Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gular númeraplötur fyrir þá sem notaða litaða olíu
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2006 at 17:19 #197822
Sá þetta á vísi áðan :
NFS, 22. Apríl 2006 10:45
Fá gular númeraplötur
Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum.
Breytingin er hugsuð til að draga úr líkum á að aðrir noti álögufrjálsa olíu en þeir sem það mega
Hver ætli sé tilgangurinn með þessu? Svo hægt sé að fylgjast með á bensínstöðvum hverjir séu að reyna að svindla ?
Er einhver sem hefur lent í olíu-tékki síðan reglunum var breytt – er eitthvað eftirlit með þessu ?? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.04.2006 at 23:03 #550498
Persónulega er ég algerlega á móti þessum ökurita sem menn eru að tala um, það er bara spurning um tíma hvenær ríkið mundi svo bæta því inní lög að hægt væri að sekta menn fyrir hraðakstur eftirá ef að ökuriti væri skoðaður og menn hefður ekið á yfir 90 kmh, þeir myndu klína því á okkur og við gætum ekkert gert í því …. vegna þess að allir kjósa þann bláa….
26.04.2006 at 23:12 #550500Ég held nefnilega, að það sé mjög ólíklegt að svoleiðis lög myndu ná í gegn.
Að mínu mati er það nokkurn veginn pólítískt sjálfsmorð fyrir einhvern að ætla sér að gera eitthvað slíkt. Íslendingar eru reyndar oftast fljótir að gleyma syndum alþingismanna, en þetta væri OF gróft til að gleyma! Auk þess gleymir maður þessu ekki ef maður fær rukkun í pósti reglulega fyrir of hraðan akstur!
Er svo ekki til batterý hérna sem kallast Persónuvernd eða eitthvað álíka?
.
kv. Kristinn
26.04.2006 at 23:54 #550502Hver hefði trúað því fyrir 10-15 árum að það yrði hægt að koma því í gegn að banna reykingar nokkurn vegin alls staðar, þ.m.t. á pöbbum ?
En það er samt að takast og búið að koma því í gegn víða erlendis?Hversu erfitt verður að rökstyðja það að það megi sekta menn fyrir að brjóta lög sem eru mjög skýr, eins og að keyra of hratt, ef haldbær sönnun með löggiltum mælitækjum liggur fyrir?
Hvaða heilaga rétt höfum við til þess að keyra of hratt ef okkur hentar, bara ef enginn sér til okkar ?Ekki misskilja mig – ég er algjörlega á móti þessu og finnst það ósanngjarnt – en ég er voðalega hræddur um að menn eigi eftir að koma þessu í gegn fyrr en síðar – um leið og menn fara að treysta mælitækjunum til að gera þetta rétt, þá verður þetta komið – því miður
Arnór
27.04.2006 at 00:23 #550504Við megum ekki gleyma því að það á að heita lýðræði í þessu landi! Hvernig fóru þessi blessuðu fjölmiðlalög hérna um árið?
kv. Kristinn
27.04.2006 at 10:01 #550506Hér á Islandi er lýðræði að nafninu til og fer eftir
því hvað þú heitir og hvað þú gerir það eru til mörg dæmi sem sanna það, ég ætla ekki nefna nein maður les bara blöðinn síðustu daga til dæmis dómsmál og svo er hægt leingi telja ( fyrir gefið villur )
kv,,,MHN
27.04.2006 at 10:38 #550508Fjölmiðlafrumvarp hvað? Er ekki fjölmiðlafrumvarpið til meðferðar á Alþingi þessa dagana. Stjórnmálamenn vita sem er að kjósendur eru fljótir að gleyma. Og þið kjósið þá alltaf aftur!
Sjáið t.d. Framsóknarflokkinn hann ætti fyrir löngu að vera horfinn.Jón
27.04.2006 at 13:24 #550510Það eru nokkur hundruð manns á Íslandi sem hafa atvinnu af hraðanum þannig að ef hraðasektir verða rafrænar þá er nánast hægt að leggja niður lögregluembættið, það hugsa ég að gerist seint.
27.04.2006 at 16:18 #550512Löggan væri líka í feitum skít ef það væri hægt að fylgjast með hraðanum á þeim sjálfum, það er nefnilega nokkuð oft sem þeir aka á öðru hundraðinu án þess að vera í forgangsakstri. Þetta hef ég eftir fyrrverandi lögreglumanni sem ég hef verið að vinna með.
Svo við tölum nú ekki um alþingismennina sjálfa, það getur enginn logið því upp að mér að þeir aki alltaf á skikkanlegum hraða
Ég er nefnilega nokkuð viss, að ef ríkisstjórnin kæmi upp svona njósnasystemi þá myndu afar fáir kjósa hana aftur. Þetta er svona hlutur sem gleymist ekki.
Ég veit það allavega að ég myndi skipuleggja fjöldamorð á "#$"#$%"#$ fíflunum í hvert skipti sem ég væri að keyra. Svona svipað og ég hugsa þegar ég tek bensín.
.
Eeeen þetta er náttúrlega mín skoðun, það getur svosem alveg verið að almenningur í þessu landi sætti sig við að fá dónalega rukkun í pósti í hvert skipti sem þeir gleymdu sér aðeins undir stýri og kjósi djöflana sem komu því á aftur. Maður veit aldrei.kv. Kristinn
27.04.2006 at 16:40 #550514Hún er reyndar tetra-trökkuð og því hægt að fylgjast með hraðanum á þeim "real time".
kv
Rúnar.
27.04.2006 at 18:14 #550516já það er hægt … en hver gerir það ???
28.04.2006 at 10:23 #550518Hér eru lögin beint af heimasíðu vegagerðarinnar þar sem hægt er að skoða öll löf varðandi umferðaeftirlit og þau leyfi sem umferðaeftirlitsmenn hafa til að sinna störfum sínum. Það er alveg með ólíkingum lygaþvættingurinn eða fáfræðin sem kemur hér fram á þessum spjallþræði. Hversvegna ekki leita sér upplýsinga um málið áður en menn fullirða tóma vitleysu og koma misskylningi af stað og er það þessum vef til skammar og þeim sem taka þátt í því. Spurning hvort stjórn 4×4 ætti ekki að koma á link hér á síðunni þar sem félagar gætu farið beint inn á heimasíðu Vegagerðarinnar þannig að svona vitleysa falli um sjálft sig. Eftirlitsmennirnir eru aðeins að sinna skyldum sínum og kurteisi kostar ekki peninga í viðskiptum við þá meðan þeir sinna sínu lögbundna eftirliti.
REGLUGERÐ 628/2005 um eftirlit með notkun á litaðri gas- og dísilolíu.
1. gr.Vegagerðin skal annast eftirlit með því að ekki sé notuð lituð olía á skráningarskyld ökutæki. Undanþegin slíku eftirliti eru skráningarskyld ökutæki sem heimild hafa til notkunar á litaðri olíu, sbr. reglugerð nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds. Vegagerðin skal jafnframt hafa eftirlit með að skráning og búnaður skráningarskyldra ökutækja sé í samræmi við lög nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald ofl.
2. gr.Stöðvun á ökutækjum og sýnataka.
Eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar er heimilt að stöðva ökutæki til að gera þær athuganir sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á ökutæki sem fellur undir 1. málsl. 1. gr. andstætt ákvæðum reglugerðar nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds, þar á meðal að skoða eldneytisgeymi og vél ökutækis. Eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar er heimilt að taka sýni af eldsneyti sem notað er á ökutæki sem heyrir undir 1. málsl. 1. gr. Vegagerðin setur nánari reglur um framkvæmd á sýnatöku.
28.04.2006 at 10:36 #550520nákvæmlega
Það sem ég var að meina
hér áður í þessum þræði
Mundi
30.05.2006 at 15:05 #550522Sælir félagar.
hvernig er það mælt hvort menn séu að nota litaða olíu? Er engöngu hægt að sjá það með því að taka sýni úr tönkum/síum/spíssum? eða er eitthvað til í því sem ég hef heyrt að hægt sé að mæla þetta með því að taka sót-sýni úr púströrinu?
ég hef allavega heyrt það að þar til gerðu spjaldi sé haldið við útblástursrör grunað bíls og á því sjáist strax hvort lituð olía hefur verið notuð eða ekki…. er þetta bull? hefur einhver lent í þessu? eða eru þessir menn að skafa sót úr pústinu og láta efnagreina?
vinsamlegast svarið þið sem vitið allt um þetta. einnig væri gaman að fá hlekki inná framleiðendur mælitækja þeirra sem íslenska löggjafarvaldið er að nota.
30.05.2006 at 19:01 #550524Eftir að hafa lesið þennan þráð er ég eiginlega búinn að mynda mér aðra skoðun en ég hafði upprunalega. Mér hefur reyndar aldrei fundist sérstaklega skynsamlegt að reyna að svíkja kerfið. Ef kerfið er gallað á að breyta því – og nú verð ég að taka undir með þeim sem vilja litað bensín líka.
Hættum nú að spá í smákrimmaráðin sem kosta sum meira en þau spara – förum að pressa almennilega á stjórnvöld um að læka álögur á eldsneyti. Það er ljóst að við þurfum að gera eitthvað enn kröftugra en síðast – það hafði nákvæmlega engin áhrif á stjórnvöld.
Hugmyndir? (og þá meina ég eitthvað aðeins meira fullorðins en að blokka Miklubrautina á föstudegi).
Kv.
Einar Elí
30.05.2006 at 19:11 #550526Fyrir nokkrum vikum síðan í bílablaði Fréttablaðsinns kom grein um að kvatt væri til logbrota með því að nota litaða olíu á bíla sem það annars væri bannað. Vitnað var í nokkrar leiðir sem menn gætu farið og svo skemtilega vildi til að allar þessar leiðir til svindls og lögbrota voru búnar að koma fram hér á vef 4×4, í þessu spjalli og öðru spjalli um hækkandi eldsneitisverð, á vikunum á undan. þó var ekki vitnað í það í greininni hvaðan upplýsingarnar væru fengnar, en greinin endaði á að það væru aðalega jeppamenn sem stunduðu þetta logbrot. Fyrir þá sem kunna að leggja saman tvo og tvo samasem 4×4.
Því segi ég að það sé varasamt að ræða þetta hér á spjallinu þar sem allir geti lesið. og þökk sé ykkur nokkrum "lögbrjótum" er búið að stimpla jeppamenn sem slíka, þó að flestir okkar borgum fullt verð fyrir olíuna okkar eða kaupum bensín
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.