This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.05.2003 at 09:36 #192580
AnonymousSælir 4×4 félagar og allir aðrir, mig vantar smá hjálp ?
1-Hver hefur með Veiðiskálann við Langasjó að gera
2-Heitir sprænan inn í Landmannalaugum Laugalæna ? þá á ég við seinni ánna sem ekið er yfir þegar ekið er inn í laugar, fyrra vaðið er á Námskvísl.
3-Hvort heitir áinn Grindarkvísl eða Systrarkvísl sem rennurí Tungnaá vestan við Vatnajökul ?
Gaman væri að heyra hvað Björn Þorri og Gísli Ólafur Pétursson hefðu um málið að segja, þar sem þeir eru nánast heimamenn á Vatnajökulsleið.
Jón Snæland.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2003 at 14:03 #473282
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón.
það er veiðifélag í Vík í Mýrdal sem er fiskirækt í Langasjó og trúlega vita þeir hverjir eiga skálann.
Ég myndi tala við Grétar Einarsson bónda í þórisholti Mýrdal. Hann ætti í það minnsta geta gefið þér uppl. um hverjir eiga skálann.
Kveðja,
Jón.
11.05.2003 at 16:06 #473284Sæll Jón.
Ég veit ekki til að nafnið á þessu vatnsfalli hafi nokkru sinni ratað á kort, en með skildist einu sinni á Sverri Kr. að Gísli Ólafur Pétursson hafi kallað hana Systrakvísl en einnig látið sér detta í hug að kenna hana við Jökulgrindur og kalla hana Grindakvísl. Systrakvísl er væntanlega tilvísun í það að upptök árinnar eru vestan í jöklinum, neðan Kerlinga.
Mér finnst Systrakvísl betra nafn en Grindakvísl, en svo mætti einnig hugsa sér t.d. "Kerlingakvísl" eða "Kerlingaspræna" en á þessi er eins og aðrar jökulár algerlega háð hitastigi og því mjög misjafnt rennsli í henni, allt frá því að vera þurr og ég hef komið að henni í talsvert miklum ham síðla dags á heitum sumardegi.
Ferðakveðja,
BÞV
11.05.2003 at 17:13 #473286Ég þakka ykkur fyrir skjót og góð svör, Willis ég hringi bara til Víkur og redda þessu með skálann.
Björn þetta með kvíslarnar er snúið, ég hef grun um að faðir Gísla hafi skýrt ánna Systrarkvísl í tengslum við það að mér skylst að hann hafi skýrt Kerlingar ( Systur ) Þannig að það væri fróðlegt að heyra frá Sverri eða Gísla. Annars er staðið í stífum prófarkarlestri og vonast ég til þess að bókinn komi út um miðjan júní.Enn vantar þetta með Laugarlænu ?
Jón Snæland.
12.05.2003 at 00:28 #473288Sæll vertu Jón.
Gísli Ólafur sagði mér að Landsvirkjun ætti skálann við suðurenda Langasjávar.
Í punktunum mínum um Bárðargötu kalla ég kvíslina Grindakvísl, sem mun vera nokkuð gamalt nafn og þá hafði ég ekki heyrt nafnið Systrakvísl.
Pétur Sumarliðason, faðir Gísla Ólafs, var mörg sumur veðurathuganamaður í Jökulheimum og Gísli oft með honum. Pétri mun hafa þótt Kerlinganafnið óvirðulegt um þessi myndarlegu fjöll og kallaði þau Jöklasystur. Kvíslin á upptök í Innri-Tungnaárbotnum, norðaustan við Jökulgrindur og norðvestan undir Jöklasystrum, u.þ.b. 3 km sunnan Sylguskála Björns Þorra og félaga. Þar sem kvíslarvatnið kemur frá jöklinum og þar með Systrunum, þá er e.t.v. rökréttara að kalla hana Systrakvísl. Ekki spillir að nafnið er fallegra og einnig líklegra til stuðla að því að menn noti hið fegurra nafn á fjöllin tvö.
Kvíslina í Landmannalaugum hef ég aðeins heyrt kallaða Laugakvísl, enda rennur hún úr laugunum góðu. Laugalæna er þó ekkert verra nafn og ágæt tilbreyting frá öllum kvíslunum.
Gangi þér vel með bókina, hlakka til að sjá hana.
Bestu kveðjur.
Sverrir Kr.
12.05.2003 at 00:43 #473290Sæll Ofsi.
Þar sem þú ert að velta fyrir þér fæðingardegi 400 póstsins frá mér á spjallinu á öðrum þræði, er viðeigandi að ég splæsi honum á þig!
Það er fengur af þessum fínu upplýsingum frá Sverri Kr. og tek ég undir með honum að ég hlakka til að sjá afraksturinn af skrifum þínum á einni bók!!!
Ferðakveðja,
BÞV
13.05.2003 at 10:51 #473292Nú get ég ekki orða bundist
kvíslin heitir Grindakvisl og fjöllin heita Kerlingar
Það er stóralvarlegt mál að reyna að breyta örnefnum og mjög slæmt ef það kemst á prent í góðum bókum.
þeir feðgar Gísli og Pétur eiga heiður af mörgum góðum örnefnum en það er fulllangt gengið að fara að breyta örnefnum sem þegar eru til.
Það getur líka valdið miskilning þegar mikið liggur við t.d í björgunarstörfum, þegar einn þekkir eitt örnefni og annað þekkir hitt.
Hafa skal það er sannara reynist
Kv. Freyr
13.05.2003 at 11:41 #473294Mikið rosalega var maður feginn að sjá að Vilhjálmur Freyr Jónsson vélatæknifræðingur m.m. sé lifandi og meira að segja sprelllifandi.
Nú, en erindið var að taka undir teoretiskt með örnefnin og minni á þá umræðu sem varð hér fyrr í vor um Lyngdalsheiði, Gjábakkaveg og allt þar tilheyrandi.
Hitt er svo annað mál, að maður ætti náttúrulega að hafa vit á að segja ekki neitt um þetta svæði, því þarna þekki ég nákvæmlega ekkert til staðhátta og örnefna og hef ekki hugmynd um aldursröð þessara tilteknu örnefna. En sem hypothesis er þetta hárrétt hjá mínum gamla vini á Nýbýlaveginum (eða á maður kannski frekar að segja í Smáíbúðahverfinu?)
kv.
ólsarinn
13.05.2003 at 21:25 #473296Ég verð nú að taka undir með Frey að breytingar á örnefnum eru nú bara alveg út í hött og ég er hálf hissa að lesa um að menn séu að reyna að koma inn öðrum nöfnum sem þeim þykir vera betri en þau gömlu.
Ég vil hvetja menn til að kynna sér nöfn á þeim stöðum sem þeir eru að ferðast á og fara rétt með staðhætti.
Hlynur
13.05.2003 at 22:04 #473298Auðvit á ekki að breyta því sem menn telja eldst eða réttast það er jú bara spurning hvað er réttast hverju sinni og tel ég nú að Freyr hafi á réttu að standa með Grindarkvísl og Kerlingar, en oft er erfitt að nota réttu örnefnin eða þau elstu, bara sem dæmi Hlynur, segir þú t d Gjábakkavegur þá eru bara ekki allir sem skilja þig og þá er hætta á því að maður segi bara Lyngdalsheiði svo maður verði örugglega ekki misskilin.
Mig langar að taka nokkur dæmi um ólík örnefni og fá viðbrögð um hvað menn telji rétt og af hverju þáKísá-Kisa-Kjálkaversá þetta er sama áinn
Kerlingafjallaleið-Ásgarðsleið-Árskarðsleið
Leiðin milli Kaldadals og Kjalvegar er nefnd eftirfarandi
Haukadalsheiði-Línuvegur Hlöðufellsvegur-Hlöðuvallarvegur-SkessubásarvegurSilgjufelsskáli-Nornabæli-Skessuskjól-Silgja hvað segir þú BÞV um þessi nöfn, hafa þau öll verið notuð eða eru þau einhvað bull ?
Versalir-Stóraversskáli
Klasar-Rústaskáli-Rústakofi
Jökulfall-Jökulkvísl Þykir mér persónulega Jökulkvísl óviðeigandi við svo stór á
Hvað þykir mönnum um þetta og hvert er þeirra álit á hvað séu réttustu nöfnin
Jón Snæland
13.05.2003 at 22:46 #473300Mig minnir nú að Versalir hafi yfirleitt verið kallaðir Stóru Versalir enda var ver þarna sem heitir Stóraver sem skálarnir voru nefndir eftir en þetta ver er komið undir vatn núna að hluta til, þökk sé kvíslaveitum þeirra landsvirkjunarmann. Þegar ráðist var í kvíslaveitur var stækkað vatn sem hét Drátthalavatn svo það fór að hluta til yfir Stóraver en síðan virðist nafnið á vatninu breyst einhverja hluta vegna í Stóraverslón eftir að búið var stífla þarna. Ef maður skoðar nýrri landakort eru Stóru Versalir bara Versalir en fólkið sem byggði upp ferðaþjónustu þarna á sínum tíma og vann þarna talaði alltaf um Stóru Versali svo ég vil meina að það sé rétt nafn á þessum fyrverandi ferðaþjónustuskálum.
Ég vona að menn komi með einhverja speki um hina staðina sem þú nefndir.
Hlynur
Ps… skáli þeirra pæjumanna er að sjálfsögðu best nefndur Nornabæli þótt ég geti ekki rökstutt þetta nafn með nokkru móti nema kannski að það sé dregið af Tröllahrauni en þá á Skessuskjól nú betur við. Líka hefur nafnið Sóðabæli verið notað um þetta ágæta hús.
14.05.2003 at 00:18 #473302
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll Jón.
Ég er með kort sem er leiðrétt 1946 en mælt 1914-39 þar er Kisa nemd Kisa.
Þetta er nokkuð gömul heimild þannig að maður skildi ætla að þetta sé það rétta.
Ég ætla að blaða meira í þessu gamla drasli og vita hvað ég finn meira bita stætt. Kem með það seina ef ég finn eithvað. kv S.B.
14.05.2003 at 06:59 #473304´Þakka ykkur fyrir áhugan. Hlynur ég hef komið tvisvar í Silgjufell,Nornsbæli,ofl ofl og sýnist mér þeir félagar legga hart að sér í því að breyta nafninu í pempíjubæli, þvílík snirtimenska ræður þar ríkjum.
Fordmann heimildir frá 1914 eru kanski ekki svo gamlar, og hét áinn reyndar áður Kísá en það mjög langt síðan.
Endilega komið þið með fleiri athugasemdir.Eins og þið sjáið á stafsetningunni þá er kanski ekki skrítið að bókinn sé í 12 prófarkarlestri en þó þeim síðasta.
Jón Snæland.
14.05.2003 at 07:45 #473306Húsið heitir Skessuskjól, eftir þremur öndvegis konuum sem notðu það sem bækistöð við rannsóknir á jarðfræði svæðisins.
-Einar
14.05.2003 at 09:23 #473308
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hlýtur Skessuskjól ekki að vera upprunalegast ef út í það er farið, þ.e. það er nafnið sem starfsmenn Orkustofnunar notuðu meðan kofinn gengdi hlutverki vinnubúða? Sylgjufell er í sjálfu sér virðulegra nafn, en Skessuskjól skemmtilegra. Alltaf gaman þegar örnefnin fela í sér húmor eins og t.d. Rugludalur.
Annars fannst mér athyglisvert að sjá að Kerlingafjallaleið væri bæði kölluð Ásgarðsleið og Árskarðsleið. Þetta hljómar eins og þarna hafi orðið nýtt nafn til við hljóðbreytingu og misheyrnir, sem er örugglega oft. Rétt hlýtur að vera Ásgarðsleið þar sem þarna er að finna Ásgarð og Ásgarðsfjall.
Kv – Skúli
14.05.2003 at 09:28 #473310
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gleymdi einu. Ofsi, hvort notar þú Hvergil eða Hveragil um baðgilið góða í Kverkfjöllum. Kortum ber ekki alveg saman um þetta en þó sýnist mér Hveragil vera algengara á kortum, en algengara að menn noti Hvergil.
Kv – Skúli H.
14.05.2003 at 15:55 #473312
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skálinn inn við Langasjó er í einkaeigu,það eru nokkrir félagar í Þorlákshöfn sem byggðu hann og fluttu uppeftir sumarið 2001,þeir eru með Langasjá á LEIGU.EKKI er hægt að fá að veiða eða leigja skálan.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.