Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Hálendið
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.04.2007 at 21:37 #200081
Segið mér félagar, þið sem voruð á ferðinni á fjöllum í dag. Hvernig er færðin? Er hægt að komast á Langjökul án þessa að lenda í aurdrullu eða krapa? Eða jafnvel inní Landmannalaugar?
Kveðja
Þengill -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.04.2007 at 21:53 #587318
Enn sem komið er algjört aksturbann inn í landmannalaugar, enn varðandi langjökul þá ætti að vera hægt að komast þangað í gegnum húsafell
05.04.2007 at 23:01 #587320ekkert mál að fara á langjökul, smá krapi á leiðinni á afleggjaranum uppað skála en jökullinn er grjótharður en frekar öldóttur, hægt að keyra þarna um á fólksbíl ef hann kæmist í uppað jökli. 33" færi
06.04.2007 at 10:58 #587322Sælir félagar.
Við fórum kjalveg í Hveravelli í gærmorgun og til baka í gærkvöldi, norðan megin frá.
Þar var ekkert skillti sem sagði veiginn lokaðan og það er ekki nein einasta ástæða til þess.
Vegurinn var þá alveg bein gaddaður og er nú orðinn ennþá harðari.
Við sáum stóran mun á krapanum á þegar við fórum í Hveravelli um morgunin og þegar við fórum heim.
Langjökullinn er líka bein gaddaður en öldóttur.
Frá Hveravöllum og uppá jökul eru nokkrir krapapittir sem þræða þarf framhjá.Gleðilega páska
Kveðja
Árni B Einarsson
krimmi75@simnet.is
06.04.2007 at 14:23 #587324Var að koma af Drangjökli, 20 pundafæri og gott betur, er eiginlega fært fólskbílum að jöklinum en var annars í um 14 pundum á jöklinum.
Þorskafjarðaheiðin er alveg bein gödduð og vel hægt að fara þar um á hvaða bíl sem er.
Kveðja Addikr
06.04.2007 at 16:58 #587326Góðan daginn, ég var að koma innan af vatnajökli um snæfell, var í kverkfjöllum síðustu nótt. Það er mjög gott færi og nánast engin krapi. Hluti af hópnum fór í gæsavötn frá kverkfjöllum og voru eldsnöggir yfir og þar er líka mikið af vatninu runnið fram.
07.04.2007 at 12:38 #587328Var á Langaskafli í gær, enginn krapi lengur við rætur hans allt botnfrosið. Fór Kaldadalinn heim, mikið um djúp för en allt frosið. Fann reyndar 2 krapasvæði sem við sneiddum framhjá en að öðru leyti alltílagi að keyra hann.
07.04.2007 at 13:09 #587330Sælir
Ég fór á fimmtudaginn yfir Mýrdalsjökul og inn í Strút. Fínt færi á jöklinum og inn að Strút. Einnig frétti ég af hóp inni í Hvanngili og þar í kring var mjög gott færi. Við ætluðum að fara inn í Sveinstind í gær en þá brotnaði öxull í einum bíl þannig að við snérum við. Inn við Háölduna rétt fyrir innan Mælifellið var að opnast smá krapi hér og þar en ekkert alvarlegt.
Við keyrðum svo Eyjafjallajökul heim í gær og þar var færið alger draumur eins og á Mýrdalsjökli, engin þörf á að setja í framdrifið
07.04.2007 at 18:41 #587332Vorum í Hvanngili síðustu tvo daga. Fórum inn í Strútslaug, Álftavatn, Entujökul o.fl.
Nægur snjór, enginn krapi, og frost allan tíman. Engin ástæða fyrir lokunum Vegagerðarinnar á þessu svæði.
Komum heim yfir Mýrdalsjökul í dag í ágætu færi en engu skygni. Þónokkuð bætt í snjóinn síðustu nótt.
Benni
08.04.2007 at 23:37 #587334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
fór einhver á langjokul i dag???? er ennþá allt beingaddað???? og það frosid að það se hægt að fara þangað a ford pikka á 39" irok??? semsagt ekki skel sem madu fer niðurur ef madur er of þungur eftir allt sukkuladid
09.04.2007 at 08:18 #587336Vegagerðin virðist fara þá leið að loka meira en minna, og verður það til þess að fólk hættir að taka mark á þeim, því miður. Ekkert gagna er heldur af því að hringja í þá og spyrjast fyrir. Ég hringdi t.d í þá núna og spurðist fyrir, hvort hægt væri að fara slóðina upp að Tindfjöllum. Þar sem Emstruleið var sýnd lokuð við niður við þjóðveginn.
Og benti ég vegagerðarmanninum á að leiðin inn í Þórsmörk væri opinn, sem lægi um samskonar landslag. Vegagerðarmaðurinn sagðist bar ekki hafa vita það og taldi að Emstruleið væri moldarslóð frá þjóðvegi. Það er lámark að vegagerðarmennirnir hafi þekkingu á þeim leiðum sem þeir eru að loka og hefði vel mátt vera opið inn að Gilsá.Þegar við fórum með fatlaða á Langjökul fyrir nokkrum misserum. Þá hringdi ég í vegagerðina í Borgarnesi, til þess að spyrjast fyrir um lokun þeirra á Kaldadalsvegi.
Þá var mér bent á að lokunin væri aðalega, til þess að smá jeppar kæmu sér ekki í vandræði á leiðinni. Ég spurði þá hvort við mættum fara Kaldadal. Jú jú þið megið alveg fara Kaldadal, sagði vegagerðarmaðurinn, en látið bara ekki taka ykkur.Ég átta mig því ekki á því hvort það er verið að vernda ferðalanga eða vegina. Og finnst reyndar oft að þeir séu ekkert að fylgjast með veðri eða snjóalögum.
09.04.2007 at 08:54 #587338Því miður hefur vegum kannski verið lokað sem hafa verið færir vel búnum og breyttum jeppum á þessum árstíma. En það er eins og bent er á af nauðsyn, Túristatíminn byrjar á fullu upp úr páskum og þá má gefa sér að Norræna kemur með slatta af útlendingum á 31" jeppum með níðþung tjaldhýsi sem þeir kalla "vel útbúna".
En þeir eiga ekkert í íslenska fjallvegi að vori til. Ég rakst í hittifyrra á eldri þýsk hjón á óbreyttri Toyotu Hilux með camper sem ætluðu sömu helgi og opnaði, einbíla frá Möðrudal yfir Kreppuhraun og yfir í Herðubreiðarlindir. Þegar ég heyri að þau væru einbíla og án fjarskiptatækja þá ráðlagði ég þeim að reyna frekar leiðina norðanfrá.
Þau fóru eftir því, sérstaklega þegar ég hafði bent þeim á að þá færu þau um Mývatn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.