This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Guðmundsson 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Hækkum félagsgjöldin!!
Ég er með hugmynd um að hækka félagsgjaldið. 325kr á mánuði er bara allt of lítið. Það er eins og kók og pylsa einu sinni mánuði með helgarblaðinu. Eða bara 90km á 38? dekkjum.
Bara hækka þetta um helming eða meira. Þá væri kannski hægt að fríska svolítið uppá félagið og gera ýmislegt til að bæta það. Örugglega fullt af humyndum. Ef menn eiga efni á því að aka um á jeppum þá hljóta þeir að eiga efni á því að borga meira í félagið sem gæti orðið miklu betra ef það væru til meira af peningum í því.
Mér finnst vera komin dálítil þreyta í félagið sjálft. Mín tilfining er alla vega þannig. Kannski er ég bara þreyttur :). Heimasíða félagsins hefur ekki tekið neinum breytingum og var í hálferðu lamasessi á hálft ár. Myndaalbúmið er til skammar og virkaði ekki lengi vel.
Ég hefði gaman af því að vita hvaða skoðun menn hafa á þessari hugmynd.
Gerum ferðaklúbb 4×4 að félagi sem flæðir í peningum. 😉
Tek það fram að ég er ekki með sömu laun og Jón Ásgier og er ekki með neinn valréttarsaming í Kaupþingi. Bara venjulegur maður, með venjuleg laun.
Kv,
Hejio
You must be logged in to reply to this topic.