This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var að skemma vélina í explorernum mínum (4.0 l. V6 m. undirlyftum ’91). Mér finnst annsi spennandi að setja í hann stimpla með hærri miðju til þess að hækka þjöppuna og auka þannig vélaraflið.
Þjapphlutfallið er orginal sennilega um 9,1:1 – ég veit ekki alveg hvaða stimplar eru í boði en mig grunar að þjappan færi í 10,5-11:1. Vitið þið hvað þessi breyting skilar mikilli aflaukningu (u.þ.b.) án þess þó að skifta um kambás (ég vil ekki heitan ás sem bíllinn ræður varla við), ég er að sækjast eftir togi.
Er eitthvað fleira sem þarf að breyta um leið og ég hækka þjöppuna?
Freyr Þórsson
You must be logged in to reply to this topic.