This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég held að ég hefi stolið þessari sögu í heilabúina á honum Hlyn Snæland
Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri
Eitt sinn er Guðmundur var á leið yfir Jökulgilskvíslina við Landmannalaugar. Setti hann trukkinn sinn á svartakaf í vatn og sandbleytu í ánni. Fékk Guðmundur, Ása hjá Vestfjarðarleið til þess að draga sig upp úr ánni. Við björgunina brotnaði millikassinn hjá Ása. Voru þeir því báðir stopp þar sem trukkurinn hjá Guðmundi var fullur af sandi. Var þá brugðið á það ráð að taka millikassann hjá Guðmundi og hreinsa hann aðeins og setja í trukkinn hjá Ása. Dró síðan Ási bílinn hans Guðmundar niður að Galtarlæk. Þegar þeir félagarnir renndu í hlaðið á Galtalæk, og hittu þar fyrir bóndann. Þá spyr bóndinn Guðmund að því hvers vegna hann komi í spotta til byggða. Guðmundur svarar því til að það komi ekki til að góðu, því hann hafi lánað Ása millikassann sinn.
You must be logged in to reply to this topic.