FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hagsmunamál 4×4 nr 1

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hagsmunamál 4×4 nr 1

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.03.2008 at 14:42 #202014
    Profile photo of
    Anonymous

    Morgunblaðið í dag. Eftir Rúnar Pálmason
    runarp@mbl.is

    EKKERT sérstakt átak var gert í kortlagningu vega og slóða á
    hálendinu líkt og starfshópur umhverfisráðuneytisins lagði til í
    skýrslu sinni árið 2005. Hópurinn taldi að með átaksvinnu mætti
    ljúka verkefninu á tveimur árum. Nú stefnir í að kortlagningu ljúki
    sumarið 2009, fjórum árum eftir að tillögur hópsins litu dagsins
    ljós.

    Starfshópurinn, sem var skipaður í tíð Sivjar Friðleifsdóttur sem
    umhverfisráðherra haustið 2004, skilaði skýrslu vorið 2005. Í henni
    kom m.a. fram að þrátt fyrir vinnu Landmælinga Íslands og
    Vegagerðarinnar vantaði enn nákvæmar upplýsingar um töluvert af
    slóðum á hálendi Íslands. Starfshópurinn lagði til að með
    sérstöku átaki yrði lokið við kortlagninguna á tveimur árum.
    Áætlaður viðbótarkostnaður vegna kortlagningarinnar væri 9
    milljónir króna.

    Kortlagning sem þessi er forsenda þess að hægt sé að segja til um
    hvort umferð sé leyfileg eða bönnuð um viðkomandi leið. Akstur utan
    vega er bannaður, um það snýst málið ekki. Það er hins vegar deilt
    um hvað telst vera vegur.

    Engin fjárveiting
    Að sögn Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Landmælinga Íslands, fékk
    stofnunin enga sérstaka fjárveitingu til að ljúka kortlagningu í
    kjölfar útkomu skýrslunnar 2005 og ekkert sérstakt átak var gert í
    þessum efnum. Hann benti hins vegar á að frá árinu 1999 hefðu
    Landmælingar unnið að kortlagningu vega og slóða á hálendinu og
    stofnunin hefði haldið sínum takti í verkefninu. Sérstakur kraftur var
    síðan settur í mælingarnar sumarið 2007 með samstarfssamningi við
    Ferðaklúbbinn 4×4.
    Magnús telur að Landmælingar ljúki við að kortleggja vegi og slóða
    á hálendinu sumarið 2009. Að hans sögn er skráning á miðhálendinu
    langt komin og hugsanlegt að ljúka henni að mestu í sumar. Töluvert er
    hins vegar eftir á Norðausturlandi og Austurlandi og einnig á
    Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Verkefninu lyki þó ekki þar með því
    uppfæra yrði gögnin reglulega og brugðist yrði við ábendingum,
    sagði hann.

    Í sumarbyrjun 2006 kynnti þáverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna
    Þórðardóttir, vefinn Á vegi sem átti að vera ökumönnum til
    leiðbeiningar um akstur á hálendinu.

    Aðspurður sagði Magnús að Landmælingar hefðu alls ekki talið að
    þetta væri tæmandi kort, þótt þá hefði verið búið að mæla
    helstu vegi og slóða í samvinnu við Vegagerðina. Kortið hefði
    einungis átt að vera til leiðbeiningar þannig að ökumenn gætu verið
    vissir um að þeir ækju eftir löglegum vegum. Þegar menn fóru að
    skoða þetta betur þá kom í ljós að það vantaði mikið af vegum og
    slóðum inn í grunninn, sagði hann.

    Þótt kortið hafi einungis átt að vera til leiðbeiningar voru ökumenn
    engu að síður varaðir eindregið við að aka annars staðar en á
    þeim vegum sem sýndir voru á kortinu.

    Mælingamenn Landmælinga skrá legu vega, ástand þeirra og lýsa
    yfirborðinu. Þeirra verkefni er ekki að skilgreina hvaða vegum eða
    slóðum á hugsanlega að loka. Það stóra verkefni er alveg
    eftir, sagði Magnús.

    Misskilningur ráðherra
    Í svari Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra á Alþingi í
    febrúar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur kom fram að kortlagningu
    á vegum og slóðum á miðhálendinu væri lokið. Þetta er ekki rétt,
    eins og fram hefur komið. Samkvæmt upplýsingum frá
    umhverfisráðuneytinu varð misskilningur þess valdandi að rangar
    upplýsingar birtust í svari ráðherra.
    Óvissan ætti að verða úr sögunni
    ANNAR starfshópur hefur verið myndaður af umhverfisráðuneytinu til að
    skilgreina hvað telst vera vegur og hvað ekki en með því er ætlunin
    að sporna við utanvegaakstri í óbyggðum. Starfshópurinn hefur ekki
    komið saman og hefur ekki sett sér tímamörk en formaður nýja
    starfshópsins telur að vinnan geti tekið 6-12 mánuði.
    Líkt og starfshópurinn sem Siv Friðleifsdóttir skipaði 2004 á
    starfshópurinn að skilgreina hvað teljist vera vegir og slóðar í
    óbyggðum.

    Hálendið fyrst
    Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur ráðuneytisins og formaður nýja
    starfshópsins, segir að fyrst í stað muni hópurinn einbeita sér að
    slóðum og vegum á hálendinu, þ.e.a.s. þeim vegum og slóðum sem
    óljóst er hver beri ábyrgð á. Þetta geti t.d. verið leiðir inn að
    skálum, gamlar þjóðleiðir og línuvegir. Ef enginn vill taka
    ábyrgð á þeim, telur heldur enginn að hann þurfi að halda þeim
    við, segir Sesselja. Þetta geti t.d. valdið því að ef skurður
    kemur í veg sem enginn ber ábyrgð á, muni hugsanlega enginn fylla upp
    í skurðinn með þeim afleiðingum að ökumenn krækja út fyrir veginn.

    Um 20 sveitarfélög eiga skipulagsvald á hálendinu og segir Sesselja að
    hópurinn muni fara yfir málið með fulltrúum þeirra allra. Aflað
    verði upplýsinga um hvaða vegir og slóðar eru ekki í umsjón eins né
    neins og hvort takmarka þurfi umferð um þá eða loka alfarið. Slíkt
    verði aðeins gert með fullu samráði og samþykki sveitarfélaganna.

    Drög til hagsmunaaðila
    Eins og sýknudómar í meintum utanvegaakstursmálum bera með sér hefur
    löngum verið vafamál hvað telst vera vegur og hvað ekki.
    Sesselja segir að þegar nefndin hafi lokið við að ræða við
    sveitarfélög verði útbúin drög að korti sem muni sýna hvar
    leyfilegt er að aka og hvar ekki. Þessi drög verði síðan send til
    hagsmunaaðila, s.s. útvistarfélaga og félaga torfæruhjóla- og
    jeppamanna. Að því loknu verði kortið gefið út og jafnhliða verði
    reglugerð breytt þannig að akstur á vegum eða slóðum sem eru ekki á
    kortinu verður bannaður. Þá ætti þessi óvissa að vera úr
    sögunni, segir hún.

    Aðspurð hvort til sé nægilega góður kortagrunnur til að ljúka
    þessari vinnu, segir Sesselja að þótt Landmælingar eigi enn eftir að
    mæla nokkur þúsund kílómetra á hálendinu sé hægt að hefja
    starfið og ljúka því innan árs. Kortið sem fyrst verði gefið út
    verði af miðhálendinu og væntanlega verði mælingum lokið fyrir það
    svæði.

    Í sumarbyrjun 2006 kynnti þáverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna
    Þórðardóttir, vefinn Á vegi sem var ætlað að vera til
    leiðbeiningar um hvaða vegi á hálendinu mætti aka.

    Að sögn Sesselju bárust mjög margar athugasemdir vegna fyrrnefnds
    vegakorts þar sem inn á það vantaði töluverðan fjölda af vegum og
    slóðum. Því hefði verið ákveðið að loka vefnum Á vegi.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 04.03.2008 at 16:03 #616028
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Samkvæmt þessu á að loka þeim slóðum sem engin ber ábyrð á, en í póstinum á undan segir

    Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur ráðuneytisins og formaður nýja
    starfshópsins, segir að fyrst í stað muni hópurinn einbeita sér að
    slóðum og vegum á hálendinu, þ.e.a.s. þeim vegum og slóðum sem
    óljóst er hver beri ábyrgð á. Þetta geti t.d. verið leiðir inn að
    skálum, gamlar þjóðleiðir og línuvegir. Ef enginn vill taka
    ábyrgð á þeim, telur heldur enginn að hann þurfi að halda þeim
    við, segir Sesselja. Þetta geti t.d. valdið því að ef skurður
    kemur í veg sem enginn ber ábyrgð á, muni hugsanlega enginn fylla upp
    í skurðinn með þeim afleiðingum að ökumenn krækja út fyrir veginn.
    Um 20 sveitarfélög eiga skipulagsvald á hálendinu og segir Sesselja að
    hópurinn muni fara yfir málið með fulltrúum þeirra allra. Aflað
    verði upplýsinga um hvaða vegir og slóðar eru ekki í umsjón eins né
    neins og hvort takmarka þurfi umferð um þá eða loka alfarið. Slíkt
    verði aðeins gert með fullu samráði og samþykki sveitarfélaganna.

    Hvað ef f4x4 klúbburinn vill taka ábyrð á þessum slóðum sem eru munaðarlausir, hugsamlega í samstarfi við aðra útivistar hópa þarf þá nokkuð að loka þeim ?

    Þegar að þessi starfshópur er búinn að finna út hvaða slóðar eru án eftirlits getur f4x4 tekið þá að sér og síðan geta ákveðnir hópar eða gengi t.d Rottugengið (bara sem dæmi) fóstrað ákveðna leið og þá mokað ofan í skurðinn eða tínt stæðsta grjótið úr slóðanum.

    Hvers vegna ekki?

    Hilmar Örn





    04.03.2008 at 17:45 #616030
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    kvað Jónas Hallgrímsson forðum. Mér var nú hugsað til þess þegar ég hljóp á hundavaði yfir þessa tilvitnuðu grein í morgun, að það er eins og ekkert hafi verið gert. 4×4 klúbburinn hafi ekkert gert til að koma á móts við hið háa ráðuneyti. Jón Garðar Snæland er búinn að aka til og frá, út og suður um allt hálendið og skrá slóða og vegi, koma þeim í tölvutækt form með hnitum og hvaðeina með góðri aðstoð a.m.k. sumra félagsmanna 4×4. Svo er látið eins og ekkert hafi verið gert!





    04.03.2008 at 17:51 #616032
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    er eiginlega sammála Hilmari í þessu, það má velta þessu fyrir sér.





    04.03.2008 at 18:33 #616034
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Fyrst ætla ég að svara hugmyndum Hilmars. Hún hefur komið fram áður, og varpaði Benni Magg þessu einusinni fram við umhverfisráðherra, að við tækjum að okkur allt veghald á foreldralausum slóðum. Þetta er hugsamlega hæg, og á að fara að rýna í vegalög í því sambandi. Það má t,d sjá umræður um þetta hjá Slóðavinum. Það væri kannski hægt að taka einhverjar útvaldar leiði undir verndarvæng 4×4. En það má ekki heldur gleyma því að, að lokum gætu slóðir í gagnagrunni LMÍ orðið 3000 eða hver veit hvað, þannig þetta er engin smá fjöldi.

    Það er töluverður fjöldi einstaklinga sem hefur lagt klúbbnum lið í ferlasöfnun og eru þeir ornir einhverjir 70. Að sjálfsögðu hefðu þeir mátt vera fleiri en svona er lífið.
    Ég vill endilega auglýsa eftir vetrarferlum og mætti senda þá á rotta01@gmail.com.
    Því við erum einnig að safna þeim. Okkur er alveg sama í hvaða formi ferlarnir eru við snúum öllu í GPX. Kv Ofsi





    04.03.2008 at 19:54 #616036
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Mér lýst vel á hugmyndina hjá Hilmari og Benna , það gæti verið góð afsökun til að fara í ferð , laga eitt tvö úrrensli, en ég hef smá áhyggjur af þessum nýja starfshóp !!! er einhver frá Klúbbnum í þessum hóp?? Nú eða frá öðrum hagsmuna hópum ? Því þarna væri hægt að eyðileggja alla góðu vinnuna, ef ekki eru menn með viti sem taka svo loka áhvörðun um hvort má eða má ekki aka hinn eða þennan slóðann.
    kv:Kalli vegabætir





    04.03.2008 at 20:59 #616038
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Í hverju skyldi Sesselja Bjarnadóttir vera sérfræðingur, einhvern veginn líst mér illa á þessa titla hjá ráðuneytunum, er að spá hvort hún hafi farið út fyrir 101 Rvk.

    Kv. Heiðar





    04.03.2008 at 22:26 #616040
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    já það er líka alveg magnað að í Umhverfisráðuneytinu er gefnir upp 32 starfsmenn og af þeim eru aðeins 11 karlmenn. Finnst vera óttaleg saumaklúbbalykt af þessu.
    Sérfræðingur eru ekki allir sérfræðingar í einhverju var bara ekki búin að fatta að maður gæti titlað sig það jamm góð hugmynd.
    Kveðja Lella Sérfræðingur





    04.03.2008 at 23:11 #616042
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Svona af því það er spurt þá veit ég að umrædd Sesselja þekkir til fjallaferða og er haldinn hálendisbakteríu. Það er allavega kostur þó auðvitað sé það engin trygging fyrir að allt falli í góðan farveg, það ræðst miklu frekar af okkar heimavinnu heldur en hennar þekkingu. Það er fátt nýtt sem kemur fram þarna, öllu frekar er þetta staðfesting á því sem við í umhverfisnefndinni og Ofsi höfum sagt að muni gerast. Sú vinna í ferlamálum sem Ofsi hefur stýrt síðasta árið eða síðustu ár er einfaldlega tilkomin af því þetta var fyrirséð. En það vantar enn marga ferla og full ástæða til að grafa aðeins í ferlasafninu og skoða hvort það sé ekki eitthvað þar sem hugsanlega gæti komið að notum. Leiðir sem ekki eru í gagnagrunninum verða sjálfkrafa athafnasvæði þyrluvæddra sýslumanna í framtíðinni, munurinn verður hins vegar að þá þurfa þeir ekki að óttast sýknudóma. Við höfum tvö sumur til að safna og þau eru fljót að líða. Því þarf Ofsi alla þá hjálp sem gefst.
    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.