Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Gufan dottin út… eða hvað?
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2001 at 22:36 #191169
Sælir félagar.
Nú veit ég að fjölmargir eiga SSB stöðvar og munu seint sleppa af þeim hendinni, enda ennþá eina „örugga fjarskiptatækið“ hvar sem er á fjöllum enn sem komið er.
Það hefur komið upp sú hugmynd að klúbburinn beitti sér í því að fá tilkynningarskylduna til að halda uppi hlustun á SSB, þannig að hún haldi áfram gildi sínu sem öryggistæki með 24 tíma hlustun.
Hefur fjarskiptanefndin velt þessu fyrir sér?
Hvað finnst mönnum um þetta?
Með ferðakveðju,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.10.2001 at 13:27 #457422
Sé nú ekki tilgang með að eiða kröftum í baráttu fyrir 24 tíma hlustun á SSB fyrir bíla, ekki nema þá á hlustun á 2182 neyðarrás og þá eingöngu þar, en þá rás fá víst ekki allir. Tel annars að félagið ætti að halda áfram að beita sér gegn "takmörkun" á akstri til fjalla eins og flestum er kunnugt um sbr. Snæfellsjökull ofl.
Js
08.10.2001 at 13:48 #457424Einhver sagði að með því að fá setta inn bátarásina þá væri alltaf hlustun, veit einhver um það mál? Fyrir mittleiti segi ég að þá er þetta eina tækið sem alltaf næst úr og því gott mál ef að við kynntum okkur þetta mál og ég tala nú ekki um ef hægt væri að koma því þannig að við fengjum 100% hlustun.
kv, Jói. R-78
08.10.2001 at 21:09 #457426
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst allt í lagi að skoða möguleikana á 24 tíma hlustun. Tilkynningaskylda íslenskra skipa er við hlustun 24 tíma á sólarhring og ef það kostar okkur (eða þann sem myndi borga þegar upp væri staðið) ekki mikið þá held ég að það gæti borgað sig að bæta þessari hlustun þar inn (sé sá möguleiki fyrir hendi). Síðan er það alltaf matsatriði hvað "dýrt" er mikið ! Þegar mannslíf eru í húfi þá held ég að það eigi ekki að spara neitt !!
Kveðja Rakel
09.10.2001 at 12:50 #457428
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit ekki betur en að það sé 24/7 hlustun á "gufuna"
Þannig að þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur, ef að þetta er rétt hjá mér.
10.10.2001 at 23:17 #457430Sæll Finnur.
Hvað áttu við með "24/7 hlustun".
Er virkilega hlustun á SSB eftir að Gufunes hættir að hlusta???
Ég veit að það er ekki auðhlaupið að því að fá 2182 inn í stöðina sína eins og Jón bendir á, enda er sú rás hugsuð sem neyðarrás fyrir sjófarendur ef ég skil þetta rétt.
Nú er það svo að SSB er með þeim takmörkunum að það er "bölvað skvaldur" á rásunum, þannig að mönnum hættir til að draga niður í þeim ef ekki er verið að nota þær. Um leið er þetta eina tæki sem virkar 100% alls staðar (þrátt fyrir skvaldirð) dottið út… Það er ekki nóg að merkið þitt náist ef enginn nennir að hlusta…
Það er helst á þessari forsendu sem þessi hugmynd um að semja um sólarhringsvöktun hefur skotið upp.
Haldið áfram að tjá ykkur!
Með ferðakveðju,
BÞV
11.10.2001 at 09:06 #457432God morgen gamla góða gufa ? það ´þótti nú "doldið" sport hér í den að vera með þessi löngu-flaxandi-gufu-loftnet og náttúrlega stöðina þennan líka stóra fallega tal-hlunk einhverstaðar í bílnum. En hvað um það er nokkuð viss um að einhverjir innan okkar raða gætu sótt um að fá 2182 kristal, t.d. þeir sem eru mest á ferð eða þá björgunarsveit 4×4, það þurfa svo sem ekki allir að vera með þessa rás. Ég held að best væri að byrja á að tala við SL menn (Slysavarnafélag Landsbjörg) og sjá hvað þeir segja. Í dag veit ég um nokkra sem eru með þeirra "rásir" í SSB þar með talið 2182.
Salutations
Js
11.10.2001 at 23:29 #457434Sælir félagar.
Ég var að komast að því að Edvald Geirsson félagi okkar í fjarskiptanefndinni er í viðræðum við einhverja spekúlanta um að við fáum inn alþjóðlega neyðarrás að ég held sjófarenda (ég held hún heiti 1132) en skv. alþjóðasamningum sem við erum aðilar að er ennþá sólarhringshlustun á þá rás hér á landi.
Málið á eftir að fara fyrir nokkra fundi, sennilega hjá fjarskiptastofnun áður en það fæst á hreint hvort þetta verður hægt, en Eddi var nokkuð vongóður.
Ekki henda SSB stöðvunum…!!!
Með ferðakveðju,
BÞV
15.10.2001 at 11:38 #457436Sælir félagar.
Ég ræddi við Magnús Waage sem er forstöðumaður yfir fjarskiptastöðinni í Gufunesi.
Hann sagði mér að hlustun á 2790 hefði hætt 15. júní sl.
Ekki væru áform um að hefja hlustun aftur.
Hlustun á 2182, sem er neyðarrás fyrir skip, átti að hætta 1999 en hættir 1. febr. 2002. Hlustun á 2311 sem er samtalsrás fyrir skip, er í gangi frá 3 stöðum á landinu, Garðskaga, Streiti við Berufjörð og Grímsey.
Hann sagði að líklega yrði rás 16 á VHF lokað árið 2005.
Hægt er að fá Gufunes til að taka upp tímabundna hlustun í neyðartilfellum, til dæmis ef leit stendur yfir.Magnús lagði til að ef menn vildu halda í Gufunestalstöðvarnar gætu þeir komið sér upp kerfi, þannig að allir sem eru á ferðinni hlusti á heila tímanum og geti þá komið skilaboðum áfram.
Kveðja
Kjartan Gunnsteinsson
R-1563
12.12.2001 at 15:16 #457438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef heyrt að hægt sé að fá að nota 2311 í bílunum en það er þó óstaðfest það er bara spurning um að fara fram á það við rétta að ila sem ég tel vera skiparadíóið í Gufunesi, án þess að geta fullirt það,
Jólakveðja
gauijul
R-2266
12.12.2001 at 16:52 #457440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tel að aðalmálið í dag sé að fá sér IRIDIUM síma, þeir eru betri en gufan og hægt að ná sambandi hvar á jarðkringluni sem er.
Þeir eru á góðu verði eins og er, en spekúlantar segja mér að þeir eigi eftir að rjúka uppú öllu valdi strax eftir áramót. Og eftir því sem ég best veit þá er hægt að fá þannig síma fyir:
Sími = Kr 70.000.-
Mánaðargjald = Kr 2.000.-
svo er auðvitað mínútu.gj. = Kr 200.-En þetta eru bara öriggistæki sem maður hringir ekki úr nema í neyð
12.12.2001 at 17:55 #457442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Iridium gervihnattakerfið er ágætt og virðist virka vel. Globalstar er tiltölulega nýtt gervihnattakerfi sem byggir alfarið á digital boðskiptum og býður þar með uppá sms og gagnaþjónustu. Ég hef notað þetta kerfi í uþb eitt ár og er mjög ánægður með það. Nota Ericsson R290 símann sem kostar eitthvað innan við 100 þús. Það góða við þetta kerfi er að það eru engin aukagjöld – maður einfaldlega notar sim kortið úr venjulegum gsm síma. Og Ericsson síminn er líka venjulegur gsm sími – að vísu 400 gr. – en ég er á Econoline hvort sem er!
Kveðja,
Siggi G.
12.12.2001 at 18:03 #457444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég gleymdi auðvitað að taka það fram að það er "örlítið" dýrara að tala um gervihnött en gsm í Globalstar kerfinu! Mínútan kostar rétt rúmlega 100 kr. En það eru engin önnur gjöld og notkun kemur fram sem símtal erlendis á gsm reikningum.
Siggi G.
19.01.2002 at 11:56 #457446Ég held að menn ættu að fara varlega í að vera of fljótir í að fjárfesta í gervihnattasímum. Mér skilst að þetta kerfi sé mjög dýrt og að markaðurinn sé ekki nógu stór. Það kæmi mér ekki á óvart þó að kerfið yrði lagt niður.
20.01.2002 at 13:01 #457448
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
að mínu viti er ekkert sem hefur leyst SSB af hólmi sem neyðarstöð hvað snertir langdrægni og möguleika á hlustun á opinni rás.Ég legg til að 4×4 taki þátt í að endurvekja 24t hlustun, að félagar dusti rykið af stöðvunum og setji þær aftur í bílana, jafn vel aftur í bíl með stillanlegum hátalara frammí sem kannski opnar fyrir á heila tímanum (???) til að tryggja hlustun á landsvísu.
Sameinaðir sendum vér, sundraðir spreðum vér í alls konar dót og náum ekki saman.
Svo legg ég tið að það hætti að rigna,
Ingi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.