This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 15 years ago.
-
Topic
-
Hagsmunabaráttan
Nú er Ferðaklúbburinn 4×4 búinn að berjast lengi fyrir aðkomu að ýmsum málaflokkum sem okkur varðar, eða þar sem við höfum eitthvað til málana að leggja.
Þetta bar töluverðan árangur á tímabili og var það kannski mest í gegnum Samút. Síðan tel ég að hafi sigið á ógæfuhliðina og áhrif okkar á gang mála hefur minkað mikið, og á sama tíma hefur verkefnum fjölgað.
Hér að neðan eru þeir hlutir sem hanga yfir útivistarfólki í dag. Ég ætla aðeins að reyna að skilgreina það, hver sé staða þessara mála í dag, í örstuttu máli.1 Reykjarnesfólkvangur ( í flýtimeðferð )
2 Friðlandið í Þjórsárverum ( á að vera klárt í byrjun árs 2010 )
3 Lokanir einkaaðila á landsvæðum og slóðum ( fer fjölgandi )
4 Vatnajökulsþjóðgarður ( klárt vorið 2010 )
5 Skipulag slóða á miðhálendinu ( óvíst )
6 Landnýtingaráætlun ( komin í gegnum 1 umræðu á alþingi )Reykjarnesfólkvangur.
Svandís Svavarsdóttir ákvað í vor að það skildi vera farið í átak í verndun fólkvangsins.
Og var því stofnað til þess aðgerðarteymi. Fljótlega eftir útspil Svandísar, buðu bæði Ferðaklúbburinn og Slóðavinir fram aðstoð sína. Umhverfisnefnd f4x4 sendu bréf til Svandísar og buðu fram aðstoð, og fagnaði Svandís því mjög. Erindið sendi Svandís áfram til embættismanna sinna. Síðan hefur ekkert gerst. Þó vitum við að búið er að stofna aðgerðarteymi og haldnir hafa verið 4 fundir ( 3 óformelgir og einn formlegur ).
Einnig segir sagan innan úr rallýheiminum að breyta eigi fólkvanginum í þjóðgarð og banna þar keppnisakstur, þetta er þó óstaðfest.Friðlandið í Þjórsárverum.
Hvað við vitum best er að stækkunarferlið er enn í gangi, og sennilega algjörlega í höndum umhverfisráðuneytisins, Ust og sveitarstjórnarmanna. Hugmyndir um stækkun á að vera tilbúinn um áramótin. Og væntir ráðherra þess að upp úr því verði hægt að fara í stækkun. Að venju hefur f4x4 ekki fengið neina aðkomu að málinu. Þrátt fyrir að vera stór hagsmunaaðili. ( hér eru að lámarki, um tveir mánuðir til stefnu )Lokanir einkaaðila
Þessum lokunum fer fjölgandi víða um land. Og virðast flestar lokanirnar vera í höndum þéttbýlisfólks sem keypt hefur upp stór landsvæði. Áhyggjur af þessu virðast ráðuneytismenn umhverfisráðuneytisins deila með okkur. Ekkert er þó að gerast í þessum málum, nema er vera vildi að sveitarstjórn Djúpavogshreppa fór fram á það að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason voru látin fjarlægja lokanir í Hofsdal.Vatnajökulsþjóðgarður
Staðan í garðinum er sú að nú er unnið að verndaráætlun og á henni að vera lokið um áramótin. Þá tekur við úrvinnsla svæðisráðanna og síðan samþykki eða úrvinnsla þjóðgarðsráðsins. Þessu á að var lokið í sumarbyrjun 2010. Eða eftir um 8 mánuði.
Þarna er margt að gerast sem full ástæða er aðhafa áhyggjum af. Kannski er mótsögnin mest í verndun náttúrunnar og því að lálendisvæða. Einnig hef ég stóra áhyggjur að alfriðun einstakra landsvæða á nægilegra raka. Fer betur yfir verndaráætlunina ofl, þessu tengt í sér pistli.
http://stofnanir.hi.is/hornafjordur/verndaraaetlunSkipulag slóða í miðhálendinu ( slóðaverkefnið )
Staðan á verkefninu er sú að Slóðanefnd ríkisins er búin að funda með 8 sveitarfélögum ( sumum nokkrum sinnum ).
Lokatillögur eru komnar frá Hrunamannahrepp og eru þær tillögur mjög góðar. Frumtillögur hafa einnig borist frá Ásahrepp. ( þar eru hinsvegar mikið flækjustig vegna slóðana í Vatnajökulsþjóðgarð ). Aðkoma okkar að þessum málum er í algjöru lámarki og er samstarfið lítið milli okkar og ráðuneytisins. Allar upplýsingar um gang mála koma til okkar bakdyramegin. Sif Friðleifsdóttir alþingismaður hefur lagt fyrirspurn fyrir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um málið en engin svör hafa borist. Fyrirspurnin var lögð fyrir þann 9 október 2009 og var vænst svars innan 2-3 vikna.Landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu ( komin í gegnum 1 umræðu á alþingi )
Hér er verið að fjalla um skipulagsmál innan miðhálendisins. Að þessu þarf útivistarfólk að koma á jafnréttisgrundvelli. Þar að segja að fá ekki minna vægi en umhverfissamtök.
SAMÚT hefur óskað eftir því að fá tillögurnar til umsagnar frá iðnaðarnefnd alþingis.
http://www.althingi.is/altext/138/s/0019.html
Kv Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.