Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gular númeraplötur fyrir þá sem notaða litaða olíu
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2006 at 17:19 #197822
Sá þetta á vísi áðan :
NFS, 22. Apríl 2006 10:45
Fá gular númeraplötur
Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum.
Breytingin er hugsuð til að draga úr líkum á að aðrir noti álögufrjálsa olíu en þeir sem það mega
Hver ætli sé tilgangurinn með þessu? Svo hægt sé að fylgjast með á bensínstöðvum hverjir séu að reyna að svindla ?
Er einhver sem hefur lent í olíu-tékki síðan reglunum var breytt – er eitthvað eftirlit með þessu ?? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.04.2006 at 21:02 #550458
Þessir eftirlitsmenn, hafa verði kallaður pundarar af atvinnubílstjórum, eru með öllu valdlausir og ef þeir eru eitthvað að stoppa menn þá er bara að keyra fram hjá þeim, þú ert ekki að brjóta nein lög með því hunsa þá, það er eingöngu lögreglan sem hefur heimild til að stöðva ökutæki.
Ég lenti í því um dagin að stopaði við útskotið við álveriðí straumsvík til að hringja eitt símtal, þegar að ég var að ljúka samtalinu þá birtust þessir leiðindar pundarar og vildu há að tékka á olíuni hjá mér, en ég sagði bara NEI og keyrði í burtu og þeir tóku sig til og eltu mig unns ég stoppaði við essóstöðina í hanarfirði til þess eins að taka olíu þar sem jeppin hjá mér var orðin olíulaus, ég fylti tankin þar hjá mér fór á hann nákvæmlega 73,86 lítrar og þeir vildu fá að taka sýni hjá mér en ég spurði þá bara hver væri tilgangurinn með því, því að ég var nýbúinn að fylla tankin og hann tekur bara 75 lítra og sagði þeim að þeir gætu alveg eins tekið bara síni beint úr dæluni ef þeir vildu skoða olíuna hjá mer.
Ég tek það framm að ég hef alldrei svindlað á olíuni og hef því ekkert að fela ég hef bara allaf haft svo mikið yndi af því að kvelja þessa eftirlitsmenn eftir að löggan hætti að vera með þeim í bíl.
Ég var nefninlega atvinnubílstjóri á trailer í nokkur ár og hafði ég þá á tilfinningunni að þeir væru að leggja mann í einelti á tímabíli.
En það sem ég mæli með að gera er bara að hunsa þessa menn því þeir hafa ekki vald til að stoppa ykkur, bara keyra framhjá, þú ert ekki að brjóta neitt af þér við það.
kveðja Addi ö-1435
23.04.2006 at 22:51 #550460Ég er sammála því að fólk ætti ekki að vera að svindla á þessu með hvað hætti sem það er gert
En það er örugglega einhverjir sem gera það
og þar aðleiðandi lendir það á hinum sem ekki stunda það
og það verður farið i spíssana hjá okkur hvort sem við viljum það eða ekki
því Vegaeftirlitið er eða verður með lagalegan rétt til þeirra aðgerða
Mundi
23.04.2006 at 23:59 #550462Þetta er bara fáránlegt. 122 kr líterinn
hvað kostar að skreppa hringinn á litlum disel jeppa í dag
ca 15 – 18 lítrar á hundraðið litlum (þeas Landcruser, patrol eða pajero) fer það ekki vel yfir 20.000 kallinn í olíu.Og ríkið mokar inn seðlum…. tóm hamingja…
24.04.2006 at 11:36 #550464.. mega nota litaða olíu. Það var búið að spyrjast fyrir um þetta hjá yfirvöldum og svarið var jákvætt með að nota litaða olíu á snjóbíla björgunarsveitanna.
Aftur á móti eru snjóbílarnir sem keyra á bensíni (Hägglund) í vondum málum, enda eyða þeir a.m.k. líter á kílómetrann…
24.04.2006 at 15:58 #550466þó þanu væri að þeir fái að nota litaða olíu líka keira þeir 90% í snjó, finnst bara að allur flotinn mætti keira á litaðri, bara sjálfsögð hlunindi (stirkur) til þeirra. Nei það myndi líklega skerða kampavíns kaupinn hjá ríkis plebonum. Gleimi ekki þegar Ingibjörg Sólrun lét taka klósettið í gegn á vinnustaðnum sínum og kostaði það um 6 eða 8 millur, væri í dag um 10m, hvað er málið með þetta lið þarf það að drulla í gullklósett?? Í þetta fara beningarnir okkar.
24.04.2006 at 17:23 #550468Það kostar frá 25.600 – 30.744 kr. að keyra hringveginn miðað við 15-18 ltr á hundraðið.
MV. 1400 km.Vitið þið hvað Ríkið fær mikið af því?
Gefum okkur að það séu 70 kr. á lítrann þá eru það 14.700 – 17.640 kr. Takk fyrir!!
24.04.2006 at 18:54 #550470hvernig er það, er ekki strangt til tekið löglegt að aka á litaðri olíu utan vega?
24.04.2006 at 19:10 #550472Eitt sem mig langar að vita, hvað þarf olíulíterinn að vera kominn í svo menn geri eitthvað, sjálfur er ég búinn að fá nóg, Ríkið er bara að biðja um að við tökum litaða oliu á bílana okkar, allavega fer lituð olia á minn bíl ef verðið fer yfir 150kr. Einn talaði um lýðræði hér fyrir ofan, (þetta er nú meira
lýðræðið.) Eitthvað verður að gera við getum bara ekki látið valta yfir okkur og verið sáttir við það. Hvernig er með öll þessi félaga samtök tengd bílum hvað sem þau nú heita. þorir enginn að gera neitt.
Allavega getum við jeppamenn byrja að gera eitthvað. T.d hópakstur einhverja ákveðna leið. eða bara hittast á jeppunum fyrir framan alþyngi,
kv, Valur
24.04.2006 at 21:56 #550474En eins og einn ágætur maður benti á áðan að þá eru flestir ef ekki allir sem stunda þennan vef með kjörgengi og við skulum muna það næst þegar það eru kosningar og frammámenn í stjórnarflokkunum koma saman og segja "víst hafa skattar og aðrar álögur á landsmenn lækkað". Þá skulum við muna það hversu gaman þessum mongólitum fannst að skerða ferðafrelsi landsmanna með því að hafa olíugjaldið og virðisaukann eins og þeim hentar.
Ég heyrði í fréttum að það væru að fara um milljón lítrar af eldsneyti á bíla landsmanna á hverjum degi og við vitum öll hvað það þýðir í hlut ríkisins og við vitum líka hvað gerist þegar heimsmarkaðsverð hækkar, jú þá hækka í leiðinni álögur ríkisins… Mér finnst að það ætti að gera þetta einfalt, ákveðum hver hámarksgjaldtaka ríkisins má vera af hverjum lítra af eldsneyti. segjum bara 60 krónur og enginn helvítis virðisauki, einu hækkanirnar sem mættu bætast á þessar 65 krónur væru þá verðbætur. Þ.e. þessi krónutala mætti fylgja verðlagsþróun í þjóðfélaginu, þetta mundi gera það að verkum að við hefðum alltaf hækkanir í samræmi við heimsmarkaðsverð en ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð + 24,5% …
Ég veit allavega að ég kýs ekki þá menn sem finnst það bara frábært mál að skerða ferðafrelsi landsmanna með því að hafa álögur á eldsneyti svona hátt.
kv. Axel Sig…
24.04.2006 at 22:05 #550476Er ekki bara málið að leggja 100 stórum trukkum fyrir framan Alþingis húsið og láta standa þar í nokkra daga.
hmm
24.04.2006 at 22:41 #550478Svona til fróðleiks félagar
Þetta eru þeir sem mega nota litaða olíu:
1.til nota á skip og báta,
2.til húshitunar og hitunar almenningssundlauga,
3.til nota í iðnaði og á vinnuvélar,
4.til nota á dráttarvélar [—]1),
5.til raforkuframleiðslu,6.til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota og eru með varanlegum áföstum búnaði til þeirra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu, t.d. kranabifreiðar, vörubifreiðar með krana yfir 25 tonnmetrum, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, holræsabifreiðar, borholumælingabifreiðar og úðunarbifreiðar
7.til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
Og þetta eru refsiákvæðin:
Brjóti eigandi eða umráðamaður ökutækis af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi gegn ákvæðum laga þessara, svo sem með því að nota litaða olíu á skráningarskylt ökutæki sitt, sbr. 3. mgr. 4. gr., skal hann greiða sekt sem nemur allt að tífaldri þeirri fjárhæð sem ætla má að hann hafi dregið undan eða hafi verið ofendurgreidd.Ég reyni að finna meira seinna en ég hélt að ég hefði fundið það einhversstaðar að það mætti vera allta að 3% af innihaldi tanks litað, því að þá mældist það ekki, en mér gengur illa að finna það aftur.
Einnig veit ég að Víglundur Þorsteinsson sat í nefnd þeirri sem að fjallaði um þessi lög, en hann er eigandi BM-Vallá
Kv
Austmann
25.04.2006 at 07:17 #550480síðan hvenær eru steypubílar mest í kyrrstöðu… gera mun meira af því að keyra með yfirfulla bíla út um allt og frussa steypu aftanúr rassgatinu á sér út um allt, hafið þið ekki tekið eftir steypuslettunum á götunum hér og þar???
25.04.2006 at 09:47 #550482Steypubílar eru ekki á litaðri olíu, heldur eru það steypuDÆLUbílar sem eru á litaðri olíu, þar sem þeir eyða um 95% af þeim tíma sem þeir eru í gangi að dæla steypuni sem steypubílarnir koma með til þeirra.
Kveðja Addi Ö-1435
25.04.2006 at 15:58 #550484Þetta sem ég setti hér inn fyrir ofan er beint af vef alþingis og úr lögunum sjálfum og þar stendur nákvæmlega þetta:
6.til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota og eru með varanlegum áföstum búnaði til þeirra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu, t.d. kranabifreiðar, vörubifreiðar með krana yfir 25 tonnmetrum, STEIPUHRÆRIBIFREIÐAR, götuhreinsibifreiðar, holræsabifreiðar, borholumælingabifreiðar og úðunarbifreiðarÞetta er erfitt að skilja öðru vísi en á einn veg,
kv
Austmann
25.04.2006 at 16:01 #550486Það á að vra hægt að finna þetta allt á vef alþingis eða svo má bara Googla á þetta og þá fá menn ýmislegt fróðlegt upp
(ég ætlaði að setja inn link en hann virkaði ekki)
kv
Austmann
25.04.2006 at 16:14 #550488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki bara málið að hafa lítinn 5~10 lítra tank tengdann við standard áfyllingagatið.. og hafa þar alltaf hreina olíu? en ekki tengdan við vélina, vera bara svo með annan áfyllingastút fyrir hinn tankinn 😉 falinn…
25.04.2006 at 18:03 #5504907.til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
það er þetta "..utan vega.." sem ég er að spá í. spurning hversu langt er hægt að teygja það.
en jú við erum fæstir á beltabifreiðum 😛
26.04.2006 at 00:57 #550492Nú var ég að taka olí um daginn og ég fór að skoða kvittunina úr sjálfsalanum, þá tók ég eftir því hvernig verðinu er skipt á olíuni.
lítar disel 66,74 á 119,5 kr/ltr
upphæð 3669,24
olíugjald 2736,34
vsk. 1569,37samtals alls 7975 kr og af því fer beint í ríkissjóð samkvæmt kvitun 4305,71 sem er reindar bara olíugjaldið og vsk, þá vantar enn inn í þá upphæð aðra tolla og gjöld sem eru á eldsneiti.
Að mínu mati finnst mér að maður ætti að geta valið um það hvort að maður sé á litaðri olí og vera þá með þessar nýju númeraplötur og borga bara þungaskatt eins og það var eða eins og það er núna að vera á venjulegum númerum og borga bara olíugjald per lítra, í öðrum orðum að menn geti valið um hvort kerfið þeir muni nota og þá þarf eftirlitið bara að fylgjast með þeim sem eru á venjulegum númerum og eiga að vera með ólitaða olíu.
Kveðja Addi Ö-1435
26.04.2006 at 01:07 #550494Af hverju ætti það að vera? Af hverju á að flækja kerfið svona? Af hverju fengi ég ekki að gera það sama á bensínbíl?
Hvar er litaða bensínið fyrir vélsleða og sláttuvélar?
.
Mér finnst þetta eintómt helv… kjaftæði allt saman!
Af hverju er ekki bara búið að setja þessa ökurita (GPS múmbó djúmbó eitthvað apparat) eða hvað sem þeir kalla það í hvern bíl, og skattleggja akstur eftir því hvar maður er að keyra (var það ekki annars pælingin?). Þá væri "ókeypis" að keyra á hálendinu (nema þetta séu fæðingarhálfvitar sem semja þessar reglur).
Allavega, þá eiga sömu reglurnar að gilda fyrir dísel og bensín að mínu mati! Engin forréttindi fyrir landbúnaðartækin takk!
.
kv. Kiddi bensínkjáni
26.04.2006 at 11:58 #550496Já manni finnst nokkuð blóðugt að vera borga vegagjöld í formi skatta á eldsneyti þegar maður ekur aðalega utan vega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.