Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hættulegir breyttir jeppar
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Arnarsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.04.2004 at 18:34 #194223
Á heimasíðu Leó M. Jónssonar er grein um jeppabreytingar sem er nokkuð athyglisverð. Það eru valid punktar þarna hjá honum, en aðrir minna hugsaðir.
Það væri gaman að fá umræðu um þetta hér, og einnig væri áhugavert að heyra einhvers konar svör eða viðbrögð frá tækninefnd klúbbsins um þetta ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.04.2004 at 19:18 #499133
búið að fara í gegnun þetta dæmi, fyrir mörgum árum, er fólk hætt að lesa ? hverslags endalausa vitleysa er þetta að verða hér, er fólk almennt að tapa sér hér í alskonar væluskap…….???
js
17.04.2004 at 19:44 #499137Hann tekur helvíti stórt uppí sig þegar hann talar um ónafngreinda menn sem skrúfa upp í díselvélum og kallar alla í kringum sig fúskara og vanvita sem ekkert vita og ekkert hafa hugsað út í það sem þeir gera.
Vona bara hans vegna að hann standi undir þessum fullyrðingum sínum því að það fjölgaði ekki í aðdáendahópnum hans við þessa grein.
17.04.2004 at 20:52 #499141Er það ekki liðin tíð að upparnir kaupi þessa jeppa sem stöðutákn? Eru ekki Porsche Cayenne, VW Touareg og BMW X5 það vinsælasta hjá þeim apaköttum í dag?
17.04.2004 at 21:05 #499145NISSAN 😀
17.04.2004 at 21:45 #499149Ég las yfir þessa grein um bílabreytingar efti Leo. Hann er greinilega mikill bíladellukall. En þessi afstaða að alt sem ekki er gert í útlöndum eða á vegum einkverja stofnana sé fúsk lýsir ákveðinni minnimátarkend. þó hann geti ekki tjúnað og smíðað stóra jeppa eða hraðskreiða sportbíla sjálfur þýðr ekki að eingin annar geti það. Hann vill takmarka frelsi annar til að figta í bílunum sínum vegna þess að hann treistir sér ekki sjálfur í það. þó manni finnist stírisgangur í einverjun jeppa asnalegur þá getur það bara verið af því maður veit ekki betur og fúskarinn kann sitt fag. Bílar valda ekki slysum það er fólkið sem ekur þeim óháð þvi hvenær eða hvort bíllin fór síðast í skoðun.það eitt að Leo reynir að reikna út hvað beytur bíll er hættulegur segir sína sögu um reinsluleysi og ótrúlega skammsýni.
kv guðmundur
17.04.2004 at 22:18 #499154það er ótrúlegt en sat að maðurinn (Leo) eiðir mestum parti greinarinnar í að reikna og sanna hluti sam allir vita.
eins og að það er erviðara að halda á stótu dekki en litlu og verra að rekast á þunga hluti en létta og að útskíra gíró effekt sem allir lærðu um í gaggó.
kv guðmundur
17.04.2004 at 22:53 #499158Hvernig er það var ekki gerð könnun á slysatíðni breyttra jeppa í umferðinni og hvað kom í ljós. Ja það hefur alaveganna ekki heyrst í þessu ———– hjá umferðastofu eftir það og svo hitt hvað eru breyttir jeppar búnir að vera lengi í umferð? Ég hef ekki verið var við að sjá breyttan jeppa með brotin stýrisgang á öðruhverju horni.
Hop og hí þetta er meiri drulu delinn ( ég tel mig vera í rétti til að kalla hann þetta eftir slegju dóma sem hann skrifar um mig sem jeppamann á heimasíðu sinni)
skari
18.04.2004 at 00:01 #499162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að menn hér ættu nú að vara sig á því að fara sömu leið og ágætur Leó, þ.a.e.s. fara ekki út í harða sleggjudóma.
Leó er greinilega manískur í skoðunum sínum á breyttum jeppum, en hann hefur samt nokkuð til síns máls.
Ég velti fyrir mér hættu sem stórir bílar geta skapað og það er ekki hægt annað en að viðurkenna að því stærri sem hluturinn er því líklegra er að hann valdi skaða á því sem hann lendir á. Þarna getum við allt eins verið að tala um stóra vörubíla eða aðrar vinnuvélar.
Ég held að þetta snúist ekki um stærð tækja stór vs lítil, þetta snýst meira um aksturslag þeirra ökutækja sem um er rætt.
Það er ljósara en sólin sjálf að inn á milli eru menn sem keyra stóra breytta jeppa eins og þeir væru að keyra litla öfluga sportbíla. Hvað væri sagt ef að jafn mikið væri um að vörubílstjóra keyrðu sína vörubíla á ystu nöf um þjóðvegi landsins og margir jeppamenn gera?
Tökum dæmi; Þið eruð dyraverðir á skemmtistað, á staðnum eru tveir karlmenn sem eru stjórnlausir af reiði, annar er 160 cm og 50 kíló, annar er 199 cm og 150 kíló, hvorn væruð þið til í að fara og stoppa?
Ef báðir þessir menn eru til friðs, þá er ekkert vandamál,,, ;o)Einnig mætti líka fara yfir það hverjir eru að breyta bílum á Íslandi, í dag er þetta öflugur ?iðnaður? að breyta bílum, ég trúi því að þeir aðilar sem þar standa fremstir séu að gera þetta að mikilli fagmennsku. En hvað um það sem gerist í hinum ýmsu bílskúrum um landið?
Þar held ég að oft á tíðum viðgangist fúsk sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar, ég er ekki að segja það algilt þvert á móti en of mikið samt.Jeppamenn verða gera sér grein fyrir því að þetta er alvörumál sem vert er að ræða, ekki taka á móti efasemdamönnum með fordómum.
menn verða að sýna fram á að í þessum geira sé verið að gera hlutina með ábyrgð og metnaði til að hafa hlutina í lagi
18.04.2004 at 00:09 #499165Þessi grein Leós er, eins og flest annað sem hann skrifar, furðuleg blanda af yfirborðsþekkingu og hreinu rugli. Hann er lifandi sönnun þess hvernig lítil þekking getur verið verri en engin.
Fyrir um það bil ári birtust fréttir af skýrslu for Orion ráðgjöf um samanburð á slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa. Lítið hefur heyrst af þessu síðan, en samkvæmt þeirra tölum er slysatíðna breyttra jeppa næstum þrisvar sinnum minni en óbreyttra. Skýrsla Orion ráðgjafar er ekki lengur finnanleg á vefsíðu þeirra.
Í gögnum [url=http://www.rnu.is/:3aj7izyt]rannsóknanefndar umferðarslysa[/url:3aj7izyt] eru svo fá tilvik þar sem breyttir jeppar koma við sögu, að lítið sem ekkert er hægt að álykta út frá þeim, en þau gögn stangast ekki á við þá tilgátu að slysatíðni breyttra jeppa sé lægri enn annara bíla.
Skýringin á lægri slysatíðni á breyttum jeppum, hlýtur að liggja hjá ökumönnunum, ég hef ekki trú á að breytingarnar sem slíkar, auki öryggi bílanna.
-Einar
18.04.2004 at 00:27 #499169
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það má samt sem áður benda á að þegar breyttir jeppar eru partur af slysum þá eru þau í flestum tilfellum mjög alvarleg, eins má álikta á sama hátt með rútur og vörubíla.
Hlutfallslega eru mikið breyttir jeppar lítill partur af flórunni og er þar kannski smá partur af skýingunni. Það er varla sanngjarnt að flokka breytta jeppa með óbreyttum.
18.04.2004 at 01:02 #499173Það er semsagt alveg fræðilega útilokað að nokkuð af því sem Leó skrifar um í þessari grein sé réttmætt, eða eigi erindi inn í umræður?
18.04.2004 at 01:03 #499177Við skulum halda ró okkar og ekki rísa upp á tærnar. Þetta er ekki fyrsti rugludallurinn sem ræðst á okkur jeppamenn af einhverju undarlegu kappi frekar en þekkingu.
Sagði refurinn ekki "þau eru súr" þegar hann náði ekki að teygja sig í berin?
Ég tek annars undir það að þetta er skýrt dæmi um það hvað léleg þekking getur verið verri en engin.
Það er staðreynd að jeppabreytingar eru með stórkostlegri tækninýjungum sem komi hafa fram og þróaðar hafa verið á Íslandi. Nýleg rannsókn um slysatíðni sýnir að breyttir jeppar valda marktækt færri slysum en óbreyttir.
Nokkir punktar sem gott er að hafa í huga í umræðunni:
1. Jeppabreytingarnar lifðu af forstjóravæðinguna. Þegar það komst í tísku meðal þeirra sem eru í aðstöðu til að láta vinnuveitandann splæsa á sig flottum bíl, að aka um á 38" breyttum jeppa fór um marga jeppamenn vegna þess að flestir þessara manna vita ekkert um jeppa. Ekkert slæmt gerðist með alla þessa nýgræðinga á þessum tröllum, sem bendir til þess að breytingarmálin séu nú í nokkuð góðu horfi.
2. Veltið fyrir ykkur stærð á framhjólalegum í jeppum á móti framdrifslausum bílum. Þær eru miklu stærri. Það er til að koma framöxlinum í gegnum þær. Þessar legur er því í yfirstærð. Sem er mjög heppilegt vegna þess að álag á þessar legur eykst vissulega með stærri hjólum, en álagaaukningin er alls ekki of mikil eins og reynslan sýnir best.
3. Álag á bremsur fer eftir því hversu mikilli hreyfiorku þarf að breyta í varma við hemlun. Hreyfiorkuaukningin fer ekki eftir hlutfallslegri stækkun hjóla heldur þyngdaraukningu bílsins plús aukningu í snúningshreyfiorku hjólanna (sem hefur verið reiknað út að er ekki ráðandi). Reyndar koma fleiri þættir inn, til dæmis þarf að ýta 40% fastar á bremsuklossa til að fá sama hemlunarkraft með 40% stærri hjólum. Það er þó óralangt undir þeim öryggismörkum sem gefin eru við hönnun á hemlum. Og mesti mögulegi heildarþrýstingur í kerfinu hækkar ekki með stærri hjólum (það er við nauðhemlun). Mikið hefur verið ruglað í þessum fræðum.
4. Jeppar á stórum hjólum eru öruggari í ám heldur en jeppar á minni hjólum, allavega á meðan yfirbyggingin á þeim stóru fer ekki að virka eins og þvottabali (eins og gerist með óhækkaða jeppa í mun grynnra vatni).
5. Almennt virðist ríkja mikið ofmat á bílaframleiðendum í tali um nákvæma hönnun og þrauprófanir. Þetta er bara ekki svona fullkomið hjá þeim eins og mörg dæmi eru til um. Munum við ekki eftir Broncounum árið 74 sem voru veltandi út um allar trissur þangað til búið var að fjölga dempurum að framan (íslensk breyting)?
Svona má lengi telja.
Reyndar hafa hafa komið fram veikir punktar í breytingum en bransinn hefur hingað til borið gæfu til að lagfæra slíka galla, oft með aðstoð tækninefndar 4×4, áður en alvarleg slys hafa orðið. Dæmi um það er frágangur stýrisarma, en lélegum frágangi á þeim var nánst útrýmt fyrir áratug. Nú er í gangi gott framtak hjá tækninefndinni um að taka á þekktum göllum, t.d. með hrútshornið á Toyotunum. Það er gert með því að gefa út í samráði við skoðunarmenn að þessir bílar skuli vera með stýristjakk þegar 38" eða stærri eru undir þeim. Þá er búið að setja undir þann leka að ekkert skikkar menn í slíkt með þeim opna regluramma sem er í gildi.
Ég tel jeppabreytingar vera í góðum málum almennt séð, við þurfum þó að halda vöku okkar og leggjast á eitt um að taka á vandamálum þegar þau koma upp. Það hefur tekist hingað til og mun líklega verða þannig áfram.
Við verðum þó að stöðva svona sleggjudómaskrif byggð á vanþekkingu því að það er ferlega auðvelt að sá efasemdum um þetta sport með svona LMJ framsetningu, og það skaðar okkur mikið.
Munum svo að slys verða á meðan menn aka bílum. Ef við viljum útrýma öllum umferðaslysum, þá verðum við að leggja niður alla umferð. Það gildir bæði um breytta bíla og óbreytta. Það sem gildir er að halda slysum í lágmarki og er ekki einmitt niðurstaða slysarannsóknarinnar að þau eru færri á breyttum jeppum?
Reyndar tel ég að mikill árangur næðist með því að eyða ekki nema broti af því sem eytt er í skoðun ökutækja til að kikja inn í hausinn á bílstjórum. Til dæmis má spyrja hvers vegna ekki er til ein einasta hálkuæfingabraut fyrir ökunema á íslandi en búið er að fjárfesta í húsnæði og tækjum til að skoða bíla fyrir milljarða?
Snorri Ingimarsson
18.04.2004 at 01:26 #499182Vá! Ég er nú ekki vanur að kippa mér upp við misgáfulegar fullyrðingar, en þetta er nú ALVEG frábært!!!!
Þetta með massatregðuna þekkja nú flestir, en að setja það í svona samhengi….ég held bara að maðurinn hafi aldrei sest upp í breyttan bíl…
…þyngra að stýra á meiri ferð, þetta er spes fídus í dýrari sportbílum, mér finnst hiluxinn bara alveg nógu kvikur á 38" á 90 km/klst, hvað með ykkur hina? Þarf maður að taka vinkilbeygju á þeim hraða?
Persónulega hef ég aldrei verið plagaður af skrikun á mínum bílum, allavega ekki jeppunum.Smá pæling fyrir Leó stýrisgeómetríugúrú: Hvað með liðstýrðan jeppa? Myndi hann skrika?
Hvað með ykkur hina, myndi liðstýrður jeppi skrika, og er mikill munur á liðstýringu og venjulegri á bíl með 2,5 metra eða meira á milli hjóla(fram/aftur)?Helst hefur mér fundist Subaruarnir sem ég hef átt vera leiðinlega undirstýrðir (skrika að framan í beygju á möl/hálku frekar en að kasta afturendanum til), ég hef ekki orðið var við undirstýringu á jeppa, enda eru þeir yfirleitt með betra grip að framan en aftan, allavega ef búið er að láta balansstangirnar að framan þar sem þær eiga heima; í ruslafötuna(balansstangir minnka veggrip á möl/ósléttu/hálu).
Jæja, nóg í bili, en maður er kannski ekki beint stoltur af því að vera tæknifræðingur eftir að hafa lesið þetta þarna……
Grímur R-3167
18.04.2004 at 02:22 #499186Nú er rétti tíminn til að selja jeppan, það er að segja ef einvher vill kaupa hann.
Nokkara ástæður þessa að svo ætti að vera.
1.
Nú eru margir menn að tala um það sama og Leo um "skort á eðlilegum reglum frá hendi hins opinbera…" og "löggjafi og dómsvald ekki sinnt þessum málum sem skyldi…" (Bara leiðinlegir menn, reglusjúkir menn sem pissa ekki nema í samþykkt gustafsberg klósett með ISO 9001 öryggisstaðli) Þetta eru mál sem eiga ekki eftir að auðvelda okkur jeppamönnum. Það á eftir að auka eftirlit með þessu til muna og jafnvel að banna breytta jeppa, enda ísland á leið í Evrópu helvíti og það þarf reglur, lög og leyfi fyrir öllu þar. Norska aðferðin.2. Vatnajökulsþjóðgarður, og hvað svo? Það verður örugglega erfitt að fá að fara á þessa jökla á jeppum nema með sérstöku leyfi þegar fram í sækir. Vatnajökull núna svo koma hinir.
3. Ólíugjald. Það er engin spurning að það á eftir að auka kostnað helling, bæðir þeira sem eru á fastagjaldinu og þeira sem eru með ökumæli.
4. Loftslagsbreytingar og hlýnun andrúmslofts. Áhrif loftslagsbretinga hefur óneytanlega gert okkur erfitt fyrir og er það ekki spurning að nú er svo komið að það er hægt að skynja þessar breytingar vel. Menn eru að spá því að þetta sé að gerast miklu hraðar heldur en menn þorðu að vona í fyrstu. Mín stutta æfi hefur meira að segja fundið fyrir þessum breytingum.
Núna verður maður bara að breyta til. Fá sér fólksbíl með díselvél, góða gönguskó og stuttbuxur og ganga um hálendið. Frelsið til þess verður seint stoppað.
😉
kv,
heijo
18.04.2004 at 11:43 #499189Varðandi könnunina sem eik nefnir hér að ofan, þá er hún til á netinu hjá vegagerðinni hér: [url=http://www.vegag.is/vefur2.nsf/Files/slysat_breyttra_jeppa2002/$file/slysat_breyttra_jeppa2002.pdf:396ejvdj]Slysatíðni breyttra jeppa.[/url:396ejvdj]
Það kemur líka fram á vef Orion að það sé verið að gera nýja framhaldsskýrslu um alvarleika slysa breyttra og óbreyttra bíla – hún átti reyndar að vera klár í janúar 2004 ??? Veit einhver eitthvað hvað henni líður ?Þegar ég startaði þessum þræði ákvað ég að skrifa ekki meira í bili – ég var of pirraður.
En ég er sammála flestu sem kemur fram hér að ofan og ósammála Leó, nema hugsanlega að einu leyti, það er með stuðarahæðina.
Er það ekki mál sem væri í lagi að ræða ?
Ég þykist nú vita að þetta sé allt skv. reglugerðum hjá okkur en ég veit að á mínum double cab færu flestir fólksbílar langleiðina inn að hásingu, áður en stuðarinn hjá mér myndi snerta húddið hjá þeim. Það getur ekki verið gott mál?Ég er viss um að það væri ekki mikið mál að hanna undirakstursvörn sem væri hægt að fjarlægja, eða fella undir bílinn eða eitthvað slíkt til að þetta væri ekki fyrir manni á fjöllum?
Ég sendi Leó email þar sem ég benti honum m.a. á ofangreinda könnun, ásamt fleiru.
Hann svaraði m.a. að hann eigi sjálfur breyttan jeppa og hafi starfað sem ráðgjafi í áratugi og telji sig þekkja þessi mál. Hann segir einnig að hann ætli að birta fleiri greinar um málið !?!?!?Mér sýnast reyndar flestir vera búnir að mynda sér skoðun á manninum, en það er áhugavert að lesa í karakter þessa manns út frá grein á síðunni hans um vegaxlirnar á Reykjanesbrautinni – ofurvaldskomplexarnir sem þar koma fram eru eiginlega bara spaugilegir, en maður einhvern vegin kannast við karakterinn úr umferðinni 😉 og tekur minna mark á manninum fyrir vikið.
18.04.2004 at 12:51 #499193
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skil ekki þessi viðbrögð. Þegar ég sá umræðuna las ég grein Leós, sem mér þykir ágæt. Ég gef mig ekki út sem sérfræðing um eðlisfræði og þó ég hafi gert mér grein fyrir ýmsu því, sem Leó segir í grein sinni, og jafnvel vitað sumt fyrir, dettur mér ekki í hug að gera lítið úr honum fyrir það. Ég er þess fullviss, að margir þeirra ungu manna, sem þeysa um á misvel breyttum tröllajeppum, hafi ekki hugmynd um það, sem um er að ræða, og því séu ábendingar hans þeim mjög þarfar (að ég nú ekki tali um þá, sem hafa hugsað sér að fá e-rn handlaginn bílskúrsmann til breyta jeppanum sínum fyrir lítið eða þá, sem maður sér oft á vefspjallinu vera að leita ráða um breytingar, sem þeir ætla sér að ráðast í sjálfir). Að segja manninn rugludall, eins og einn virðulegur verkfræðingur(?) leyfir sér, eða segja að hann sé að "ráðast á jeppamenn" lýsir betur ritaranum sjálfum, en þeim sem um er rætt. Ég endurtek, ég skil ykkur ekki.V
18.04.2004 at 13:06 #499197Þetta er alvarlegt mál en alls ekki í fyrsta sinn þegar svona kemur upp, það er að menn fari á taugum yfir jeppabreytingunm að ástæðulausu.
Við höfum glímt við það allt frá upphafi að það er svo auðvelt að upplifa eitthvað í sambandi við jeppabreytingar, annað hvort út frá eigin reynslu eða því sem sést á götunum, og draga rangar ályktanir. Oft þarf verulega mikla þekkingu til að átta sig á því í hvaða pytt menn eru að detta. Algengast er að menn sem hafa einhverja þekkingu, en ekki næga, noti sína takmörkuðu þekkingu til að reikna og pæla án þess að hafa nauðsynlega heildarsýn á málið. Gefa sér rangar forsendur á einhverjum sviðum og göslast svo áfram með formúlur um eitthvað afmarkað svið, eins og það sé allur sannleikurinn. En eru í raun að reikna sig áfram um hluti sem skipta svo hverfandi máli í heildarmyndinni. Vaða svo fram með sínar niðurstöður og hrífa fleiri með sér í vitleysunni. Þannig verður takmörkuð þekking oft verri en engin. Sem dæmi má nefna "bullið" sem hefur verið reiknað og birt um bremsur.
Innan tækninefndar 4×4, bæði fyrrverandi og núverandi eru mjög vel menntaðir vélaverkfræðingar, sumir með mastersgráður í vélhlutafræði og langa starfsreynslu í nákvæmlega þessum hlutum. Þeir hafa krufið öll þessi mál og útskýrt faglega fyrir okkur hinum hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Niðurstaðan er oftast í samræmi við reynsluna: Þetta er ekki vandamál þó að það gæti virst það við fyrstu sýn, eins og það er framsett. Tekið hefur verið á málum sem upp hafa komið og þurft lagfæringar við, sbr hrútshornin.
Útskýringarnar eru oft flóknar og þess eðlis að erfitt er að setja þær fram í stuttu máli á svona spjallvef. Þess vegna er svona spjallvefur ekki endilega rétti vettvangurinn til að kryfja þetta, menn eru strax komnir út fyrir efnið og farnir að fara á taugum yfir einhverju sem löng skrif tekur að útskýra til að menn átti sig. Þau atriði sem hafa komið fram hér á þessum þræði falla öll undir þennan flokk, búið er að þrautskoða þau innan félags og með réttum yfirvöldum.
Okkar bestu og öflugustu sérfræðingar eru líka ekki þeir sem mest hafa sig í frammi hér á vefnum, því miður.
Í vetur var haldinn mjög góður fundur með fyrrverandi og núverandi tækninefndarmönnum ásam fulltrúum úr stjórn
f4x4. Farið var yfir alla flóruna og krufð hvers vegna þetta einfaldlega virkar svona vel í heildina, þrátt fyrir staðbundin vandamál sem hægt er að leysa.Kannski væri sniðugt að þessi sami hópur taki saman pistil um þessi mál sem fluttur yrði á félagsfundi, ég er viss um að það yrði réttari vettvangur til að kryfja þessi mál tæknielga heldur en þessi spjallrás.
Þangað til vil ég benda mönnum á að lesa um jeppabreytingar í bókinni "Jeppar á Fjöllum" sem Ormstunga gaf út fyrir nokkurm árum, hún er enn í fullu gildi.
Snorri Ingimarsson.
18.04.2004 at 13:57 #499201
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér líður strax betur að lesa sannfærandi málflutning Snorra í þessu máli, enda veit ég að hann og fleiri innan klúbbsins vita sínu viti í þessu og við fengjum þessar breytingar ekki samþykktar af reglugerðaveldinu ef röksemdirnar væru ekki sterkar og faglegar. Sjálfur ætla ég ekki að þykjast hafa vit til að leggja mat á tæknilegu röksemdirnar hjá Leó (s.s. með tannstangarstýrið), en það sem mér fannst ósannfærandi í hans málflutningi er að menn væru svona sofandi á verðinum. Það fannst mér ekki stemma við þá staðreynd að tækninefnd hefur í gegnum árin verið í góðu samstarfi við yfirvöld á þessu sviði.
Látum þetta ekki taka okkur á taugum, heldur höldum áfram góðu og faglegu starfi til að auka umferðaöryggi breyttra jeppa. Eins tek ég undir hugmynd Snorra að það verði tekinn félagsfundur í það að tækninefndarmenn fræði okkur hina um grundvallaratriðin í þessu, þó ekki sé nema til að gera okkur mellufæra í að svara fyrir okkur þegar við mætum bullinu út í bæ.
Kv – Skúli
18.04.2004 at 14:35 #499205Mér finnst menn bregðast undarlega við þessari grein LMJ sem er bara lítil klausa á lítt lesnum vef. Að dæma hann bara sem vitleysing, en svara nánast í engu efnislega sem hann skrifar. Er aðalmálið að kæfa umræðuna, þagga niður í svona "bullurum"?
Ef þetta er allt svona mikil þvæla hjá LMJ þá ætti bara að vera ánægjulegt fyrir jeppamenn að hrekja efnislega það sem hann segir. Lítið mál.
Ég er hjartanlega sammála því að jeppabreytingar á íslandi eru ekki hættulegt vandamál, og ekki langar mig í meira af reglum, svo mikið er víst. En það er óhuggulegt ef jeppakarlar eru orðnir svo skynhelgir að ekki má ræða efnislega um mögulegar hættur og aðstæður. Að þessi umræða sé svo tæknilega flókin að hún eigi eingöngu heima í reykfylltum bakherbergjum tækninefndar 4×4 er svolítið merkileg afstaða.
Leó talar til dæmis um mengun af tjúnuðum diesel jeppum, sem og endingu vélanna í kjölfar tjúnunar. Ætla menn að hafna þessu sem bulli? Hvernig stendur á því að IH kippti að sér höndum með að bjóða Patrol með kubb? Hvernig stendur á sótskýjum sem sjást á eftir ansi mörgum trukknum í umferðinni. Líklega má ekki ræða þetta innan veggja 4×4 sem hefur umhverfismál í brennidepli, allavega í orði kveðnu. Kyoto bókunin kemur okkur vitaskuld ekki rassgat við.
Stuðarahæð og árekstrar.. ekki nokkur ástæða til að ræða það heldur geri ég ráð fyrir. Orion skýrslan jarðar allar slíkar umræður eða hvað?
Alveg á sama hátt skulum við líka sleppa því að tala um ónýt tannstangarstýri sem hafa bilað/brotnað í breyttum jeppum. Við skulum ekki ræða sprungnar bremsudælur sem búið er að slípa í tætlur. Að sjálfsögðu skulum við sleppa því líka að LC 80 og margir fleiri jeppar eru bara með hægjur á 38"+ dekkjastærð. Ekki dettur mér í hug að minnast á LC 90 sem týna stundum hjólunum, bæði framan og aftan. Brotnir felguboltar og felgumiðjur og kengbognar framhásingar, engin ástæða til að ræða það heldur.
Það er margt sem ég vil ekki ræða í þessu, ég gæti skrifað þriggja metra póst um allt sem tekur því ekki að ræða um íslenskar jeppabreytingar.
Endilega ræðum bara veðrið, það er sjaldnast nógu og gott.
Kv
Óli
18.04.2004 at 15:14 #499209Heiðskírt, sól og brakandi blíða þannig að ég er farinn út að leggja mann og annan í lífshættu með plaststuðaranum á heimamixaða jeppanum mínum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.