsta í umræðunni. Því vil ég breyta.
Ég vil gefa náttúrunni aukið vægi við mat á næstu skrefum í virkjunum. Og fá fram upplýstari ákvarðanir þannig að þjóðin geti lagt mat sitt á raunverulega fórnir og hvað fæst í staðinn. Hingað til hefur umræðan einkennst af einhversskonar áróðursstyrjöld þar sem öfgasjónamiðum hefur verið haldið á lofti á bóða bóga. Annað hvort sé fórnin öll eða engin. Báðir hafa þar rangt fyrir sér.
Ég hef leitað eftir því að finna línuna þarna á milli, m.a. með því að skoða sjálfur eftir föngum virkjanframkvæmdir og land sem er/verður fórnað.
Mér hefur líka fundist að náttúruverndarsinnar tengi sig um of við vinstri flokkana, sbr Vinstri grænir. "Grænir" finnast örugglega í öllum flokkum og ég tel að það muni koma mjög fram í kosningabaráttunni í vetur og verða stjórnvöldum leiðarljós í framtíðinni um hvað leggja beri til grundvallar við ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á nátturuna, hvort sem þau telji sig til vinstri eða hægri.
Snorri Ingimarsson
R16
09.10.2006 at 09:46 #562736Til að byrja með: afsaka vontur Islenskur mítt – ég er ennþá að leira.
Sturt sögu úr fjölskuldu líf hans Thorstens:
Broður kona min sem er harður sjáfsstaðsflokkur maður og bjó í þokabót fyrir Austan sem sagt maður sem gætir ekki vera meira bak við Kárahnjukur var að vinna hja virkjun sem sjukraflutningarmaður. Eftir hann komin til baka var hann snuinn maður. I hans orðinn: "Maður sem dátta í huga að byggja þessi stiflun er mjörg veikur!!!! Þetta kominn frá sjálfstaðurmenn!!!!Ég veit ekki hvað ég ætla að segja til sónur min ef hann er að spurja mér eftir 20 ár:" Papa af hverju varstu ekki gera neitt á móti alla þessi virkjun á Álandi (Breyttum nafnið frá Ísland tíl Áland 2015).
Eitt enn: Með stofnun sem við er með í dag (meira Álverja) er við erum á sama tröppur og þriðja heimslönd. Við eigum ekki efni til að búa til ál og við höfum lika ekki neitt að gera með allt þessi ál nema senda það til öðru lönd eftir. Allt sem við er a selja er ódyrt rafmag. Hvað heldir þér Kina eða Brasiliu gætir búa til odyrt rafmag…? Og þau vanta erlend fjármagn. Við gætum nái þessi erlend fjármögn úr til dæmis ferðaþjónusta sem skilja loka 100 % hagnaður. Við þurfum kaupa ekki hráefni erlendis frá og miðað með Lappland, sem fá 3.000.000!!!! gestir á ári er Ísland ungabarn með 310.000 ferðamenn. Virkjum Ferðamenn í staðin hálendið.
Einu sinnum enn sorry vegna vontur íslenskur mítt – málið liggja svoltið á hjartan mítt og mér finnst það sorglegt hvað gerast hérna á lanðið
Fjalla (Virkja) kveðja
Thorsten
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.