Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hæðarstýring loftpúða
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2009 at 22:46 #203538
Góðan deig
hvernig hafa menn verið að hæðarstýra loftpúðafjöðrun? er hægt að kaupa hæðarstýringakerfi sem auðvelt er að „kveikja og slökkva“ á? s.s. ef maður vill ekki að þetta sé sífellt að puðra í og úr púðum t.d. í miklum ójöfnum?
einhverjir með hugmyndir, teikningar, myndir eða geta squeelað hvar þeir keyptu sín kerfi?
var að setja púða í hjá mér og nennekki að finna upp hjólið ef ég þarf þess ekki
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2009 at 23:21 #637142
Blessaður Lárus, talaðu við Landvélar eða Barka og fáðu þá til að smíða handa þér loftpúða kitt fyrir tvo loftpúða eða fjóra, þá leggurðu bara eitt plaströr, 8mm minnir mig úr loftkútnum inn á kittið og tekur síðan tvo rör út úr því inn á sitthvorn púðan, síðan kemurðu fyrir tvívirkum rofum fyrir sitthvorn púðan á góðum stað í mælaborðinu og þá geturðu stjórnað þeim eins og þú vilt,
er sjálfur með frá Landvélum, lét þá útbúa kitt fyrir fjóra loftpúða og tvær loftæsingar, bara eitt rör inn og sex út og svo bara rofar á góðan stað, einn fyrir hvert rör sem kemur út úr kittinu.
Atli
12.01.2009 at 09:06 #637144Sæll og takk fyrir þetta, ég skoða þessa aðila
En það sem ég er í raun að leita eftir er sjálfvirk hæðarstilling á púðunum sem svo er hægt að slökkva á þegar við á, s.s hann réttir sig sjálfur af eftir því hversu hlaðinn hann er.
Ertu með þannig?
12.01.2009 at 10:08 #637146er ég nú ekki með sjálfur en hef séð þettað bæði undir Hilux og svo nýjum Ram sem að Breytir setti loftpúða undir, þettað er svo sem einfalt, einhverskonar ventlar sem þú setur á stýfurnar sem koma í hásinguna og svo uppí grind þannig að þegar hlassið kemur þá bæta þeir bara í, veit ekki allveg hvernig hægt er að slökkva á þessu en það var allvegna hægt á Hiluxinum, eins er ég ekki klár á hvar þettað fæst en þeir hljóta að vita það hjá Breyti.
Fyrir minn smekk er þettað kannski óþarfa pjatt en það er bara ég, er hræddur um að svona dót sem er á sífeldri hreyfingu alltaf í drullu og bleytu baði bili þegar maður er lengst uppi á fjöllum, er sjálfur með loftmæli á hverju púða inní bíl og setti síðan skynjara á stífurnar sem kveikja á litlu ljósum þegar hann er komin í rétta hæð, svona heima tilbúið mix sem er í lagi að bili upp á fjöllum, háir púðunum ekkert.
12.01.2009 at 10:53 #637148Sæll
þetta er einmitt ein hugmynd sem hefur verið að brjótast um í mér, vera bara með handvirka stýringu á þessu inní bíl og mixa ljós til að láta vita þegar þetta er í réttri hæð, en einmitt þetta vesen, að fá þetta til að virka rétt og vera til friðs í drullumallinu hefur þvælst aðeins fyrir mér…
er einhver séns að fá að sjá þetta hjá þér? hvernig þetta virkar og svona? geturðu kanski sent mér myndir eða teikningar?
12.01.2009 at 12:22 #637150teikningar, það er nú verulega djúpt á þeim í kollinum en þér er nátturlega velkomið að koma að skoða ef þú ert eitthvað á leið um Snæfellsnesið á jökulinn t.d.
En annars skal ég reyna að taka myndir af því helsta og setja á myndaalbúmið hérna með einhverjum skýringum, veit ekki hvort ég kemst í það í kvöld, ætli maður skelli sér ekki á fund hjá vesturlandsdeildinni sem ég held að sé í kvöld.
12.01.2009 at 14:02 #637152Það sem þarf helst að passa með handstýringu, er að bíllinn getur nánast staðir á þrem hjólum. Þannig að þó bíllinn standi í réttri hæð, getur einn púðinn verið nánast þrýstingslaus.
12.01.2009 at 14:12 #637154Sæll
endilega settu inn myndir með skýringum, ég er ekkert voðalega stressaður á tíma, púðarnir eru komnir í og maður stillir þetta bara eftir auganu í augnablikinu
en það væri frábært að sjá myndir og skýringar
12.01.2009 at 22:09 #637156Ég setti tvöfalt kerfi hjá mér. Annað með handstýrðum rofum til að pumpa í og úr hverjum púða fyrir sig og hitt með mekkanískum hæðarstillum úr vörubíl. Til að þau væru ekki að þvælast hvort fyrir öðru setti ég segulrofa á milli loftpúða og hæðarstillis. Þegar hann var lokaður þá gat ég fiktað með handstýringunni en um leið og opnað var þá rétti hann sig af eftir hæðastillunum.
–
Bjarni G.
13.01.2009 at 09:52 #637158er búin að setja inn nokkrar myndir og einhverja útskýringar líka, vona að þettað hjálpi eitthvað en þettað sýnir náttúrlega ekki hvernig ég tengdi t.d. skynjarana en útskýrir kannski hugmyndina á bak við þettað.
13.01.2009 at 15:15 #637160Sæll
Gunni Icecool veit hvar þetta fæst. Hann hefur sett fullt af þessu í og þeir ventlar eru ekki að bila mikið.
13.01.2009 at 16:04 #637162þetta er flott hjá þér og frágangurinn kemur skemmtilega út á þessu hjá þér.
13.01.2009 at 22:46 #637164Gísli, þettað er búið valda miklum heilabrotum hjá mér og taka drjúgan tíma, sérstaklega það sem ég leitaði ekki á náðir annarra að neinu marki um ráð en kaus að finna upp hjólið sjálfur og hafði gaman af, eins tók það mig nú heilt á að gera bílinn eins og ég vildi hafa hann og mörg verk enn óunnin í honum.
13.01.2009 at 23:05 #637166Atli, hvar kaupirðu þessa skynjara og hver er verðmiðinn? Þetta eru væntanlega "nándar" skynjarar sem gefa samband þegar málmur er settur fyrir framan þá er það ekki?
–
Það væri auðvelt að útbúa sjálfvirka hæðarstillingu með tveimur svona skynjurum á hvert hjól. Ég myndi stilla þeim þannig upp að þegar bíllinn væri í kjörhæð þá myndi hvorugur gefa samband en síðan myndi annar gefa samband ef bíllinn er of lár og hinn þegar bíllinn er of hár. Þetta mætti tengja beint inn á segulrofana til að bæta í eða hleypa úr púðunum. Það þyrfti þó að vera hægt að slökkva á kerfinu eða setja seinkun á skilaboðin frá skynjurunum því í miklum hossing þá hefur svona uppsetning tilhneigingu til að dæla of mikið í púðana. T.d. á þvottabretti þá er stanslaust verið að dæla í og úr púðunum. Þrýstingurinn inn á púðana er meiri en þrýstingurinn í púðanum (út úr púðanum) því fer meira inn í hann en út. Allavega þangað til búið er að pumpa nóg í púðana til að skynjarinn sem segir að bíllinn sé of lár hættir að nema nokkuð.
–
Bjarni G.
13.01.2009 at 23:32 #637168fékk ég hjá vini mínum sem er rafvirki og hann kallaði þá "photosellur" eða eitthvað í þá áttina, en þettað eru bara nándarskynjara sem þurfa bara járn, verðmiða sá ég aldrei( átti inni hjá honum).
Eini gallin við þá er að þeir geta ekki verið lengra frá járni en 8 mm til að skynja og það getur verið hætt við að þeir skemmist ef að stýfurnar geta hreifst mikið eins og ég brenndi á þegar ég fór að prufa að láta bílinn teygja sig.
14.01.2009 at 00:51 #637170Já Atli þetta virðist vera mjög flott hjá þér, glæsilegur hilux líka. Gaman væri að kíkja í heimsókn til þín einn daginn svona fyrst við erum næstumþví nágrannar
14.01.2009 at 09:28 #637172velkomin, alltaf gaman að spjalla við menn með svipaða áráttu og maður sjálfur, eins ef þú sérð rauðan extracap á ferðinni í nesinu með pall sem er ekki eins og gengur og gerist þá bara keyra í veg fyrir mig og skoða:)
14.01.2009 at 11:45 #637174hefur mönnum ekki dottið í hug að skoða hvernig þetta er í vörubílum og trailerum þar sem þeir hafa verið á púðum lengi og einnig húsin á þeim eru á loftpúðum og þar er hæðarstýring sem samanstendur af loka með armi og armurin festist í punkt sem miðað er við og hægt að stilla þetta fram og til baka
kv..Birgir
14.01.2009 at 14:02 #637176ég hef alveg spáð í að nota svona vörubíladót, en hallast frekar að því að gera þetta eins og Atli.
Ástæðan er sú að ég vill geta lokað fyrir "sjálfvirkt" inn og útstreymi í púðann í miklum torfærum. Ég er búinn að hanna og er byrjaður að smíða svona kerfi í anda Atla, svo verða bara ljós sem segja hvort bílilnn er of hár eða lágur per púða og maður stjórnar hæðinni innúr bíl.
þar fyrir utan get ég mælt þrýstinginn í hverjum púða fyrir sig eða öllum í einu.
þetta er tengt sama kerfi og ég ætla að nota til að pumpa í og úr dekkjunum
set inn myndir þegar ég er búinn að smíða…
14.01.2009 at 14:29 #637178hvernig kerfi hafið þið verið með til að stíra þrístingi í púðum og dekkjum og svoleiðis….
er til einhver lausn sem hægt er að setja inní tölvu. t.d. lappan
14.01.2009 at 14:47 #637180Sæll
flottasta lausnin sem ég hef fundið og leysir öll vandamál varðandi mælingarþáttinn er þessi:
[url=http://controlant.com/vorur/jeppakerfi.html:3tchyjc0][b:3tchyjc0]CONTROLANT Jeppakerfi[/b:3tchyjc0][/url:3tchyjc0]
þetta sýstem mælir alla þætti og getur birt þá grafískt á hvaða tölvu sem er.
í og úrhleypikerfið þarf maður svo að hanna sérstaklega en það er pís of keik svosem.
ég myndi hiklaust kaupa þetta kerfi ef það væri helmingi ódýrara en það er í raun en þar til verðið lækkar þá verð ég að notast við ofur-einfalda handstýrða kerfið mitt með einum mæli fyrir allar mælingar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.