This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Smá veiðisaga af honu Gulla ferðafélaga mínum Gulli Mulhan
Gulli hafði nokkuð veiði eðli í sér og hafði gaman af því að myrða litla saklausa fugla. Eitt sinn er hann var í einni af sínum fjölmörgu fjöldamorðs ferðum. Þá sá hann hvar lítil sæt rjúpa hokraði bak við stein í vetrarnepjunni. Gulli var vopnaður einskota rússa, og henti hann sér á jörðina og miðaði að steininum. Eftir nokkur augnablik sér Gulli hvar rjúpan kíkir upp fyrir steininn. Gulli miðar vel og skýtur, og rjúpan hverfur. Gulli hleður rússann aftur og sér þá hvar rjúpa kíkir yfir steininn. ( Gulli bölvar, fjandinn ég hitti ekki ). Hann miðar aftur og skýtur. Enn á ný hleður Gulli. Þegar hann er búin að hlaða á ný sér hann rjúpuna enn einusinni kíkja yfir steininn. Enn skýtur Gulli á rjúpuna og bölvar óhitninni. En loks kíkir hún þó ekki yfir steininn á ný. Gulli gengur því að steininum til þess að hirða rjúpuna. Sér hann þá að 3 rjúpur liggja þarna stein dauðar. Fjórhjóladrifinn farartæki áttu hug hann allan
You must be logged in to reply to this topic.