Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hærri Þjappa
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.07.2004 at 12:29 #194581
Ég var að skemma vélina í explorernum mínum (4.0 l. V6 m. undirlyftum ’91). Mér finnst annsi spennandi að setja í hann stimpla með hærri miðju til þess að hækka þjöppuna og auka þannig vélaraflið.
Þjapphlutfallið er orginal sennilega um 9,1:1 – ég veit ekki alveg hvaða stimplar eru í boði en mig grunar að þjappan færi í 10,5-11:1. Vitið þið hvað þessi breyting skilar mikilli aflaukningu (u.þ.b.) án þess þó að skifta um kambás (ég vil ekki heitan ás sem bíllinn ræður varla við), ég er að sækjast eftir togi.
Er eitthvað fleira sem þarf að breyta um leið og ég hækka þjöppuna?
Freyr Þórsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.07.2004 at 15:45 #505124
Ekki veit ég hversu mikið hærri þjappa skilar þér en ef þú hækkar þjöppuna verður þú að nota besín með hærri oktantölu. Áður en þú ferð út í æfingar skaltu kynna þér hversu há oktantalan á að vera þegar þjöppuhlutfallið er 11:1, annars skilar þetta engu.
kv. vals.
27.07.2004 at 16:08 #505126Í bílnum er rafeindakveikja og tölvustýrð inspíting (með bankskynjara "knock sensor") svo að vélin ætti að laga sig að 95 oktana bensíni en þá fær maður ekki full afköst miðað við 98 okt.
Ég held að 98 oktana bensín sé bara fínt, þetta er ekki svo svakalega nákvæmt, sérstaklega þar sem þetta er ekki einhver keppnisbíll heldur bara ferðabíll. En svo eru margir nýir bílar, t.d. Benz með þjapphlutfallið 10,5-11:1 og það eru allt bílar sem eru látnir ganga á 95 okt.
En ef það skipti máli með +/- 1/2 oktan þá er ekki víst að 98 okt. henti vel, þó betur en 95 okt.
Ef einhver ykkar kann formúlu eða reikniaðferð til þess að reikna hagstæðustu oktantölu eða veit u.þ.b. hversu mikilli aflaukningu má búast við þá endilega segið frá.
Freyr
27.07.2004 at 17:45 #505128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins.
Oktantala eldsneytis er skilgreind með eftirfarand hætti: Vél er knúin af viðkomandi eldsneyti við ákveðin tilgreind skilyrði og högghljóð (bank) numin. Því næst er sama vél, við sömu skilyrði, knúin af efnablöndu tveggja vökva sem nefnast oktan (nánar tiltekið isooktan) og heptan. Oktantala eldsneytis er sú prósenta oktans í blöndu af oktani og heptani sem gefur jafnmikil högghljóð (bank) og eldsneytið.
Bruni á hreinu oktani veldur óverulegu banki í vélum meðan bruni á hreinu heptani veldur miklu banki. Miðlungsmikil bankhljóð stafa hins vegar af notkun bensíns, háð sameindasamsetningu þess. Þannig er til dæmis 95 oktana bensín eldsneytisblanda sem veldur sama magni af bankhljóðum og stafar af blöndu með 95% af oktani og 5% af heptani. Til dæmis má ljóst vera af þessu að 95 oktana bensín veldur meira banki í vélum en 98 oktana bensín. Fyrir vikið er orkunýtni 95 oktana bensíns minni en 98 oktana bensíns. Að sama skapi er álag vegna bruna 98 oktana bensíns á vél minna en álag vegna bruna 95 oktana bensíns. 98 oktana bensín er því í hærri gæðaflokki en 95 oktana bensín með tilliti til orkunýtni og álags á vélbúnað.
Ástæðan til þess að 95 oktana bensín er frekar notað nú á dögum en 98 oktana bensín er einkum sú að bæta þarf blýi í bensínið til að hækka oktantöluna og slíkt er óæskilegt vegna umhverfisáhrifa. Auk þess er 95 oktana bensín mun ódýrara. Bílaframleiðendur hafa líka hætt að hækka þjöppunarhlutfallið í bílvélunum eins og þurfti til að nýta ávinninginn af hærri oktantölu.
Til er eldsneyti með hærri oktantölu en 100, en til að ná svo háum tölum þarf að bæta verulegu blýi í eldsneytið og slík vara er því ekki á almennum markaði.
27.07.2004 at 21:43 #505130Eg geri ráð fyrir því að" Henry junior" sé með álhedd,en þau þola meiri þjöppu vegna betri hitaleiðni.Einn heill í þjöppu gefur 1o-15 afl aukningu bæði tog og hross,ekki væri verra að fínisera heddin aðeins, bæði port og chamber,svo eru náttúrlega flækjur algjört möst.Með kílduáþað kveðjum.
28.07.2004 at 01:21 #505132Bensín er dæmt við 2 mismunandi aðstæður, RON (research octane number) er dæmt við aðstæður sem eru ekki mjög krefjandi en MON (motor octane number) er dæmt við aðstæður sem eru meira krefjandi (hærri hiti, meiri hraði). Það sem er stimplað á dælurnar hérna er RON. Kaninn notar hinsvegar AKI ((RON+MON) / 2)
Skv evrópustaðli um blýlaust bensín er hámarks blýinnihald bensíns í dag 5 milligrömm á líter, sama um hvort sé að ræða 95RON eða 98RON.
Í dag beita menn öðrum aðferðum en blýblöndun til þess að bæta bankmótstöðu bensíns. Hreint bensín hefur mjög litla bankmótstöðu og er það því blandað ýmsum efnum til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir nútíma vélar, meðal annarra toulene og xylene.Varðandi það að hækka þjöppu á svona mótor þá er engin svakaleg afl aukning sem hægt er að ná í á því bensíni sem hægt er að kaupa úti á bensínstöð, en aukning samt (að því gefnu að mótorinn sé ekki bankandi til helvítis). Og það er sama með þetta og aðrar breytingar á vélum nú til dags, allar breytingar eru óæskilegar nema tölvuforritinu sé breytt í samræmi, tölvan aðlagar sig mjög takmarkað að breyttum vinnuforsendum.
28.07.2004 at 12:04 #505134Ég hef líka fengið upplýsingar um að hærri þjappa geti farið illa með kambásinn. Oftast nota menn heitari ás ef þjappan er hækkuð en ég vil ekki hita hann því ég vil tog á lágum snúningi. Svo að þar sem orginal ásinn er í kaldara lagi (mjög jákvætt) færi það sennilega illa með hann að hækka þjöppuna svo að ég er hættur við að hækka hana.
Ég get fengið tvær stangir og tvo stimpla (notað) ásamt öllum pakkningum og legum hérlendis og get því raðað saman fljótlega, ef ég vildi aðra stimpla þá þyrfti ég að bíða í 7-10 daga í viðbót.
Freyr
28.07.2004 at 19:47 #505136Þessa kenningu hef ég ekki heyrt og mér finnst hún ekki stemma við neitt.
28.07.2004 at 23:44 #505138Þetta hef ég aldrei heyrt,ekki einu sinni um Ford.Getur verið að einhver telji að clerensið (bilið) milli stimpil kolls og ventils sé ekki nóg,en þá bognar ventillinn og kanski undirlyftu stöng,en að knasturinn skemmist,no way.
29.07.2004 at 00:31 #505140
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eina álagið sem of há þjappa hefur á kambásinn er þegar útblástursventilinn opnast gegn hærri þrýstingi rétt áður en stimpilinn nær neðstu stöðu
Ég las um að það ætti að setja mýkri gorma á útventlana til að minka álagið
Svo má ekki gleyma auknu álagi á stimpilstángi og höfuð og stángarlegur.Kv, Fannar
29.07.2004 at 14:27 #505142Sælir
Er ekki ástæða þess að hærri þjappa fer illa með vélar sú að menn nota bensín með of lágri oktantölu.
Þegar þjappan er hækkuð og áfram notað 95 oktana bensín þá er sjálfsíkveikja að eiga sér stað. Sbr. kveikjubank sprengingin á sér stað áður er stimpillinn nær topp dástöðu (minnir mig að það heiti).
Hærri oktantala = meira þjappþol.Þegar kveiknar í bensíninu of snemma þá er gríðarlegt álag á marga vélarhluti.
En með því að nota rétt bensín þá held ég að þetta sé í fínu lagi að ákveðnu marki.Kveðja
Izeman
29.07.2004 at 17:05 #505144Ég er búinn að ákveða að setja afur orginal stimpla, þá þarf maður ekki að velta fyrir sér hættu á skemmdum og bíllinn kemst fyrr í gagnið.
Freyr
29.07.2004 at 21:49 #505146Annars er ég miklu hrifnari af því að lækka þjöppuna heldur en að hækka.
30.07.2004 at 09:37 #505148Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf 😉
Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
