This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 16 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Fjallað hefur verið um að aðalmarkmið þessa klúbbs eigi að vera hagsmunabarátta, fyrir ferðafrelsi og að mega aka breyttum bílum.
Nýverið hélt formaður F4x4 ræðu um þetta á afmælisfundi F4x4.
Undanfarið hefur F4x4 verið í samvinnu við LMI að ferla slóða á hálendinu, en í MBL í dag, er LMI harðlega gagrýndar fyrir gamaldags vinnubrögð, eða að aka slóðana með GPS tæki, og fá þannig nákvæma staðsetningu á leiðinni.
Loftmyndir telja að þeirra vinnubröð eru mun betri, að taka mynd af landinu og finna svo slóðana á myndinni.
Ég ég fleiri getum að vísu ekki tekið undir þetta af fenginni reynslu.
Loftmyndir voru að beiðni kærðu í Hagavatnsmálinu, að aðstoða við vörn, en á mynda-gögnum þeirra var ekki hægt að greina þá slóða sem liggja að Hagavatni.
Ég held að gögn Loftmynda hafi ekki komið að neinu gagni, en gömul kort LMI gerðu það.
Þessar loftmyndir greina ágætlega rudda Vegi og slóða í gegnum gróið land, þar sem hjólförin eru í gegnum svörðin, en að sama skapi eru þær gagnslittlar í að greina leiðir, í hrauni, melum, foksandi, flæðum, eða landi sem vatn flæðir yfir á vetrum. Óljósar leiðir á hörðu yfirborði sjást alls ekki, þótt þær eru stikaðar og þótt ágætt er að rata um á bíl.
Nýverið komu nokkrir áhugasamir um ferlunarverkefnið saman í höfuðstöðvum F4x4 til að mynda nýtt ferlaráð. En þar mættu félagar í F4x4 og fólk úr öðrum samtökum.
Þessi fundur átti koma krafti í verkefnið, en óvæntir atburðir urðu til þess að drepa allann áhuga og atörku úr mönnum.
Ég vet ekki um framtíð verkefnisins, en breytinga er þörf.
kveðja Dagur
You must be logged in to reply to this topic.