Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hættulegir breyttir jeppar
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Arnarsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.04.2004 at 18:34 #194223
Á heimasíðu Leó M. Jónssonar er grein um jeppabreytingar sem er nokkuð athyglisverð. Það eru valid punktar þarna hjá honum, en aðrir minna hugsaðir.
Það væri gaman að fá umræðu um þetta hér, og einnig væri áhugavert að heyra einhvers konar svör eða viðbrögð frá tækninefnd klúbbsins um þetta ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.04.2004 at 15:35 #499213
Skrif Leós fara illilega á taugarnar á mér. Hann gefur sig út fyrir að vera sérfróður um bíla, en hátt í helmingurinn af því sem frá honum kemur skelfilegt bull. Það versta við þetta er að margir trúa bullinu. Þessi skoðun mín er ekki aðeins byggð á þessari grein, því fyrir nokkru síðan las megnið af því sem hann hefur sett á vefsíðuna. Umrædd grein er svipuð að þessu leiti og annað efni á vef hans.
Hann telur upp fjórar hættur en eyðir mestu í þá fyrstu sem hann kallar massatregðu. Þetta er fyrirbæri sem ekki skiptir neinu praktísku máli, menn eru ekki að þverbeygja á mkilli ferð, allra síst í hálku.
Annað atriðið snýst um tannstangastýri. Er eitthvað verið breyta öðrum bílum en Barbí sem eru með tannstangastýri? Nú er ég ekki aðdáandi Barbí, en ég hafði ekki heyrt það fyrr, að stýrisvélar væri veikur hlekkur í Barbí.
Þriðja aðtriðið er vel þekkt, það væri best frá öryggis sjónarmiði ef öll farartæki í umferðinni væru eins, jafn þung og eins í laginu. Þetta mætti nota sem rök fyrir því að banna reiðhjól, mótorhjól, vörubíla og jeppa. Leó hefur raunar annarstaðar lýst þeirri skoðun að allir bílar séu stórhættulegir nema amerískir drekar af því tagi sem áttu sitt blómaskeið milli 1960 og 70.
Fjórði puntkurinn varðar bremsur. Hann virðist ekki átta sig á því að aðferðin sem notuð er til að mæla virkni hemla þegar bílar eru skoðaðir, tekur fullt tillit til bæði stærðar hjóla og þunga bílsins. Kannski væri ástæða til að herða kröfurnar, en eins og þær eru núna, þá ganga þær jafnt yfir alla.
Á síðunni er mynd af bíl á stórum hjólum, þetta er bíll sem myndi ekki fá skoðun á Íslandi. Annað hvort hefur hann ekki haft fyrir því að kynna sér þær reglur sem gilda um jeppabreytingar á Íslandi, eða hann setur myndina í áróðurskyni, gegn betri vitund.
Annars er ég samála Óla að flestu leiti. Þetta er ekki umræða sem ætti að takmarka við tækninefndina.
-Einar
18.04.2004 at 17:01 #499217
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Verð að henda þessu hér inn því svo virðist sem Leó þessi keyri bara í hringi, kannski eftir veðurátt í hvora áttina skal farið þann daginn.
þetta er tekið af heimasíðu hans í grein um sögu willis jeppans en þar hampar hann sínum eigin breytta willis !!!
"Er einhver bíll öruggur í höndum idjóts?
Ástæður þess að fjölmiðlar taka ákveðna bíla fyrir sem óörugga eru óljósar ef ekki tilviljanakenndar. Nú átti það fyrir CJ-5 jeppanum að liggja að fá álíka útreið í fjölmiðlum og fyrsta kynslóð Chevrolet Corvair fékk á sínum tíma. Í fréttaskýringaþættinum ,,60 mínútum" þann 20. des. 1980 var fjallað um CJ-5 sem sérstaklega hættulegan bíl vegna þess hve auðvelt væri að velta honum. Sýndar voru prófanir þar sem bílnum var velt (sérfræðingar bentu á að margir aðrir algengir bílar myndu ekki hafa staðist sams konar próf – en að veltan hefði verið bráðnauðsynleg fyrir ,,fréttagildið"). Þótt milljónir jeppaeigenda um víða veröld hefðu ekið CJ-5 um fjöll og firnindi án þess að fara sér að voða var hann nú ,,stimplaður" sem stórhættulegur í þessum vinsæla sjónvarpsþætti. Ástæðan, að því virtist, var sú að örfáum klaufskum glönnum hafði tekist að slasa sig og aðra með óvarkárni og bjánaskap.
En máttur sjónvarpsins er mikill. Minnugir þeirrar útreiðar sem General Motors fékk vegna Corvair á sínum tíma – en þá hirtu fjölmiðlar ekkert um að geta þess að ásakanirnar á Corvair voru dæmdar ómerkar, nenntu stjórnendur AMC ekki að standa í þvarginu og CJ-5 var horfinn úr framleiðslu áður en 2 ár voru liðin frá ,,fréttinni" í ,,60 mínútum". Illar tungur sögðu að AMC hefði verið fegið að losna við CJ-5 því sá sem keypti hann nýjan sást yirleitt ekki aftur – engar tískubylgjur ráku hann til að endurnýja sígildan jeppa sem entist fyrir lífstíð…"
18.04.2004 at 22:34 #499221
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála Óla að mörgu leiti og það er margt sem Leo kom inná sem er voða viðkvæmt.
Það sem er verst í öllu þessu eru persónulegir sleggjudómar og umræðan er af stórum hluta um hans persónu en ekki innihald greinarinnar. Menn eru reiðir og dæma Leo strax sem vitleising og fleira sem á bara ekki við á svona þráðum. Þeir sem treista sér ekki til að skrifa málefnalega eiga bara að sleppa því.
Og ef þið lesið greinina eftir LMJ þá byrjar hann á að taka það fram að þetta eru hans skoðanir.
Öllum er frjálst að hafa skoðanir á hlutunum og það er óþarfi að dæma alla vitleisinga sem eru ekki sammála manni.
Menn hafa líka mismikla þekkingu á þessum hlutum og öll umræða er auðvitað af hinu góða. En þeir sem vilja þagga niður alla vankanta vegna jeppabreytinga ættu þá að hafa hægt um sig því svona moldviðri eins hefur verið á þessum þráð vekur neikvæða athygli.kv.
Halldór
18.04.2004 at 23:07 #499225Ég eins og fleiri kíkti á greinina hans Leós og þetta varð niðurstaðan
Sæll Leó
Það er trúlega að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa þér eitthvað í sambandi við þessa grein sem þú birtir á heimasíðunni þinni og ætla ég ekki að hafa þennan pistil langan.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem þú gefur í dæminu með massatregðuna gefur þú þér að það sé miðað við fastan snúningshraða á hjóli. Þá fór ég að reikna og kíkti í exelið góða og snaraði fram smá töflu:
ummál hraði sn/min aukning
28" 711 19,5 24.575 0 2.23 90 671.7
33" 838 25,0 43.89 78,6 2.63 106 671.7 15.18%
36" 914 34,0 71.009 188,9 2.87 116 671.7 22.23%
38" 965 42,0 97.778 298,0 3.03 122 671.7 26.34%
44" 1118 49,0 153.11 523,0 3.51 142 671.7 36.42%á henni sést að 44" bílinn er kominn á 142 km hraða á klukkustund miðað við 671,7 sn/min sem þú veist ofur vel að er bannað.
Einnig veistu það líka að það er mun þyngra að snúa stýrinu þegar bíllinn er kyrrstæður heldur en þegar bíllinn er kominn á ferð. Það þarf ekkert að reikna það út, þú getur bara sest upp í bílinn þinn og prófað.
Gerðu okkur nú þann greiða að laga þetta til í greininni hjá þér svo að þú skjótir þig ekki meira í fótinn en orðið er.
kær kveðja
Sölvi Oddsson
ps
athyglisbrestur er notað um þá sem geta ekki einbeitt sér nema í stuttan tíma í einu. M.ö.o. þá brestur athygli.
18.04.2004 at 23:34 #499229Kannski pínulítið úr fasa á þessum þræði, en þó ekki alveg:
Afstaða til kannana á slysahættu þegar stór bíll og lítill bíll reyna að vera á sama stað á sama tíma hefur verið mér dulítið hugleikin undanfarin misseri.
Ég held ég hafi heyrt það í fréttum fyrir nokkrum árum að Svíar (sú margblessaða þjóð) hefðu fundið út að farþegar í litla bílnum væru líklegri til að slasast… og því ætti að banna stóra bílinn.
Nýlega hafa svipaðar raddir heyrst frá hérlendum "sérfræðingum" (ýmist sjálfskipuðum eða opinberum) sem eru helst á því að stórir bílar séu stórhættulegir – á þeim forsendum að farþegar þeirra slasist minna (?)
Mér finnst gaman að samlíkingum:
Tveir menn ætla að hlaupa með hausinn undir sig, á hvorn annan og munu þeir skalla hvirfilinn á hvorum öðrum.
Gott og vel.
Þeir nota hjálma. Annar notar lítinn og þunnan hjálm en hinn notar mikinn hjálm úr þykku efni og vel fóðraðan.
Þeir rekast saman, litli hjálmurinn lætur undan og sá sem hann bar gengur frá þessum atburði skorinn á höfði og vankaður.
Og þá spyr ég: Á að banna stóra hjálminn… eða átti sá sem var með litla hjálminn kannski bara að vera með stóran hjálm líka???
Ég sé ekki tilganginn með því að hylla dollurnar og banna öryggisbúrin. Ég held að það hljótist að tengjast eyðslu- og umhverfissjónarmiði (sem er gott og blessað) og í þeim geiranum er nú margt skrumskælt og afbakað eins og flestir vita.
kv.
EE.
18.04.2004 at 23:49 #499233Já ég er sammála ykkur um það að þetta er hrein og bein árás á okkur jeppamenn og auðvitað er það sorglegi hlutinn af þessu að ókunnugt fólk úti í bæ trúir þessu bulli.
Þetta með "fúskarana" ég hef ekki orðið var við, að vinir mínir eða aðrir séu að breyta jeppum sínum í einhverju flýti. Því auðvitað gera allir sér grein fyrir því að stærri dekk auka álagið…en auðvitað skiptir maður um það sem maður veit að mun brotna eða þolir ekki álagið! Ekki set ég stýrisdælu úr Suzuki Vitöru í Scoutinn! Því það vill enginn að eitthvað brotni uppá miðjum Langjökli.
Voðalegar árásir eru þetta á okkur jeppamenn þessa dagana! Hvað gerðum við til að verðskulda þetta?
kv, Ásgeir kenndur við Agúrku
19.04.2004 at 02:58 #499238Voðalega var langt þangað til að einhver minntist á að snúningshraðinn breyttist með stærð hjóla og þessi útreikningur hans leós væri rangur.
Þetta er svona dæmigerður tæknifræðingur sem reiknar og reiknar og reiknar en prófar aðdrei sjálfur. Þekkist mjög vel hjá verktökunum.
Hvað eru mörg ár síðan breyttir bílar komu fyrst á götuna? reynslan hefur sýnt okkur að þeir eru að virka ágætlega.
Vörubílar eru mjög þungir og stórir en þeir þjóna ákveðnum tilgangi sem er að flytja mikið magn af einhverju.
Sama gildir um jeppa á 38-49" þeir þjóna þeim tilgangi að flytja farþega um óbyggðir sem óbreyttur bíll kæmist ekki.
19.04.2004 at 11:58 #499242Sjálfur ek ég á hverjum einasta degi Jeep CJ 5. Þetta er nú ekki öruggur bíll, þó mér sé málið skylt og bíllinn í miklu uppáhaldi hjá mér. Og ég held að fimman hans Leós sé það ekki heldur. En þegar þroskað fólk með góða tilfinningu fyrir því sem það er að gera er undir stýri, eru þessir bílar heldur ekkert óöruggir. Það er nú mergurinn málsins, breyttir jeppar eru ekki hættulegir. Bara fólkið sem keyrir þá. Ökuníðingur er jafn hættulegur á breyttum jeppa og Volvo XC70.
En þetta er nú annars einn af stærstu kostunum og mestu löstunum við internetið sem slíkt. Hver sem er getur sagt hvað sem er, ef hann vill það og getur. En það gera það ekki allir. Sjálfur gæti ég haldið úti heimasíðu sem níðir skóinn af; Vottum Jehóva, knattspyrnuiðkendum, bridds spilurum, aðdáeundum Britney Spears, eða Yaris eigendum. En ég geri það ekki…………….Breyttir bílar eru stórskemmtilegir í akstri og til margra hluta nytsamlegir. Þeir geta eins og allir aðrir bílar verið stórhættulegir ef ökumaðurinn minnist ekki ábyrgðar sinnar, það er mergurinn málsins.
Kv. Drekinn
19.04.2004 at 15:59 #499246
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ný skýrsla um breytta jeppa er nú komin inn á vefsetrið ORION.IS/JEPPAR.
Skýrslan lýsir framkvæmd og niðurstöðum annars áfanga rannsóknar á slysatíðni breyttra jeppa.
Meginmarkmið verkefnisins er að kanna mun á slysatíðni í mjög stóru safni jeppa og einnig kanna hvort munur er á meiðslum í slysum sem annars vegar breyttir og hins vegar óbreyttir jeppar hafa lent.Við sem erum aðstandendur skýrslunnar vonum að þessi skýrsla varpi frekari ljósi á slysatíðni breyttra jeppa þ.e. hvernig hún er í samanburði við óbreytta jeppa.
Við hvetjum alla til að kynna sér skýrsluna; hægt er að nálgast hana á vefsetrinu.Það var bent á það hér á síðunni að tenging inn á vefsetrið ORION.IS/jeppar væri ekki virkt. Vegna breytinga hjá okkur á netþjónustu þá datt þetta svæði út um tíma en nú á það að vera í lagi.
Árni Jónsson ORION Ráðgjöf (R-296)
19.04.2004 at 16:49 #499251
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að lesa pistil Leós; "Hættulegir breyttir jeppar", sem er á vefsíðu hans; http://www.leoemm.com. Þar berð Leó víða niður, og sumt af því, sem lagt er fram er rétt athugað, en því miður verð ég að segja, að hann fellur sjálfur í þá gryfju, sem hann nefnir í upphafi pistilsins.
Önnur málsgrein pistils Leós er svona:
"Skort hefur umræðu og umfjöllun um öryggismál breyttra jeppa á málefnalegum og faglegum grundvelli. Fram að þessu hefur aðallega verið um upphlaup að ræða þar sem lítið hefur farið fyrir faglegri þekkingu á sviði fartækjahönnunar, stýrisgeómetríu og þeirri hreyfiaflsfræði sem hönnun stýris- og stöðugleikabúnaðar bíls byggir á. Eins og oft vill verða taka sleggjudómar og órökstuddar fullyrðingar við þegar þekkinguna þrýtur – en af því taginu hefur takmörkuð umfjöllun fjölmiðla verið fram að þessu."Ég leyfi mér að fullyrða að hér fari Leó með rangt mál. Vitaskuld er margt skrafað á kaffistofum, eða í fjallaskálum, og hefur þá hver sína skoðun. Það eru, hinsvegar, ekki þessar skoðanir, sem ráða úrslitum þegar á hólminn er komið.
Í kjölfar umræðna um ímyndaða hættu, sem skapast af breyttum jeppum í umferðinni, þá hafa verið gerðar ítarlegar úttekt á slysatíðni breyttra jeppa, fyrst árið 2002, og aftur 2003. Þar eru hraktar allar fullyrðingar um þá hættu, sem breyttir jeppar eiga að skapa. Þessar skýrslur má nálgast á slóðinni: http://www.orion.is.
Þá þykir mér skorta algerlega málefnaleika í næstu málsgrein pistilsins, en hún hljóðar svo:
"Þá er engu líkara en að upphaflegur tilgangur með því að breyta jeppum hafi gleymst – en hann var að auka torfærugetu jeppa og sérhæfa sem farartæki til fjalla- og jöklaferða, – og/eða til vetrarferða á hálendinu en ekki sem stærðar- eða stöðutákn fyrir fólk með athyglisbrest eða aðra alvarlega komplexa til að láta á sér bera á þjóðvegum eða dags daglega í venjulegri umferð þar sem eiginleikar slíkra jeppa eru þeim til trafala og auka slysahættu annarra vegfarenda."Ég fæ ekki séð að Leó sé í aðstöðu til að dæma, eða ráðskast með, tilgang fólks við val á farartækjum. Að ekki sé talað um rangfærsluna, sem felst í síðustu orðunum, og vitna ég aftur til niðurstöðu skýrslu Orion.
Ekkert lát er á rangfærslum, eftir því, sem á pistilinn líður:
"Athyglisvert er að hvorki rödd löggjafans/dómsvaldsins né þeirra sem hafa með höndum öryggis- og skylduskoðanir bíla hefur heyrst varðandi öryggi (eða meint ófullnægjandi öryggi) breyttra jeppa þrátt fyrir að alvarleg slys hefðu mátt teljast nægt tilefni."Leó er tíðrætt um alvarleg slys og breytta jeppa í sömu andrá, en býður ekki upp á nein gögn þessu til staðfestingar. Vitna enn og aftur í skýrslur Orion.
Síðari hluti pistils Leós virðist vera tilraun til að auka vægi skoðana hans, með því að tíunda ýmis hugtök og lögmál, en nær því miður ekki að lyfta trúverðugleika pistilsins, vegna skorts á raunverulegum niðurstöðum.
Hvað síðasta kafla pistilsins varðar, þá get ég tekið undir hluta af því, sem þar er sagt, en það er ekki rétt að útmála alla þá, sem bjóða kraftaukningu í farartæki, sem fúskara. Mikið af þeim lausnum, sem boðið er upp á, eru lausnir, sem viðurkenndar eru hjá þjóðum, sem búa til þá mengunarstaðla, sem við tökum upp hér. Hvað niðurfellingu ábyrgðar varðar, þá er eðlilegt að framleiðendur skirrist við að bera ábyrgð á viðbótum, sem þeir hafa ekki tekið þátt í að hanna.
Við erum svo lánsöm að búa við frjálst val á farartækjum, og frelsi til að aðlaga þau að okkar óskum og/eða þörfum, en þó innan ákveðins ramma, sem tryggir að ekki skapist aukin hætta af. Niðurstöður ítarlegrar úttektar hefur sýnt fram á að upphrópanir um hættuna, sem breyttir jeppar eiga að skapa, eru úr lausu lofti gripnar.
Með kveðju,
SIJ
19.04.2004 at 20:08 #499255
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi maður Leó var að predika sína skoðun á útvarpi Sögu hjá Sigurði G. Í síðustu viku
Kom hann sínum skoðunum á framfæri og Sigurður G var honum að mestu samála.
Einnig var opnað fyrir síman og hlustendur tjáðu sína skoðun.
Allir voru samála um að breyttir jeppar væru stórhættulegir
Komst ekki í síman sjálfur.
Vil ég skora á fróðan jeppamann að fá að mæta hjá útvarpi Sögu Hjá Sigurði G og koma okkar skoðun jeppamanna á framfæri.
HH.
27.04.2004 at 14:32 #499259
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vildi bara benda á að ég er búinn að setja á vefinn úttektina, sem gerð var í Ástralíu á LandCruiser 80, sem ég breytti fyrir 44" dekk.
Þetta var fyrsti löglega skráði 44" breytti jeppinn í Ástralíu. Úttektin var gerð af bifreiðaverkfræðingi (Automotive Engineer), sem er vottaður af Australian Roads and Traffic Authority í NSW.
Bílnum var breytt samkvæmt upplýsingum frá Toyota hér heima. Toyota Australia lagði mér til bílinn í 18 mánuði, en ég keypti hann síðan af þeim.
Í Ástralíu er innlendur bílaiðnaður, og er reglugerðarbatteríið í kringum það kallað ADR, sem útleggst Australian Design Rules.
Breytingar á mínum bíl voru prófaðar samkvæmt kröfum, sem gerðar eru til bílaiðnaðarins í Ástralíu, þar með talin bremsupróf, bæði með tóman bíl, og við fulla lestun.
Öll þessi próf stóðst bíllinn, og fékk þar af leiðandi skráningu. Þessi bíll hefur ferðast um gjörvalla Ástralíu, en lengsta einstaka ferðin, sem ég fór í var um 5.500km, mest megnis um eyðimerkur mið Ástralíu, þar sem 44" dekkin komu að góðum notum.
[url=http://sij.is/Modified%20Production%20Vehicle.pdf:3g4dyebf]Skýrsla[/url:3g4dyebf]
30.04.2004 at 14:35 #499262Ég er algjörlega sammála Leó um stuðarahæðina. Frumherji hleypir ekki jeppum í gegnum skoðun nema með undirakstursvörn, en hún þarf að vera mest 80 cm frá jörðinni. Mér finnst það of oft sem þeim yfirsést þetta atriði.
Bjarni R2711
25.10.2004 at 01:06 #499267
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er eitt sem mér finnst vanta í þettað allt saman.. jeppar eru þungir hvort sem þeir séu á stórum dekkjum eða ekki.. og ég hefði haldið að ef þú værir á stærri dekkjum hefðiru meira grip til að stoppa þennan stóra bíl… ég er reyndar ekki mikið menntaður í þessu, en mér finnst þettað vera nokkuð augljóst..!! ég hef keyrt óbreytta jeppa í hálku og breytta og mér finnst mun betra að vera á breytum bíl í hálku því hann hefur meira grip og oft er búið að lengja þá og þá finnst mér þeir vera stöðugri.. þannig að burt séð frá öllum tækniformúlum finnst mér að það eigi bara alveg eins að banna óbreytta jeppa á íslandi..!! enda eru þeir stórhættulegir!!
25.10.2004 at 08:11 #499272Þetta er alvarlegt REPOST !!!!!!!!
25.10.2004 at 09:47 #499275Það hafa verið að koma skyrslur um öryggi jeppa. Mér hefur sýnst breittir jeppar koma bara vel út í þeim samanburði. Er það ekki bara gleðilegt og kærkomin uppreisn æru fyrir okkur gegn hinum "fjöl" fróða Leó M ???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.