Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gular númeraplötur fyrir þá sem notaða litaða olíu
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2006 at 17:19 #197822
Sá þetta á vísi áðan :
NFS, 22. Apríl 2006 10:45
Fá gular númeraplötur
Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum.
Breytingin er hugsuð til að draga úr líkum á að aðrir noti álögufrjálsa olíu en þeir sem það mega
Hver ætli sé tilgangurinn með þessu? Svo hægt sé að fylgjast með á bensínstöðvum hverjir séu að reyna að svindla ?
Er einhver sem hefur lent í olíu-tékki síðan reglunum var breytt – er eitthvað eftirlit með þessu ?? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.04.2006 at 18:41 #550418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit um einn sem var stoppaður og það var farið í tankinn hjá honum og mælt, en ekkert kom úr því.
Aftur á móti hefur maður verið að heyra hinar og þessar sögur af þessum málum með mælingar og annað slíkt á lituðu olíunni og það nýjasta sem ég heyrði var um vörubíla með krana sem vitanlega er mjög staðnir bílar. Í Noregi eru menn farnir að gera þetta þannig að vera með tvo tanka með sitthvori olíugerðinni og svo þegar kraninn er settur af stað þá svissast sjálfkrafa á milli tanka. Ég veit nú svo sem ekki hvort að ég sé að segja einhverjar nýjar fréttir en þetta er eitthvað sem er alveg geranlegt í jeppum líka.Einhvers staðar heyrði ég líka að mælitækin ættu erfitt með að greina litinn þó að ólitaða olían væri blönduð með 10% litaðari og því ekkert hægt að segja ef menn klára bara af tankinum áður en komið er niður á veg og setja þá ólitaða olíu á, en það getur svo sem vel verið einhver Gróusaga.
Þetta með gulu plöturnar, verða þetta ekki bara ráðherrabílarnir sem fá svona (ef það er þá einhver þeirra diesel)
22.04.2006 at 18:57 #550420Ég held að kranabílarnir hérna sem eru með fastan pall fái að nota litaða olíu.
22.04.2006 at 19:24 #550422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þeir eru með yfir 50 tm krana og fastan pall þá fá þeir að nota litaða olíu, en ekki þeir sem eru með stóla fyrir trailervagna, þeir verða að vera á venjulegri olíu. Þess vegna eru þeir að fara í þetta dæmi með 2 tanka.
22.04.2006 at 19:55 #550424Fanst mjög dapurt af stjórnvöldum að sinja björgunarsveitum að fá að nota litað á tækin sín. Held stundum að þetta lið sé ekki mannlegt bara:o/
22.04.2006 at 20:10 #550426Var björgunarsveitum synjað um litaða olíu??? Er fleiri en mig farið að gruna að eldsneytiskaup landsmanna haldi uppi einhverskonar skemmtidagskrá eða leynilegum sveitaklúbbi fyrir stjórnvöld? Þau mega að minnsta kosti ekki heyra minnst á að innkoman skerðist um krónu!
22.04.2006 at 20:23 #550428Þeir ganga líka á litaðri olíu, ástæða þess hefur mér verið sögð vera sú að einn af þeim sem voru ú nefnd um olígjaldið hafi verið eigandi BM Vallá.
Í fréttum í gær var viðtal við framkvæmdastjóra SBA-Norðurleiða og sagði hann þar að þeir fengu ekki vsk til baka, þeir eru með 70 rútur, þannig að í sumar mun það kosta það fyrirtæki yfir 120 milljónir á mánuði í eldsneyti á sína bíla. Er það eðlilegt?Svo er það eitt í könnunni hérna á síðunni ru 1,5% sem segj að þessi klúbbur eigi ekki að mótmæla verði á eldsneyti, mig leikur forvitni á ða vita afhverju ekki?
Kv
Snorri Freyr
22.04.2006 at 20:29 #550430Ætli þessi 1,5% séu ekki blýantanagarar hjá toll eða skattstjóra.
-haffi
22.04.2006 at 20:51 #550432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er alveg sammála þessu með björgunarsveitirnar að menn skuli vera að fetta fingur útí þann akstur, flest allir þessara bíla eru keyrðir mjög fáa km en hafa fengið að ganga allnokkra klukkutimana, líkt og flest allir fjallajeppar. Í síðast liðnu Langjökulsútkalli hafa nú runnið nokkrar krónurnar í ríkiskassann í formi vegatolls fyrir utanvegaakstur.
En það svo sem gildir fyrir alla að það eigi ekki að þurfa að borga vegatoll fyrir akstur sem fer fram utanvegar.
23.04.2006 at 00:27 #550434Mig langar til að taka undir með Rofustoppurobba og Eyþóri hér að ofan með andstyggð á viðhorfi og framkomu starfsmanna fjármálaráðuneytisins gagnvart björgunarsveitunum. Í okkar félagsskap eru fjölmargir, sem jafnframt eru starfandi í björgunarsveitunum og geta staðfest og vitnað um tiltekin dæmi í þessu sambandi. Skattlagningargleði þeirra er með ólíkindum. Sannast sagna eru sum atriðin svo ótrúleg að það þýðir líklega ekkert að segja frá þeim, því fólk sem ekki þekkir til mun hreinlega ekki trúa því. Manni dettur nú í hug sem dæmi frá því þegar fyrst var farið að nota vélsleða sem hjálpartæki við leit og björgun. Það fékkst afsláttur af söluskatti (forvera virðisaukaskattsins) og tollum af sleðum til björgunarsveita. Það var síðan á tímabili afturkallað vegna þess, að það þótti sannað að menn notuðu þessi tæki til æfinga! Drottinn minn dýri, hvernig áttu björgunarsveitarmenn að geta notað þessi tæki þegar til alvörunnar kæmi ef þeir mættu ekki nota þau til leitaræfinga? Svo mætti lengi halda áfram. Þannig að það kemur ekki á óvart, þótt sveitunum hafi verið synjað um leyfi til að nota litaða olíu, Sei sei nei.
23.04.2006 at 01:21 #550436Varðandi vörubíla með krana þá eru það þeir sem eru með 25 tonnmetra krana og stærri, fastan pall og engan dráttarkrók sem fá litaða olíu. þetta er sett inn vegna þess að mest öll olíueyðsla á þessum bílum er í kranavinnu.
Kv. Hjalti
23.04.2006 at 01:43 #550438Kjartan Gunnarssona er þingmaður suðurlands. Hann er forstjóri stypustöðvar suðurlands…..
Stypubílar eru á litaðariolíu………. því að!!!"mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey.
mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey!
ég á vini á báðum stöðum
sem að ríða mér í röðum,
mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey!!!takk takk!!!!!!!!!!!!! Ég verð hér í alla nótt!!
23.04.2006 at 13:05 #550440Hvernig er það verður ekki hægt að kaupa litað bensín, Fyrir vélsleða rafstöðvar 4 hjól slátuvélar og fleira.
Kveðja Magnús.
23.04.2006 at 13:11 #550442Eruð þið í alvöru að segja að steypubílar fái að nota litaða olíu?
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.04.2006 at 13:27 #550444er hummerinn ekki skráður vörubíll
ég held að þeir meigi ekki stoppa bíla undir 3,5 tonn til að tékkaen er þá ekki málið að setja bara S á lögnina þá komast þeir ekki niður í tank
23.04.2006 at 15:38 #550446
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir því sem mér er sagt hafa þeir ekki lögregluvald þannig að það er hægt að neita.Tók olíu um daginn og var mér sagt á þeirri stöð að þeim dytti ekki í hug að segja frá ef að menn væru að taka ódýru olíuna og voru hissa á hvað fáir gerðu það miðað við olíuverðið í dag…………..
KV Matti
23.04.2006 at 16:04 #550448Steypubílar sem eru á vélaolíu eru að borga þungaskatt eftir mæli og sleppa ekki við hann. Ég vil vita hvort það er borgað VSK af þungaskatt eftir mæli hjá þeim, en allir sem borga þungaskatt við dæluna borga VSK af öllu, líka þungaskattinum.
Því má bæta við að snjóbílar hjálparaveita meiga ekki nota vélarolíu, þótt þeir geti ekki og munu aldrei keyra eftir vegi. Hef heyrt óstaðfesta að þessu verði jafnvel, en veit það ekki. Þetta er alveg glatað kerfi, sama hvernig sem á það er litið.
Hlynur
23.04.2006 at 19:13 #550450Er ekki bara málið að koma fyrir netsíu í rörinu rétt áður en það fer inn í tankinn. þá er ekki hægt að tékka..
23.04.2006 at 19:45 #550452veit að þeir í finnlandi prufuðu allt til að svindla á þessu þar á meðal settu hólk in í olíu rötið og höfðu ólitaða olíu þar en þetta virkar ekki lengurr því þeir taka prufu út úr spíss frétti ég
23.04.2006 at 20:14 #550454Löggimann og hans félagar meiga alveg stinga rörinu sínu í tankinn hja mér og tékka. Ef ég vill svindla þá finn ég bara leið til þess. Hinsvegar myndi ég aldrei, aldrei aldrei leyfa þeima að fara að skrúfast eitthvað í húddinu. Ekki einusinni til að taka fram hráolíusíuna. Þá myndi ég heimta leitarheimild og láta vinna verkið af fagmanni.
Einhverstaðar verður valdníðslan að hafa mörk.
23.04.2006 at 20:27 #550456Ég tók eftir því þegar ég las þennan þráð sem hófst á því að vekja athygli á óréttlátri skattheimtu af dieselolíu, að fljótlega snerist umræðan upp í það hvernig helst mætti svindla á þessu án þess að upp kæmist. Eru menn ekki á villigötum? Ég er sammála því að þetta olíugjaldskerfi sé á margan hátt óréttlátt en ég er ósammála því að bregðast við með lögbrotum. Ég er t.d. ósammála ýmissi annari skattheimtu, ég er ósammála utanríkisstefnu sem kostar tugi milljarða, é
g er ósammála kvótakerfinu, en … ég bregst ekki við með lögbrotum. Við búum við lýðræði, með þess kostum og göllum, og ættum því frekar að beita okkur fyrir umbótum á meingölluðum lagasetningum og nota til þess leikreglur lýðræðisins, frekar en að vera með kennslustund í lögbrotum. Væntanlega eru allir sem hér skrifa með kosningarétt og kjörgengi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.