This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Eyberg Halldorsson – R4598 11 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sæl verði fólkið.
Elvar Eyberg Halldórsson heiti ég og á hvað að ganga í 4X4 eftir að ég fékk meðr Terrani II 1997.
Var á Hilux á árunum 1993 til 1995 og ferðas þó nokkuð á honum svo tóku fjölskyldu störfin við og núna 16 árum er ég komin með jeppa aftur og ætla að reyna ferðast á honum í sumar.
Hér ein af gamla á leiðini inná Hveravelli.
Numerið er RX791 og væri gaman að vita hvar hann er í dag
Fékk mér þennan jeppa því þeir eru á góðu verði og traustir (má deila um það) er búinn að lesa mig allt sem ég get lesið hér á spjallinu og fundið misjafnar reinslusögur eins og maður getur fundið af flestum bílum.Smá info:
Gerð: Nissan Terrano II
Árgerð: 1997
Vél: 2.7TDI
Hjólbarðar: 31″Búnaður:
VHF stöð
Nokia GPS module LD-3W
Android spjald tölva með Íslandskort GPSmap.is 2013.2 – Fyrir OruxMaps í Android
Dráttarkúla
Drullutjakkur
TendamömmuboxHann hefur fengið góða þjónustu að mér sýnist.
Þessi var fyrir norðan fyrstu 7 árin og var ekki í saltinu hér fyrir sunnan sem kanski skýrir að hann er lítið riðgaður miða við Terrano II sem er 16 ára.
Er í topp lagi, lítið slitin og gott að keyra.
You must be logged in to reply to this topic.