Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hættur á Jöklum.
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Tryggvason 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2006 at 17:33 #197436
Sælir ég er aðeins ofvirkur björgunarmaður (Slökkviliðsmaður og björgunarsveitarmaður). Ég var í björgunaraðgerðunum á Hofsjökli um síðustu helgi og leið alveg bölvanlega að vera að fara um slóðir sem ég hef ekki farið um áður og ekki á leið sem er viðurkend sem „semi“ öruggt track.
Aðstæður þarna voru stórhættulegar og ég fór að hugsa á leiðinni heim um allar þær upplýsingar þið hjá 4×4 og aðrir hafa um jökla og aðrar hættur á Hálendinu. Eins GPS-punkta bankana sem þið hafið.
Ég var að velta því fyrir mér að annað hvort 4×4 hafi velt því fyrir sér að búa til kort þar sem ákveðnar hættur og svæði sem menn ættu alls ekki að vera að fara um væru merkt inn.
Ég væri allavega til í að fá upplýsingar frá ykkur um GPS-track og hættuleg svæði á jöklum send til mín. Ef þið mynduð vera til í að láta þær té.
Pétur R.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2006 at 18:05 #545070
[url=http://klaki.net/gutti/hofs53:324a15j2]Hér eru gögn[/url:324a15j2] sem voru tekin voru saman vegna ferðarinnar yfir Hofsjökul í fyrra. Eins og fram kemur í texta þá eru þær leiðir sem þarna eru mis mikið prófaðar, en ég hef farið allar þær leiðir sem þarna eru á jökli.
Aðstæður á jökli eru breytilegar eftir árstímum, sumir jöklar ganga fram á nokkura áratuga fresti, og verða þá ófærir yfirferðar.-Einar
28.02.2006 at 18:27 #545072Góða kvöldið
Mynd og texti fjarlægður að beiðni Einars.
Tilgangurinn með myndinni var að hefja umræðu um þekkt hættusvæði á jöklinum en ferlarnir úr stórferð F4x4 frá 2005 (voru afhentir öllum þátttakendum fyrir ferð) voru aðeins til fróðleiks og samanburðar.
Ég ítreka að ég er sammála öðrum hér að neðan að Hofsjökul bera að varast og helst forðast á ferðalögum eins og ég benti á í texta með myndinni.
Ef einhver vistaði þessa mynd bið ég hann að eyða henni.
kveðja
Agnar
R-3104
28.02.2006 at 20:05 #545074Agnar, hversvegna eru að setja hér inn mynd sem byggð er á úreltum og hættulegum upplýsingum? Á leiðini frá Hábungu niður á Þjórsárjökul vantar puntk við Hásteina.. Án hans liggur leiðin yfir stórhættulegt sprungusvæði. Ég legg til að myndin verði fjarlægtð tafarlaust.
-Einar
28.02.2006 at 20:08 #545076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tel að það geti verið svolítið tvíeggja að fara að auglýsa þekkt hættusvæði á jöklum. Svona listi getur aldrei orðið tæmandi, en gæti orðið til þess að menn fari að geysast vítt og breitt um ókönnuð svæði og talið þau örugg út að því að það er ekki búið að merkja þau hættuleg.
Ég held að gamla aðferðin sé betri, að taka saman leiðir sem eru taldar öruggar og fylgja þeim, frekar en að hafa það öfugt.Kalli
28.02.2006 at 20:23 #545078Því miður eru hætturnar líklega mestar og flestar á Hofsjökli miðað við flatarmál eins og sakir standa. Þó má aldrei gleyma þeim stórvarasömu stöðum og svæðum, sem þekkt eru á stóra jöklinum. En ég ætlaði aðallega að koma því að, að á norðaustanverðum Hofsjökli eru líka gríðarlega mörg sprungusvæði, nánast og hverjum kolli og þeir eru nokkuð margir eins og kunnugir þekkja. Eins munu vera margir blettir á Blágnípujökli, svelgir og önnur hættuleg fyrirbæri. Hvernig væri að semja við hann Odd Sigurðsson, sem þekkir þennan jökul öðrum betur að halda fyrirlestur um jökulinn og miðla einhverju af þeirri gríðarmiklu þekkingu sem hann býr yfir? Bara svona hugmynd til að ræða og skoða.
28.02.2006 at 20:28 #545080það vantar gagnasafn með þekktum leiðum sem teljast öruggar á öllum jöklum sem verið er að aka um. Það mætti svo fylgja með upplýsingar um svæði sem eru mjög hættuleg.
Er ekki ástæða fyrir klúbbinn að standa fyrir því að búa til svona gagnasafn! þekkingin er til staðar og fullt af upplýsingum og fróðum mönnum svo það ætti ekkert að vera að vanbúnaði.
28.02.2006 at 20:38 #545082Upplýsingar eru alltaf af hinu góða. Rangar upplýsingar eru hinsvegar og ástæðan fyrir því að menn ættu aldrei að treysta á upplýsingar nema vera kunnugir uppruna þeirra. Menn verða sjálfir að meta hverju er treistandi og hveru ekki.
Guðmundur
28.02.2006 at 20:45 #545084Ég er samála Einar og Kalla og vil nota sömu aðferðafræði og í veiðistjórnunarkerfinu, ´´allt er bannað nema það sem er leifilegt´´ það á séstaklega við um Hofsjökul. Í texta gæti staðið ´´ef þið ætlið á Höfsjökul farið þá þekkta leið og farið ekki út af henni´´ öll þekkjum við söguna um Rauðhettu. Það er eflaust of djúpt í árina tekið að nota orðið bannað en það má gera það á leiðbeinandi hátt. Einnig þarf að vera ígrundaður texti sem lýsir aðstæðum, hvaða hættur geta verið á staðnum og á hvaða tíma ársins og svo framvegis.
Þetta eru að sjálfsögðu tillögur en þetta þarf að ræða í vinnuhóp eða nefnd sem tekur að sér að koma með tillögur í þessa veru öllum ferðalöngum til öryggis og yndisauka á ferðum á jöklum.kv. vals.
E.s. Að sjálfsögðu á Klúbburinn að taka þetta verkefni að sé, þar er reynslan og við vitum hvar aðrar upplýsingar liggja.
28.02.2006 at 22:18 #545086Það fylgir því auðvitað heilmikil ábyrgð að setja fram upplýsingar um þessa hluti, sama hvort það er gert með því að kortleggja hættuleg svæði eða setja fram öruggar leiðir. Ef hættuleg svæði eru merkt inn á kort álykta menn sjálfkrafa að hægt sé að sprauta alls staðar utan þeirra og þá er líka eins gott að taka með öll varasöm svæði og ekkert gleymist og eins þarf þá að uppfæra upplýsingarnar nokkuð örugglega ef breytingar verða á jöklum. Hins vegar ef öruggar leiðir eru kortlagðar kemur spurningin um hversu öruggar þær eru. Það þarf t.d. ekki mikið að breytast til að leiðin sem við fórum í stóru Hofsjökulsferðinni í fyrra breytist og verði ekki svo mjög örugg og menn þurfa alltaf að gæta að sér á allavega flestum leiðum. Má kannski segja að það sé ekkert til sem heitir örugg leið.
Hins vegar held ég að þetta sé eitthvað sem verði að gera, menn þurfa bara að gera sér grein fyrir þeim fyrirvörum sem eru á svona upplýsingum. Réttu aðilarnir til að gera þetta er auðvitað Ferðaklúbburinn 4×4 og Jöklarannsóknafélagið og reyndar höfum við Magnús Tumi þegar rætt saman um þetta. Nú er bara spurningin um að fá okkar reyndustu og færustu menn í vinnuhóp til að vinna að þessu í samvinnu við þá Jöklarannsóknafélaginu.
Kv – Skúli
28.02.2006 at 23:10 #545088Þið/við hjá 4×4 eigið mikið hrós skilið ef þið drýfið í að vinna þessar upplýsingar á kort.
Þetta kort yrði þá mjög aðgengilegt fyrir jeppamenn og þá myndu menn gera sér grein fyrir hættunni að ferðast á viðkomandi jöklum.
Þetta þyrfti auðvitað að setja þannig fram að þetta séu leiðir sem eru ekki pottþéttar en samt öruggast að fylgja þeim þangað til varað verður við öðru.
Ef síðan slys verður á jökli eða menn týnast, þá er björgunarfólk í miklu minni hættu við störf sín og jafnvel auðveldara að finna það..Ég er ánægður með viðbrögð ykkar.
Kveðja að norðan
Pétur R.
01.03.2006 at 00:26 #545090þegar ég var að byrja að sýna þessu áhuga. Alltaf talað um að Hofsjökull væri alltaf svo sprunginn að hann væri ófær nánast allt árið. Það sama var að vísu sagt við mig um Eyjafjallajökul en eftir að hafa farið þangað 2svar þá set tek ég ekki mark á því.
Númer 1, 2 og 3 er að fara varlega og standa ekki drusluna flata í blindni þó að það sé hægt.Velkomin úr útlegð Þórir.
01.03.2006 at 09:31 #545092Það skiptir öllu máli í þessu að upplýsingarnar séu þekktar. 30 punkta ruta yfir hofsjökul sem ekkert er vitað um er eru upplýsingar sem eru gagnlausar. En sama rúta sem er dagsett og sögð farinn í góðu skyggni á 5 jeppum og tilgreint hver stjórnaði ferðinni. er strax eitthvað sem hægt er að taka mark á. Ég á mikið af trökkum með nokkuð nákvæmum lýsingum á því hvenær ég fór, á hverju, bíl, ríðandi eða gangandi og með hverjum. Ég á líka mikið af gögnum frá hinum og þessum sem eru nánast ónothæf til dæmis trökk sem gætu þess vegna hafa verið farin á flugvél, rútur yfir jökla sem ekkert er vitað um nema úr hvernig gps tæki það kom. Trökk af jöklum eru mjög verðmætar upplýsingar ef vel er haldið utan um uppruna og til urð þeirra. en eru rusl sem tekur pláss á harðadisknum ef það vantar.
En maðu verður líka að vita að trak sem var gott á jökli fyrir vikku getur verið ófært í dag.
Guðmundur
01.03.2006 at 10:05 #545094Ég ekki sammála því að það gildi eitthvað annað um Hofsjökul en aðra jökla. Þeir staðir á Hofsjökli, sem ég veit til að sprungur séu verulega varasamar jeppum á þessum árstíma, eru allir fyrir ofan 1400 m.y.s., sem er hærra en hæstu bungur Langjökuls, enda er mun minna um slík svæði á Langjökli. Slík svæði eru hinsvegar víða á Vatnajökli, sérstaklega sunnanverðum jöklinum. Við Kverkfjöll, Bárðarbungu og Öræfajökul eru gríðarlegar sprungur, sem standa sprungunum í Höfsjökli síst að baki. Ennig er mikið um sprungur í nágrenni Skálafellsjökuls, og stórt sprungusvæði fyrir norðvestan Skálafellsjökul, sem gerir það að verkum að taka þarf stóran sveig til norðurs á leið milli Skálafellsjökuls og Grímsvatna.
Á norðanverðum Vatnajökli eru líka stór svæði sem eru nánast laus við sprungur seinni hluta vetrar, raunar má segja það sama um norðurhluta Hofsjökuls.-Einar
01.03.2006 at 17:01 #545096Það ætti að vera óhætt að skrá niður þektar sprungur sem eru staðbundnar og einnig sprungusvæði sem eru að öllu jöfnu varasöm og ekki á leið neitt í burtu. Td sprunguna á Eyjafjallajökli sem er verið að ræða í samnefndum þræði og svæðið á suð-austanverum Langjökli sem ég veit ekki hvað heitir og eins þau svæði á Vatnajökli sem reyndari menn þekkja og þurfa ekki GPS eða tölvu til að forðast.
Það er sjálfsagt mikill meirihluti jeppamanna sem ferðast um í dag sem hefur ekki hugmynd um þessi svæði og kemst hvergi í áræðanlegar upplýsingar um þau.
01.03.2006 at 19:53 #545098Spurning til eik – hvernig skilgreinir þú "norðurhluta Hofsjökuls"? Að mínu mati er svæði sem í grófum dráttum má marka með línu, sem dregin er frá suðurenda Tvífells, austan lægðarinnar, sem liggur í SA (ekki nákvæm stefna) frá Strípli austan Austari Króks, suður að svæðinu sem slysið varð á um sl. helgi talsvert varasamt. Austan við þetta er mjög vandasamt að ferðast, þótt svo auðvitað megi finna þarna leiðir og þarna hefur vissulega verið farið bæði á bílum og sleðum. Ég hef gengið svolítið um þetta svæði á skíðum að sumri til með félaga mínum, sem þekkir þarna vel til. Okkur þótti þetta svæði vera ansi varasamt sem heild. Hinsvegar er eftir því sem mér hefur skilist á fyrrnefndum manni og reyndar einnig af upplýsingum sem ég held að séu komnar frá Oddi Sig., að það sé talsverður geiri á NV-verðum jöklinum sem sé hættulítill, allt þangað sem mælingar sýna öskjubrúnina. Þetta er í stórum dráttum það svæði sem Oddur ofl. kalla Sátujökul. Af því talað var um alhæfingar, þá tel ég að það sé rétt í þessu samhengi að fullyrða heldur minna en meira um hættulaus og/eða hættuleg svæði, og auðvitað verðum við öll að nota allar upplýsingar með varúð og að sjálfsögðu tek ég undir að heilbrigð skynsemi verður alltaf að ráða för.
01.03.2006 at 21:39 #545100Það lágu engar nákvæmar skilgreiningar að baki þegar ég sagði að það væru stór svæði á norðanverðum Hofsjökli sem væru nánast laus við sprungur seinni hluta vetrar. Ég sé ekki að þetta stangist á nokkurn hátt við lýsingu Guðbrandar.
En það er kannske rétt að minna á það að seinni hluta vetrar eru flestar jökulsprungur annaðhvort fullar af snjó eða undir þykkri snjóþekju. Þessar sprungur opnast á sumrin, þannig að svæði sem er illfær seinnhluta sumars geta orðið greiðfær senni hluta vetrar.-Einar
01.03.2006 at 23:37 #545102Sælir.
Ég held að það gæti verið sniðugt að fá einhverja til að mynda þau svæði sem við erum að ferðast á þ.e. á jöklum úr lofti í ca. ágúst og þannig getum við e.t.v. kortlagt að einhverju leiti sprungusvæði betur eins og t.d. á Hofsjökli. Þó við sem höfum verið að ferðast þarna af og til teljum okkur nokkuð klára á því hvar á að fara og hvar ekki erum við samt sem áður aldrei of klárir, það er nú bara svoleiðis og hvað þá þeir sem minna þekkja til og æða af stað og er ég ekki að vísa í neina sérstaka þar. Það á eflaust við um mjög marga. Klúbburinn gæti svo búið til kort sem er aðgengilegt á netinu með leiðbeinandi uppl. og þá vissulega með þeim fyrirvara að það er alltaf hættulegt að ferðast á jöklum og þeir eru alltaf að sýna á sér nýja hliðar og hættur.
Benni
01.03.2006 at 23:44 #545104ég er græningi í þessum bransa – ég segi fyrir mitt leit að ég væri til í að hafa aðgang að uppýsingum sem segðu hvað er varasamt og hvað er minna varasamt.
Það að upplýsingar liggi fyrir er ekki til þess að ég geti á einhvern máta fríað mig ábyrgða á því sem ég er að gera en ég get alla vega miðað við mína kunnáttu hagað mínum ferðum miðað við þær upplýsingar sem ég hef.Ég lít á þetta sömu augum og siglingar – í sjókortum eru svæði merkt sem vara sig ber á og ætlast er til að menn fari um þau svæði í samræmi við það. Það er á engan máta hægt að draga þá aðila sem búa til sjókortin til ábyrgðar ef að maður siglir á sker sem einhverra hluta vegna er ekki merkt inn á kort.
Ég sé vandamál jeppamanna þannig að í þessari ferðamennsku eru menn að ferðast með mismiklar upplýsingar og engin samræming er á því hvaða pól menn eru að taka. Ef að fyrirliggjandi eru bestu mögulegu upplýsingar þá er alla vega hægt að taka mið af þeim og þar með hægt að lágmarka hættuna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.